Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Grafarvogur | Heimilisfræði er vinsæl val-
grein í efri bekkjum grunnskólans, og er mikið
lagt í þessa námsgrein í Rimaskóla. Nemendur
kepptu í kokkakeppni á miðvikudag þar sem
þeir höfðu takmörkuð fjárráð og takmarkaðan
tíma og göldruðu fram gómsæta rétti á borð
við villigæsabringur, austurlenskt salat og
fylltar svínalundir fyrir dómnefndina.
Alls tóku um 80 krakkar úr Rimaskóla þátt í
kokkakeppninni, en í úrslitakeppninni sem
fram fór á miðvikudag tóku þátt sjö hópar með
24 krökkum. Áslaug Traustadóttir, heim-
ilisfræðikennari Rimaskóla, segir að krakk-
arnir séu ótrúlega klárir að elda miðað við ald-
ur og reynslu og réttirnir sem þeir elduðu hafi
verið ótrúlega bragðgóðir og frumlegir. Sig-
urvegararnir voru þeir Eysteinn Júlíusson, Óli
Ágústsson og Hörður Lárusson, sem elduðu
austurlenskt salat með sesam-salatsósu og
grilluðu nautakjöti ofan á.
Þetta er annað árið sem þessi kokkakeppni
er haldin en Áslaug segir að hugmyndin hafi
komið úr sjónvarpsþætti á sjónvarpsstöðinni
BBC Food, þar sem einstaklingar kepptu í
eldamennsku, með takmarkaðan tíma og
ákveðin viðmið fyrir hráefni. Hugmyndin var
svo útfærð fyrir hópa og haldin kokkakeppni
þar sem krakkarnir máttu nota að hámarki 900
krónur í hráefni, sem skólinn keypti, og máttu
auk þess koma með tvær tegundir af hráefni að
heiman, auk borðbúnaðar og íláta. Svo höfðu
þeir klukkustund til þess að elda réttinn, sem
varð að vera einhvers konar aðalréttur.
Dómnefndina skipaði hópur fagfólks og mat-
gæðinga, m.a. Ingvar Sigurðsson, mat-
reiðslumeistari frá Argentínu steikhúsi, Jón
Snorrason, matreiðslumeistari frá Tapas-
barnum, og Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri
Gestgjafans.
Hittast og æfa sig
Áslaug segist viss um það að þessi kokka-
keppni efli andann í skólanum. „Vinir hittast
og elda saman og krakkarnir nota allt öðruvísi
samskipti við að undirbúa þetta og vinna en
þeir gera venjulega í skólanum. Þeir hittast
markvisst í verkefnisundirbúningnum, þurfa
að ákveða hvaða uppskrift þeir ætla að nota.
Svo þurfa þau að hittast heima hjá sér til þess
að æfa sig í samráði við fjölskyldurnar. Þetta
tengir heimilið meira við skólann en margt
annað sem er í gangi hjá okkur.“
Í heimilisfræðinni gilda aðeins önnur viðmið
en annars staðar í skólastarfinu. „Það er svo
mismunandi hvernig krakkarnir blómstra í
grunnskólanum og í heimilisfræðinni eru ein-
hverjir sem ná góðum árangri og verða mjög
eftirsóttir í lið. Þetta snýr félagslegum hug-
myndum að vissu leyti upp á rönd og þarna
myndast nýir félagar. Svo er farið heim að elda
og ég veit að hjá sumum hittist hópurinn heima
hjá einum foreldrunum og öllum hinum for-
eldrunum er boðið. Þannig að foreldrarnir
hittu bæði börnin og foreldra vina barnanna,“
segir Áslaug.
Heimilisfræðin er sífellt að verða vinsælli
námsgrein, a.m.k. í Rimaskóla, þar sem hún er
kennd sem valfag í 9. og 10. bekk. Í dag eru níu
hópar í heimilisfræði, en fyrir 6 árum var ein-
ungis einn hópur. „Það er mikil umræða um
mat, matarmenningu og samvistir, þetta er að
verða sjáanlegra í þjóðfélaginu og það hefur
örugglega áhrif,“ segir Áslaug.
Villigæsabringur, austurlenskt salat og fylltar svínalundir í kokkakeppninni í Rimaskóla
Morgunblaðið/Sverrir
Sigruðu með salati Margar hendur vinna létt verk hjá þeim Eysteini, Óla og Herði.
Vinningsréttur Austurlenskt salat með
nautastrimlum heillaði dómnefndina.
Göldruðu fram gómsæta rétti
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
300 g nautafille
1⁄2 dl ostrusósa
3 tsk. sykur
Örlítið salt og nýmalaður svartur pipar
Penslið kjötið með blöndu af ostru-
sósu og sykri og steikið á pönnu við
meðalháan hita. Passið að sósan brenni
ekki en að kjötið lokist samt. Bakið
kjötið í ofni við 180°C í 20–25 mínútur
eftir því hversu þykkt það er. Látið
kjötið standa í 15–20 mínútur þegar
það kemur úr ofninum. Skerið í næf-
urþunnar sneiðar
Sósa
3 tsk. rifinn börkur af lime (passið að
taka hvíta hlutann ekki með)
3 rif hvítlaukur
1 msk. fiskisósa
safi úr 1 lime
2 tsk. sesamolía
1 dl sæt chilisósa
Maukið allt hráefnið nema chilisós-
una í matvinnsluvél og hrærið svo chili-
sósunni saman við með skeið.
Salat
1 poki hátíðar- eða klettasalatblanda
1 búnt vorlaukur
1 ferskur ananas
1⁄2 bakki baunaspírur
1⁄2 knippi ferskt kóríander
1⁄2 búnt steinselja
Afhýðið ananasinn og kjarnhreinsið.
Skerið í nettar sneiðar og sneiðarnar í
bita. Skerið vorlaukinn í þunna aflanga
strimla. Tætið kóríander og steinselju
gróft og dreifið svo öllu saman á af-
langan bakka eða fat. Hellið sósunni yf-
ir og skerið nautakjötið í mjög þunnar
sneiðar og dreifið yfir. Skreytið bakk-
ann eða fatið með toppnum af ananas-
inum og berið fram.
Austurlenskt salat
með nautastrimlum
AKUREYRI
Lóðasamningur | Á síðasta fundi
bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá
Steingrími Péturssyni f.h. Eim-
skipafélags Íslands ehf. varðandi
uppsögn á lóðarleigusamningi frá
því í ágúst 1987.
Óskað er eftir að bæjaryfirvöld á
Akureyri sýni fyrirtækinu skilning á
starfsemi þess í bænum og hefji
strax samninga við félagið um end-
urnýjun á lóðarleigusamningi. Eins
og fram kom í Morgunblaðinu ný-
lega samþykkti bæjarstjórn á fundi
sínum í byrjun mars sl. að segja lóð-
arsamningum upp, að beiðni Hafna-
samlags Norðurlands. Hörður Blön-
dal hafnarstjóri sagði þá að þessi
breyting væri gerð til þess að taka
frá svæði sem tengdist Oddeyr-
arbryggju og tryggja það til afnota
fyrir sjóflutninga. Eimskip nýtir
umrætt svæði undir starfsemi sína
en Hörður sagði ennfremur að þessi
breyting útilokaði félagið ekki frá
því.
Hins vegar væri verið að setja
svæðið undir ákvörðunarvald hafn-
arinnar.
Borgarspjall | Guðmundur Sig-
valdason flytur erindi í Borgarspjalli
Auðlindadeildar í dag, föstudaginn
18. mars kl. 12. Erindið nefnist: Get-
ur Akureyri verið til fyrirmyndar í
sjálfbærri þróun? Í spjallinu verður
sagt frá Staðardagskrá 21 fyrir Ak-
ureyri og tekin dæmi um þá þætti
sem miklu skipta um sjálfbæra þró-
un í samfélagi eins og Akureyri.
Sýning | Guðrún Jónsdóttir og
Þorbjörg Halldórsdóttir opna sýn-
ingu á Kaffi Karólínu á morgun,
laugardaginn 19. mars kl. 14. Þetta
er önnur sýningin af þremur sem
þær standa fyrir. Að þessu sinni
sýna þær handmálaðar ljósmyndir
frá 1930–1960. Þær tengjast flestar
Mývatni en þó gefur að líta nokkrar
frá Eyjafjarðarsvæðinu.
LEIKHÚSKÓRINN á Akureyri
heldur upp á 10 ára starfsafmæli nú
í vor. Að því tilefni verða haldnir
tvennir afmælistónleikar í Ketilhús-
inu, þeir fyrri í kvöld, föstudags-
kvöldið 18. mars, en síðari tónleik-
arnir verða annað kvöld, 19. mars.
Flutt verða Bítlalög útsett af
Roar Kvam kórstjóra fyrir 10
manna hljómsveit, einsöngvara og
kór. Aðaleinsöngvarinn er hinn
landsþekkti Pálmi Gunnarsson og
einnig koma fleiri einsöngvarar við
sögu og meðal þeirra eru félagar úr
Leikhúskórnum. Hljóðfæraleik-
ararnir eru allir atvinnutónlist-
armenn.
Leikhúskórinn er hópur áhuga-
fólks innan Leikfélags Akureyrar.
Fjárhagur kórsins er þó algerlega
aðskilinn frá Leikfélaginu og fjár-
magnar kórinn alla sína starfsemi
með styrkjum frá velunnurum
kórsins og fyrirtækjum á Eyjafjarð-
arsvæðinu.
Allar frekari upplýsingar má
finna á heimasíðu kórsins http://
nett.is/leikhuskorinn/ og einnig er
þar hægt að panta miða á tón-
leikana.
Bítlalögin hljóma á tvennum afmælistónleikum Leikhúskórsins.
Bítlatónleikar
Ólafsfjörður | Kylfingar í Ólafsfirði
sitja ekki auðum höndum þótt ekki
sé hægt að stunda íþróttina utan
dyra á þessum árstíma. Golf-
klúbbur Ólafsfjarðar hefur útbúið
18 holu púttvöll á 2. hæð í salthúsi
Garðars Guðmundssonar og þar
stendur nú yfir Ping-pútt-
mótaröðin. Að sögn Ásgeirs H.
Bjarnasonar, formanns mótanefnd-
ar GÓ, er búið að teppaleggja hæð-
ina í salthúsinu með fallegu grænu
teppi, bora holur í steingólfið og
setja í þær stangir.
„Þarna eru æfingar þrjú kvöld í
viku og á sunnudögum er keppt í
púttmótaröðinni. Menn geta líka
farið og keppt í miðri í viku en þá
þurfa líkt og í öðrum mótum að
vera minnst þrír saman í holli,“
sagði Ásgeir.
Til þess að teljast þátttakandi í
púttmótaröðinni þarf kylfingur að
leika að minnsta kosti sex sinnum
18 holur á tímabilinu fram til 1.
maí. Þeir geta leikið oftar, en það
eru sex bestu hringirnir sem gilda í
mótinu. „Það er töluverður áhugi
fyrir þessu og þetta gefur ótrúlega
mikið í púttsveiflunni. Það skiptir
líka máli að vera í keppni en ekki
að dúlla sér einn. Ég hafði ekki
mikla trú á þessu í upphafi en
þetta virkar mjög vel,“ sagði Ás-
geir.
Ekki er nauðsynlegt að vera fé-
lagi í GÓ til að fá að taka þátt í
mótinu, því þátttaka er heimil öll-
um bæjarbúum. Glæsileg verðlaun
eru í boði fyrir fimm efstu sætin og
verða þau afhent sigurvegurum í
maí.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Púttvöllur Helgi Barðason púttar í aðstöðunni í salthúsinu en þau Birnir
Björnsson og Sigríður Hannesdóttir fylgjast með.
Púttvöllur í salthúsinu
VERKLEGAR framkvæmdir vegna
nýbyggingar við Hjúkrunarheimilið
Hlíð hafa verið boðnar út. Nýja
byggingin verður vestan við núver-
andi byggingar og þar verða 60
hjúkrunarrými í einstaklingsher-
bergjum, eldhús og matsalur, bún-
ingsaðstaða fyrir starfsfólk, stiga-
hús, lyfta og tengigangur við eldri
byggingu.
Heildarstærð byggingarinnar
verður um 4.000 fermetrar en húsið
verður á þremur hæðum. Viðbygg-
ingin við Hlíð er samstarfsverkefni
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins og Akureyrarbæjar. Arki-
tektar viðbyggingarinnar eru Arki-
tektur.is en verkfræðihönnun er í
höndum VST hf. Fyrirhuguð verklok
eru 15. september 2006 og því má
gera ráð fyrir að húsið verði komið í
rekstur um miðjan október sama ár.
Viðbygging við Hjúkrunarheimilið Hlíð
Framkvæmdir boðnar út