Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 55

Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 55 MENNING FIMMTA og síðasta verkið í röð sígildra nútímaleikrita á tæpu ári hefur nú verið frumsýnt hjá Leik- félagi Hafnarfjarðar. Tilefni allra þessara sýninga er að tekið var í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir starfsemi félags- ins. Öllum leikrit- unum hefur verið stýrt af félagsmönn- um. Nú er það Hall- dór Magnússon sem leikstýrir en hann er einn reyndasti leikari félagsins. Í stuttu máli tekst honum vel að búa til góða sýn- ingu með leikurunum sínum tveimur. Dýragarðssagan er sennilega þekktasta verk Albees fyrir ut- an Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Leikritið er talið vera fyrsta bandaríska absúrdleikritið í straumi þeirrar framúrstefnu sem talin er hafa hafist með Beðið eftir Godot eftir Beckett. Albee skrifaði verkið 1958 en það er að mörgu leyti skýrara og natúralískara en þau verk sem fræg voru upp úr 1950 í Evrópu. Persónurnar eru tvær, þeir Peter og Jerry. Peter er ofur venjulegur og hlédrægur fjölskyldufaðir sem sest alltaf á sama bekkinn í Central Park í New York á sunnudögum og les í bók. Jerry virðist vera einstæðingur sem vill spjalla við Peter sem læt- ur tilleiðast og svo æsast leikar undarlega. Eitt af því sem skilur verkið frá raunsæisverkum er sennilega að Peter skuli vera tilbúinn til að tala svo mikið við þann ókunnuga. Mestan partinn talar Jerry og Peter hlustar en leggur þó oftar orð í belg þegar á líður. Hafnfirðingar létu þýða verkið upp á nýtt en áður hefur þýðing Thors Vilhjálmssonar verið leikin hér á landi. Nýja þýðingin er vel gerð og áheyrileg að mestu. Leikmyndin er afar falleg þar sem segja má að hún leiki fag- urlega við vandaða lýsinguna. Trén í garðinum eru táknuð með óteljandi mislitum þráðum niður úr loftinu og úr verð- ur óræð en þó um leið natúralísk umhverf- ismynd. Leikstjórnin er snyrtileg og ná- kvæm þar sem hæg framvindan fær að njóta sín og leik- ararnir hvíla vel í hlutverkum sínum. Á frumsýningunni var þó ekki laust við að ferðir Jerrys um svið- ið væru of skipulagðar á köflum. Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson lék Jerry mjög vel. Hann túlkaði fínlega hinn undarlega mann sem leggur sig í líma við að segja Peter sögu sína af ferðinni í dýra- garðinn og af viðureign sinni við hund. Guðmundur lét innri mann Jerrys koma í ljós smátt og smátt og fór aldrei of mikinn. Gunnar Björn Guðmundsson var ein- staklega góður í hlutverki Peters þar sem hann túlkaði smámuna- semi hans og varnarhætti gagn- vart því óvænta. Klukkutíminn í leikhúsinu með Hafnfirðingum var ánægjulegur og forvitnilegri en oft áður þar sem þeir leyfðu sér að hvíla full- komlega í framúrstefnuheimi Edwards Albees. LEIKLIST Leikfélag Hafnarfjarðar Höfundur: Edward Albee. Þýðing: Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Leikstjóri: Halldór Magnússon. Leikmynd: Gunnar Björn Guðmundsson. Lýsing: Kjartan Þórisson. Frumsýning í Gamla Lækjarskóla 13. mars 2005 Dýragarðssagan Edward Albee Hrund Ólafsdóttir Það eru viðtekin sannindi aðötulustu leikhúsgestirnirséu konur komnar á miðj- an aldur og þar yfir. Edda Björg- vinsdóttir leikkona tók svo djúpt í árinni í viðtali hér í Morgun- blaðinu um daginn, að segja kon- ur halda uppi menningarlífinu að miklu leyti, þar sem þær væru mun duglegri en karlarnir að sækja menningarviðburði. Sjálf- sagt er talsvert til í þessu og þeir sem reka lista- og menning- arstofnanir taka hiklaust undir þetta og segja konurnar mun duglegri en karlana. Ein af skýr- ingunum er sú að konur, giftar jafnt sem ógiftar, taka sig gjarn- an saman nokkrar og fara í leik- hús (eða á aðra listviðburði) en eitthvað er það í menningu okkar sem kemur í veg fyrir að tveir eða fleiri karlar sæki listviðburði saman án kvenna. Þarna eru karl- arnir háðir konunum um menn- ingarneyslu, þær geta hins vegar gengið frjálsar um sali, einar eða í hóp, og sakna einskis í körl- unum. Það er auðvitað dálítið fyndið að íslenskir karlmenn komnir af unglingsárum skuli ekki geta stundað menningarviðburði án þess að viðvera þeirra sé réttlætt með kvenmann upp á arminn. Auðvitað eru til undantekningar frá þessu en reglan virðist samt vera sú að konurnar sækja menn- ingarlífið og karlarnir sitja heima. Hið gagnstæða á sára- sjaldan við. Kannski eru íslenskir karlar upp til hópa áhugalausir um menningarlífið og láta sig það litlu skipta. Hinn dæmigerði ís- lenski karlmaður á sér einfald- lega önnur áhugamál en list- viðburði og kýs að verja frítíma sínum á annan hátt. Mér dettur ekki í hug að halda fram þeirri klisju að karlar sitji heima með ístruna í fanginu, bjórdós í hend- inni og sjónvarpið í seilingar- fjarlægð. Karlar eiga sér fjöl- mörg áhugamál og halda uppi alls kyns félags- og klúbba- starfsemi af miklum dugnaði þar sem fjarvera kvenna þykir ekkert tiltökumál. En þá komum við að annarri mótsögn í leikhúslífinu sem reyndar er orðin að klisju líka. Karlar eru í meirihluta þeirra sem standa á sviðinu enda hlut- verkin fyrir þá fleiri en fyrir kon- urnar. Þessu vilja þær snúa við, þær vilja bæta hlut kvenna á svið- inu og höfða þá til þess að konur séu í meirihluta meðal leik- húsgestanna og þá sé ekki nema eðlilegt að sömu hlutföll – eða jafnari – endurspeglist á sviðinu. Spurningin sem þá vaknar er hvort konurnar vilji sjá konur í leikhúsinu. Það er sjálfsagt alltof einfalt að segja að konurnar láti sig hafa það að horfa á karla en vildu sennilega alveg eins – jafn- vel frekar – horfa á leikrit um konur leikin af konum. Sjálfur hef ég af ýmsum ástæðum velt því fyrir mér hvort hið sama eigi við um karlana; hvort þeir vilji frek- ar sjá karla en konur á leiksvið- inu og þó ég vildi gjarnan geta svarað þessu játandi þá er ég varla einn um þá hugmynd að telja að karlar vilji almennt frek- ar horfa á konur. Á þessu eru auðvitað undantekningar. Karlar voru t.d. í stórum minnihluta áhorfenda á Píkusögum þó sumir þeirra létu reyndar blekkjast af titlinum og héldu verkið allt ann- ars konar en raunin var. Þeir urðu hins vegar margs vísari og mun fróðari. En ef karlar vilja sumsé fremur sjá konurnar og þær vilja það líka er ekkert eftir nema að spyrja sig hvers vegna þeir séu þá í meiri- hluta á sviðinu. Er það vegna þess að lögmál framboðs og eft- irspurnar gilda ekki á þessum markaði? Er þetta einhver tegund af einokun? Komast konurnar ekki að á sviðinu vegna frekju karlanna? Nei, því hlutverkin fyr- ir karlana eru fleiri og því kallar leikhúsið á fleiri karla en konur. Það vantar semsagt fleiri hlut- verk fyrir konur. Það er fullseint að breyta þeim leikritum sem þegar hafa verið skrifuð og telj- ast klassísk. Það þarf því að skrifa ný leikrit með fleiri hlut- verkum fyrir konur til að breyta hlutföllunum. Einfalt mál skyldi maður halda. En konur í hópi höfunda virðast ekki mjög upp- teknar af þessari kröfu og skrifa jafnt fyrir bæði kynin eða jafnvel meira fyrir karlana og sömuleiðis skrifa karlarnir fleiri hlutverk fyrir karla. Fyrir hverja er þetta fólk að skrifa? Karla sem koma ekki í leikhúsið? Karla sem hafa miklu meiri áhuga á öðru en leik- húsi? Getur verið að kvenhöf- undar skrifi fyrir karlana sem að sögn ráða mestu í leikhúsinu (eins og annars staðar). Eða getur ver- ið að höfundar hafi bara almennt meiri áhuga á öðru í mannlegu fari en að gæta jafnvægis í fjölda hlutverka fyrir konur og karla og er jafnvægi yfirhöfuð sérlega eft- irsóknarvert? Fylgir því ekki sviplaust logn? Konur í salnum, karlar á sviðinu ’Ef karlar vilja fremursjá konurnar og þær vilja það líka er ekkert eftir nema að spyrja sig hvers vegna þeir séu þá í meirihluta á leik- sviðinu.‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Leikhópurinn Skjallbandalagið sýndi Beyglur með öllu í Iðnó í fyrra. Leik- konurnar Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir á sviðinu. Sannaðu það! Er Biblían trúverðug? Er Biblían komin frá mönnum eða er hún innblásin af Guði? Var Jesús þjóðsagnapersóna, brjálæðingur, lygari eða Drottinn? Fyrirlestur verður haldinn laugardaginn 19. mars kl. 11.00–14.00 á Carpe Diem - Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 (kaffi og léttur hádegisverður) Fyrirlesari: James Greig (Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku) James Greig býr í Oxford á Englandi, er lögfræðingur að mennt og starfar sem slíkur. Hann er með post graduate diploma í guðfræði frá háskólanum í Cambridge. Samfélag Krists í Reykjavík Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali Opið hús frá kl. 14.00–16.00 Kleppsvegur 144 Björt og mikið standsett 2ja herbergja íbúð í kjallara í litlu og lágreistu fjölbýlishúsi við Kleppsveginn. Íbúðin er 66,2 fm og þvotta- hús 4,9 fm. Komið er inn í stórt og rúmgott hol með góðum skápum. Svefnherbergið er með góðu skápaplássi. Eldhúsið er opið við stofu og innrétting hefur verið endurnýjuð. Stofan er með góðum gluggum sem gera hana mjög bjarta. Baðherbergi er rúmgott með baðkari og sturtuaðstöðu. Íbúðin er vel staðsett á Kleppsveginum og nálægt allri þjónustu. Íbúðin snýr öll út í garð. Garðurinn er mjög stór og snyrtilegur. Nýdregið í allt rafmagn í íbúð og ný rafmagnstafla. Verð 13,5 millj. Háagerði í Reykjavík Vesturhólar Höfum fengið í einkasölu glæsilegt tvílyft einbýli með sérstandandi bílskúr sem í dag er tvær íbúðir. Íbúð á efri hæð er 147 fm en séríbúð er á jarðhæð, alls 86,4 fm. Samtals er húsið allt 233,4 fm fyrir utan bílskúr sem er 29,3 fm. Heildarflatarmál hússins er 262,7 fm. Húsið er í mjög góðu standi, gólfefni eru flísar og parket, eldhús á efri hæðinni er með kirsuberjainnrétingu og innfelldri lýsingu, en á neðri hæð er beykiinnrétting. Sjón er sögu ríkari. Verð 38,5 millj. Glæsilegt nýendurnýjað 191,9 fm einbýli í Háagerði í Reykjavík, sem skiptist í 133,6 fm hæð og 58,3 fm kjallara. Húsið hefur verið endurnýjað að utan sem innan. Skipt hefur verið um gler í húsinu og það endurfiltað að hluta að utan. Inni eru gólfefni ný þ.e. parket og flísar, eldhúsinnrétting, baðinnrétting og skápar úr eik, loft endurklædd að stórum hluta, baðherbergi endurnýjað, allt húsið nýmálað og fleira. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi, opið eldhús og mjög góð stofa. Auk þessa er kjallari undir húsinu að hluta, sem hægt er að opna niður í frá hæðinni eða búa til litla séríbúð. Þar er ekki full lofthæð en hún er ca 2,0 m. Staðsetning hússins er frábær, innst í botnlanga. Þessi eign stoppar stutt. Verð 38,9 millj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.