Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 35
UMRÆÐAN
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl – 02 2005
s t ó l l f a g n a r h á l f r a r a l d a r a f m æ l i
s k a n d i n a v í s k s v e i t a r ó m a n t í k
l i s t a v e r k t i l l e i g u
h v e r e r h i n r é t t a a f s t a ð a h l u t a n n a ?
f a g u r f r æ ð i í f y r i r r ú m i í 5 0 á r
ó h v e r s d a g s l e g u r m o r g u n m a t u r
Tímaritið
Lifun fylgir
laugardagsblaði
Morgunblaðsins
fyrir fagurkera á öllum aldri
299*
399
*Algengt verð í matvöruverslunum
*
ar
gu
s
–
0
4-
05
60
UMRÆÐAN um hugsanlega að-
ild Íslands að Evrópusambandinu
(ESB) hefur tekið kipp í kjölfar
flokksþings Framsóknarflokksins.
Ýmsir aðilar hafa tek-
ið sér það „bessa“-
leyfi að túlka ályktun
flokksþingsins út og
suður allt eftir því
hvaða flokki viðkom-
andi tilheyrir. Það
sem er merkilegt við
þessa umræðu er að
umræðan snýst nán-
ast eingöngu um aðild
eða ekki aðild í stað
þess að taka á málinu
málefnalega.
Niðurstaða flokks-
þingsins er í raun og
veru sú að Framsókn-
arflokkurinn er ekki tilbúinn að
svo stöddu að sækja um aðild að
ESB, en um leið er Framsókn-
arflokkurinn ekki tilbúinn til að
útiloka að sú staða gæti komið
upp að við yrðum að sækja um að-
ild að ESB. Stjórnmálaflokkur
eins og Framsóknarflokkurinn er
ber skylda til að vera ábyrgur í
afstöðu sinni og elta ekki öfgahópa
á hvorn veginn sem er. Við verð-
um að hafa hagsmuni íslenskrar
þjóðar að leiðarljósi og taka af-
stöðu sem byggist á bestu þekk-
ingu hverju sinni með almanna-
hagsmunni íslenskrar þjóðar að
leiðarljósi. Til þess að svo megi
verða er nauðsynlegt að farið
verði vel og vandlega yfir málið
ásamt því að fylgjast mjög náið
með þeirri þróun sem er að eiga
sér stað á alþjóðavettvangi jafnt
innan ESB sem og annars staðar í
heiminum. Það að nálgast við-
fangsefnið með fyrirfram gefnum
niðurstöðum má líkja við trúar-
brögð.
Utanríkisráðuneytið hefur unnið
mikið og gott starf á undanförnum
árum undir forystu Halldórs Ás-
grímssonar þáverandi utanrík-
isráðherra að þessum málum.
Starfið hefur verið unnið í náinni
samvinnu við hagsmunaaðila innan
sjávarútvegsins og landbúnaðarins
en það eru einmitt þessir tveir at-
vinnuvegir sem líklegt er að aðild
Íslands að Evrópusambandinu
muni snerta hvað mest. Sú vinna
hefur í raun ekki fengið mikla um-
ræðu meðal þjóðarinnar og í raun
heldur ekki á hinum pólitíska vett-
vangi.
En sem dæmi um hversu van-
hugsuð stefna stjórnmálaflokks
getur verið er stefna Samfylking-
arinnar í Evrópumálum annars
vegar og sjávarútvegsmálum hins
vegar. Samfylkingin ein flokka,
hefur það á stefnuskrá sinni að
sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu, en í sjávarútvegsmálum
er það stefna Samfylkingarinnar
að afturkalla aflaheimildir ís-
lenskra útgerða og bjóða þær svo
upp á „frjálsum markaði hæst-
bjóðenda“ eins og
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir orðaði það
á opnum stjórnmála-
fundi Samfylking-
arinnar á Selfossi fyr-
ir síðustu alþingis-
kosningar. Af þessu
má draga þá ályktun
að Samfylkingin
stefni að því að bjóða
upp aflaheimildir í ís-
lenskri fiskveiði-
lögsögu innan hins
sameiginlega frjálsa
markaðar Evrópu-
sambandsins. Ég leyfi
mér að stórefast um að það sé vilji
íslensku þjóðarinnar.
Ljóst er að ef til aðildar Íslands
kæmi er nær öruggt að Íslend-
ingar yrðu að leyfa erlenda fjár-
festingu í sjávarútvegi og hleypa
þar með erlendum fjárfestum að
fiskveiðiauðlind okkar. Sjávar-
útvegur er enn sem komið er okk-
ar mikilvægasta tekjulind og mun
að öllum líkindum verða það
áfram þó svo að gríðarlegu grett-
istaki hafi verið lyft af hálfu rík-
isstjórnarinnar til að auka fjöl-
breytni atvinnulífsins og fjölga
eggjum í körfunni ef svo má að
orði komast.
Stefna ríkisstjórnarinnar í sjáv-
arútvegsmálum hefur verið, og er
enn að því er ég best veit, að Ís-
lendingar sjálfir fari með forræði
fiskistofnanna og að ráðandi hlut-
ur í sjávarútvegsfyrirtækjum sé í
eigu Íslendinga. Þessu hefur ekki
verið breytt og í raun hefur eng-
inn pólitísk umræða farið fram um
það að þessu beri að breyta. Ég
tel að slík umræða verði að fara
fram áður en nokkurt stjórn-
málaafl geti sett það á stefnuskrá
sína að sækja beri um aðild að
Evrópusambandinu.
Ég nefni þetta hér sem dæmi
um þau ágreiningsefni sem kæmu
upp ef til aðildarviðræðna kæmi.
Fjölmörg önnur dæmi mætti telja
upp eins og t.d. eignarhald á fyr-
irtækjum sem nýta fallvötn lands-
ins til orkuframleiðslu, ásamt fjöl-
mörgum álitaefnum innan íslensks
landbúnaðar.
Niðurstaðan er því að umræðu
um áhrif aðildar Íslands að Evr-
ópusambandinu þarf að taka upp
innan stjórnmálaflokka áður en
stjórnmálaflokkur getur gert það
að stefnu sinni að sækja um aðild
að Evrópusambandinu.
Niðurstaða flokksþings Fram-
sóknarflokksins er því sú að þessa
umræðu þurfi að taka upp innan
flokksins áður en umræða um
hugsanlega aðild kemur til greina.
Því er ályktun þingsins varkár,
skynsöm og ábyrg gagnvart þjóð-
inni enda segir þar að áfram skuli
halda vinnu við að afla upplýsinga
og vinnu við mótun samnings-
markmiða enda hljóta samnings-
markmiðin að snerta m.a. hags-
muni þjóðarinnar varðandi yfirráð,
nýtingu og eignarhald á nátt-
úruauðlindum þjóðarinnar. Fram-
sóknarflokkurinn hefur ekki
ákveðið að ESB-aðild sé stefna
flokksins, en flokkurinn vill ræða
og undirbúa sitt fólk undir það að
jafnvel á næsta kjörtímabili verði
tekin afstaða til málsins. Fyrst
innan flokksins og síðan í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þá er mik-
ilvægt að hver og einn viti hvaða
kostir eru á dagskrá, en það ákvað
flokksþing Framsóknarflokksins
að skoða og kynna síðan niður-
stöðuna.
Evrópustefna Framsóknar-
flokksins er í mótun
Eysteinn Jónsson fjallar
um Evrópumál ’… Framsóknarflokk-urinn er ekki tilbúinn að
svo stöddu að sækja um
aðild að ESB, en um leið
er Framsóknarflokk-
urinn ekki tilbúinn til
að útiloka að sú staða
gæti komið upp að við
yrðum að sækja um að-
ild að ESB.‘
Eysteinn
Jónsson
Höfundur er formaður fulltrúaráðs
Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.