Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 19

Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 19
ÚTI Á LÍFINU Að því er næturlífið varðar er Glasgow ein af svölustu borgunum. Frá skemmtilegri krá með pilsklæddum afgreiðslumönnum til ríkmannlegrar byggingar frá Viktoríutímabilinu, sem breytt hefur verið í næturklúbb, getur Glasgow lofað kvöldskemmtun sem munað verður eftir! Og auk þess er tónlistarlífið í Glasgow þrungið einstakri orku eins og vinsælu hljómsveitirnar Franz Ferdinand og Snow Patrol hafa sýnt fram á. Chinawhite Nýlega opnaður staður með stíl þar sem áhrifum frá Balí, Jövu og Súmötru er beitt til að bjóða upp á “skartgripaskrín allsnægta”! www.chinawhite-glasgow.com Arta Flottur, þéttsetinn staður í anda lúxusseturs Miðjarðarhafsstrandar þar sem hægt er að borða, drekka og dansa. www.arta.co.uk Corinthian Ríkmannleg bygging frá Viktoríutímabilinu, sem hefur verið breytt í veitingastað og bar. Sjón er sögu ríkari. www.corinthian.uk.com The Arches Einn af fremstu klúbbum Bretlands, en þangað mæta helstu plötusnúðarnir. Þar er einnig svalur bar, sem fylgir opnunartíma kránna. www.thearches.co.uk King Tut’s Wah Wah Hut Þar hófst ferill sumra af stærstu hljómsveitum heims – eins og Oasis – og staðurinn er á hraðri leið með að verða sérstakt aðdráttarafl ferðamanna. www.kingtuts.co.uk www.icelandair.is TÓNLISTARBORG Ekki er hægt að heimsækja Glasgow núna í vor án þess að hlýða á frábæra tónlist þar sem svið borgarinnar eru full af því besta í söng og dansi. Hér á eftir fer sumt af því sem hæst ber: Vortímabil skoska balletsins Rafmagnað tímabil skoska landsballetsins, sem sýnir dans á heimsmælikvarða. 13.-16. apríl. www.theatreroyalglasgow.com Sýningar á West End Viðamiklar sýningar eru í borginni í vor og þar verða m.a. sýnd verkin Rebecca, Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat, Tommy, Sleeping Beauty on Ice og Thoroughly Modern Millie. www.seeglasgow.com Triptych 05 Súpertöff tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á gamlar og nýjar goðsagnir, allt frá The Fall til LCD Soundsystem. 27. apríl – 1. maí. www.triptych05.com Big Big Country Amerísk hátíð þar sem yfirskriftin í ár er Jimmy Webb, höfundur hinna klassísku laga ‘Galveston’ og ‘Up Up and Away’. 11.-21. maí. www.soundsfine.co.uk Fidelio Skoska óperan flytur ógleymanlegt meistaraverk eftir Beethoven, sem sungið verður á þýsku. 25. maí – 10. júní. www.theatreroyalglasgow.com NETSMELLUR Alltaf ódýrast til Evrópu á netinu kr.15.900* *Netsmellur til Glasgow VINNIÐ FRÍ TIL GLASGOW Hér fáið þið tækifæri til að upplifa í reynd Skotland með stæl. Við bjóðum upp á tækifæri til að vinna helgarfrí fyrir tvo til Glasgow, þar sem eftirfarandi er innifalið: kvöldverður tvö kvöld, herbergi og morgunverður á Ramada Glasgow City Hotel, kvöldverður á fyrsta flokks veitingahúsi og flugferðir báðar leiðir í boði Icelandair. Allt sem þarf að gera er að senda tölvupóst til okkar með nafni, heimilisfangi og svarinu við þessari spurningu: “Hvað heitir arkitektinn, sem var upphafsmaður Glasgowstílsins?” Sendið svarið á offers@seeglasgow.com í síðasta lagi föstudaginn 25. mars 2005. Verðlaunin eru háð því að laust sé þegar bókað er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.