Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MÁLEFNI miðborgarinnar og þá
sérstaklega Laugavegarins hafa ver-
ið mönnum hugleikin undanfarið.
Með aukinni áherslu á uppbyggingu í
miðbænum og hækkun fast-
eignaverðs hefur um-
ræðan náð nýjum hæð-
um.
Ýmsar skoðanir á
lausn þessarar fyr-
irhuguðu uppbygg-
ingar og endurbóta
hafa verið settar fram,
en meginósk okkar
flestra er sjálfsagt sú
að unnt verði að byggja
upp nýjan Laugaveg
með líflegri verslunar-
og viðskiptastarfsemi
við hlið veitinga- og
menningarhúsa ásamt
einhverri íbúðarbyggð.
Staðan á Laugaveginum er sér-
stök. Búið er að endurinnrétta göt-
una sjálfa, gera mikið fyrir bíla og
gangandi en lítið sem ekkert fyrir
verslanirnar sem eiga að vera sog-
kraftur mannlífs á Laugaveginum.
Við horfum á margar illa farnar
byggingar sem ekki hefur verið hald-
ið við í mörg ár. Þetta er ein af mörg-
um ástæðum hnignunar við Lauga-
veginn. Vilji menn framfarir þýðir
ekki að sitja aðgerðarlaus. Framfarir
þurfa ekki endilega að snúast um nið-
urrif allra bygginga, skynsemin verð-
ur að ráða þar.
Leiðum hugann að því sem gerðist
þegar Kringlan var opnuð á sínum
tíma, snerust kaupmenn á Laugaveg-
inum þá til varnar með nýjum áform-
um og uppbyggingu, nei, það gerðist
fátt. Við sjáum hins vegar hvað gerð-
ist í Kringlunni þegar Smáralind var
opnuð. Stjórnendur Kringlunnar
snerust til varnar og gerðu ýmsar
endurbætur og stækkanir með það að
markmiði að mæta nýrri samkeppni.
Í skrifum undanfarið hafa komið
fram alls konar tillögur og helst þær
að forða þessum gömlu húsum frá
niðurrifi og leyfa þeim bara þróast
áfram sem kaffihús, listagallerí og
litlar huggulegar búðir. Aðrir hafa
sagt að leyfa ætti niðurrif, en bara að
nýju húsin verði klædd bárujárni, þá
sé þetta allt í lagi.
Við höfum Skólavörðustíginn, við
höfum Kvosina þar sem listagallerí
og ýmsar gjafavöru- og listmunabúð-
ir þróast ágætlega í ódýru húsnæði.
Það á að lofa þeim
svæðum að þróast á
þann hátt, en mark-
aðurinn mun gera meiri
kröfur um arðsemi á
Laugaveginum þar sem
verð á fasteignum er
þegar farið að hækka
verulega. Ásókn fólks í
að búa í miðbæ Reykja-
víkur er raunveruleiki
og mun einnig vera eft-
irsóknarverður val-
kostur fyrir marga í
framtíðinni.
Að það sé málið að
klæða öll hús með báru-
járni þá sé lausnin fundin, er ódýr leið
til þess að taka á verkefninu sem
framundan er. Í dag eru hús á Lauga-
veginum gerð úr ýmsum bygging-
arefnum og mikill fjölbreytileiki í
húsagerð. Við sjáum þarna falleg hús
bæði úr steinsteypu og önnur klædd
bárujárni. Það sem er mikilvægast er
að halda í þann fjölbreytileika sem
einkennir Laugaveginn í dag.
Augljóslega er tækifærið núna til
að hefja uppbyggingu á Laugaveg-
inum. Fjárfestar eru farnir að sýna
þessu svæði áhuga og almenningur
farinn að gera kröfur um aðgerðir.
Borgaryfirvöld verða því strax að
geta svarað, hvernig þau vilja sjá
uppbyggingu Laugavegarins.
Skipulagsyfirvöld hafa að und-
anförnu látið vinna deiliskipulag að
Laugaveginum og næsta umhverfi.
Laugaveginum hefur verið skipt nið-
ur í mörg deiliskipulög í stað þess að
deiliskipuleggja hann sem eina heild.
Alveg sama hvað menn segja, ef
Laugavegurinn á að virka eins og
æskilegast væri þá verður að skipu-
leggja hann sem eina heild, liggur við
sem eitt hús.
Við horfum mikið til Kaup-
mannahafnar, til Striksins góða með
sínum verslunum, veitingahúsum og
torgum. Strikið hefur verið í ákveð-
inni þróun í yfir 30 ár með aðaljárn-
brautarstöðina, Tívolí og Ráðhús-
torgið við annan endann en Magasin
Du Nord, neðanjarðarjárnbraut-
arstöð og Nýhöfn í hinum endanum,
eitthvað sem togar fólk á milli
áfangastaða.
Ég er ekki að segja að við getum
gert eins hér, en það tekur tíma og
það þarf kjark til að svona gerist.
Laugavegurinn er hátt í það að vera
jafnlangur og Strikið. Er hægt að
ætlast til að hann geti allur verið
blómleg verslunargata til jafns við
það sem best gerist erlendis?
Á ef til vill að leggja áherslu á íbúð-
ir á einverjum hluta hans, gera torg
með styttum og gosbrunum, svo við
getum notið sólar fyrir utan veitinga-
hús, götulistamenn komist að eða á að
byggja yfir hann að einhverju leyti?
Einhvern tíma átti að gera torg fyrir
framan Þjóðleikhúsið sem náði upp á
Laugaveg. Hvernig væri að end-
urvekja þá hugmynd?
Ekkert af þessu er tekið á í núver-
andi deiliskipulögum, engin spenn-
andi framtíðarsýn hvað varðar end-
urnýjun og uppbyggingu.
Laugavegarins sem spennandi val-
kost að heimsækja.
En nú virðist stundin runnin upp
og hvernig á þá að bregðast við með
skjótum hætti? Er nóg að ákveða að
þetta eða hitt húsið geti vikið fyrir
nýrri byggingu eða að það skuli ger-
ast upp. Eigi að líta svona út eða hin-
segin. Það er allavega byrjunin, en til
að gera Laugaveginn að aðdráttarafli
í þeirri samkeppni sem nú er í gangi
bæði í verslun og afþreyingu þá þarf
meira til.
Ég tel þá tillögu sem fram hefur
komið um skipan starfshóps sem mun
hafa einhvers konar umsjón með
þessari uppbyggingu skynsamlega,
en ef hann á að virka verður hann að
vera nokkuð sjálfstæður og skipaður
aðilum með víðtæka þekkingu á verk-
efninu.
Uppbygging
Laugavegar
Halldór Guðmundsson fjallar
um uppbyggingu við Laugaveg
’… ef Laugavegurinn áað virka eins og æski-
legast væri þá verður að
skipuleggja hann sem
eina heild …‘
Halldór
Guðmundsson
Höfundur er arkitekt og varamaður
Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði.
MIKLAR þakkir á Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra skilið fyrir
þá skýrslu sem hann fékk unna um
verðskiptinguna á
áfengi á veitingastöð-
um. Þar er komin hlut-
laus og raunsönn úttekt
á verðmyndun og verð-
þáttum og hefur áreið-
anlega margur orðið
býsna undrandi. Hinn
háværi söngur um hátt
áfengisgjald hefur á
stundum verið allsráð-
andi í umræðunni og
hæst að sjálfsögðu látið
í þeim er selja áfengi á
veitingahúsum. Má svo
sem vera að þetta
áfengisgjald sé hátt í vissum sam-
anburði, þegar langt er til lokunnar
seilzt, en á það meginatriði ber að líta
sem alltaf gleymist þ.e. til hvers
gjaldið er innheimt. Staðreyndin er
nefnilega sú að kostnaður samfélags-
ins af áfengisneyzlu er gífurlegur og
samkvæmt skýrslu Hagfræðistofn-
unar Háskólans sem unnin var fyrir
nokkrum árum mun meiri, beinn og
óbeinn, en sem nemur „gróða“ rík-
isins af áfengissölu þ.m.t. áfeng-
isgjaldi. Þegar hrópað er um hátt
áfengisgjald ættu menn að hugsa
sinn gang og reyna að ná áttum varð-
andi útgjaldaþáttinn, því ekki vantar
að samfélagið og stofnanir þess eru
kallaðar til ábyrgðar og framlaga,
þegar mæta þarf hinum miklu út-
gjöldum sem afleiðingar áfeng-
isneyzlu skapa. Eitt ættu menn
a.m.k. að viðurkenna, að ekki veitir af
þeim fjármunum sem þannig fást til
samfélagslegra nauðsynjaverka og
ekki hefur mér annað heyrzt en að
þar skorti fé, svo sem bezt og virkast
megi við afleiðingunum
af áfengisneyzlunni
bregðast. En það atriði
sem eflaust hefur komið
mönnum mest á óvart
er verðmyndunin á út-
seldu áfengi frá veit-
ingastöðum, því þar eru
dæmin deginum ljósari.
Á meðan samfélagið
fær til sinna þörfu verk-
efna af hverju bjórglasi
í áfengisgjald 69 kr. og
virðisaukaskatturinn er
118 kr. þá hirðir veit-
ingamaðurinn í eigin
rekstur, ekki 69 kr., ekki 118 kr, ekki
samanlagt 187 kr., heldur litlar 354
krónur, sem sagt langleiðina í tvöfalt
það sem samfélagið fær til að takast á
við afleiðingarnar. Og sama sagan
endurtekur sig hvað varðar hlutföllin
í verðmynduninni í útsöluverði ann-
ars áfengis. Mér þykir það því ekki
undrunarefni, að þessi kór skuli hafa
einskorðað sig við það hversu áfeng-
isgjaldið er hátt, en hafi í allri um-
ræðunni áður þagað um álagningu
veitingahúsanna, vitandi það einnig,
að ólíku er saman að jafna um ráð-
stöfun þessara tveggja upphæða.
Menn bera gjarnan fyrir sig erlenda
ferðamenn, en þegar við sáum fyrir
skömmu niðurstöður úr viðhorfs-
könnun meðal heimsækjenda okkar
þá var umkvörtun um hátt áfeng-
isverð hvergi nærri það sem þeir
nefndu fyrst alls, ekki einu sinni í
fremstu röð, enda skal því ekki trúað
að aðalerindi ferðamanna til Íslands
sé að þamba áfengi, þótt sumir hafi
óspart látið í það skína. Ferðamönn-
um fjölgar líka ár frá ári og þessi
fjölgun gefur ekki til kynna að þetta
sé þessu ágæta fólki eins hugleikið og
fólk í veitingageiranum heldur fram,
enda sést nú svart á hvítu hverjir
bera meginábyrgð á háu áfengis-
verði. Meginatriðið varðandi áfeng-
isgjaldið er þó það að þar er um að
ræða tekjustofn samfélagsins sem
hvergi nærri hrekkur til að mæta
þeim samfélagslegu útgjöldum sem
áfengisneyzlan veldur, útgjöldum til
þarfra verka sem allir – eða ég vona
allir – viðurkenna að séu því miður
óhjákvæmileg. Þess vegna mætti allt
eins snúa þessu við og segja: Því
hærra áfengisgjald – því betra.
Áfengisgjald og álagning
Helgi Seljan fjallar um
áfengi og sölu þess ’Meginatriðið varðandiáfengisgjaldið er þó það
að þar er um að ræða
tekjustofn samfélagsins
sem hvergi nærri
hrekkur til að mæta
þeim samfélagslegu út-
gjöldum sem áfeng-
isneyzlan veldur.‘
Helgi Seljan
Höfundur er form. fjölmiðla-
nefndar IOGT.
Þ
egar fyrirtæki, stofn-
anir og félög fram-
kvæma breytingar á
starfsháttum og
skipulagi sínu þá
fylgir gjarnan nýtt nafn. Oft á
tíðum er útkoman æði skrautleg.
Dæmi um þetta er þegar Norð-
urljósum var breytt í 365 ljós-
vakamiðla og 365 prentmiðla.
Ekkert hefur skort á hugmynda-
flug þess er kom með þá tillögu.
Nú er farið að „grúppa“ öll út-
rásarfyrirtækin sem eru orðin
svo stór og eiga orðið svo mörg
önnur fyrirtæki að það þykir
nauðsynlegt, og svolítið fínt, að
bæta við nafninu „Group“. Er svo
komið að nærri 40 fyrirtæki og
félög bera þetta nafn sem hafa
lögheimili hér
á landi, sam-
kvæmt upp-
lýsingum úr
Fyrir-
tækjaskrá
skattstjóra.
Ég get vel
unnt stórfyrirtækjum þess að
bera þetta eftirnafn, ekki síst
þegar þau starfa víða um heim.
Nægir að nefna fyrirtæki eins og
Baugur Group, Bakkavör Group,
Avion Group, FL Group (áður
Flugleiðir) og Actavis Group.
Gárungar eru reyndar farnir að
velta fyrir sér hvort grúpppíur
hafi ekki fengið nýtt og æðra
hlutverk og horfa þá einkum til
ritara og eiginkvenna/manna for-
stjóranna, en látum það nú liggja
milli hluta. Get ég tekið undir
með ónefndum pistlahöfundi er
sagðist bíða spenntur eftir því að
sjá félagið Group Group Group.
Á þessari grúppuvæðingu sem
öðru eru nefnilega ákveðin tak-
mörk. Sem gamall blaðamaður á
því ágæta blaði, Degi, fékk ég
sting fyrir hjartað er ég las ný-
lega frétt um að búið væri að
breyta nafni Skífunnar í Dagur
Group. Til hvers þessi nafnbreyt-
ing í ósköpunum? Af lestri frétt-
arinnar mátti alls ekki ráða að
fyrirtækið ætlaði að hasla sér
völl á erlendri grund, sem ég hélt
að væri nú lágmarkskrafan fyrir
þess háttar nafnbreytingu. Sem
gamall Dagsmaður el ég þá von í
brjósti að einhvern tímann komi
blað eða fjölmiðill aftur á sjón-
arsviðið með þessu nafni en harla
ólíklegt er að Dagur Group hafi
slík áform á prjónunum. Hvað þá
eigendur félagsins Dagur sf.,
sem mun vera herrafataverslun
hér í borg, eftir því sem Fyr-
irtækjaskráin hermir. Erfitt er
að hugsa til þess að þetta ágæta
nafn sé komið í hendur plötu- og
herrafataverslana og er ekki til
þess fallið að halda uppi heiðri
dagblaðsins Dags. Blessuð sé
minning þess.
Sagt hefur verið um Ísland að
hér ríki hjarðmennska, þar sem
allir hermi eftir öllum. Þeir sem
feta ekki í fótspor annarra eru
taldir sérvitringar og þaðan af
skrýtnari. Þetta virðist eiga vel
við um nafngiftir eins og hvað
annað. Hér hefur grúppuvæð-
ingin verið nefnd en þetta á einn-
ig við um sveitarfélög og stofn-
anir. Við sameiningu sveitar-
félaga var algengt að bætt var
-byggð við nýja nafnið. Til urðu
sveitarfélög eins og Borgar-
byggð, Fjarðabyggð, Blá-
skógabyggð, Vesturbyggð og
Austurbyggð. Sem betur fer hef-
ur þetta ekki orðið mikið algeng-
ara og fjölbreytni komist á.
Síðan þótti einhverjum kerfis-
körlum orðið stofnun sennilega
vera orðið fráhrindandi og kulda-
legt og þá rötuðu þeir í stofuna.
Nú höfum við Löggildingarstofu,
sem breyta á í Neytendastofu,
við höfum líka Fiskistofu, Fjár-
festingastofu, Biskupsstofu, Um-
ferðarstofu, Einkaleyfastofu,
Jafnréttisstofu, Barnavernd-
arstofu, Verðlagsstofu skipta-
verðs og ekki má gleyma Hag-
stofu, Veðurstofu og öllum
skattstofunum. Hvað segiði um
að setja eina stofu yfir allar hin-
ar, Forstofu? Toppiði það!
Svo eru það öll setrin. Við höf-
um fyrirbæri eins og Drauga-
setrið, Galdrasetrið, Mat-
vælasetrið, Saltfisksetrið,
Sauðfjársetrið, Rannsóknasetrið,
Þekkingarsetrið, Fjölmenning-
arsetrið, Öndvegissetrið, Sveita-
setrið, Borgarfræðasetrið og
Vesturfarasetrið og talað er um
að stofna háskólasetur á Vest-
fjörðum. Nú síðast heyrði ég tal-
að um Selasetur í Húnaþingi. Ís-
lenskan hlýtur að bjóða upp á
meiri fjölbreytni en þetta og
mæli ég t.d. með að nota fleiri
sérnöfn og sleppa viðskeytum í
þessum nafngiftum. Gott dæmi
um þetta er náttúrufræðahús
Háskólans í Vatnsmýrinni,
Askja.
Víðar fara nafnbreytingar
fram. Nú á Ríkisútvarpið ekki
lengur að heita Ríkisútvarpið
heldur Ríkisútvarpið sf. Sam-
eignarfélagið Ríkisútvarpið.
Ekki máttu sjálfstæðismenn „há-
effa“ stofnunina heldur féllust
þeir á ósk framsóknarmanna um
að „esseffa“ hana. Hefur mörg-
um gömlum kaupfélagsmann-
inum hlýnað um hjartaræturnar
að sjá samvinnufélagsformið
endurfæðast í Ríkisútvarpinu.
Segiði svo ekki að SÍS sé ekki til!
Reyndar hefur mennta-
málaráðuneytið komist æði ná-
lægt því að íslenska grúppuvæð-
inguna því sf. gæti á ensku vel
verið Group. Við gætum því verið
að tala um The Icelandic Nation-
al Broadcasting Service Group,
eða RUV Group. Hljómar sann-
færandi.
Gamla SÍS var hér nefnt á
nafn. Það virðist eftir allt saman
lifa góðu lífi og þá innan fyr-
irtækjahóps sem nefndur hefur
verið S-hópurinn. Ég var að taka
til á borði mínu í vikunni er ég
uppgötvaði að ég hefði gleymt
mikilvægum upplýsingum í um-
fjöllun um átök S-hópsins og
Björgólfsfeðga í síðasta Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins. Þar
kom fram að til hefði staðið að
skipta lykilfélagi þess hóps, Keri,
upp í þrjú félög en það sem ég
steingleymdi að segja frá var
hvað þessi félög áttu að heita.
Eitt átti einfaldlega að heita
áfram Ker en gerð var tillaga um
að hin hétu Blómaker og Ígulker!
Var mér þá öllum lokið í þessari
nafnavitleysu. Öllu má nú nafn
gefa. Eins gott að mönnum datt
ekki í hug Baðker eða Kerskálar.
Öllu má nú
nafn gefa
Hefur mörgum gömlum kaupfélags-
manninum hlýnað um hjartaræturnar
að sjá samvinnufélagsformið endur-
fæðast í Ríkisútvarpinu. Segiði svo ekki
að SÍS sé ekki til.
VIÐHORF
Eftir Björn
Jóhann
Björnsson
bjb@mbl.is