Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 25 MINNSTAÐUR Nú er tækifærið til að gera það sem þú hefur lengi ætlað þér 10% til 20% afsl fram að páskum á sérpöntunum á höfuðgöflum, rúmteppum, dýnuverum og náttborðum. Dæmi 20% afsl: Faruk stillanlegur höfuðgafl áður kr 123.250 NÚ 98.600 Cecilia rúmteppi 280x280cm kr 56.550 NÚ 45.240 Mathilda dýnuáklæði 180x200cm kr 30.550 NÚ 24.440 10% afsl. af GANT HOME sængurfatnaði í verslun Verið velkomin Ármúla 10 • 108 Reykjavík • Sími: 5689950 Fljótsdalshérað | Ákveðið hefur verið að áfrýja dómi Héraðsdóms Austurlands sem hafnaði því að ógilda úrskurð félagsmálaráðu- neytisins um sameiningu Norður- Héraðs við tvö önnur sveitarfélög á Austurlandi í fyrra, samkvæmt upp- lýsingum frá Aðalsteini Jónssyni sem er einn af átta íbúum sem stefndu sveitarfélaginu. Þetta verð- ur í annað skipti sem málið kemur til kasta Hæstaréttar. Þegar kosið var um sameininguna 26. júní 2004 var gert ráð fyrir að fjögur sveitarfélög myndu samein- ast í eitt, sveitarfélagið Fljótsdals- hérað. Fyrir kosningarnar hafði ver- ið gefin út ítarleg málefnaskrá þar sem m.a. var kynnt stofnun sérstaks sjóðs sem hefði það meginhlutverk að styrkja byggða- og atvinnuþróun- arverkefni í Fljótsdalshreppi og á Norður-Héraði. Tekjur sjóðsins skyldu vera um 50% af árlegum tekjum vegna fasteignagjalda af mannvirkjum Kárahnjúkavirkjunar. Sameiningunni var hafnað í Fljótsdalshreppi en samþykkt í öðr- um. Þó var mjótt á munum á Norð- ur-Héraði. Eftir að úrslit kosning- anna lágu fyrir komu upp kröfur í Norður-Héraði um að kosið yrði á nýjan leik um sameininguna enda ljóst að forsendur hefðu verulega breyst. Undirrituðu 93 íbúar yfirlýs- ingu þar sem þess var krafist að haldinn yrði almennur íbúafundur þar sem rætt yrði um að efna til ann- arrar atkvæðagreiðslu. Í lok júlí hafnaði sveitarstjórn því að bíða með ákvörðun um sameiningu og var hún að lokum samþykkt endanlega. Nokkrir íbúar Norður-Héraðs vildu ekki una þessu og höfðuðu mál eftir að hafa reynt aðrar leiðir. Í fyrstu atrennu vísaði Héraðsdómur Austurlands málinu frá dómi en Hæstiréttur sneri þeirri ákvörðun við að hluta og lagði fyrir héraðsdóm að taka til efnismeðferðar þá kröfu sem laut að því að ógilda úrskurð fé- lagsmálaráðuneytisins þar sem sam- einingin var staðfest. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur með dómi sín- um í febrúar og verður málið því út- kljáð fyrir Hæstarétti. Áfrýja dómi um sameiningu sveitarfélaga an var gerður samningur við sveitar- félagið um land þar í kring og þar er gert ráð fyrir að vera með net til að veiða fugla til merkinga. Við fylgj- umst svo með komu og burtför far- fugla, vöktum ákveðin svæði, teljum fugla, vinnum að varpútbreiðslukort- um fyrir svæðið og ýmislegt fleira. Starfsemin verður einnig nátengd öllum skólastígum á svæðinu og ferðaþjónustunni.“ Nú þegar hafa verið lögð drög að samningi milli stöðvarinnar og Framhaldsskólans í Austur- Höfn | Fyrsta fuglaathugunarstöð landsins, Fuglaathugunarstöð Suð- austurlands, var formlega stofnuð í byrjun vikunnar við athöfn í Ný- heimum á Höfn í Hornafirði. Að und- irbúningi stofnunar Fuglaathug- unarstöðvar Suðausturlands komu Félag fuglaáhugamanna í Horna- firði, Háskólasetrið á Hornafirði, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Sveitarfélagið Hornafjörður, Frum- kvöðlasetur Austurlands og Fram- haldsskólinn í Austur-Skaftafells- sýslu. Fuglaathugunarstöðin verður til húsa í Frumkvöðlasetri Austur- lands í Nýheimum. Að sögn Brynjúlfs Brynjúlfssonar, formanns Félags fuglaáhugamanna í Hornafirði, sem hefur verið í forsvari fyrir undirbúninginn að stofnun stöðvarinnar síðastliðin tvö ár er langþráður draumur nú orðinn að veruleika en baráttunni ekki lokið. Brynjólfur segir bæði ríkið og sveitarfélagið Hornafjörð hafa lagt fé til Fuglaathugunarstöðvar Suð- austurlands. Brynjólfur tekur fram að Fuglaathugunarstöð Suðaust- urlands byggi á yfir 60 ára rann- sóknum Hálfdánar Björnssonar frá Kvískerjum, hann hafi lagt und- irstöðurnar fyrir starfsemi stöðv- arinnar. Hann segir að svona stöðvar byggi á sjálfboðavinnu að stórum hluta en menn hafi sett sér það markmið að eitt stöðugildi verði við stöðina. „Starfsemi svona stöðvar er 95% úti. Félagi fuglaáhugamanna í Hornafirði var ánafnað litlum trjá- lundi sem heitir Einarslundur og síð- Skaftafellssýslu um verkefni í nátt- úrufræði og hýsingu á vefnum www.fuglar.is, einnig hafa farið fram viðræður við grunnskólana á Höfn um verkefni tengd fuglum. Brynj- ólfur segir að nú þegar komi tölu- verður fjöldi erlendra ferðamanna hingað til lands í þeim eina tilgangi að skoða fugla. Eitt af markmiðum sé að fá þessa ferðamenn utan há- annatíma. „Það eru þegar komnir að- ilar sem við vitum að hafa áhuga á að koma hingað en það er ekki fast í hendi.“ Morgunblaðið/Sigurður Mar Undirritun Stofnskrá Fuglaathugunarstöðvarinnar var undirrituð af fulltrúum þeirra sem að verkefninu komu. Byggt á 60 ára rannsóknum Hálfdánar Björnssonar AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.