Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 6

Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖLL leikskólabörn í Reykjavík munu eiga kost á sjö klukkustunda vist á leikskóla á dag án endurgjalds þegar áætlun um gjaldfrjálsan leik- skóla verður komin að fullu í fram- kvæmd. Næsta skref í átt að þessu markmiði verður tekið haustið 2006 þeg- ar öll börn fá tveggja klukku- stunda vist án endurgjalds, og næstu skref verða tekin á næstu árum. Kostnaður borgarinnar vegna þessa verður að óbreyttu um 850 milljónir króna á ári, og er reiknað með því að leik- skólagjöld fyrir fjölskyldu með eitt barn á leikskóla geti lækkað um 246 þúsund krónur á ári þegar allir áfangar verða komnir til fram- kvæmda. Á sama tíma lækka gjöld á einstæða foreldra og námsmenn um tæplega 98 þúsund krónur á ári. „Það er mín bjargfasta trú að leik- skólinn eigi að vera almenn grunn- þjónusta sem samfélagið á að veita án þess að vera með íþyngjandi gjaldtöku,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri þegar hún kynnti fjölmiðlum áætlunina á fundi í leikskólanum Jörfa í gær. Fyrsti áfanginn þegar kominn Hún segir að í raun sé þegar búið að hrinda fyrsta áfanganum í áætl- uninni í framkvæmd, þar sem öll 5 ára börn fái í dag þrjár klukkustund- ir á leikskóla án endurgjalds. Haust- ið 2006 verður svo næsta skref tekið með tveggja klukkustunda ókeypis vist fyrir öll börn, og aðrar tvær klukkustundir bætast við haustið 2008. Steinunn segir ekki búið að ákveða hvenær síðasta skrefið verði stigið og bætt við þremur klukku- stundum fyrir börn yngri en fimm ára, svo allir fái samtals sjö klukku- stundir án endurgjalds, þó búið sé að taka ákvörðun um að það verði gert. Foreldrar munu eftir sem áður greiða fyrir mat, auk þess sem greitt verður fyrir umfram stundir, og verður greitt eftir einum flokki. Systkinaafsláttur verður felldur út, en Steinunn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvenær á ferlinu það verði gert. „Ég tel að með þessu sé Reykja- víkurborg að brjóta blað meðal ís- lenskra sveitarfélaga og taka ákveð- ið frumkvæði í þessum málum,“ sagði Steinunn Valdís. Hún sagði að það verð sem greitt væri fyrir þjón- ustuna ætti ekki að standa í vegi fyr- ir notkun á leikskólum, og að víta- hringur vinnu og leikskólagjalda skapaðist ekki. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna þessarar niðurfellingar verð- ur talsverður. Árlegur kostnaður vegna áfanganna árin 2006 og 2008 er áætlaður 314 milljónir króna í hvort skipti, og kostnaður við síðasta áfangann verður um 368 milljónir króna. Samtals verður því kostnað- urinn 996 milljónir króna þegar upp er staðið, sagði Steinunn Valdís. Á móti kemur niðurfelling systkina- afsláttar og auknar tekjur vegna umframstunda, samtals 150 milljón- ir króna á ári. Steinunn segir að gert sé ráð fyrir auknum útgjöldum vegna niðurfell- ingar leikskólagjalda í þriggja ára áætlun borgarinnar. „Í ljósi umræð- unnar í landsmálum, þar sem allir flokkar hafa lýst því yfir að þeir stefni að því að leikskólinn sé gjald- frjáls, má gera sér vonir um þátt- töku ríkisins í þessum kostnaði.“ Í því samhengi benti Steinunn á að ríkið gæti t.d. greitt aftur 60% húsa- leigubóta, eða 188 milljónir króna á ári. Ef ríkið greiddi fasteignaskatt af eignum sínum myndi það skila um 500 milljónir króna á ári í auknar tekjur. Tekjustofnanefnd hefur sett fram tillögur um að þetta gerist á næstu þremur árum. „Hvernig svo sem fram vindur í þessum fjárhagslegu samskiptum ríkis og sveitarfélaga er þetta okkar stefna, sem mun birtast í þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sem verður lögð fram núna um mánaðamótin,“ segir Steinunn. 90–95% barna á leikskóla Reykvísk börn eru að meðaltali rétt um átta klukkustundir á dag í leikskólanum, og alls eru 90–95% barna í hverjum árgangi á leikskól- um borgarinnar. Um haustið 2006 lækka gjöldin hjá foreldrum sem eru giftir eða í sambúð um 5.600 kr. á mánuði, eða 67.200 kr. á ári. Leik- skólagjöld fyrir einstæða foreldra og námsmenn, sem greiða lægra gjald í dag, lækkar um 2.320 kr. á mánuði á sama tíma, eða 27.840 kr. á ári. Gjöldin lækka um annað eins við næsta áfanga haustið 2008, og þegar síðasti áfanginn verður að veruleika lækka gjöld á foreldra sem búa sam- an um 8.400 kr. á mánuði, en á ein- stæða foreldra og námsmenn um 3.480 kr. Þegar allir áfangarnir verða komnir til framkvæmda hafa því gjöld á foreldra í sambúð með eitt barn undir fimm ára aldri á leikskóla í átta klst. á dag lækkað úr 28.080 kr. á mánuði í 8.480 kr., eða um 19.600. Steinunn sagði þessa lækkun í raun jafngilda því að foreldrar fengju 40.000 kr. launahækkun, en af slíkri hækkun myndi um helmingur standa eftir þegar búið er að draga frá skatta og önnur gjöld. Leikskóla- gjöld fyrir einstæða foreldra og námsmenn munu á sama tíma lækka úr 14.960 kr. á mánuði í 8.480 kr. á mánuði, eða um 6.480 kr, og verða skil á milli foreldra eftir sambúðar- formum þar með rofin og allir greiða sama gjald fyrir umframstundir. Aðspurð sagði Steinunn Valdís ekki ljóst hvenær mismunandi gjald- flokkar yrðu felldir út og allir for- eldrar þurfa greiða eftir einum flokki, ákvörðun um tímasetninguna hefði enn ekki verið tekin. Biðlistar eftir leikskólaplássum í Reykjavík eru mjög misjafnir eftir hverfum, að sögn borgarstjóra. „Í sumum hverfum borgarinnar er ástandið þannig að það eru börn yngri en tveggja ára inni á leik- skólum, jafnvel 16–18 mánaða. En til dæmis uppi í Grafarholti eru einhver börn á biðlista sem eru orðin tveggja ára.“ Börn 18 mánaða eða eldri fá boð um leikskólapláss en ekki endi- lega í því hverfi sem sótt er um, sér í lagi í nýrri hverfum. Steinunn Valdís sagði að sú ákvörðun að bjóða upp á sjö stundir án endurgjalds frekar en átta stund- ir, eða eitthvað annað, hefði verið tekin m.a. með ummæli Þórhildar Líndal, umboðsmanns barna, í huga, þar sem hún varaði við því að börn væru svo lengi á leikskólum sem raun ber vitni. „Við viljum með þessu hvetja öðr- um þræði til meiri samvista foreldra við börn sín, það er einn liður í þessu.“ Steinunn segir að með þess- ari kjarabót geti foreldrar hugsan- lega átt auðveldara með það að vinna styttri vinnudag og eyða þar með meiri tíma með börnunum sín- um, enda geti fjölskylda með eitt barn lækkað útgjöld sín um 246 þús- und krónur á ári þegar lokatak- markinu er náð. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á sjö stunda leikskólavist án endurgjalds Leikskólagjöld lækka um allt að 246 þúsund kr. á ári Steinunn Valdís Óskarsdóttir Morgunblaðið/Ómar Stefnt er að því að öll börn á leikskólaaldri í Reykjavík fái sjö klukkustunda leikskólavist án endurgjalds. #         !  $!% & '! ( () ( *   $  $  -  +  ,&  - $  $  -  +   " VERÐLAGSEFTIRLIT ASÍ vinn- ur eftir samkomulagi sem gert var við samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) um framkvæmd verðkannana. Í því samkomulagi er kveðið á um hilluverð enda hafi aðilar úr versl- uninni lagt mikla áherslu á það að hilluverð gildi þar sem svo auðvelt sé að breyta kassaverði. Þetta segir Henný Hinz, sem hef- ur umsjón með verðlagseftirliti ASÍ. Hún ítrekar að ástæða þess að verðlagseftirlit ASÍ birti ekki nið- urstöður í síðustu könnun um verð í verslunum Bónuss sé að Bónus hafi haft óeðlileg áhrif á niðurstöðurnar og áreiðanleika könnunarinnar með því að veita upplýsingar um könn- unina til sinna manna. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir leitt að svona hafi farið með könnunina, starfsmenn ASÍ hafi væntanlega verið að gera sitt besta. Að öðru leyti sé í raun fátt að segja, menn búi sig einfaldlega undir næstu kannanir og muni einfaldlega láta verkin tala. Guðmundur segist hafa rætt við ASÍ vegna málsins og hann sé alveg sammála verkferlinu. „En það sem ég er mjög ósáttur við er tíminn sem þetta tók, að þetta skuli taka tvo tíma inni í verslun. Það er allt of langur tími. En þau voru að gera sitt besta. Þetta var ákvörðun sem þau tóku og ekkert við því að segja.“ Henný segir framkvæmd þessar- ar könnunar ekki hafa verið frá- brugðna öðrum slíkum könnunum sem ASÍ hafi gert þótt aðstæður séu kannski öðruvísi núna en oft áður og menn hafi skoðað verð á mun fleiri stöðum. Unnið eftir samkomu- lagi við SVÞ HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær rúmlega þrítugan karlmann, Einar Björn Ingvason, til að sæta fangelsi í tvö og hálft ár fyrir rán, akstur án ökuréttar, ölvunarakstur og að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Auk þess var hann sviptur ökuréttindum ævilangt. Áður hafði héraðsdómur dæmt Einar í tveggja ára fangelsi þar sem hann hafði játað allt það atferli sem honum var gefið að sök. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms að því viðbættu að fangelsisvistin var lengd um sex mánuði. Í dómi Hæstaréttar kom fram að hann væri nú í þriðja sinn sakfelldur fyrir rán. Hann hefði að auki samfellda sögu um auðgun- arbrot allt frá upphafi brotaferils síns og þar til hann var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra, m.a. fyrir þjófn- aðarbrot. Var ákærða gert að greiða allan áfrýjunarkostnað þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Dæmdur til fangavistar í tvö og hálft ár ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.