Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 27
MINNSTAÐUR Kelp
Fyrir húð hár og neglur
PÓSTSENDUM
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Árnesaptóteki Selfossi,
Yggdrasil Kárastíg 1.
Fjarðarkaupum
Borgartúni 24
Lyfjaval Hæðarsmára
Lyfjaval Þönglabakka
SUÐURNES
FULLTRÚAR yngstu og elstu kyn-
slóða væntanlegra notenda voru
viðstaddir upphaf framkvæmda við
fimmtíu metra innisundlaug við
Sundmiðstöðina í Keflavík. Meðal
þeirra voru Ingi Þór Jóhannsson,
gamall sundkóngur Suðurnesja, og
Gunnhildur Gígja Ingvarsdóttir,
nemandi við leikskólann Garðasel.
Ingi Þór er 89 ára gamall og
syndir 400 metra á hverjum degi.
„Það er númer eitt hjá mér að
synda. Það liðkar mann og gerir
gott. Sundið er besta íþrótt sem
hægt er að hugsa sér,“ segir hann.
Engin sundlaug var í Keflavík
þegar Ingi Þór var að alast upp.
Sem barn og unglingur synti hann í
sjónum. Segir að þeir strákarnir
hafi oft farið inn á Fitjar, sjórinn
hafi hitnað á leirunum. Hann fór til
Reykjavíkur í vikutíma og lærði
sjálfur að synda í gömlu laugunum.
Síðar fór hann á Íþróttaskólann í
Haukadal og lagði þar áherslu á
sundið.
Þótt Ingi hafi aldrei fengið sund-
kennslu náði hann góðum árangri í
íþróttinni. Var sundkóngur Suð-
urnesja í fjögur eða fimm ár og
komst á verðlaunapall á Íslands-
mótum. Þá tók hann eitt sinn við
silfurbikar úr hendi Ólafs Thors
sem mesti sundkappi Keflavíkur.
Hann segir að mikil breyting hafi
orðið í aðbúnaði sundmanna þegar
fyrsta sundlaugin var byggð í
Keflavík en hún var vígð árið 1939.
Í laugina var notaður sjór en hún
var hituð upp.
Syndir 400 metra
á hverjum degi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reykjanesbær | Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 50
metra innisundlaugar við Sundmiðstöðina í Keflavík og yf-
irbyggðan vatnagarð. Er þetta önnur 50 metra innisund-
laugin hér á landi en ekki er langt síðan slík laug var tekin í
notkun í Laugardalnum í Reykjavík.
Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf., sem Reykjanesbær á
aðild að, byggir sundlaugina en Reykjanesbær tekur hana á
leigu að framkvæmdum loknum. Er áætlað að það verði í
mars á næsta ári. Áður hefur komið fram að bærinn mun
greiða um 50 milljónir kr. á ári fyrir afnot af mannvirkinu.
Keflavíkurverktakar byggja mannvirkið og er heild-
arkostnaður áætlaður 645 milljónir kr. Fyrsta skóflu-
stungan var tekið við athöfn við Sundmiðstöðina í gær. Það
verk önnuðust fulltrúar væntanlegra notenda, meðal annars
nemendur í leikskólanum Garðaseli, Myllubakkaskóla og
Holtaskóla, sundfólk úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar
og Íþróttafélaginu Nesi og gamlar sundkempur. Hreyfing
er hluti af námskrá Garðasels og nemendur Myllubakka-
skóla og Holtaskóla munu sækja skólasund í nýju innilaug-
inni.
Aukið aðdráttarafl
Bygging innisundlaugarinnar hefur verið hönnuð í náinni
samvinnu Reykjanesbæjar og Fasteignar, að því er fram
kom við athöfnina í gær. Meðal annars var lögð áhersla á að
nýta húsnæði sem fyrir er í Sundmiðstöðinni og ekki hefur
nýst. Þannig verða búningsklefarnir í kjallara núverandi
byggingar.
Innisundlaugin á að uppfylla kröfur sem keppnislaug fyr-
ir öll innanlandsmót, Norðurlandamót og alþjóðleg mót, þó
ekki alþjóðleg meistaramót. Fram kom við athöfnina í gær
að þegar er búið að panta þar tíma fyrir tvö mót á næsta ári.
Í miðri lauginni verður brú sem hægt verður að lyfta upp
og breyta henni í tvær 25 metra keppnislaugar og kenna þar
tveimur bekkjum á sama tíma.
Vatnsleikjasvæði, svokallaður vatnagarður, verður á milli
nýju innilaugarinnar og gömlu útisundlaugarinnar, yf-
irbyggður að hluta. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði við
upphaf framkvæmda í gær þegar hann kynnti framkvæmd-
ina að garðurinn myndi auka mjög aðdráttarafl Sund-
miðstöðvarinnar fyrir fjölskyldufólk.
Byggð 50
metra inni-
laug og
vatnagarður
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Skóflustunga Margir lögðu hönd á plóginn þegar framkvæmdir hófust við stóru innisund-
laugina í Keflavík, meðal annars nemendur leikskóla og grunnskóla sem nota laugina.
Vatnagarður Yfirbyggt vatnaleikjasvæði mun auka aðdráttarafl Sundmiðstöðvarinnar.