Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 39 MINNINGAR Ég hafði ekki upp- lifað það að missa neinn nákominn fyrr en ég missti hana ömmu mína Lillu. Það var skrítið að finna hvernig minningarnar um hana helltust yfir mig og þær eru allar svo góðar. Hún var amma mín á Akureyri og það var alltaf spennandi ferðalag að fara að heimsækja hana og afa. Í minning- unni var alltaf bjart og stillt veður á Akureyri alveg eins og veðrið var í Reykjavík daginn sem hún fór. Amma og afi tóku okkur alltaf svo fagnandi og það var dekrað við okkur í hástert. Ávaxtagrautur, soðbrauð og kleinur voru sérgrein- ar ömmu Lillu og alltaf var miklu meira en nóg af öllu eins og góðum ömmum sæmir. Svo var spilað við okkur og spjallað löngum stundum og gleðin og notalegheitin réðu ríkjum. Oft vorum við Harpa frænka saman og ég veit að ömmu þótti gaman að leyfa okkur að hitt- ast því við vorum svo nálægt hvor annarri í aldri. Okkur samdi ofsa- lega vel og var allt gert til að við gætum átt sem ánægjulegastar stundir. Amma og afi sýndu okkur mikla hlýju og gáfu sér alltaf góð- an tíma með okkur. Lengra aftur í minninu man ég eftir því að amma var að gefa mér föt og ýmislegt dót úr Amaró sem var verslunin sem hún starfaði í. Ég man líka eftir því að hún kenndi mér að setja á mig naglalakk og hvernig dömur ættu að klæða sig í fínar ✝ Sigríður Krist-björg Matthías- dóttir fæddist í Eyr- arhúsum í Tálkna- firði 10. ágúst 1924. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 8. mars. sokkabuxur. Svo man ég eftir henni á svöl- um í sólbaði en hún var alltaf svo brún og sæt og í alla staði glæsileg kona. Ég var svo stolt af ömmu minni og afa, mér fannst þau svo tign- arlegt fólk og ég held nú að hann afi sé með myndarlegri mönnum. Ég veit að amma mín var engin venjuleg kona. Það var svo margt einstakt við hana sem erfitt er að lýsa með orðum, hún hafði mikla persónutöfra og það var gaman og gott að vera nálægt henni. Hún var sterk og dugleg og ég mun ávallt varðveita minningarnar um hana og líta upp til hennar jafnt nú sem áður. Vera Einarsdóttir. Það er mikið lán að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni og tengjast því fjölskylduböndum með traustri vináttu. Þannig voru þau hjónin Haraldur Sigurðsson og mágkona mín Sigríður K. Matthíasdóttir sem nú er kvödd og ég minnist með sérstöku þakklæti og virð- ingu. Þau voru glæsileg saman Har- aldur og Lilla eins og hún var oft- ast nefnd af kunnugum. Þau kynntust ung þegar þau voru við nám að Laugum í Reykjadal, hann í íþróttakennaranámi og hún við hússtjórnarnám. Guðmundur bróð- ir Sigríðar minnist enn æskuheim- ilis síns þá er hún giftist Haraldi og þegar frumburður þeirra Sig- urður fæddist 1944. Hann kom sem sólargeisli í líf þeirra og ekki síst ömmunnar Kristínar Krist- jánsdóttur sem var alla tíð heim- ilisföst hjá þeim hjónum, þau byrj- uðu búskap í Skjaldborg við Hafnarstræti og 1947 fæddist þeim annar ljúfur sonur, Einar Karl. Stuttu síðar fluttu þau að Byggðavegi 91 þar sem þau hjónin höfðu reist sér veglegt einbýlishús og þar eignuðust þau yngri synina tvo Harald Inga og Jakob Örn og fylgdist amma þeirra með uppeldi og vexti þeirra allra af mikilli væntumþykju meðan heilsa hennar entist. Ég hitti þau fyrst, þessa góðu og indælu fjölskyldu í janúar árið 1948, þá trúlofuð bróður Lillu, þegar þau buðu mér að koma til Akureyrar meðan við værum að bíða eftir húsnæði til frambúðar fyrir sunnan og ef ég vildi, mætti nota tímann til undirbúnings fyr- irhugaðri giftingu og fæðingu fyrsta barns okkar. Þegar norður var komið var haf- ist handa við útsaum og sauma- skap og mest hjálpuðu þær mér mæðgurnar Lilla og mamma henn- ar, enda stórvirkar og myndarleg- ar í öllum verkum sínum og töldu ekki eftir sér að aðstoða verðandi fjölskyldumeðlim. Það var svo árið 1950 þegar maðurinn minn fór til framhalds- náms til Bandaríkjanna að þau buðust til að taka dóttur okkar í fóstur til Akureyrar svo að ég gæti heimsótt hann þangað vestur og jafnframt þegar ég kæmi til baka. Þá væri ég velkomin að dvelja hjá þeim þar til hann lyki námi þá um haustið og eflaust væri einhver vinna fáanleg fyrir mig á Akur- eyri, þau gætu litið eftir barninu á meðan. Okkur eru minnisstæð ótal atvik frá þessum árum þegar börnin voru orðin fleiri, þegar fjölskyld- urnar hittust og þá einkum meðan amma var á lífi. Var þá oft glatt á hjalla meðal barnanna okkar og metingur um það, hvort væri nú betra að búa á Akureyri eða í Reykjavík, sem þó oftar en ekki endaði með því að allir fóru frá borði sáttir við sinn hlut. Þegar litið er yfir langa ævi er margs að minnast og margs að sakna og einnig margt að þakka en þakklætið er stundum létt í vasa eins og hún Kristín tengdamamma sagði stundum. En við þökkum fyrir allt vináttuþel og alla ástúð. Ástvinum Lillu biðjum við bless- unar Guðs á þessari kveðjustundu. Ásta S. Hannesdóttir og fjölskylda. SIGRÍÐUR KRISTBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist 9. desember 1917. Hún lést 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorsteinsson raf- virkjameistari, f. 22.2. 1893, d. 1948, og Guðrún Jónsdótt- ir, f. 20.2. 1900, d. 1967. Börn þeirra og systkini Sigríðar voru: Guðrún, f. 12.7. 1921, látin; Sólveig. f. 11.12. 1922; Óskar, f. 1.12. 1925; Jón Rafn, f. 19.4. 1928; Ólafur, 15.1. 1930; Kristrún, f. 18.4. 1933, látin; Hálfbróðir og samfeðra var Viktor G.A., f. 5.11. 1912, látinn. Sigríður var ógift og barnlaus. Hún var annar af tveimur fyrstu tækniteiknur- um landsins. Hún vann ýmis störf, lengst af sem tækni- teiknari, fyrst hjá borgarverkfræð- ingnum í Reykjavík, síðan sem korta- teiknari hjá Forverk hf. Síðast vann hún hjá Húsnæðistofnun ríkisins eða þangað til hún hætti störfum vegna aldurs. Sigríður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mig setti hljóða þegar móður- bróðir minn hringdi og tilkynnti mér að Sigga frænka væri dáin. Í fjölskyldunni er langlífi mikið og ég hélt einhvern veginn í einfeldni minni að Sigga yrði meira en 100 ára. Hún hafði mikil áhrif á mitt líf og verð ég henni ætíð þakklát fyrir það sem hún gerði fyrir mig. Sigríður var ótrúlega fróð og víðlesin. Bækur voru hennar hugð- arefni og sérstaklega þær er tengdust sögu og listum. Hún kynnti mig fyrir ættfræðinni sem hún hafði svo mikinn áhuga á, og smitaði mig af þeim áhuga. Sigríð- ur hafði m.a. látið skrá ættir okkar allt aftur á landnámsöld. Skrán- ingin var handskrifuð í litla bók og það endaði með því að ég varð svo hugfangin af þessu, að ég endur- skrifaði allt saman í aðra bók, þá 16 ára. Tækninni hefur farið fram síðan þá og veit ég að Sigríður gladdist þegar Íslendingabók var tekin í notkun. Sigríður hafði einnig mikinn áhuga á kirkjum og sögu þeirra. Hún safnaði myndum og póstkort- um af kirkjum landsins sem og kirkjum annarra landa. Þar sem ég vissi af þessu, þá gerði ég mér far um að fara inn í hverja kirkju sem varð á vegi mínum en ég hef ferðast töluvert og bjó erlendis lengi. Fyrst til þess að taka mynd- ir og ná í póstkort til að færa Sig- ríði, en með tímanum fór ég að fá sama áhugann og skilja hvað það var við kirkjurnar sem heillaði Sigríði. Það var ekki bara mismun- andi byggingarlist, saga og list- munir sem heilluðu, heldur einnig andrúmsloftið. Fátt er betra en að eiga hljóða stund á heilögum stað. Alltaf þegar ég sé kirkju verður mér hugsað til Sigríðar og þannig mun það verða. Mig langar að enda þessa kveðju á litlu ljóði sem amma mín Guðrún Jónsdóttir, móðir Sigríðar, orti til hennar á fermingardaginn 5. maí, 1932. Mér finnst þetta fallega ljóð vel við hæfi á þessum tímamótum þegar Sigríður heldur áfram sinn veg yfir í annan heim: Styðji þig ávallt hendi hans, er hverja græðir sorgir manns, gefi þér gæfu, gleði og frið, guð þess heitt og jafnt ég bið. Láttu trúarljósið hans, leiða þig götu kærleikans, þá mun þér jafnan gatan greið er gengur þú þitt æviskeið. Stórt er það spor er stígur þú, staðföst vertu í reynslu og trú. Minnstu þess alltaf hvar sem er, að guðs þig alsýnt auga sér. Steinunn Björk. Frænka mín, Sigríður Guð- mundsdóttir, eða Sigga frænka eins og ég kallaði hana alltaf, er látin. Sigga frænka var alltaf uppáhaldsfrænka mín. Þegar ég fæddist bjuggu foreldrar mínir heima hjá ömmu ásamt tveimur föðurbræðrum mínum og Siggu frænku. Við bjuggum þar í eitt og hálft ár eftir að ég fæddist. Sigga kenndi mér margt. Hún kenndi mér m.a. að það að brosa kostaði ekkert en gæfi mikið. Hún fór með mig á myndlistarsýningar í borg- inni, sérstaklega man ég eftir sýn- ingum í Listamannaskálanum, hún fór með mig í Þjóðminjasafnið, og að skoða hvítan hrafn sem sýndur var í Miðbæjarskólanum. Hún kenndi mér bænir og fór með mér í sunnudagaskóla og alltaf fórum við á aðfangadag í miðnæturmessu í Landakotskirkju. Einhvern tíma, sennilega þegar ég var átta ára, fékk ég í jólagjöf frá Siggu skókassa sem hún var búin að útbúa sem fjárhús og með fylgdu styttur af Maríu, Jósef og Jesú, ásamt fjárhirðum og vitring- unum. Þessir hlutir skipa enn í dag heiðurssess á mínu heimili á jólum. Sigga var greind og vel lesin kona. Hún átti stórt safn merki- legra og góðra bóka. Hún hafði líka mikinn áhuga á ættfræði, bók- bandi, postulínsmálun og fleiru. Í „gamla daga“ þegar ég var lítil var hún alltaf með myndavélina á lofti og tók mikið af myndum. Seinna eignaðist hún kvikmynda- tökuvél og fyrir ekki mörgum ár- um létum við, systkinabörn henn- ar, gera myndband fyrir hverja fjölskyldu af þessum spólum. Sigga frænka var alltaf fengin til þess að passa okkur systkinin þegar foreldrar okkar fóru út á kvöldin, og þegar þau fóru til út- landa fengum við að vera hjá ömmu og Siggu. Þá var alltaf mjög gaman og Sigga lagaði besta kakó í heimi. Eftir að ég gifti mig og flutti til Hornafjarðar minnkaði samgangur milli okkar, en mikið fannst mér gaman þegar þær systur, Solla og Sigga, komu í heimsókn og ég gat verið með þeim og sýnt þeim ým- islegt sem mér finnst markvert hér um slóðir. Eftir að Sigga fór á Droplaugarstaði var hún svo elskuleg að lána dóttur minni, sem þurfti að flytja suður til að stunda nám, íbúðina sína til afnota. Þarna hefur Þóru Kristínu liðið mjög vel og talar oft um að það sé svo góð- ur andi í íbúðinni. Ég hafði sem betur fer nokkur tækifæri til að heimsækja Siggu eftir að hún flutti á Droplaugar- staði. Það var mér mjög dýrmætt og við töluðum mikið saman og hún sagði mér frá mörgu. Ég lof- aði henni því þegar ég kom til hennar í desember sl. að við skyld- um fara saman í Þjóðminjasafnið í vor þegar færi að hægjast um hjá mér í skólanum. Sigga hafði farið tvisvar í safnið eftir að það var opnað að nýju og var alveg heilluð, en sagðist eiga eftir að skoða margt enn. Hún fór líka í ferð að Geysi sl. sumar sem var henni mjög eftirminnileg. Takk fyrir allt, elsku Sigga frænka. Þín bróðurdóttir, Guðrún Jónsdóttir. SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MAGNÚSSÍNA GUÐBJÖRG NANCY MAGNÚSDÓTTIR frá Stapa í Vestmannaeyjum, Kambahrauni 30, Hveragerði, sem lést föstudaginn 11. mars, verður jarð- sungin frá Þorlákskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Helga Engilbertsdóttir, Valtýr Einarsson, Magnús Lárusson, Sigríður Rúnarsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Berglind Valdimarsdóttir, Nansý Guðmundsdóttir, Ingvar Jóhannesson, barnabarnabörn og barnabarnabarnbarn. Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur, bróðir og mágur, GYLFI HAUKSSON, Álfatúni 10, Kópavogi, sem lést á heimili sínu mánudaginn 14. mars, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju Kópavogi mánudaginn 21. mars kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Olga Stefánsdóttir, Dagný Gylfadóttir, Stefán Haukur Gylfason, Brynhildur Olgeirsdóttir, Ástríður Hauksdóttir, Georg Tryggvason, Trausti Hauksson, Alda B. Marinósdóttir, Kjartan Hauksson, Ásgerður Jónsdóttir, Ísak Sverrir Hauksson, Guðrún B. Karlsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar sambýlis- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Gullsmára 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð fyrir góða umönnun. Karl Helgason, Erna Jóna Arnþórsdóttir, Sæmundur Alfreðsson, Kristján Geir Arnþórsson, Bára Kristjánsdóttir, Auður Lilja Arnþórsdóttir, Haukur Gunnarsson, barnabörn og langömmubarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.