Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 75. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Pottþéttur plötusnúður Guðfaðir bresks popps í lok 20. aldar á Gauknum Menning Brúðkaup | Ef þú giftist ...  Rauðar rósir og brúðarslör Bílar | Á vélhjóli í Afríku  Benz og Land Cruiser í reynsluakstri Íþróttir | Kvennakarfan  Ronaldinho og féð frá Canal+ KRISTÍN Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði, er nýr rektor Háskóla Íslands og fyrst íslenskra kvenna til að gegna því embætti í 94 ára sögu skólans. Hún hafði betur en Ágúst Einarsson, prófessor við við- skipta- og hagfræðideild, í síðari umferð rektorskjörsins sem fram fór í gær. Kristín fékk 52,3% greiddra atkvæða, Ágúst fékk 46,4% en auðir og ógildir seðlar voru 1,3%. Mun Kristín taka við af Páli Skúlasyni 1. júlí nk. Á kjörskrá voru 9.909 manns, þar af 1.088 starfsmenn og 8.821 stúdent. Í kjörinu í gær greiddu alls 812 starfsmenn atkvæði, eða 74,6% af kjörskrá, og 2.151 stúd- ent, sem er 24,4% af kjörskrá. Gild atkvæði voru alls 2.926. Úrslitin urðu í raun ljós þegar kjörstjórn birti fyrstu tölur upp úr klukkan átta í gærkvöldi. Þá var búið að telja 99% greiddra atkvæða á kjörstað. Við þau tíðindi streymdu heillaóskirnar og -skeyt- in á heimili Kristínar. Hún sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta annað en verið ánægð með úrslitin. Þau hefðu komið henni skemmti- lega á óvart eftir tvísýna kosninga- baráttu. Var hún þá búin að taka við hamingjuóskum frá meðfram- bjóðendum sínum þremur; Ágústi, Einari Stefánssyni prófessor og Jóni Torfa Jónassyni prófessor. Vildi hún koma á framfæri þakk- læti til þeirra sem og allra stuðn- ingsmanna sinna og kjósenda með- al starfsmanna og stúdenta. Spurð um helstu áherslumál sín sem rektor sagði Kristín stærsta markmiðið að koma Háskóla Ís- lands í flokk fremstu rannsókn- arháskóla meðal nágrannaland- anna á næstu fimm árum. Til að ná því marki þyrftu allar deildir og stofnanir að setja sér stefnu um hvernig ætti að koma viðkomandi fræðasviði í fremstu röð. Síðan þyrfti að sækja fjármagn til að tryggja þessi markmið. Kristín Ingólfsdóttir nýr rektor Háskóla Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristín Ingólfsdóttir fagnar sigrinum á heimili sínu í gærkvöldi ásamt eiginmanninum, Einari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra hjá FL Group, og dætrunum Sólveigu Ástu, 10 ára, og Hildi, 22 ára nema við HÍ. Hlaut 52,3% greiddra atkvæða en Ágúst Einarsson fékk 46,4% GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, lagði í gær fram til- lögur á þingi að efnahagsumbót- um sem eiga að sporna gegn vax- andi atvinnuleysi og stöðnun. Um 12,6% atvinnuleysi er nú í land- inu, hið mesta í sextíu ár. Schröder vill m.a. að skattar á fyrirtæki verði lækkaðir úr 25% í 19% til að hleypa lífi í atvinnu- lífið, síðan verði gerð róttæk upp- stokkun á skattkerfinu. Skatta- smugum verði lokað og niðurgreiðslur lækkaðar, einnig verði stuðningur aukinn við lítil fyrirtæki með því að útvega þeim hagstæð lán. Jafnaðarmannaflokkur Schröd- ers stendur afar illa í skoðana- könnunum og hefur orðið fyrir miklum áföllum í kosningum í nokkrum sambandslöndum að undanförnu. Gegn frjálsu flæði þjónustu Þýsk byggingarfyrirtæki berj- ast mörg í bökkum en Schröder vill stórauka framlög til innviða samgöngumála næstu fjögur ár- in. Kanslarinn tók í gær af skarið og lýsti sig andvígan tillögum sem framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur lagt fram um að leyft verði með ákveðnum takmörkunum frjálst flæði þjónustu í sam- bandinu. Fyrir- tæki mega miða tilboð við kjör í eigin landi. Munu þá byggingarfyrir- tæki og fleiri þjónustufyrirtæki t.d. í Póllandi geta tekið að sér verk í Þýskalandi og borgað verkamönnum eftir pólskum töxt- um sem eru mun lægri en þýskir. Hörð andstaða er við tillögur ESB í mörgum ríkum aðildar- löndum. Þjóðverjar óttast að nið- urstaðan verði aukið atvinnuleysi þar sem þeir geti ekki keppt við „undirboð“ fátækra ESB-þjóða. Jacques Chirac Frakklandsfor- seti hefur lengi lýst mikilli and- stöðu við tillögurnar. Þess má geta að meirihluti Frakka hyggst fella í þjóðaratkvæði nýja stjórn- arskrá ESB ef marka má nýja könnun Le Parisien. Líklegt er talið að margir óánægðir kjós- endur muni nota tækifærið og veita Chirac, sem styður ákaft stjórnarskrána, viðvörun með því að segja nei. Schröder boðar baráttu gegn vaxandi atvinnuleysi Berlín, París. AFP, AP. Gerhard Schröder Vill lækka skatta fyrirtækja mikið BANNA ætti börnum yngri en 18 ára að nota ljósabekki af því að slíkir bekkir eiga þátt í mikilli fjölgun húðkrabbameins- tilfella, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO). Í frétt BBC í gær kom fram að stofnunin teldi ungu fólki hættara við því en öðrum að fá húðkrabbamein. Árlega greinast um 130.000 manns í heiminum með hættulegustu tegund húð- krabbameins. Tíðnin er hæst í löndum þar sem margir eru með ljóst hörund. Til- fellum húðkrabbameins hefur fjölgað um helming í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár og aukningin hefur verið þreföld á Norðurlöndunum. Fólki undir 18 ára aldri er nú bannað að nota ljósabekki í Frakk- landi og Kaliforníu. WHO varar við ljósabekkjum SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítal- íu, sætti harðri gagnrýni í gær vegna mis- vísandi yfirlýsinga um að ítalskt herlið yrði kallað heim frá Írak. Berlusconi sagði á þriðjudag að hann myndi kalla ítalska liðið heim frá Írak í byrjun september en dró síð- an í land á miðvikudag, sagði það ósk sína að herliðið yrði kallað heim. Romano Prodi, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, sakaði Berlusconi um að kasta rýrð á orðstír þjóðarinnar með því að draga fyrri yfirlýsingu sína til baka. Corriere della Sera, sem er hægrisinnað dagblað, segir forsætisráðherrann ekki geta leyft sér að gefa út svo misvísandi yfirlýsingar um mál sem varði líf og dauða fjölda fólks. Berlusconi í nauðvörn Róm. AFP. ÁGÚST Einarsson prófessor hringdi í Kristínu Ingólfsdóttur um leið og úr- slitin voru ljós í gærkvöldi og óskaði henni til hamingju með sigurinn og vel- farnaðar í emb- ættinu á næstu árum. Ágúst segist vera þakklátur stuðnings- mönnum sínum í kosningabarátt- unni. Hann ætlar að starfa áfram innan Háskóla Íslands og standa sem áður að baki þeim rektor sem kosinn er lýðræðislegri kosningu hverju sinni. „Því er ekki að leyna að mikil stemning var fyrir því að gera konu að rektor og sú stemning gerði útslagið í þessum kosn- ingum. Niðurstaðan er ótvíræð og lýðræðisleg og ég fagna henni,“ segir Ágúst. Ágúst Einarsson Óskar Kristínu velfarnaðar Brúðkaup, Bílar og Íþróttir MANNRÉTTINDANEFND Sameinuðu þjóðanna lýsir áhyggjum vegna ofbeldis gegn konum, sérstaklega kynferðisofbeldis, og hvetur yfirvöld til að skoða þessi mál. Áhyggjur nefndarinnar snúast ekki síst hvað ákært er í fáum nauðgunarmálum en skortur á sönnunargögnum stendur sak- sókn í þeim málum einkum fyrir þrifum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra seg- ir að farið verði rækilega yfir athugasemdir nefndarinnar og lagt mat á þær. Af 65 nauðgunarmálum sem bárust rík- issaksóknara árið 2003 voru 49 felld niður en ákært í 16. Bundið er í lög að fella eigi niður mál ef sakfelling er ólíkleg. Einn nefndarmanna bendir í skýrslunni á að löggjöf hér um varnir gegn hryðjuverk- um sé afar óljós líkt og í mörgum öðrum löndum. Staða nauðg- unarmála áhyggjuefni Mannréttindanefnd SÞ  Yfirvöld þurfa/8 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.