Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hótel Klaustur er n‡legt og glæsilegt hótel me› a›stö›u sem hentar
fyrir hvers kyns mannfagna›, hvort sem fla› eru rá›stefnur, vinnu-
fundir, árshátí›ir e›a rómantískar helgarfer›ir. Veri› velkomin!
Sími: 487 4900
www.icehotels.is
Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra›
260 KM TIL REYKJAVÍKUR
STÓRKOSTLEG
NÁTTÚRUFEGUR‹
ÆVINT†RALEGIR
FER‹AMÖGULEIKAR
fiEGAR HALDA Á GÓ‹AN FUND
HÓTEL KLAUSTUR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
15
2
4
7
Við hér á Íslandi viljum enga sátt, hr. Jörgen. Við elskum að slá þá kalda.
Það er ekki beinlínisslökum hegningar-lögum um að
kenna að réttarfarsástand
hér á landi hvað varðar
nauðgunarmál veldur
mannréttindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna áhyggj-
um. Áhyggjurnar lúta
ekki síst að því hversu
ákært er í fáum nauðgun-
armálum en skortur á
sönnunargögnum stendur
saksókn í þessum málum
einkum fyrir þrifum. Auk
þess hve sönnunarfærslan
er erfið halda hinir
grunuðu því oft fram að
hinn kærði verknaður hafi
farið fram með samþykki
kvennanna, þ.e. brotaþolanna.
Mannréttindanefndin hefur því
brýnt fyrir íslenskum yfirvöldum
að skoða þessi mál betur með það
fyrir augum að hvetja alla hlut-
aðeigandi til að vera enn meira á
varðbergi en áður og leggur til
frekari þjálfun lögreglumanna og
dómara og að sálfræðingar verði
fengnir til að leggja sitt af mörk-
um til að fá fram sannleikann í
þessum málum.
Þrátt fyrir að mannréttinda-
nefndin gefi ástandinu hérlendis
heldur laka einkunn tekur hún
fram að íslensk yfirvöld hafi þó
náð umtalsverðum árangri gegn
þessum afbrotum.
Þessara atriða er getið í frétta-
tilkynningu frá Mannréttinda-
nefndinni sem dagsett er 16. mars
en þar er ofbeldi gegn konum ein-
ungis hluti þess sem nefndin telur
að beina verði sjónum að varðandi
stöðu kvenna hérlendis. Mismun-
un kynjanna á vinnumarkaði og
launamunur karla og kvenna er
þar á meðal.
49 nauðgunarmál
af 65 felld niður
Sé rýnt í tölur um kynferðis-
brotamál má nefna að 65 mál sem
bárust ríkissaksóknara 2003 vörð-
uðu brot sem í daglegu tali kallast
nauðganir. Af þeim voru 49 felld
niður en ákært í sextán málum.
Aðeins fjórum þeirra lauk með
sakfellingu en það þýðir að aðeins
6,2% kæra í nauðgunarmálum
leiddu til dóms yfir sakborningi.
Kemur þetta fram í úttekt Morg-
unblaðsins frá 16. janúar sl. eftir
Höllu Gunnarsdóttur blaðamann.
Þar kemur ennfremur fram í máli
Sigríðar Jósefsdóttur, saksóknara
hjá ríkissaksóknara, að það sé
bundið í lög að mál skuli fellt niður
ef það þykir ekki nægilega líklegt
til sakfellingar. Sönnunarbyrðin
sé oft erfið og oft standi aðeins orð
gegn orði og jafnvel engin vitni
eða gögn sem styðji framburð
kærandans.
Tíðni dóma stendur í stað en
nauðgunarkærum fjölgar
Rúna Jónsdóttir, talsmaður
Stígamóta, segir það vissulega
valda áhyggjum hve lágt hlutfall
nauðgunarmála endi með dómi að
undangenginni kærumeðferð.
„Það hefur verið leitt í ljós að tíðni
dóma hefur ekki aukist í takt við
tíðni kæra,“ bendir hún á. „Bilið
þarna á milli hefur því verið að
aukast. En það er vandamál sem
ekki er bundið við Ísland sérstak-
lega því þessi þróun hefur átt sér
stað víða í Evrópu. Það má nefna
að Stígamót hafa tekið þátt í rann-
sókn undir stjórn breska fræði-
mannsins dr. Liz Kelly þar sem
annars vegar er rannsökuð tíðni
kæra í Evrópu og hins vegar tíðni
dóma. Og nú þegar hefur verið
leitt í ljós að tíðni dóma hefur
staðið í stað á meðan tíðni kæra
hefur aukist.“
Unnið mjög gott starf með
sérstakri neyðarmóttöku
Að sögn Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra verður að
sjálfsögðu farið gaumgæfilega yf-
ir athugasemdir mannréttinda-
nefndarinnar og lagt mat á þær.
Hann bendir á í þessu sambandi
að unnið hafi verið mjög gott starf
á undanförnum árum með sér-
stakri neyðarmóttöku fyrir fórn-
arlömb nauðgana og aðstoð við
þau meðal annars við að leita rétt-
ar síns. „Ef dómstólar gera meiri
kröfur til sönnunarfærslu en sam-
rýmist skoðunum mannréttinda-
nefndarinnar, er það efni, sem
snertir framkvæmd og túlkun
dómara á réttarfarsreglum og þar
með einnig sjálfstæði dómstóla,
en mér ber að virða það eins og
öðrum,“ segir Björn.
Samkvæmt almennum hegn-
ingarlögum er hámarksrefsing
fyrir kynferðisbrot 16 ára fangelsi
en refsiramminn hefur þó ekki
verið nýttur nema að hluta. Rifja
má upp orð Helga I. Jónssonar,
formanns Dómarafélags Íslands, í
Morgunblaðinu 28. desember
2001 í kjölfar þá þyngsta dóms í
kynferðisbrotamáli, 4½ árs fang-
elsi, þess efnis að dómar í kyn-
ferðisbrotamálum væru að þyngj-
ast. Hér væri refsirammi almennt
ekki nýttur í öðrum málaflokkum
en í mjög alvarlegum fíkniefna-
málum og vegna manndrápa af
ásetningi. Þetta gæti þó breyst.
A.m.k. tvisvar upp frá því hefur
verið dæmt 5½ fangelsi fyrir kyn-
ferðisbrot en þá gegn börnum, í
síðara skiptið í mars 2004. Minn-
ast má orða Sifjar Konráðsdóttur
hrl. frá 2004 um að dómurinn væri
ekki tíðindi um að verið væri að
þyngja dóma í kynferðisbrotamál-
um þar sem brotatímabilið hefði
verið lengra í síðarnefnda málinu.
Fréttaskýring | Mannréttindanefnd SÞ
gagnrýnir stöðu nauðgunarmála
Yfirvöld þurfa
að gera betur
Sönnunarfærsla nauðgunarmála
erfiður þröskuldur að mati saksóknara
Fá þarf sannleikann fram í nauðgunarmálum.
6% nauðgunarkæra enda
með dómi yfir sakborningi
Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna telur, þrátt fyrir
ýmsar úrbætur, að staða kvenna
hér á landi sé ekki nógu góð,
einkum með tilliti til ofbeldis
gagnvart þeim og þá ekki síst
kynferðisofbeldis. Hefur nefndin
hvatt íslensk yfirvöld til að vinna
enn betur í þessum málum og
segist Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra munu fara gaum-
gæfilega yfir athugasemdir
nefndarinnar.
orsi@mbl.is