Morgunblaðið - 14.03.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 37
Mbl.
DV
HELVÍTI VILL
HANN,
HIMNARÍKI
VILL HANN
EKKI,
JÖRÐIN
ÞARFNAST
HANS
LIFE AQUATIC SÝND KL. 4-5.30-8-10.20.
LIFE AQUATIC VIP SÝND KL. 5.30-8-10.20.
CONSTANTINE SÝND KL. 5.30-8-10.20. B.I. 16 ÁRA
PHANTOM OF THE OPERA SÝND KL. 6-8-10. B.I. 10 ÁRA
WHITE NOISE SÝND KL. 5.30-8-10.20. B.I. 16 ÁRA
BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL SÝND KL. 3.45-6.15.
LEMONY SNICKETS SÝND KL. 3.45.
CONSTANTINE SÝND KL. 8-10.30. B.I. 16 ÁRA
BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL SÝND KL. 6. ísl tal
COACH CARTER SÝND KL. 5.30-8-10.30.
MILLION DOLLAR BABY. SÝND KL. 5.30-8-10.30
CONSTANTINE SÝND KL. 10.10. B.I. 16 ÁRA
HITCH SÝND KL. 8-10.20.
CLOSER SÝND KL. 8
CONSTANTINE SÝND KL. 8-10.20. B.I. 16 ÁRA
RAY SÝND KL. 8-10.30
ÁLFABAKKI
KRINGLAN
AKUREYRI
KEFLAVÍK
Sló í gegn í USA
t mynd. Töff tónlist
E með Twista, BALLA
Da Hood & Mack 10).
ð á sannri sögu. Með
m eina sanna töffara,
amuel L. Jackson
y . ff t li t
i t ,
).
ri .
i t ff r ,
l .
Cesar-verðlaunin eru virt-ustu kvikmyndaverð-laun fyrir franskar bíó-myndir. Nú hafa þau
nýlega verið veitt, í þrítugasta
skipti.
Bíómyndin sem var sigurvegari
hátíðarinnar; besta mynd, besta
leikstjórn, besta handrit, fékk
góða dóma í Frakklandi en litla
aðsókn. Hún fjallar um unglinga í
innflytjendahverfi á jaðri Parísar,
sem setja á svið leikrit eftir
átjándu aldar skáldið Marivaux í
skólanum sínum. Myndin er ódýr
(um áttatíu miljónir íslenskra
króna), tekin á digital vídeóvél,
framleidd af óháðum framleið-
anda, eins og aðrar helstu myndir
sem komust þarna á blað. Hún
heitir L’esquive (Sá sem víkur sér
undan) og leikstjórinn Abdellatif
Kechiche.
Það er stórkostlegt að sjá heilan
klasa af barnungu fólki vinna
leikafrek eins og hér. Þau halda
athyglinni hvert augnablik, jafnvel
fyrir þá sem skilja ekki mikið af
hröðu talinu allan tímann, á
frönsku sem ber arabískan keim.
En myndin situr í minninu, andlit
leikendanna og óborganlegar að-
stæður, til dæmis ein, mjög vel
byggð upp, þegar allt unglinga-
gengið er komið í að knýja fram
svar hjá söguhetjunni um það
hvort hún hugsi sér að segja já
eða nei við strákinn sem er skot-
inn í henni og bíður eftir svari.
Hópumræðurnar enda reyndar
með afskiptum lögreglunnar og er
meðferð hennar á unglingunum
sterkt atriði og sérstaklega óþægi-
legt.
Atriðin í myndinni eru yf-irleitt löng, varla nokk-urn tímann þögn, end-urtekningar margar og
taktfastar, leikmyndin er aðeins
blokkarumhverfið og skólinn, gæti
verið hvar í heiminum sem er.
Breiðholti þess vegna. Þetta má
kannski kalla nokkurs konar
mínímalisma og ber líka keim af
heimildarmynd. En leikstjórinn
treystir sínu efni og leikurunum
algjörlega og hann gerði rétt í því.
Les Choristes (Kórdrengirnir)
er sú mynd frönsk sem hefur sleg-
ið alveg í gegn upp á síðkastið.
Meira en átta miljónir áhorfenda
hafa séð hana. Hún fékk Cesar-
verðlaun fyrir bestu frumsamda
tónlist en varð af aðalverðlaunum.
Kórdrengirnir eru dásamlega
upplífgandi mynd, gott ef ekki
mannbætandi og aðgengileg öll-
um. Ég vona að hún verði sýnd hið
fyrsta á Íslandi, ef það er ekki
þegar búið að því. Hún er líka
komin á mynddiski og á erindi inn
á hvert heimili.
Nýr umsjónarmaður, at-vinnulaus tónlistar-kennari, hefur störf áheimavistarskóla fyrir
vandræðastráka, sem stjórnað er
af illum skólastjóra. Þessi rólegi
og mildi umsjónarmaður, sem er
uppalandi af guðs náð, gerir kór
úr strákunum og semur sjálfur
fyrir þá. Hann hefur djúp og var-
anleg áhrif á líf þeirra og framtíð
til hins betra.
Hér er valið í hlutverkin af al-
gjörri snilld. Varla er hægt að
ímynda sér að maður muni nokk-
urn tímann gleyma kórdrengj-
unum, síst af öllu tveimur sem
hittast fyrir tilviljun á gamals
aldri og rifja upp, annar þeirra
frægur hljómsveitarstjóri.
Myndirnar fjalla hvor með sínu
móti um áhrifin sem list getur haft
á lífið, og um kennara sem auðga
og bæta líf barna og unglinga og
geta skipt sköpum um framtíð
þeirra. Og áhorfandinn er minntur
á það gleðiefni að svona fólk er til í
alvörunni.
B í ó k v ö l d m e ð v e r ð l a u n a m y n d u m
Sá sem víkur sér undan
Atriði úr Cesar-verðlaunamyndinni L’esquive.
Eftir Steinunni Sigurðardóttur
BJÖRK Guðmundsdóttir vinnur nú
að því að semja tónlist fyrir nýja
kvikmynd unnusta síns, Matthew
Barney, Drawing Restraint 9, sem
á að frumsýna í Japan í júní. Þetta
kemur fram í ítarlegu viðtali við
söngkonuna í The Observer um
helgina. Þetta er að sögn Observer
í fyrsta sinn sem þau Björk og
Barney vinna saman.
Í viðtalinu segir Björk það frels-
andi að vinna að verkefni sem snýst
ekki um hana sjálfa eingöngu. Hún
segist elska að vera persónulegt
söngvaskáld en henni finnist líka
gaman að vera vísindamaður eða
landkönnuður.
Morgunblaðið/Einar Falur
Björk snýr
aftur að kvik-
myndatónlist
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem
dansarar fylla Laugardalshöll af
áhugasömum gestum, en það tókst
Pilobolus á laugardaginn. Sýningin
var líka stórkostleg, að sögn þeirra
sem á horfðu, bæði fyrir augu og
eyru. Þeir voru heldur ekki ama-
legir loftfimleikarnir sem liðsmenn
Pilobolus tóku fyrir gesti hallar-
innar.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tilþrif hjá Pilobolus