Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 4

Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur boðað til opins fundar á Siglufirði um samgöngu- mál á laugardaginn kemur, en þar verður einkum rætt um jarðgöng yfir til Héðinsfjarðar og þaðan áfram yfir til Ólafsfjarðar. Fundurinn verður haldinn í Bátahúsinu á Siglufirði á morgun laugardag 19. mars og hefst klukk- an 14. Með ráðherra í för verður Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson fram- kvæmdastjóri Vegagerðarinnar. Á vef Siglufjarðarkaupstaðar segir að umræðuefni fundarins verði fyrst og fremst jarðganga- mál og eru Siglfirðingar hvattir til þess að fjölmenna á fundinn. Búið var að bjóða út framkvæmdir við jarðgöng um Héðinsfjörð, en stjórnvöld tóku ákvörðun um að slá þeim á frest m.a. vegna ótta við þenslu af álvers- og virkj- anaframkvæmdum á Austurlandi. Bjóða þarf göngin út að nýju ef ákveðið verður að fara í fram- kvæmdir, en opinberlega hefur ekkert verið gefið út um hvenær það gæti orðið. Heimamenn á Siglufirði vonast eftir að sam- gönguráðherra muni kynna á fundinum á laugardag hvenær það geti orðið. Framkvæmdin var á sínum tíma talin kosta um 6 milljarða króna. Opinn fundur um jarð- gangamál á Siglufirði Siglfirðingar hafa barist fyrir því að hafnar verði framkvæmdir við Héð- insfjarðargöng. Líkur eru á að einhver svör fáist frá ráðherra á laugardag. „ÞETTA hafa verið strangar og erfiðar viðræður. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að við hefðum náð meiri árangri en niður- staðan er. Sérstaklega hvað varðar varanleika þeirra tekju- stofna sem um er að ræða,“ seg- ir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um niðurstöður tekjustofnanefndar um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær. Töluverðir nýir fjármunir „Á hinn bóginn er ljóst að það eru töluverðir fjár- munir sem þessi niðurstaða færir sveitarfélögunum í landinu á næstu þremur árum og síðan áfram af- nám undanþágu frá greiðslu fasteignaskatts,“ segir hann en meðal tillagnanna er varanleg niðurfelling á undanþágum frá fasteignaskatti af eignum ríkisins. Áfram er þó gert ráð fyrir því að kirkjur og safn- aðarheimili, safnahús og hús erlendra ríkja verði undanþegin fasteignaskatti. „Þarna eru líka fleiri atriði sem eru jákvæð, m.a. áframhaldandi stuðningur vegna fráveitufram- kvæmda næstu þrjú árin og breyting á álagningu fasteignaskattsins,“ segir hann. Bendir hann einnig á að auk þessa hafi áður verið ákveðið að verja 2 til 2,4 milljörðum kr. til stuðnings við sameiningu sveitarfélaga á árunum 2005 til 2009. „Þetta var það sem ríkið taldi sig lengst geta gengið. Ég lít á þetta sem áfanga. Fjármálaleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga eru eilífðar umfjöllunar- efni. Þegar farið verður í alvöruviðræður um frekari verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga tel ég að skoða verði þessi mál nánar,“ segir Vilhjálmur um nið- urstöðuna. Brugðist við vanda félagslega íbúðakerfisins Nefndin leggur einnig til að varasjóði húsnæðis- mála verði heimilað að auka rekstrar- og sölufram- lög vegna félagslegra íbúða í eigu sveitarfélaga og aðstoða við úreldingu þeirra. Vilhjálmur segir það ekki rétt sem haldið hafi verið fram í umræðu um tillögurnar í gær, að um sé að ræða peninga sem séu í eigu sveitarfélaganna, og þau geti ráðstafað að vild. „Þetta eru fjármunir sem voru samkvæmt lög- um settir í Varasjóð viðbótarlána til þess að mæta hugsanlegum áföllum þegar íbúð er seld á nauðung- aruppboði á lægra verði en nemur áhvílandi veð- skuldum að viðbótarláni meðtöldu. Þetta eru fjár- munir sem sveitarfélögin höfðu ekki í hendi sinni, en nú hefur ríkisstjórnin samþykkt að hluta þessara fjármuna eða 280 milljónum á árunum 2005 til 2007, verði varið til þess að styðja sveitarfélög sem eiga í erfiðleikum með rekstur félagslega íbúðakerfisins.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga Ég lít á þetta sem áfanga TEKJUSTOFNANEFND gerir ýmsar til- lögur um breytingar á tekjustofnum sveitar- félaga. Félagsmálaráðuneytið telur að heild- aráhrif tillagnanna, að meðtöldum fram- lögum vegna sameiningar sveitarfélaga, muni auka tekjur þeirra á árunum 2006– 2008 um um 9,5 milljarða.  Viðbótarframlag komi í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á árunum 2006–2008. Tillagan á að skila sveitarfélögunum 700 milljónum ár hvert eða alls 2.100 milljónum á árunum 2006–2008. Framlaginu er ætlað að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf, m.a. vegna erfiðra ytri aðstæðna.  Undanþágur frá greiðslu fasteignaskatts, sbr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, verði afnumdar frá og með 1. janúar 2006. Um er að ræða ýmsar byggingar í eigu rík- isins. Álagning fasteignaskatts komi til framkvæmda í áföngum á árunum 2006– 2008. Tillagan á að skila sveitarfélögunum 200 milljónum árið 2006, 400 millj. 2007 og 600 millj. frá og með árinu 2008. Samtals 1.200 milljónum árin 2006–2008 en varanlega 600 milljónum á ári frá þeim tíma. Tekið er fram að ofangreindar fjárhæðir miðast við fasteignamat ársins 2005. Eftir er að reikna út hver álagningarprósentan þarf að vera. Um er að ræða nýjan álagning- arflokk, svonefndan C-flokk. Áfram er gert ráð fyrir því að kirkjur og safnaðarheimili, safnahús og hús erlendra ríkja verði und- anþegin fasteignaskatti.  Varasjóði húsnæðismála verði heimilað að auka rekstrar- og söluframlög vegna fé- lagslegra íbúða í eigu sveitarfélaga og að- stoða við úreldingu þeirra. Framlögin koma til greiðslu á árunum 2005, 2006 og 2007. Tillagan á að skila sveitarfélögunum 280 milljónum á ári eða samtals 840 millj. á ár- unum 2005–2007.  Gildandi lög um fjárhagslegan stuðning við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga verði framlengd til ársins 2008. Sameiginlega verði farið gagnrýnið yfir kröfur um frá- veituframkvæmdir sveitarfélaga og kannað- ar leiðir til að draga úr kostnaði. Tillagan á að skila sveitarfélögunum 200 millj. á ári eða samtals 600 millj. á árunum 2006–2008. Framlögin koma til greiðslu í hlutfalli við fráveituframkvæmdir sveitarfélaganna á ár- unum 2006–2008 og eru þau liður í að ljúka átaki í fráveitumálum sveitarfélaga.  Lögum um skráningu og mat fasteigna og tekjustofna sveitarfélaga verði breytt þannig að greiðsla fasteignaskatts hefjist frá næstu mánaðamótum eftir að eign er fyrst metin fasteignamati. Jafnframt verði unnið að end- urskoðun á fasteignamati landa og jarða og lagaákvæðum er það varðar. Tillagan á að skila sveitarfélögunum allt að 200 millj. kr. í varanlegan tekjuauka á ári, samtals 600 millj. á árunum 2006–2008.  Skipuð verði nefnd sem hafi það hlutverk að endurskoða reglur Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga einkum m.t.t. breytinga á sveitarfé- lagaskipan. Stefnt verði að því að nefndin ljúki störfum fyrir 1. október 2005. Fá 9,5 milljarða til 2008                                   !   !         "## $##       %   &  $##'(  !   !    $!)## )!$## *+# "## "##   ! "  %$##,  $##*(  !   !   !   !   !    LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, stendur ekki að niðurstöðu meirihluta tekju- stofnanefndar, heldur skilaði hann séráliti. „Sveitarfélögin lögðu af stað í þessar við- ræður til þess að ná fram grundvallarbreyt- ingu og eðlilegri og sanngjarnri niðurstöðu í tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.“ Lúðvík bendir á að mikil umræða hafi farið fram um að gera þurfi átak til breytinga á sveitarstjórnarstiginu, með sameiningu sveitarfélaga, eflingu þeirra, tilflutningi verk- efna og að komið verði á sambærilegu kerfi og í nálægum löndum. Forsenda þess að hægt verði að stíga þessi skref hafi af hálfu sveitarfélaganna verið alveg skýr. „Hún var að fyrst yrði að jafna reikningana, að tryggja að fjárhagslegur grunnur og staða sveitarfé- laganna væri með eðlilegum hætti. Undan- farin ár hafa sveitar- félögin að stórum hluta verið að skila neikvæðum rekstrarafgangi, sem nemur 3 til 4 milljörðum á ári. Það liggur fyrir að á þessu ári er um þriðj- ungur sveitarfélaganna að leggja fram fjárhagsáætl- anir, sem eru með nei- kvæðri afkomu,“ segir Lúðvík. „Það hefur legið fyrir að breytingar á skattkerfinu vegna einkahlutafélaga, húsa- leigubótakerfisins og fleiri þátta, hafa haft í för með sér aukna tekjuskerðingu fyrir sveit- arfélögin á síðustu árum, sem metin hefur verið á um og yfir tvo milljarða á ári. Menn hafa því staðið frammi fyrir því að jafna og leiðrétta þennan reikning. Hér er verið að reyna að leysa málið með skammtímalausn næstu tvö til þrjú árin og það er alveg óljóst hvað tekur þá við.“ Að sögn hans hefur engin tillaga sem þarna er gerð neitt að segja varðandi fram- tíðartekjur og stöðu sveitarfélaganna að und- anskilinni tillögu um fyrsta áfanga í greiðslu fasteignagjalda af fasteignum ríkisins. „Öll- um tillögum sem sveitarfélögin hafa lagt fram um að breikka tekjugrunninn, hvort heldur er með veltusköttum, auknum rétti í útsvari eða hlut í umferðargjöldum, hefur verið sópað út af borðinu. Eftir árið 2008 sit- ur lítið sem ekkert eftir í stöðunni umfram það sem menn hafa haft í höndunum fram til þessa. Þá verða menn nánast komnir á núll- punktinn aftur,“ segir Lúðvík. Lúðvík Geirsson skilaði séráliti í tekjustofnanefndinni Skammtímalausn og óljóst hvað síðan tekur við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.