Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 33 ÞAÐ ER ástæða til að fagna þeirri öflugu og málefnalegu um- ræðu sem staðið hefur um málefni miðborgarinnar síðustu daga og vik- ur. Í hönd fer mesta uppbyggingarskeið í miðborginni frá upp- hafi vega. Þar leggst á eitt bygging Tónlistar- og ráðstefnuhúss við höfnina og á nærliggj- andi reitum, íbúða- byggð við Mýrargötu og í Skuggahverfinu, væntanleg uppbygg- ing í Vatnsmýri og síð- ast en ekki síst upp- bygging við Laugaveg. Í Laugavegs- umræðunni hefur fremur verið litið til þeirra um 20 húsa sem má fjarlægja en þeirra ríflega 40 sem eru vernduð. Það er eðlilegt. Því hefur hins vegar verið haldið fram að samþykkt skipulag við Laugaveg feli í sér kúvendingu miðað við þá stefnu- mótun sem átti sér stað með þemaheftinu Húsvernd í Reykjavík árið 1996. Það er rangt. Bent hefur verið á, meðal annars á fjöl- sóttum fundi sem ég boðaði til í Ráðhúsinu á dögunum, að af þeim 22 húsum sem ekki er gert ráð fyrir að vernda sérstaklega með skipulaginu séu einungis þrjú hús sem gert var ráð fyrir verndun á árið 1996. Mismunurinn á þessum tveimur áætlunum felst í húsunum við Laugaveg 11, 21 og 38, en nú er t.a.m. ekki gert ráð fyrir að vernda hið síðasttalda eftir að húsið við hliðina brann og götumyndin breyttist. Þegar fjallað er um skipu- lag Laugavegarins allt frá Snorrabraut að Bankastræti og tekin er afstaða til hverrar og einnar byggingar út frá afskaplega fjöl- breyttum sjónarmiðum, þ.á m. húsverndar, má þykja afar gott að ná svo góðu samkomulagi að ágreiningurinn standi einungis um þrjú hús. Svo sem kunnugt er mun Skipulagsráð Reykjavíkurborgar með aðstoð sérstaks rýnihóps fara ítarlega yfir nýbygging- arhugmyndir áður en leyft verður að fjar- lægja hús við götuna. Sjálfsagt er að ráðið skoði þá sérstaklega umdeildu húsin þrjú. Á fjölmennum fundi um uppbyggingu og verndun húsa við Laugaveg nú á dög- unum skein í gegn í málflutningi allra, að það er væntumþykja um þessa helstu versl- unargötu Reykjavíkur og landsins alls sem réði afstöðu manna, hvort sem þeir vildu ganga lengra eða skemur í nýbyggingu. Það þótti mér vænt um. Það munar þremur húsum Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur Steinunn Valdís Óskarsdóttir ’Svo sem kunn-ugt er mun Skipulagsráð Reykjavíkur- borgar með að- stoð sérstaks rýnihóps fara ít- arlega yfir ný- byggingarhug- myndir áður en leyft verður að fjarlægja hús við götuna.‘ Höfundur er borgarstjóri. 1. þrep (febrúar–maí 2005) Sérfræðinganefndin vinnur eftirfar- andi greinargerðir: Sögulegt yfirlit yfir stjórn- arskrárþróun á Íslandi frá 1874 til okkar daga. Skýringar við núgildandi stjórn- arskrá og einstakar greinar hennar (þ.e. stutta lýsingu á inntaki og þýð- ingu hverrar greinar um sig, sagt frá dómaframkvæmd og hvort almenn samstaða sé um túlkun eða ef deilur, þá hverjar.) Yfirlit yfir stjórnarskrárþróun í Evrópu frá stríðslokum til okkar daga, m.a. verða tekin dæmi af stjórnarskrá Finnlands sem var ný- lega endurskoðuð. Stutta lýsingu á mismunandi stjórn- skipunarfyrirkomulagi hjá vestrænum lýðræðisríkjum. 2. þrep (júní–des. 2005) Stjórnarskrárnefndin útbýr í samráði við sérfræðinganefndin vinnuskjal þar sem gefið verður yfirlit yfir þau at- riði í núverandi stjórnarskrá sem þarfnast endurskoðunar að mati nefndarinnar. Vinnuskjalið verður birt á heimasíðu nefndarinnar og frestur gefinn til að senda inn skrif- legar athugasemdir. Gerð verður samantekt um viðbrögð og hug- myndir sem vinnuskjal nefndarinnar vekur. 3. þrep (jan.–ágúst 2006) Stjórnarskrárnefndin felur sérfræð- inganefndinni að útfæra hugmyndir sínar í frumvarpsformi og skilar að því búnu sínum fyrstu drögum. Stjórnarskrárnefndin lætur í ljósi álit á frumvarpsdrögunum og biður sér- fræðinganefndina að útbúa frumvarp ásamt greinargerð. Frumvarpið ásamt greinargerð, með hugsanlegum lagfæringum stjórnarskrárnefndar, afhent forsætisráðherra. Vinnuáætlun stjórnar- skrárnefndar senda m efni öðru arinn- litískt g eins ðlis að sam- sagði kipuð allra sem na og póli- álita- tjórn- ingað til hefði verið kosið um breytingar á stjórnarskrá í almennum þing- kosningum en þá snerust kosning- arnar um fleira en eingöngu stjórnarskrárbreytingarnar. Aðr- ir möguleikar hefðu verið ræddir innan nefndarinnar, m.a. sá mögu- leiki að efna til sérstakra kosninga um stjórnarskrána. Ekki breytt frá 1944 Jón var spurður að því hversu mikið mark yrði tekið á erindum og ábendingum almennings. „Það fer eftir því hvað er líklegt að það náist um það samkomulag. Erind- in eru eins misjöfn og fólkið er margt en vel undirbyggt erindi er mjög vel þegið.“ Kaflarnir þrír sem rætt er um í skipunarbréfi nefndarinnar fjalla um stjórnskipunina, forsetann, en sá kafli er viðamestur, og loks um dómsvald og dómara. Aðspurð á blaðamannafundinum hvort eitt- hvað í 1., 2. og 5. kafla væri orðið úrelt og yrði að breyta með tillit til breyttra aðstæðna, sagði Björg Thorarensen lagaprófessor að 2. kaflinn, sem fjallar um forsetann og framkvæmdavaldið, hefði sætt minnstum breytingum og hefði raunar ekkert breyst frá 1944. Kaflinn endurspeglaði því ekki hvernig hlutirnir gengju fyrir sig í raun og veru, þegar kaflinn væri lesinn endurspeglaði hann ekki hvernig skipulagið væri á þessum hlutum í dag. Aðrir kaflar, svo sem þingið og mannréttindi, hefðu á hinn bóginn hlotið ítarlega endur- skoðun. Sérfræðinganefndin myndi í byrjun einblína á fyrr- nefndu kaflana þrjá. Allar upplýsingar á einum stað Á upplýsingabásnum í Þjóðar- bókhlöðunni er m.a. að finna geisladisk með stjórnarskrám allra ríkjanna í Evrópuráðinu, ýmsar bækur um stjórnarskrár og þar verður safnað saman á einn stað blaða- og tímaritagreinum um endurskoðun stjórnarskrár- innar. Þeir sem ekki búa á höf- uðborgarsvæðinu geta nálgast þessi gögn með millisafnaláni. naður er upplýsingabás í Þjóðarbókhlöðu yggð erindi gi vel þegin Morgunblaðið/Þorkell ðar Jón Kristjánsson í gegnum eina þeirra. herrans standa Björg Thorarensen yrgð og er í orði r nefndi g að þar kilatriði í erði hinn pplýstan. legar að- etu væri ð hinar ví tengd veitarfé- fram um r með sér „Það er ynd sem p í skipan æn sam- r skipta í þeim þjónustu hinna sagði hafa nings itarstjóri hafa orð- á liðnum ullu gildi Sérhvert ð upp á tækni á úr mynd- að segj- að lands- skamms kilnings, né Sím- rar þjón- g kvaðst ítrekað hafa vakið athygli á því hve lítið væri lagt upp úr mikilvægi þró- unar fjarskipta sem lið í að styrkja búsetuskilyrði á landsbyggðinni. Með aðgengi að eðlilegum sam- göngum, á lofti, láði og legi, munu þau svæði sem til þess hafa eigin styrk halda áfram að vera til og þróast, sagði Björn. Fjarskipti væru nú orðin einn af veigamestu þáttun- um í því samgönguneti sem við not- uðum, „og það er ekki lengur hægt að sætta sig við að þessum lið verði ekki sinnt eins og ber að gera“. Björn sagði Símann hafa boðið landsbyggðinni upp á þjónustu í fjarskiptum, en þróunin alfarið verið háð því hvort samkeppnisaðstæður hafi skapast á viðkomandi svæði. Hann gæti því ekki séð að það skipti miklu fyrir landsbyggðina hvort grunnnetið yrði selt með Símanum eða ekki. Í raun væri hann þeirrar skoðunar að ekki væri vænlegt að skilja grunnnetið frá Símanum og halda því eftir í eigu ríkisins eða sameiginlegri eigu fjarskiptafyrir- tækja. „Slíkt mun að mínu mati fela í sér breytingar sem í eðli sínu muni framkalla kostnaðarauka fyrir neyt- andann,“ sagði hann og benti á að mikilvægt væri að búa svo um hnúta að aðgangur annarra fjarskiptafyr- irtækja að grunnnetinu yrði tryggð- ur með lögum, án ótæpilegrar gjald- töku. „Þannig verður tryggt að það samkeppnisumhverfi viðhaldist sem er það eina sem getur tryggt lands- byggðinni eðlileg gæði, eðlilegt verð og þróun til lengri tíma litið.“ Framtíðin liggur í þráðlausri tækni Stefán Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Þekkingar, sagði óskynsamlegt að selja grunnnetið með Símanum, en hann mæti stöð- una þannig að slíkt yrði samt gert. Hinar dreifðari byggðir myndu sitja eftir og hvorki verða samkeppnis- hæfar um fólk né fyrirtæki, framþróun varðandi fjarskipti myndi stöðvast, enda ekki fjárhags- lega eftirsóknarvert að breiða úr sér um land allt. Hann velti fyrir sér hvort sama þróun yrði uppi á ten- ingnum varðandi dreifingu sjón- varpsefnis, en sem dæmi hefðu Ak- ureyringar ekki aðgang að breiðbandi Símans, heldur ekki að Digital Íslandi. „Það er alveg ljóst að það vantar allan drifkraft í að fara með þjónustu af þessu tagi út á land.“ Þetta hefði í för með sér að at- vinnulífið stæði höllum fæti, aðstaða til fjarnáms yrði lakari og minna framboð yrði á afþreyingu. Á móti nefndi Stefán að tækniþró- un væri ör á þessu sviði, þráðlaus tækni væri nú á þröskuldi þess að breyta landslaginu á fjarskipta- markaðnum, vægi kopars og ljós- leiðari myndi fara minnkandi. „Framtíðin liggur í loftinu,“ sagði Stefán. Með svonefndri WiMAX tækni yrði kleift að dreifa síma, neti og sjónvarpi á sama þráðlausa kerf- inu í framtíðinni. um áhrif einkavæðingar Símans á landsbyggðina a n Morgunblaðið/Kristján Fjallað var um grunnnetið og landsbyggðina á ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri. SIGLINGALEIÐIN fyrir Horn á Ströndum var enn lokuð í gær vegna hafíss, að sögn Þórs Jakobs- sonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hann sagði að skip biðu færis á að komast þar um en önnur hefðu snúið við. Vegna veðurs var ekkert ískönn- unarflug á vegum Landhelgisgæsl- unnar um svæðið í gær. Þór segir að framundan séu þó hagstæðar vindáttir, austan- og suð- austanátt, og því megi reikna með að siglingaleiðin fyrir norðan land opnist fljótlega að nýju, jafnvel um helgina, en þó þannig að hafa verði varann á þegar siglt sé þar um. Það versta afstaðið „Við teljum að það versta sé af- staðið að því leyti að það muni ekki, allavega í þessar hrinu, leggjast ís upp að landi langdvölum. Þetta er þá aðallega á siglingaleiðinni og miðunum næst landi sem hafísinn verður,“ segir Þór, en vonar, sem fyrr segir, að rofi til næstu daga. Að sögn Þórs er hafís hér við land meiri nú en verið hefur síðastliðinn aldarfjórðung, eða allt frá árinu 1979, en þá lagðist hafís upp að landi, lokaði siglingaleiðum og kal myndaðist í túnum. Þór segir að mikill hafís hér við land sé tilkominn vegna kyrrstöðu- hæðar, og þ.a.l. vestlægrar vindátt- ar fyrir norðan land sem varað hef- ur vikum saman og veldur því að ís rekur í átt að landi. Skipstjórar að veiðum við suðausturströnd lands- ins hafa merkt að undanförnu að ískaldur sjávarstraumur gengur nú hratt vestur með suðurströndinni, en hann er um fjórum gráðum kald- ari en sjór á þessum slóðum í með- alári. Þór segir þetta allrar athygli vert en fyrst og fremst séu það þó vindkraftar sem orsaki hafís við landið. Hins vegar sé hætt við að ís- inn haldist lengur við ef sjórinn er mjög kaldur. Ís rekur burt frá Grímsey Óttar Þór Jóhannsson, oddviti sveitarstjórnar í Grímsey, sagði út- litið mjög gott í gær og að hafís væri að reka burt frá eynni. „Við sjáum sáralítinn ís og vindátt er orðin breytt. Það var austanátt í morgun, býsna stífur vindur og þetta er bara einn og einn klaki eft- ir,“ sagði hann. Bátar væru þó áfram í höfn, enda veður slæmt, en Grímseyingar von- uðust til að bátar gætu hafi veiðar að nýju um leið og vind tæki að lægja. „Það er mikið bjartara yfir mönnum hér nú,“ sagði hann. Siglingaleiðin fyr- ir Horn enn lokuð Hagstæðar vindáttir gætu opnað siglinga- leiðir fyrir norðan land á næstu dögum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.