Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PÁFINN ER LÁTINN Jóhannes Páll II. páfi lést á laug- ardagskvöld, 84 ára að aldri. Hann hafði verið páfi frá árinu 1978, í rúm 26 ár. Aðeins tveir menn í sögu hinn- ar kaþólsku kirkju hafa setið lengur á páfastóli. Jóhannes Páll var í gær syrgður um allan heim og samúðar- skeyti bárust hvaðanæva. Lík hans mun liggja á viðhafnarbörum í Pét- urskirkjunni en þar mun almenningi gefast kostur á að votta honum virð- ingu sína. Þingforseti kjörinn í Írak Súnní-múslíminn Hajem al- Hassani var í gær kjörinn forseti íraska þingsins. Sjía-múslíminn Hussein al-Shahristani og Kúrdinn Aref Taifour voru kjörnir varafor- setar þingsins. Enn hefur hins vegar ekki gengið að koma saman rík- isstjórn í landinu í kjölfar þingkosn- inganna sem haldnar voru í lok jan- úar sl. Fasteignamarkaður róast Vísbendingar eru uppi um að fast- eignamarkaðurinn sé að róast, en nýjum kaupsamningum um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað síðustu tvær vikurnar. Verð á íbúð- um í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 72% og verð í sér- býli um 85% á síðustu fimm árum. Óttast áhrif vorhreta Það vorar sífellt fyrr á Íslandi, en þó koma gjarnan kuldaköst eftir fyrstu hlýindin. Þetta getur haft slæm áhrif á gróður sem vaknar snemmvors. Skógræktarfólk hefur áhyggjur af vorhretum, en þau geta valdið miklum skaða á trjágróðri. Vísindamenn velta fyrir sér hvort árstíðir séu að færast til. Óðinn Jónsson fréttastjóri Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri réð í gær Óðin Jónsson frétta- stjóra á fréttastofu Útvarpsins og hefur hann tekið við starfinu. Óðinn Jónsson var meðal þeirra tíu sem sóttu upphaflega um starfið og einn þeirra fimm sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, hafði mælt með í stöðuna. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Minningar 22/27 Fréttaskýring 8 Dagbók 30/33 Vesturland 12 Myndasögur 30 Viðskipti 13 Víkverji 30 Erlent 13 Staður og stund 32 Listir 14 Leikhús 33 Daglegt líf 15 Bíó 34/37 Umræðan 16/19 Ljósvakar 38 Bréf 19 Veður 39 Forystugrein 20 Staksteinar 39 * * * HUGSANLEGA var eitthvað um að lyfjafyrirtæki pöntuðu ekki auglýs- ingar í Læknablaðinu í kjölfar þess að formaður Læknafélagsins birti leiðara í blaðinu, þar sem hvatt var til aðhalds í samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja, en drepið er á þetta í grein um samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja í Morgunblaðinu í gær. Önnur lyfjafyrirtæki hafna því að um það hafi verið að ræða, en eitt þeirra lýsir leiðaranum eins og hann hafi verið köld vatnsgusa í andlit lyfjafyrirtækjanna. Guðbjörg Alfreðsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyfjasviðs hjá Vistor, sagðist í samtali við Morgunblaðið reikna með að lyfjafyrirtækin aug- lýstu minna en áður vegna þess að heildsöluverð á lyfjum hefði lækkað mjög mikið á síðasta ári og þess vegna væri minna fé til ráðstöfunar til þeirra hluta. Síðan væru hugsan- lega einhver framleiðslufyrirtæki, sem Vistor hefði umboð fyrir, sem hefðu ekki pantað auglýsingar í kjöl- far þess að leiðarinn birtist í Lækna- blaðinu, að líkindum vegna þeirra skoðana sem þar hefðu komið fram, en hvert og eitt framleiðslufyrirtæki sæi algjörlega sjálft um markaðs- setningu sína hér á landi. Þyrí E. Þorsteinsdóttir, markaðs- stjóri hjá Iceparma, sagði að það lyfjaumboð sem hún væri markaðs- stjóri fyrir innan Iceparma hefði dregið úr auglýsingum í Lækna- blaðinu, en það væri ótengt þeim skoðunum sem komið hefðu fram í leiðara blaðsins. Ástæðan væri sú að þau hefðu kosið að nota það fjár- magn sem væri fyrir hendi til mark- aðsstarfs á annan hátt en áður, þar sem þau teldu að það væri árangurs- ríkara. Hún ítrekaði jafnframt að hún væri einungis markaðsstjóri fyrir eitt umboð af mörgum innan Ice- parma og gæti þar af leiðandi ein- göngu svarað fyrir það umboð. Engar breytingar Harpa Leifsdóttir, markaðsstjóri Actavis, sagði að engar breytingar hefðu verið gerðar á auglýsingum Actavis í Læknablaðinu eftir að leið- arinn birtist þar. Hins vegar hefði þessi leiðari að mörgu leyti verið eins og köld vatnsgusa framan í lyfjafyr- irtækin, þar sem tekjur af auglýs- ingum frá lyfjafyrirtækjum stæðu að verulegu leyti undir kostnaði af út- gáfu blaðsins. Eftirmál vegna leiðara formanns Læknafélags Íslands í Læknablaðinu um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja Pöntuðu hugsanlega ekki auglýsingar ÓLJÓST er um réttarstöðu mjólk- urframleiðsluaðila sem standa utan greiðslumarks og er spurning hvort hið nýstofnaða mjólk- ursamlag Mjólka ehf., sem ekki hef- ur til hagnýtingar greiðslumark til mjólkurframleiðslu, geti lagt inn mjólk í afurðastöð til sölu á inn- lendum markaði. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á vef Lands- sambands kúabænda í gær. „Við viljum leggja áherslu á að þessi einstaklingur eða fyrirtæki sé undir sömu lögum og allir aðrir kúabændur og mjólkurstöðvar,“ segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambandsins, en í grein sinni undir efnisþættinum Kýrhausinn bendir Þórólfur á niðurstöðu Hæstaréttar í ágreiningsmáli sem reis vegna mjólkuruppgjörs árið 2001. „Okkur sýnist að aðili sem ekki á greiðslumark geti ekki kom- ið með vöru inn á innlendan mark- að. Þó er heimild í búvörulögum þannig að framkvæmdanefnd bú- vörusamninga getur heimilað að mjólk framleidd umfram greiðslu- mark sé seld innanlands ef sala og framleiðsla gefa tilefni til.“ Réttarstaða óljós að mati kúabænda HÁTT gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum Íslendinga stendur annars ágætri afkomu ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Mikið er um bókanir en þó farið að hægja nokkuð á aukningunni, að- allega vegna þess hversu kaupmáttur er- lendra gjaldmiðla hér á landi er lítill. Þetta er mat viðmælenda Morgunblaðs- ins innan ferðaþjónustunnar. Segja þeir gengisástandið hið versta í manna minn- um. Þó sé þess farið að gæta í meira mæli að ferðamenn komi til landsins árið um kring og sé það sérstaklega að þakka auknu framboði og gæðum í afþreyingu. Þessi lenging ferðamannatímans samfara leiðréttingu á gengi gæti bætt afkomu ferðaþjónustunnar til muna. Stefnir í heilsársstarf Hjá Ferðaþjónustu bænda eru horf- urnar góðar, en styrkur krónunnar gerir bændum erfitt fyrir. „Menn voru að gera sína útreikninga á síðasta hausti og þá var gengi evrunnar um 86 kr. Nú er gengið undir áttatíu krónum,“ segir Sævar Skaftason, framkvæmdastjóri ferðaþjón- ustu bænda. „Ég tala ekki um þegar menn eru með viðskipti í dollurum. Þar er stað- an jafnvel ennþá verri. Við erum bundnir af verðsamningum sem voru gerðir síðasta haust og þeir hafa ekki breyst. Að öðru leyti er útlitið mjög gott, bók- anir skila sér vel. Eftirspurnin er eðlileg miðað við árstíma og horfurnar fyrir sum- arið eru almennt góðar.“ Signý Guðmundsdóttir, einn af eig- endum Guðmundar Jónassonar hf., segir líta þokkalega út með bókanir, fjöldinn sé svipaður og í fyrra, en þó ekki meiri. „Við vorum að vonast til að það yrði meira en í fyrra. Fólk er greinilega skelkað við hvað krónan er allt of hátt skráð. Ferðaþjón- ustan er útflutningsgrein og það eru mikl- ar áhyggjur af þessum málum innan greinarinnar,“ segir Signý og bætir við að söluaðilar í Bandaríkjunum kvarti mikið yfir genginu. „Það gleður okkur þó að það er farið að koma miklu meira af fólki á veturna, vorin og haustin. Við sáum varla ferðamenn á veturna fyrir tuttugu árum. Það er af hinu góða, við höfum hér hótel, bíla og mann- skap til að sjá um þetta á veturna ekki síð- ur. Það er mun betri nýting á fjárfest- ingum. Þetta er að verða heilsársstarf. Það er það sem hefur verið að gerast und- anfarin ár að við höfum meira að bjóða en hótelin, við höfum svo miklu meira framboð af afþreyingu en áður. Sú grein hefur blómstrað mikið undanfarin ár.“ Samgöngubætur bættu ástand Hörður Sigurbjarnarson, fram- kvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar, telur horfurnar þokka- legar, „ef frá eru taldar þessar tvær ógn- anir sem steðja að okkur, sterka krónan og þetta tilgangslausa hrefnudráp“, segir Hörður. „Það hefur verið jöfn aukning á hvala- skoðunargestum síðan við byrjuðum 1995. Ég held að við værum þó með fleiri ferða- menn ef krónan væri ekki svona sterk.“ Samkvæmt könnunum staldra hvala- skoðunarfarþegar lengi við í landinu og fara vítt. Þeir fara stundum í hvalaskoðun fyrir norðan og vestan og einnig við Faxa- flóa. Að sögn Harðar eru þessir ferðamenn afar dýrmætir. „Þeir hafa háan margföld- unarstuðul ef svo má að orði komast. Það kom líka strax í ljós hjá okkur að við erum að fá fólk í fjórða eða fimmta skiptið hingað aftur, sérstaklega frá Bretlandi, Mið- Evrópu, Hollandi og Þýskalandi, svo dæmi séu tekin.“ Hörður segir að þrátt fyrir að hrefnu- veiðar ógni ímynd hvalaskoðunar verði þó að segja stjórnvöldum til hróss að þau drógu úr þeim áformum sem lágu fyrir til að byrja með. Þá segir Hörður samgöngu- bætur það eina sem vanti til að lengja ferðamannatímabilið. „Það vantar hringveginn að Dettifossi. Það er ekki hægt að komast að Dettifossi nema rétt um sumarmánuðina. Þetta er í bígerð og ég trúi að vegurinn verði bylting í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Framboð af- þreyingar hefur líka gríðarmikið að segja.“ Hjá Hótel Skaftafelli í Freysnesi líta komandi mánuðir vel út. Anna María Ragnarsdóttir hótelstýra segir allt að fara í fullan gang og bókanir fyrir tímabilið mjög góðar. „Við lentum í smáhamagangi hérna í haust, en viðgerðum er að mestu lokið,“ segir Anna. „Þetta er voða misjafnt milli ára, en dálítið öðruvísi núna en var í fyrra. Það er meira um einstaklinga núna. Þá eru kvikmyndahópar og slíkir á ferðinni líka og töluvert um að sama fólkið komi aftur.“ Góðar horfur í ferðaþjónustu á landsbyggðinni þrátt fyrir hátt gengi krónunnar Framboð afþreyingar hefur lengt ferðamannatímann Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is FJÖLDI fólks heimsótti Vetrargarð Smáralindarinnar um helgina en þar komu aðilar í ferðaþjónustunni saman á Ferða- torgi. Þessar forvitnu ferðastúlkur skoðuðu tennurnar á 1.500 kg þungum en virðulegum rostungi sem spókaði sig með pípu- hatt á Ferðatorginu. Morgunblaðið/Þorkell Virðulegur rostungur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.