Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Lambasteikin er ómissandi á borðumhjá Margréti Jónínu Stefánsdótturað Gerðum í Gaulverjabæjarhreppienda getur heimilisfólkið þar á bæ gengið að sunnudagslærinu nokkuð vissu um hádegisbilið. Þá hefur lærið fengið að malla í ofninum í rúma tvo tíma og safinn af kjötinu verið notaður í sósugerðina. Margrét Jónína hefur ásamt manni sínum Geir Ágústssyni rekið bæði fjárbú og kúabú undanfarin þrjátíu ár en hún sinnir líka heim- ilisfræðikennslu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og stunda- kennslu við Barnaskóla Gaul- verjabæjarhrepps. „Ég steiki oft lamba- kjöt og geri auk þess margt annað úr lambinu svo sem hakk- og gúllasrétti og kindabjúgu. Ég er vanaföst í minni matargerð sem þýðir að mitt lambalæri er gjarnan steikt upp á gamla mátann. Auk þess grilla ég lærin mín í holu utan dyra og ef vel viðrar um páskana er upp- lagt að gera það.“ Margrét Jón- ína gefur hér uppskrift að klassískri ofn- steik úr sveitinni og lætur svo holuaðferðina fylgja með. Klassískt lambalæri 2 kg ófrosið lambalæri 1½ tsk. salt ½ tsk. pipar 1 tsk. basilika eða annað ítalskt krydd 1–2 dl vatn laukur og gulrætur Lærið þerrað og fitusnyrt. Kryddinu bland- að saman og kryddblöndunni nuddað í kjötið. Lærið síðan sett í steikingapott ásamt 1–2 dl af vatni og grænmeti, t.d. lauk í bátum og gulrót- um. Sett inn í 175–200 gráðu heitan ofn og steikt í rúma tvo tíma með lokinu yfir allan tímann. Að því búnu er lærið tekið úr pottinum og safinn sem er allt að hálfur lítri, er síaður í pott og notaður í sósuna. Safinn hitaður upp að suðumarki og þykktur með sósujafnara. Smakkað til og kryddað eftir smekk. Bæta má svo við rjóma eða öðrum bragðefnum vilji menn hafa sósuna fínni. Holulæri Tveggja kílóa ófrosið lambalæri kryddað að eigin smekk. Stundum stingur Margrét Jónína hvítlauksgeirum inn í kjötið og notar á sumrin jurtir úr umhverfinu, svo sem graslauk og hvönn. Krydduðu lærinu vafið í þrjú lög af ál- pappír. Hola útbúin á hentugum stað utan- dyra, sem rúmar bæði grillkolin og lærið. Ál- pappír látinn í botninn á holunni og rúmlega hálfur poki af grillkolum þar ofan á ef lærið er eitt. Þegar kolin eru orðin heit, er lærið lagt of- an á kolin. Holunni er lokað að hluta til hita- þolnu efni eins og ofnskúffu t.d. Lærinu er svo snúið við eftir hálftíma í holunni og ef hitinn er góður í holunni, steikist lærið á rúmum klukkutíma. Góðir grillhanskar eru nauðsynlegir við þessa iðju þar sem hitinn getur orðið mikill. Þar sem lítill safi myndast við þessa aðferð, þarf að laga sósuna með kjötkrafti og vatni eða nota hugmyndaflugið í aðrar sósugerðir. Sinnepsgljáð lambalæri Þórarinn Eggertsson var kjörinn mat- reiðslumaður ársins 2005 um síðustu helgi. Hann lærði og starfaði á Radisson SAS frá árinu 1998–2002 en þá fór hann til Brussel og vann þar á veitingahúsinu Seagrill til síðasta árs en þá kom hann aftur til starfa á Radisson SAS við Hagatorg. Þórarinn er hrif- inn af íslenska lambakjötinu og segir að mamma sín, Soffía Dagmar Þór- arinsdóttir, bjóði sér stundum í læri. „Bæði mamma og pabbi minn, Eggert Þór Sveinbjörns- son, eru frábærir kokkar og ég hugsa að þaðan hafi áhuginn á eldamennskunni komið. En hver er lykillinn að vel heppn- aðri lambasteik? „Það þarf að steikja lærið við háan hita og ekki of mikið. Leyfa því síðan að hvílast. Kryddin sem eru skotheld með lambinu eru pipar, salt, hvítlaukur og timian.“ Þórarinn gefur lesendum uppskrift að sinn- epsgljáðu lambalæri. Lambalæri með hvítlauk og sinnepi 1 lambalæri miðlungs stórt 6 hvítlauksgeirar 4 greinar garðablóðberg 2 greinar rósmarin 3 greinar fáfnisgras 2 msk. sætt sinnep 1 msk. púðursykur salt, pipar eftir smekk Stingið með hnífi í lambalærið og setjið hvít- lauksgeirana í sárin á 6 mismunandi stöðum í lærinu ásamt garðablóðbergi, rósmarin og fáfnisgrasi. Kryddið með salti og svörtum pip- ar, bakið lærið í ofni á 180°C í ca 35 mínútur. Takið lærið úr ofninum, blandið sætu sinnepi og púðursykri vel saman, penslið lærið síðan og framreiðið með meðlæti að eigin smekk. Held mig við einfaldleikann „Dóttir mín vill helst lambakjöt,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, aðstoðarskólastjóri í Fellaskóla. „Ég elda því lambakjöt oft enda er íslenska lambakjötið frábært, hvernig sem það er framreitt. Þessi uppskrift er fljótleg og þægileg enda legg ég áherslu á bragðgóðar og einfaldar uppskriftir. Ég tala nú ekki um þeg- ar ég er með matarboð. Þá vil ég njóta þessa að vera með gestunum í stað þess að standa yf- ir pottunum allt kvöldið. Uppskriftin hentar vel með lamba hryggvöðva og eins með læri. Hér gef ég „mömmu uppskrift“ af steiktu læri. Með lærinu vil ég hafa gráðaostakartöflur og grillaðar paprikkur en enga sósu. Mér finnst þess ekki þurfa þegar lærið er borið fram á þennan hátt. Auk þess finnst mér alltaf flott að hafa ekki of mikið meðlæti með kjöti. Halda sig við einfaldleikann.“ Steikt lambalæri 1 lambalæri (1½–2 kg) Lærið er penslað með bræddu smjöri og kryddað með salti, pipar og fersku rósmarín. Látið standa á borði í ca. 2 klst. áður en það er sett inn í 250° heitan ofn. Steikt í rúmlega 1½ klukkustund eða þar til skorpan er orðin brún og stökk. Gráðaostakartöflur Fyrir 4 4 stórar bökunarkartöflur 2 msk smjör 2 hvítlauksgeirar (pressaðir) ½ bolli sýrður rjómi 75 gr gráðaostur (mulinn/rifinn) 1 msk steinselja (fínt söxuð) 2 msk graslaukur (fínt saxaður) salt, paprikuduft, pipar eftir smekk. Fullbakið kartöflurnar í álpappír. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar takið þá kart- öflumaukið innan úr hýðinu, setjið það í skál og stappið kartöflurnar með gaffli. Bræðið smjörið og látið hvítlaukinn saman við. Látið krauma í stutta stund. Gætið þess að hvítlauk- urinn brúnist ekki. Blandið hvítlaukssmjörinu saman við kartöflurnar, sýrða rjómanum, gráðaostinum, steinseljunni, helmingnum af graslauknum, salti og pipar. Setjið kart- öflublönduna í eldfast mót. Stráðið papr- ikuduftinu yfir. Bakað í ofni í ca. 10–15 mín- útur. Restin af graslauknum stráð yfir kartöflublönduna áður en borið er fram. Grillaðar paprikur 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 græn paprika Olíusósa 1 msk hvítvínsedik 2 msk ólívuolía salt malaður pipar ferskt basilikum (rifið) Þvoið paprikurnar og grillið þær heilar þar til þær fara að dökkna. Fylgist vel með, snúið þeim og grillið á öllum hliðum. Húðin á að vera vel soðin og jafnvel að byrja að brenna. Takið úr ofninum og fjarlægið húina sem nú á að vera auðvelt að fletta af. Skerið paprikurnar í tvennt og takið burt stilkinn og fræin. Setjið vökvann sem e.t.v. er inni í paprikunum í víða skál. Skerið paprikurnar í strimla og setjið í skálina ofan í vökvann. Blandið saman því sem á að fara í olíusósuna. Hellið sósunni yfir papr- ikurnar. Páskalamb að indverskum hætti Helga Jónsdóttir dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands fékk á hárgreiðslustofu dýrðlega uppskrift að indversku lambalæri. Hún segir þó nokkuð maus að framkvæma herlegaheitin og það taki sinn tíma en sé alveg þess virði. Indverskt lambalæri Stingið 10–15 göt á lærið og setjið heil hvít- lauksrif í götin. Blandið saman 2–4 matsk. balsamic–edik og 1 matsk. ólívuolíu og núið inn í kjötið með hálfri sítrónu sem notuð er eins og pensill. Marinering: 50 gr rifin engiferrót eða 4 tsk. engiferduft 50 gr tómatpúrra eða 4 hakkaðir tómatar (ef bæði þá 25 gr púrra og 2 tómatar) 2–3 muldar kanilstangir eða 1 tsk. kanilduft 2 dósir hrein jógúrt ½ tsk. kardimommuduft 1 tsk. Jerra Ground Cumin (RaJah) 4 msk. karrý (RaJah) 2 tsk. Dhaniya Ground Coriander (RaJah) 3 msk. salt 2–3 tsk. svartur pipar 2 smátt skornir laukar 1 smátt skorinn chili pipar eða 2 tsk. chili duft/2 msk. tabasco Þessu öllu er makað utan á lærið, það sett í plastpoka og látið vera í ísskáp í 24 tíma. Síðan er lærinu (með marineringunni) pakk- að vel inn í álpappír (x 2–3), passa að hafa opn- unina eingöngu upp til að hægt sé að hella út vökva. Lærið er steikt í ofni eða á útigrilli í ca. eina og hálfa klukkustund (fer eftir stærð). Vökvi sem myndast við steikingu er notaður í sósuna. (ath. að hella honum af á meðan á steikingu stendur og í lokin.) Sósa: Mikið smjör (200 gr) brætt í potti, 1 smátt skorinn laukur steiktur í smjörinu þar til verð- ur glær, þá 1 dl af rauðvíni hellt út í, soðið af kjötinu og gumsi úr álpappírnum blandað út í og þetta látið sjóða í 15 mín. Þá 1 peli rjómi/ matreiðslurjómi settur út í. Sósuna má þykkja með sósujafnara en þetta á ekki að vera þykk sósa.  MATARKISTAN | Lambalæri matreitt á ýmsa vegu Páskalamb á veisluborðið Sunnudagssteikina má mat- reiða á ótal vegu og þó ein- hverjir kunni best að meta lambalærið að hætti ömmu eða mömmu eru til aðrar ný- stárlegri útgáfur sem líka þykja lostæti. Morgunblaðið/Þorkell Helga Jónsdóttir, dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, og sonurinn Sverrir tilbúin að takast á við páskalambið indverska. Helga notar fjölbreytt krydd í marineringu á páskalambið. Morgunblaðið/Þorkell Kristín Jóhannesdóttir, aðstoðarskólastjóri í Fellaskóla, ber fram bakaðar kartöflur með gráðaosti þegar hún býður upp á lambakjöt. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Margrét Jónína Stefánsdóttir, heimilis- fræðikennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, matreiðir gjarnan lambalæri. Morgunblaðið/Jim Smart Þórarinn Eggertsson sem kosinn var mat- reiðslumaður ársins 2005 segist oft fara á sunnudögum í lambalæri til mömmu. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.