Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 58
58 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30
2 vikur
á toppnum
í USA & Íslandi
Sýnd kl. 8
Will Smith og
Kevin James
(King of Queens)
í skemmtilegustu
gamanmynd
ársins!
Will Smith er
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
Hann trúir ekki að
vinur hennar sé til
þar til fólk byrjar
að deyja!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA SPENNUTRYLLI MEÐ
ROBERT DE NIRO
SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA
Hann trúir
ekki að
vinur
hennar sé
til þar til
fólk byrjar
að deyja!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA
SPENNUTRYLLI MEÐ ROBERT DE NIRO
SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA
Yfir 15.000 gestir!
SV. Mbl
SV. Mbl
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Frábær grínmynd fyrir
alla fjölskylduna
jamie kennedyj i Alan cummingl i
i
ll l l
Sýnd kl. 4 og 6 Ísl tal
jamie kennedyi Alan cummingl i
CLOSER
Sýnd kl. 10 B.i. 14 ára.
Ó.Ö.H. DV
S.V. MBL.
M.M.J. Kvikmyndir.com
ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA
Ó.H.T. Rás 2
A MIKE NICHOLS FILM
“…það mátti því búast við því að Closer væri góð
mynd en hún er gott betur en það.”
Þ.Þ. FBL
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l
Sýnd kl. 4, 6 og 8 m. ísl. tali
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 m. ensku taliSýnd kl. 5.50 og 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
kl. 5.40, 8 og 10.20.
Will Smith er Will Smith ogKevin James
(King of Queens)
í skemmtilegustu
gamanmynd
ársins!
2 vikur á toppnum
í USA & Íslandi
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Yfir 15.000
gestir!
JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN
Sýnd kl. 6 m. ísl. tali
Sýnd kl. 8 og 10 m. ensku tali
PHIL Elverum er Mt. Eerie en var áður The Micro-
phones. Undir síðarnefnda nafninu hefur Elverum gefið
út nokkrar af merkustu skífum óháða geirans undanfarin
ár og ber þar helst að nefna Glow, pt. 2 frá 2001. Sú plata
var valin plata ársins af hinum valdamikla og smekkstýr-
andi vef, www.pitchforkmedia.com. Fyrir tveimur árum
síðan kom svo út platan Mount Eerie og lagði Elverum
þá niður Microphones nafnið og tók upp listamanns-
nafnið/hljómsveitarnafnið Mount Eerie í staðinn.
Elverum er nú staddur á Íslandi og ætlar að halda hér
nokkra hljómleika. Lokið er hádegistónleikum sem fram
fóru í matsal Menntaskólans við Hamrahlíð á miðviku-
daginn og í gær lék Elverum í Frumleikhúsinu í Kefla-
vík. Í dag klukkan 17 spilar hann í Smekkleysubúðinni
ásamt Woelv (sem er listamannsnafn konu hans, Gen-
eviève Castrée), Skakkamanage og Brite Light, sem er
ný íslensk kvennasveit. Lokatónleikarnir eru svo í Klink
og Bank á morgun klukkan 20 og þá leika einnig Þórir,
Woelv og Gavin Portland.
Blaðamaður hitti á Elverum, stuttu fyrir tónleika hans
í MH, og settist niður með honum í matsalnum og ræddi
stuttlega við hann. Elverum er hæglætismaður, afar
kurteis og sýnilega djúpþenkjandi eins og aðdáendur
hans hafa fengið að kynnast, en plötur hans eru lyklaðar
og hlaðnar margháttuðum merkingum og skilaboðum.
Tónlistin sértæk og fer í óvæntar áttir, 10 mínútna hljóð-
verk fylgir á eftir tveggja mínútna sýrupoppi.
Elverum útskýrir fyrir blaðamanni að han sé nýbúinn
að bæta einu „e“-i við nafnið sitt en það var áður stafsett
Elvrum. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Íslands og
segist hann búinn að vera veikur síðan á sunnudag, en nú
(á miðvikudegi) sé hann óðum að braggast.
Elverum er frá Washingtonríki í Bandaríkjunum, og
hefur gert út frá höfuðborg ríkisins, Olympiu. Hann hef-
ur starfað þar náið með og fyrir K Records fyrirtækið
goðsagnakennda, sem er í eigu Calvin Johnson, leiðtoga
Beat Happening.
„Þetta hefur verið dálítið bein lína hjá mér. Ég byrjaði
að vinna í plötubúð, fór að garfa í tónlist, byrjaði í hljóm-
sveit með gaurum sem voru á mála hjá K og svo frv. Eitt
leiddi af öðru einhvern veginn.“
Spurður um það, af hverju hann hafi lagt niður Micro-
phones-nafnið, segist hann einfaldlega hafa viljað byrja
upp á nýtt, skilja við sig allt það sem fólk var farið að
tengja við Microphones.
„Æ ... þetta var orðið svo mikið. Mér fannst óþægilegt
að vera kominn í þá stöðu að finnast ég þurfa að bregðast
við einhverjum fyrirfram hugmyndum fólks.“
Sumir myndu kalla það óskynsamlegt að leggja niður
nafn sem er orðið þekkt en Elverum segir að bragði þeg-
ar þessu er fleygt á loft:
„Það skiptir mig ekki máli. Ég er í þessu vegna tónlist-
arinnar sjálfrar. Og það er sannkölluð blessun að ég hef
getað lifað af henni hingað til.“
Við þetta fór Elverum upp að magnaranum sínum,
stillti gítarinn sinn og tróð svo upp fyrir menntskæl-
ingana, einn með rafmagnsgítar í fullum matsal. Í kring-
um hann myndaðist bogi áheyrenda og Elverum viður-
kenndi að hann væri nokkuð óöruggur við þessar
aðstæður. En svo byrjaði hann að syngja …
Tónleikar | Mount Eerie á Íslandi
Morgunblaðið/Jim Smart
Phil Elverum (Mount Eerie) stillir sér upp í Norður-
kjallara Menntaskólans við Hamrahlíð.
Ókeypis er á Smekkleysutónleikana í dag en aðgangs-
eyrir inn á Klink og Bank á morgun er 500 krónur.
arnart@mbl.is
Byrjað
upp á nýtt
MEÐLIMIR hljómsveitar-
innar Keane eru sannarlega
Íslandsvinir, eftir vel heppn-
aða tónleika á Iceland
Airwaves-tónlistarhátíðinni í
Listasafni Reykjavíkur á
síðasta ári. Þeir hafa nú til-
kynnt að á tónleikastuttskíf-
unni Live Recordings 2004,
sem kemur út 4. apríl næst-
komandi, verði eitt lag af
tónleikunum, „Everybody’s
Changing“, en Rás 2 tók þá
upp. Lagalistinn er svohljóð-
andi:
1. „Somewhere Only We
Know“ (Forum, London
10.5.’04)
2. „We Might As Well Be Strangers“
(Columbiafritz, Berlin 19.5.’04)
3. „ Allemande“ (BNN That’s Live
Session, Amsterdam 7.7.’04)
4. „This Is The Last Time“ (óraf-
magnað, Mill St Brewery, Toronto
20.9.’04)
5. „Everybody’s Changing“ (Airwav-
es Festival, Reykjavik 23.10.’04)
6. „Bedshaped“ (Brixton Academy,
London 17.11.’04)
Keane gefur út
lag frá Airwaves
Gríðarleg stemmning var í Hafnarhúsinu
þegar Tom Chaplin og félagar í Keane
spiluðu á Airwaves í októbermánuði.
Morgunblaðið/Árni Torfason
ATHYGLI vekur að á
X-Dominoslistanum, vin-
sældalista XFM, dagsett-
um 16. mars, eru alls tíu
lög af þrjátíu íslensk. Ber
það vott um að verið sé að
sinna íslenskri rokk-
tónlist á stöðinni og að
hlustendur vilji heyra
hana.
Hljómsveitirnar, lögin
og sætaskipan eru sem hér segir: 6. Lights On The Highway – „Jamison
State“, 11. Brain Police – „Paranoia“, 12. Jan Mayen – „Damn Straight“,
14. Lokbrá – „Stop the Music“, 19. Vínyll – „Every Dreamers Nightmare“,
20. Hoffman – „Bad Seeds“, 24. Days Of Our Lives – „The Solary Index“,
25. Noise – „No Tomorrow“, 26. Motorfly – „Gold For Free“, 28. Jeff Who –
„Death Before Disco“.
Toppsætið tekur hins vegar Beck með lagið „Epro“.
Íslenskt
á X-FM
Lokbrá á lagið „Stop the Music“ á listanum en
það er á væntanlegri plötu, Army of Sound-
waves, sem kemur út í byrjun apríl.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tíu íslensk lög á X-Dominoslistanum