Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 1
Ber vel í veiði Munir tengdir veiði varðveittir í Ferjukoti | 12 Fasteignir | Spurn eftir sumarhúsum sjaldan verið meiri  Óbyggðir innan Reykjavíkur Merkir lagnamenn Íþróttir | Helgi og Ragna tvöfaldir meistarar Höttur í úrvalsdeildina Ólafur besti maður Ciudad Jóhannesar Páls páfa var í gær minnst víðs vegar um heim og hvar- vetna flykktist fólk í kirkju til að votta honum virðingu sína og biðja fyrir sál hans. Þar var ekki aðeins um kaþ- ólska trúbræður hans að ræða, fólk af öllum trúdeildum syrgir þennan páfa, einnig múslímar sem muna þá samúð sem hann sýndi hinni palestínsku þjóð í raunum hennar og andstöðu hans við innrásina í Írak. Þá minnast múslímar Jóhannesar Páls sem fyrsta páfans til að heimsækja með formlegum hætti mosku, en árið 2000 fór hann í mosku í höfuðborg Sýr- lands, Damaskus, þar sem grafhýsi Jóhannesar skírara er að finna. Jóhannes Páll þótti að vísu afar íhaldssamur í trúmálum, og hlaut gagnrýni fyrir, en hans verður minnst sem einarðs boðbera friðar, í Austur-Evrópu er hans aukinheldur minnst fyrir þau áhrif sem hann hafði á þróun mála á síðustu árum kalda stríðsins. Tugþúsundir manna söfnuðust saman á torgi Péturskirkjunnar í Róm í gærmorgun og sóttu þar guðs- þjónustu sem haldin var til heiðurs hinum látna páfa. Meira en eitt hundrað þúsund manns komu jafn- framt saman í miðborg Varsjár til að minnast páfa en Jóhannes Páll var pólskur, fæddist 1920 nálægt Krakow í Póllandi og var skírður nafninu Kar- ol Józef Wojtyla. Aðeins tveir páfar setið lengur Páfi hafði lengi átt við heilsuleysi að stríða og veiktist síðan alvarlega sl. fimmtudag, nýru hans og hjarta biluðu. Hann lést kl. 21.37 á laug- ardag, kl. 19.37 að ísl. tíma. Karol Wojtyla var aðeins 58 ára gamall þegar hann var útnefndur páfi árið 1978. Hann tók sér nafnið Jó- hannes Páll II. til heiðurs forvera sín- um, sem aðeins hafði lifað á páfastóli í þrjátíu og þrjá daga. Var Jóhannes Páll II. fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur að ætt og uppruna. Hann sat á páfastóli í rúm 26 ár og hafa aðeins tveir setið lengur en hann í sögu hinnar kaþ- ólsku kirkju. Gerð var tilraun til að ráða Jóhannes Pál af dögum 1981 en hann lifði af og fyrirgaf manninum sem reyndi að myrða hann, Tyrkja- num Mehmet Ali Agca. Jóhannes Páll páfi syrgður um heim allan Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is  Sjá bls. 4/20–21 Dauðastríði Jóhannesar Páls II. páfa lauk kl. 19.37 á laugardagskvöld, hann var 84 ára gamall LÍKI Jóhannesar Páls II. páfa var í gær komið fyrir á viðhafnar- börum í Höll miskunnseminnar í Páfagarði í Róm en Jóhannes Páll lést á laugardagskvöld, 84 ára að aldri. Í dag verður líki hans komið fyrir á börum í Péturskirkjunni þar sem almenningi gefst tækifæri til þess næstu þrjá dagana að kveðja hann hinsta sinni. Útför hans fer líklega ekki fram fyrr en á fimmtudag eða föstudag. LÍK Jóhannesar Páls II. páfa var sveipað rauðum og hvítum klæðum á viðhafnarbörum í Páfagarði í gær. Heiðursvörður stóð sitt hvor- um megin við hinn látna, öðrum megin stóð líka stór kross, hinum megin brann kerti. Biskupsstaf hafði verið komið fyrir við hlið hans. Háttsettir kirkjunnar menn komu til að votta páfa hinstu virð- ingu, einnig ýmsir helstu ráðamenn Ítalíu. Í dag verður lík páfa fært til og komið fyrir í Péturskirkjunni. Þar getur almenningur vottað honum virðingu sína. Er talið hugsanlegt að ein milljón manna muni leggja leið sína til Rómar í þessum til- gangi. Reuters AP Lík páfa á við- hafnarbörum Kaþólsk stúlka biður fyrir páfa við styttu af Maríu mey í bænum Medju- gorje í Bosníu-Herzegóvínu, um 120 km suður af höfuðborginni Sarajevo. Harare. AFP. | Eftirlitsnefnd á vegum Þró- unarsamtaka Suður-Afríkuríkja (SADC) hefur lýst því yfir að kosningarnar í Zimb- abve sl. fimmtudag hafi farið eðlilega fram, þrátt fyrir nokkra hnökra, og að úrslit þeirra endurspegli vilja þjóðarinnar. Nið- urstaða nefndarinnar er í hróplegu ósam- ræmi við ásakanir stjórnarandstöðunnar í Zimbabve á hendur ríkisstjórn Roberts Mugabe um kosningasvindl og gagnrýni vestrænna ríkja. Stjórnarflokkur Mugabes, ZANU-PF, hlaut meira en tvo þriðju hluta þingsæta í kosningunum á fimmtudag en stjórnar- andstaðan í landinu hefur lýst niðurstöð- unni sem „rosalegu svindli“, forsvarsmenn hennar neita að viðurkenna úrslitin. „Ég held ekki að nokkur heilvita maður myndi lýsa þessar kosningar gildar,“ sagði Morg- an Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Zimbabve. Er stjórnarandstaðan afar ósátt við nið- urstöðu SADC, sem og ályktanir Afríku- bandalagsins og yfirvalda í ríkjum eins og Suður-Afríku, Zambíu, Malaví og Mósam- bík varðandi kosningarnar. Lýsa kosning- arnar gildar NÝJUM kaupsamningum um íbúðir hefur fækkað á höfuðborg- arsvæðinu síðustu tvær vikurnar, einkum þó í vikunni sem leið, og þarf að fara aftur til byrjunar árs- ins til að finna dæmi um viku þar sem færri samningar voru gerðir. Samkvæmt upplýsingum Fast- eignamats ríkisins voru 124 kaup- samningar gerðir um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og 186 í vikunni þar á undan. Þeir hafa hins vegar verið vel yfir 200 talsins frá því í byrjun september, ef janúarmánuður er undanskilinn. Að vísu koma páskar þarna inn í og kunna að ráða nokkru um fækk- unina, en fasteignasali sem Morg- unblaðið ræddi við taldi einnig að vísbendingar væru að koma fram um að fasteignamarkaðurinn væri heldur að róast eftir þann mikla at- gang sem þar hefði verið undan- farna mánuði. Það kæmi fram í því að eignir stöldruðu nú heldur leng- ur við en áður. Ástandið hefði enda verið óvenjulegt, því oft hefði það verið þannig að íbúð sem kom í sölu á föstudegi hefði verið seld á þriðjudegi. Þá væri einnig við því að búast að eignir sem ekki væru vel staðsettar staðnæmdust lengur á sölulistum en áður. Hægar sveiflur á markaðnum Á hinn bóginn væri of snemmt að fullyrða um þróunina. Reynslan hefði sýnt að sveiflur á fasteigna- markaði væru hægari en á flestum öðrum sviðum viðskiptalífsins og breytingar gerðust þar hægt. Ekki liggja fyrir upplýsingar um verðþróun á fasteignamarkaði í mars og er þeirra ekki að vænta fyrr en um miðjan þennan mánuð þegar unnið hefur verið úr þeim kaupsamningum sem Fasteigna- matinu bárust í mars. Fasteigna- verð hefur hækkað stöðugt síðustu mánuðina eins og kunnugt er. Þannig hækkaði verðið um 5% í febrúarmánuði einum og verðið hefur hækkað um þriðjung síðast- liðna tólf mánuði. Sé litið lengra aftur í tímann kemur í ljós að samkvæmt útreikn- ingi vísitölu neysluverðs hefur verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgar- svæðinu hækkað um 72% á síðustu fimm árum. Verð á sérbýli hefur hækkað enn meira eða um 85% á síðustu fimm árum. Hækkun fasteignaverðs á lands- byggðinni er einnig veruleg, þótt hún sé til muna minni en á höf- uðborgarsvæðinu. Þannig hefur verðið úti á landsbyggðinni hækk- að um tæp 48% á síðustu fimm ár- um. Hækkun á fasteignaverði í land- inu að meðaltali á þessu fimm ára tímabili samkvæmt vísitölu neyslu- verðs er 68%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 17%. Vísbending um að fasteigna- markaðurinn sé að róast Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Fasteignablað og Íþróttir í dag STOFNAÐ 1913 . TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.