Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 29
DAGLEGT LÍF
Þátttökugjald er kr. 1.500.-. Innifalið er: kynningarhefti um gerð
viðskiptaáætlana ásamt geisladiski sem hefur að geyma ýmis
hagnýt hjálpargögn, t.d. vandað reiknilíkan, hagnýt eyðublöð og
hljóðfyrirlestra. Frestur til að skila inn viðskiptaáætlun er
1. september 2005.
Hægt er að skrá þátttöku á www.nyskopun.is
eða með tölvupósti á nyskopun@nyskopun.is.
• Er hugmyndin áhugavert viðskiptatækifæri?
• Hversu mikil áhætta felst í framkvæmdinni og hver gæti
ávinningurinn orðið?
Þetta eru spurningar sem frumkvöðlar jafnt sem starfandi fyrirtæki
þurfa að leita svara við. Með því að taka þátt í Nýsköpun 2005 er
stigið fyrsta skrefið.
Kynningarfyrirlestur mánudaginn 21. mars kl. 17:10-19:10:
• Hvað prýðir góða viðskiptaáætlun?
G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005
• Fjármál og fjármögnun: fulltrúi frá Íslandsbanka með stutt erindi
Háskólinn í Reykjavík
mánudaginn 21. mars kl. 17:10 - 19:10
„GOTT kaffi þarf að vera í góðu
jafnvægi, það þarf að finna fyrir
sætleika og mýkt en þó þarf það
að vera kraftmikið og hafa góða
fyllingu, “segir Jónína Soffía
Tryggvadóttir sem er ný-
krýndur Íslandsmeistari
kaffibarþjóna og starfs-
maður hjá Te og kaffi á
Laugavegi 24.
Jónína segist sjálf hafa far-
ið að drekka kaffi fyrir fjórum
árum þegar hún hóf störf á Te og
kaffi. Hún fær sér lítinn cappuccino
á morgnana en drekkur síðan aðeins
espresso út daginn. „Annars er mað-
ur smakkandi kaffi allan daginn í
vinnunni til að athuga hvort það
bragðist ekki rétt. Á Ítalíu yrðir þú
litinn skrítnum augum ef þú pant-
aðir þér annað en espresso um eða
eftir hádegi. Þar er líka dónaskapur
að fá sér mjólkurkaffi eins og capp-
ucchino eftir máltíð, það yrði móðg-
un við kokkinn, þú værir að segja að
þú værir ekki saddur. En espresso
þykir góður endir á góðri máltíð.“
„Mér finnst kaffidrykkja Íslend-
inga hafa batnað mikið. Fyrir nokkr-
um árum vorum við bara í brúsa-
kaffinu en núna vill fólk meira af
kaffidrykkjum og hefur smekk fyrir
góðu kaffi. Við erum að verða meiri
heimsborgarar í því eins og svo
mörgu öðru.“
Jónína býður sjálf gestum heima-
við upp á nýmalað pressukaffi: „Ég
er með kvörn heima og mala baun-
irnar um leið og ég skelli kaffinu í
pressukönnuna.“
Smáatriðin mikilvæg
Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna
var nú haldið í sjötta sinn. Jónínu
finnst mótið mikið hafa þróast á
þessum árum: „Keppnin er allt önn-
ur núna. Það hefur verið mikil þró-
un, nú er meiri áhersla lögð á tækni-
leg atriði og margvísleg smáatriði
sem verður að huga að þegar keppt
er. Einnig er keppnin orðin þekktari
meðal almennings, áhorfendum hef-
ur fjölgað og mótið er allt orðið
nokkuð stærra í sniðum.“
Jónína segir að þar sem þetta var í
þriðja sinn sem hún tók þátt á Ís-
landsmeistaramótinu þá hafi hún
ekki undirbúið verklega þáttinn eins
mikið og áður. Hún hafi aðallega
verið að undirbúa sig í kollinum og
með því að þjálfa aðra keppendur,
frá Te og kaffi, sem höfðu ekki tekið
þátt í keppninni áður. Hún segir þó
mesta undirbúninginn fyrir mótið
vera í frjálsa drykknum en þar
þarf hún sjálf að velja hráefni og
finna út hvað fer best saman.
Heimsmeistaramót kaffibar-
þjóna verður haldið í Bandaríkj-
unum eftir mánuð og verður
Jónína þar meðal þátttakenda
ásamt landsliði kaffibarþjóna sem
hún á sæti í. „Ég ætla ekki að
breyta neinu stórvægilegu hjá mér
fyrir heimsmeistaramótið, aðallega
að fínpússa. Heimsmeistaramótið er
einstaklingskeppni en landsliðið tek-
ur fullan þátt í undirbúningi og að-
stoðar í keppninni.
Kaffið er framtíðin
Jónína segist ekki enn þá hafa
orðið vör við gesti sem koma á
kaffihúsið og óska eftir kaffi
sérstaklega búnu til af henni.
Enda starfsfólkið á Te og kaffi
allt mjög hæft. Kaffihúsið legg-
ur áherslu á að starfsfólkið hafi
áhuga á kaffi þegar það hefur
störf.
Jónína er aðeins 23 ára og segir
lágan meðalaldur vera í kaffibar-
þjónastarfinu, þrátt fyrir að þeir
sem hafi áhuga á kaffi festist í fag-
inu. „Ég get þó alveg séð mig í starfi
tengdu kaffi í framtíðinni. Ég stunda
nú nám í frönsku í Háskóla Íslands
og starfa með því á kaffihúsinu sem
ég lít einnig á nám út af fyrir sig.“
Kaffidrykkur
(2 drykkir)
bananasíróp 2 tsk. (Routin)
tvöfaldur espresso
1 dl heitt súkkulaði
½ dl vanillukrem með 1 tsk. ban-
anasírópi
Ein teskeið af bananasírópinu er
sett í botninn á glasinu (lítið vatns-
glas), því næst er einföldum
espresso (eða mjög sterkt löguðu
kaffi) hellt í glasið, fyllt upp með
súkkulaðinu (fer eftir stærð glassins
hversu mikið þarf að nota af því) og
að lokum er kreminu hellt yfir.
Heitt og kalt
1 vanilluís-kúla
tvöfaldur espresso
brætt súkkulaði (t.d. frá cafe tasse)
síróp að vild (t.d. jarðarberja)
Þennan desert-drykk er smart að
hafa í glasi á fæti. Vanilluískúlan er
sett í botninn á glasinu, heitu kaffinu
hellt yfir og svo er skreytt með
brædda súkkulaðinu og sírópinu.
KEPPNI | Jónína S. Tryggvadóttir er Íslandsmeistari kaffibarþjóna
Morgunblaðið/Júlíus
Jónína Soffía Tryggvadóttir, Íslandsmeistari kaffibarþjóna.Þar er líka dónaskapur að
fá sér mjólkurkaffi eins
og cappucchino eftir mál-
tíð, það yrði móðgun við
kokkinn, þú værir að segja
að þú værir ekki saddur.
Úr brúsakaffi í kaffidrykki
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Þ
Ö
K
NÝLEGAR rannsóknir sýna að
leikfimi á meðgöngu er ekki að-
eins fullkomlega örugg heldur
hefur hún marga kosti í för með
sér. Konur, sem stunda líkams-
rækt á meðgöngu að minnsta kosti
tvisvar í viku, eiga síður á hættu
að eignast stór börn. Þeim er síð-
ur hætt við æðahnútum, bjúg,
veikindum, þreytu, náladofa, mæði
og öðrum fylgikvillum meðgöng-
unnar.
„Líkur á fósturláti og keis-
araskurði eru minni og í fæð-
ingum eru þær konur, sem stunda
líkamsrækt, þrekmeiri og finna
minna til á meðan á hríðum stend-
ur. Þar að auki er ungum mæðr-
um síður hætt við þunglyndi eftir
meðgöngu,“ segir líkamsrækt-
arþjálfarinn Krisztina G. Agueda,
sem rekur líkamsþjálfunarstöðina
Hreyfiland í húsnæði Hreyfigrein-
ingar á Höfðabakka 9.
Hreyfiland býður m.a. upp á
leikfimi fyrir barnshafandi konur
og stuðlar að heilsu og heilbrigði
barna allt frá fósturskeiði og fram
til sex ára aldurs.
Að sögn Krisztinu leggur Hreyf-
iland áherslu á að börn læri að
verða meðvituð um eigin líkama
og hafi áhuga á því að hreyfa sig
og líða vel. „Þess vegna er mik-
ilvægt að byrja snemma að venja
börnin við og því er ekki úr vegi
að hefjast strax handa þegar barn-
ið er í móðurkviði. Leikfimin er
sérsniðin fyrir barnshafandi kon-
ur. Við leggjum áherslu á æfingar,
sem hjálpa til við fæðingu, æfing-
ar sem stuðla að heilbrigðum lík-
ama á meðgöngu og sérstaka tón-
list, sem hæfir bæði móður og
barni. Í lok tímans er svo ávallt
slökun, sem er nauðsynlegur þátt-
ur í lífi hverrar barnshafandi
konu og ekki síður mikilvægur til
þess að styrkja tengsl móðurinnar
og barnsins.“
Krisztina segir að með því að
byrja í leikfiminni á meðgöngu
venjist „bumbubúinn“ umhverfi
sínu þegar í móðurkviði og skynji
vellíðan móðurinnar að aflokinni
hreyfingunni. „Ungbarnið er þeg-
ar orðið vant því að móðirin
hreyfi sig og líður því vel í því
umhverfi, sem við höfum skapað
því strax í móðurkviði.“
LEIKFIMI | Hreyfing barnshafandi kvenna hefur fjölmarga kosti
Morgunblaðið/Arnaldur
Konum sem stunda leikfimi þegar þær eru barnshafandi er síður hætt við
æðahnútum, bjúg, veikindum, þreytu, náladofa og mæði.
Bumbubú-
arnir finna
vellíðanina