Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga BjörgSvansdóttir mús- íkþerapisti fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1968. Hún lést á krabbameinsdeild LSH 13. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Svanur Ingvason húsgagna- smíðameistari, f. 11.7. 1943, og Rán Einarsdóttir leik- skólastjóri, f. 21.7. 1944. Systir Helgu er Harpa Rut Svans- dóttir leikskólakenn- ari, f. 14.10. 1975. Helga giftist Árna Stefánssyni verkfræðingi, f. 2.4. 1966. Hann er sonur Stefáns Tyrfingssonar, f. 7.6. 1945 og Maríu Erlu Friðsteinsdóttur, f. 30.4. 1945. Helga og Árni eiga tvö börn, þau eru: Heiðar Már, f. 26.5. 1991 og Una Svava, f. 18.4. 1994. Helga ólst upp í Reykjavík, hún útskrifaðist sem tón- menntakennari árið 1992 (B.ed.), með BA-gráðu í músík- þerapíu 1999 og mastersgráðu í mús- íkþerapíu árið 2003. Helga hafði mikið yndi af tónlist, hún söng með kirkjukór Langholtskirkju og Kammerkór Lang- holtskirkju ásamt því að kenna í kór- skóla kirkjunnar. Hún var í stjórn Fé- lags músíkþerapista. Helga hélt fjöldann allan af nám- skeiðum og fyrirlestrum bæði hérlendis og erlendis um tónlist og notkunarmöguleika tónlistar sem meðferðarúrræði fyrir bæði unga og aldna. Helga verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Helga mín, það var svo margt sem við gerðum saman, en þó margt sem við áttum eftir. Að kynn- ast þér aðeins 16 ára, fá að þroskast með þér, ferðast með þér um allan heim, giftast þér, eignast með þér börn, upplifa alls kyns ævintýri og elska þig af öllu hjarta en þó alltaf meir eftir því sem tíminn leið, verð ég eilíflega þakklátur fyrir. Þessi 20 ár með þér hafa verið yndislegur tími, við gerðum það sem okkur langaði til og það var gaman. Námsárin í Dan- mörku voru góður tími. Að vera fjarri fjölskyldu og þurfa að spjara sig með tvö ung börn styrkti samband okkar og jók vináttu og virðingu hvort fyrir öðru. Þar sem úrlausn daglegra verkefna var á hreinu og samvinna var góð þá var líka meiri tími til að ferðast og leika. Það var eitthvað sem okkur þótti gaman að, hvort heldur það voru sumarbústaðarferð- ir, skíðaferðir eða heimsreisur. Þú varst börnum okkar besta for- eldri sem hægt er að hugsa sér, þau voru alltaf í fyrirrúmi hjá þér, við gerum oft grín að ljónamömmunni sem passaði og verndaði börnin sín, stundum svo vel að nóg þótti. Í starfi elskaðirðu að fást við skap- andi málefni og naust virðingar fyrir góð og fagleg vinnubrögð, hvort heldur það var við námskeiðshald, kennslu, í félagsstörfum eða í þínu aðalstarfi sem músíkþerapisti. Alls staðar varstu vel liðin og skipulagn- ing þín og dugnaður umtalaður. Tónlistin átti stóran part í þér og var þér mjög kær. Þinna krafta fékk Langholtskirkja að njóta sem kór- félagi í kirkjukór og kammerkór kirkjunnar og sem kennari í kórskól- anum. Ég var alltaf óendanlega stolt- ur af þér, bæði meðan þú varst heil- brigð, en líka þegar þú háðir hetjulega baráttu við krabbameinið. Alltaf jákvæð, klára þetta verkefni og svo höldum við áfram. Þú varst stórhuga, gjafmild, hlý og einlæg, það fann fólkið sem var í kringum þig og elskaði þig og dáði fyrir vikið. Elsku ástin mín, ég mun gera mitt besta til að passa og ala upp ynd- islegu börnin okkar. Við söknum þín óskaplega, og elsk- um þig af öllu hjarta. Þín Addi, Heiðar og Una. Elsku mamma. Mikið finnst okkur lífið þessa stundina vera ósann- gjarnt, af hverju mamma, af hverju þú? Hún var mjúk. Hún var góð. Hún var með hjarta úr gulli. Hún elskaði alla útaf lífinu. Hún gerði það sem var best fyrir mann. Hún eldaði góðan mat. Hún var góð við alla jafnvel þótt þeir voru leiðinlegir við hana. Hún knúsaði mann og kyssti þegar að mað- ur vildi. Hún var besta mamma sem hægt er að hugsa sér. Við munum varðveita minningu um bestu mömmu í heimi í hjarta okkar. Þín Heiðar og Una. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt, elsku Helga mín og Guð geymi þig. Þín litla systir, Harpa. Sunnudagurinn 13. mars var mikill sorgardagur hjá fjölskyldunni okkar þegar tengdadóttir okkar, Helga Björg, kvaddi okkur eftir harða bar- áttu við hinn illræmda sjúkdóm krabbameinið. Þegar Árni sonur okkar kynntist Helgu fyrir um 20 árum voru þau rétt að slíta barnsskónum en voru innilega ástfangin, hún yndisleg stúlka með mikinn metnað. Hjóna- band Adda og Helgu var til fyrir- myndar, þau voru samrýnd og fé- lagslynd enda vinahópurinn stór. Börnin voru höfð með í öllu og hafði það þroskandi hrif á þau. Það var alltaf nóg að gera á þess- um bæ. Helga var mikil húsmóðir og mikil búkona, einnig föndraði hún og bjó til mjög fallega hluti. Það lá í höndum hennar sérstök lagni við alla hluti. Eftir að Helga veiktist urðu áætl- anir ákveðnar í hennar huga, hún ætlaði að lifa fermingu Heiðars Más og síðan ætlaði hún til Ameríku í júní. Við vitum að hún verður með í hvoru tveggja. Það er sérstaklega erfitt að kveðja 36 ára móður sína, elsku Heiðar Már og Una Svava, við vitum að þið eruð hetjurnar hennar mömmu ykkar og hún verður alltaf með ykkur. Helga mátti hvergi bágt sjá, hún vildi alltaf vera að hjálpa og alltaf var hún að gefa eitthvað af sér. Hún lærði músíkþerapíu í Dan- mörku meðan Árni var í verkfræði, þar áttu þau yndislega tíma saman. Eftir að þau komu heim til Íslands var velgengni og hamingja ríkjandi þar til áfallið kom. Við biðjum Guð að blessa börnin, Árna okkar og for- eldra Helgu og fjölskyldu. Elsku Helga, vertu Guði falin um alla eilífð. Þú Kristur faðir allra ert, alla styður fótmál hvert. Í sorg og gleði, hljóð og klökk, við hefjum til þín bæn og þökk. Perlan skín þó skelin brotni. Þínir tengdaforeldrar. Elsku Helga mín, núna ertu engill hjá Guði. Ég trúi ekki að þú sért farin, það gerðist allt svo hratt og þú sem varst svo hress á laugardaginn. Enginn bjóst við því að þetta myndi gerast núna þó við vissum að það kæmi að þessu. Þú háðir hetjulega baráttu við krabbameinið. Það var samt betra að þú þurftir ekki að þjást meira. Ég mun aldrei gleyma því hvað þú varst mér góð og ég vildi að ég hefði getað sagt þér hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að. Ég vona að ég reynist Heiðari og Unu eins vel og þú reyndist mér. Þú varst ekki aðeins mágkona mín heldur líka eins og stóra systir, ég gat alltaf leitað til þín, enda hefur þú verið til staðar allt mitt líf, alveg frá því að þið Addi byrjuðuð að vera saman. Þú varst yndisleg manneskja og hvar sem þú varst geislaði af þér góð- vild og hlýja. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér og hafa þig í lífi mínu. Það koma margar góðar og skemmtilegar stundir í hugann þeg- ar ég hugsa til þín, eins og þegar við heimsóttum ykkur Adda og börnin til Danmerkur og allar bústaðarferðirn- ar okkar. Það er erfitt að kveðja góðan vin, við sjáumst aftur á betri stað. Ég sakna þín. Sofðu rótt, engillinn minn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þín Erla Dögg. Yndisleg vinkona og frænka, Helga Björg, er farin. Hún var ein- stök persóna innst sem yst. Það var svo gott að þekkja hana og líka vel við hana. Hún var alltaf svo jákvæð og hjálpsöm og vildi allt fyrir alla gera. Hún var snillingur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var uppeldi barnanna, matar- gerðin, baksturinn, föndrið, mús- íkþerapían, kórinn eða vinkonuhlut- verkið. Framtíðin blasti við henni. Við elskum hana svo mikið og vildum ekki að hún færi. En henni er greini- lega ætlað annað og meira hlutverk á nýjum slóðum. Við vitum að hún situr uppi í skýjunum með englavængina sína og fylgist með okkur hinum. Nú líður henni vel. Nú getur enginn sjúkdómur náð henni. Við hin sitjum eftir með sár á hjartanu og minning- ar um yndislega persónu sem aldrei mun gleymast. Elsku Helga okkar. Takk fyrir að leyfa okkur að vera hluti af lífi þínu. Þú hefur svo sann- arlega auðgað líf okkar og fært okkur gleði sem gerir okkur svo sorgmædd núna. Þín er sárt saknað. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Addi, Heiðar Már, Una Svava, Rán, Svanur, Harpa, Óli og Hekla. Megi algóður guð styrkja ykkur og lýsa í hinni miklu sorg sem nú hefur knúið dyra. Elín, Einar, Hafþór Helgi, Gunnar Reynir og Tómas Ari. Elsku Helga Björg frænka mín, það var sárt að heyra að þú værir far- in frá okkur. Ég bað þess að við mundum halda grillveislu í garðinum hjá ömmu í sumar, í sólinni og hlýj- unni og hlæja. Sumarið sem ég kom heim að utan áttum við frændsystk- inin slíka stund saman. Ég man svo eftir því að þú sagðir við mig þá, að maður væri varla kominn heim fyrr en eftir eitt ár. Mér var margsinnis hugsað til þín fyrsta árið eftir heim- komuna. Orðin reyndust svo rétt. Ég hugsaði því oft til þín og fannst þar af leiðandi við eiga samleið. Það er allt- af gott að vita af einhverjum sem skilur mann. Ég var heilluð af kraftinum í þér, svo óvenju bjartur lífskraftur. Ég hlakkaði líka svo til að upplifa árang- ur þinn með vinnuna þína hérna heima. Ég dáðist að því sem þú varst að gera og var viss um að ef einhver gæti rutt þessa braut þá væri það þú. Ég veit þú ert nú umvafin ljósi og hefur það gott. En við söknum þín. Við fyrsta tækifæri vona ég að þið afi sláið á létta strengi, þú syngur og afi dansar. Elsku Addi, Heiðar Már og Una Svava, Guð veri með ykkur. Kærleikskveðjur, Berglind. Við spyrjum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra kjör. Í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins för. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reyndist kær. Þú minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ó.) Elsku Árni, Heiðar, Una Svava, foreldrar, tengdaforeldrar og ætt- ingjar, megi góði Guð halda vern-darhendi yfir ykkur og veita ykkur styrk. Hólmfríður, Sveinn, Hannes og Kristjana. Ung að árum er fallin frá vinkona okkar Helga Björg Svansdóttir. Við erum allar harmi slegnar og missir- inn er nístandi sár. Helga, þessi dug- mikla, jákvæða og góða vinkona, er farin frá okkur. Bekkjarsystir, æsku- vinkona og saumaklúbbsfélagi. Hún sem hefur verið hluti af lífi okkar síð- an á æsku- og unglingsárum, sem liðu á tiltölulega ljúfan hátt og breyttust í fullorðinsár með góðum fyrirheitum. Helga var ekki lengur „bara“ Helga því Addi var kominn til sögunnar og þau urðu samhent og óvenju dugmikil hjón. Allt var gert með miklum myndarbrag. Þau byggðu upp sína tilveru af festu og öryggi og sýnilegt var að á milli þeirra ríkti alla tíð mikil og sönn vin- átta. Börnin, þau Heiðar og Una, fæddust og Helga og Addi menntuðu sig bæði hér heima og erlendis og létu þar með draum um að búa í út- löndum rætast. Sum okkar áttu þess kost að heimsækja þau til Danmerk- ur meðan á þeirri dvöl stóð. Minn- ingar tengdar því og mörgu öðru eru dýrmætar, skemmtilegar útilegur, ferð til Amsterdam, dvölin í Singa- púr, notaleg matarboð og margt fleira. Hún hlaut að vekja athygli hún Helga, með þetta fallega svarta hár og brúnu augun. Hún var glaðlynd og félagslynd, hafði gaman af að um- gangast fólk og vera með í „fjöri“ enda vinamörg og mátti glögglega sjá það í veikindum hennar hversu margir báru hag hennar fyrir brjósti. Jákvæðni og aðlögunarhæfni voru áberandi þættir í fari Helgu. Það var alveg sama hverju hún mætti á lífs- leiðinni, öllu tók hún sem verkefni sem þyrfti að vinna. Í veikindunum komu þessir eiginleikar berlega í ljós og tókst hún á við það erfiða verkefni af miklu hugrekki. Hún hafði sjálf mikið að gefa og fram á síðustu stundu vildi hún gefa okkur af sér. Bros, faðmlag, spjall um börnin og framtíðina og koss að skilnaði. Hún átti þetta allt til og meira en nóg af því alla tíð. Helga var einnig þannig gerð að þó hún hefði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum tamdi hún sér fallega framkomu og gætti að sér í „nærveru sálar“. Tónlistin skipaði stóran sess í lífi Helgu. Hún lærði á píanó sem barn, söng um árabil með Langholts- kirkjukórnum og kom að tónlistarlífi þar með ýmsum öðrum hætti. Eftir að hafa lokið kennaranámi hér heima tóku við fimm ár í námi við Álaborg- arháskóla þar sem hún lærði mús- íkþerapíu. Stefnan var tekin á að hjálpa þeim sem ættu við sjúkdóma eða fötlun að stríða með tónlistina að vopni. Áhugamálin voru af ýmsum toga en flest þeirra tengdust tónlistinni og handavinnu ýmiskonar enda var Helga sérlega myndarleg í verkum sínum. Heimilið var henni mikils virði og það að fjölskyldan ætti þar hreiður sitt og samastað. Það var líka mikill myndarskapur í öllu sem laut að barnauppeldinu og börnin þeirra hafa svo augljóslega tekið dugnað foreldra sinna í arf. Það er sárt að horfa á eftir slíkri manneskju sem hún Helga vinkona okkar var, ungri konu í blóma lífsins. Mikill er harmur ástvinanna. Elsku- legu Addi, Heiðar og Una eiga um sárt að binda. Einnig foreldrar henn- ar þau Rán og Svanur og systir henn- ar Harpa Rut og fjölskylda auk tengdafjölskyldu. Ykkur sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Anna María, Ásgerður, Elísa, Fjóla, Fríða, Guðrún, Gunnhildur, Kristín Anna, Nanna Þóra, Sigríður, Kristín og fjölskyldur. Þriðjudagar voru sérstaklega spennandi dagar í leikskólanum Austurborg. Þá mætti Helga Björg með sitt hlýja viðmót, gítarinn og trommuna, tilbúin með músík- þerapíu fyrir yngstu skjólstæð- ingana sína. Alltaf brosandi og með upplýsingar um hvað væri nú á döf- inni hjá sér. Þar var engin lognmolla og alltaf nóg að gera. Við í Austurborg vorum svo lán- söm að hafa kynnst Helgu og fengið að njóta starfa hennar sem músík- þerapisti. Viðfangsefnin voru ekki öll auðveld, en Helga með sinni einstöku hlýju, þolinmæði og fagmennsku náði ótrúlegum árangri. Mér er minnis- stætt hvað einn leikskólakennara- neminn sagði við okkur eftir eina kennslustund hjá henni: „Er þetta virkilega sama barnið? Ég trúi þessu bara ekki“. Slík var hrifning þeirra sem fylgdust með snilli hennar og ár- angri í starfi og hvernig hún lék sér með samskiptin í tónaspili. Hún fór ekki troðnar slóðir með vali á ævistarfi en mikið átti þetta vel við hana þar sem einstakir hæfileikar hennar nýttust til hins ýtrasta, bæði það hvað hún lék vel á hljóðfæri og hvað hún söng alveg ótrúlega fallega. Skemmtilegasti námskeiðsdagur Austurborgar var þegar hún var hjá okkur, fræddi okkur um músík- þerapíu, og við fórum yfir sönglög og leiki sem hún þýddi, samdi og kenndi HELGA BJÖRG SVANSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.