Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 37

Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 37 UMRÆÐAN ENGINN má komast upp á milli notanda fjölmiðils og þess sem skrifar efnið, ekki eigendur fjöl- miðils, ekki auglýsendur og enginn hagsmunaaðili eða stjórn- málamenn. Fréttamenn á fjöl- miðlum þiggja hlutverk sitt af sam- félaginu og starfa til að þjóna almenningi. Sambandið milli þeirra er í raun mjög strangt, því um leið og slakað er á getur það glatað trú- verðugleikanum. Fréttamenn eru ekki verkfæri sem taka aðeins við fyrirskipunum heldur eru þeir skapandi starfsmenn sem hafa víð- tæka yfirsýn og áhrif. Fréttamenn eru alvanir að glíma við þrýsting innandyra sem utan, þrýstingurinn hefur fylgt stéttinni nánast alla tíð, og blaða- og frétta- menn á öllum fjölmiðlum þurfa að búa við róg um að þeir séu hand- bendi þessa eða hins eða að þeir þjóni annarlegum hagsmunum. Það gerðist t.d. í Hann- esarmálinu, fjölmiðla- málinu, Íraksmálinu og núna er látið að við liggja í „fréttastjóra- málinu“. Það sem róg- berar (hin raunveru- legu handbendi) átta sig hinsvegar ekki á, er að fréttamenn láta ekki kúga sig þótt þeir séu vissulega misjafn- lega harðir í horn að taka. Þegar stjórn- málamenn bregðast lýðræðinu standa fréttamenn vörð um það. Ómögulegt er að líða eða hræðast lesti og veikleika stjórn- málamanna sem batna ekki sjálfir þótt þeir breyti (útvarps)lögunum. Trúnaður blaða- og fréttamanna er við lesandann, áhorfandann, hlust- andann. Efnið er gert fyrir almenning en ekki fyrir stjórn- málamenn, eigendur, stjórnendur, stofnanir eða fyrirtæki úti í bæ. Þeir sem vilja hafa áhrif á fréttir og efni fjölmiðla missa iðu- lega sjónar á þessu og snúa hlutunum á hvolf; aðalatriðið verður aukaatriðið. Þeir verða argir og kvarta yfir gagnrýnni hugsun og vinnubrögð- um. Fréttamenn þurfa að standa vörð um sjálfstæði sitt og frelsi í ákvörðunum og þeir þurfa hug- rekki til að bregðast við tilraunum annarra til að stjórna sér. Ef ein- hver bognar verður hann „sölu- maður“ eða „sófisti“ eins og tíðk- aðist á tímum Sókratesar: Það voru þeir sem tóku borgun fyrir að sannfæra aðra um ákveðna nið- urstöðu, málstað eða vöru. Sá sem er þægur draumastarfsmaður er ekki fagmaður og sá sem selur sig áður en hann hefur störf kemst aldrei á leiðarenda. Fréttamenn á af- skiptasemistímum Gunnar Hersveinn fjallar um samband fréttamanna og notenda fjölmiðla Gunnar Hersveinn ’Þegar stjórnmálamennbregðast lýðræðinu standa fréttamenn vörð um það.‘ Höfundur er sjálfstætt starfandi fræðimaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.