Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HÓPUR norrænna rithöfunda og
útgefanda kom saman í Reykjavík
á vegum Eddu útgáfu um helgina
til að vinna saman að barnabók
með nýjum norrænum draugasög-
um.
Að sögn Rakelar Pálsdóttur
kynningarfulltrúa Eddu útgáfu
liggja fyrir fimmtán draugasögur
eftir jafnmarga höfunda frá átta
löndum og málsvæðum sem ætl-
unin er að skoða og ræða. „Höf-
undarnir eru flestir vel þekktir í
sínum heimalöndum en meðal
þeirra er til dæmis Lene Kaaberbøl
sem hlaut Norrænu barna-
bókaverðlaunin árið 2004. Fulltrú-
ar Íslands eru Kristín Helga Gunn-
arsdóttir og Gerður Kristný,“ segir
Rakel.
„Forsaga málsins er sú að haust-
ið 2000 hóf sami hópur útgefenda
samstarf um bók með nýjum
barnaljóðum sem kom út þremur
árum síðar á sex tungumálum. Hér
á landi kom bókin út hjá Máli og
menningu með titlinum Það er
komin halastjarna en forlögin sem
gáfu út bókina ytra eru Bókadeild-
in í Færeyjum, Forum í Danmörku,
Samlaget í Noregi, Eriksson og
Lindgren í Svíþjóð og Tammi í
Finnlandi. Mikil ánægja var með
samstarfið og strax ákveðið að
halda því áfram en jafnframt að
næsta verkefni yrði af allt öðrum
toga. Fyrir réttu ári var drauga-
sagnaþemað ákveðið og síðan hef-
ur verið unnið að því að skipu-
leggja verkefnið og afla styrkja til
þess. Jafnframt var ákveðið að
færa út kvíarnar og því eru einnig
grænlenskir og samískir höfundar
og útgefendur með í þetta sinn.
Rausnarlegur styrkur frá Norræna
menningarsjóðnum gerir útgefend-
unum kleift að ráðast í það en
skipulagning hefur verið í höndum
Eddu útgáfu.“ Dagskrá helg-
arinnar hófst formlega með mót-
töku á föstudagkvöld í boði Rithöf-
undasambands Íslands í
Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8. Á
laugardaginn bauð svo finnski
sendiherrann, Kai Granholm,
hópnum til hlaðborðs í finnska
sendiráðinu.
„Að Íslandsfundinum loknum
fara höfundarnir heim og vinna úr
þeim ábendingum og tillögum sem
fram komu. Í framhaldi af því
munu teiknarar frá öllum lönd-
unum skreyta sögurnar og stefnt
er að því að glæsileg bók líti dags-
ins ljós á átta tungumálum haustið
2006.“
Samnorrænar draugasögur
Morgunblaðið/Þorkell
Norrænu höfundarnir á málþingi í húsakynnum Eddu útgáfu á laugardag.
HANN er býsna hátt uppi, sviss-
neski línudansarinn Freddy Nock
sem hér sést ganga á línu fyrir
framan turnana á Vorrar frúar
kirkju í München í Þýskalandi.
Línudansarinn gekk 180 metra
línu sem strekkt var milli tveggja
kranabíla 30 metra fyrir ofan
jörð á fimmtudag.
Jafngildir það því að Nock hafi
gengið tæplega fjórum sinnum
yfir Laugardalslaugina, í hæð
sem jafngildir nokkurn veginn
tólf hæða húsi, líkt og blokkirnar
í Sólheimunum í Reykjavík eru.
Og allt þetta fer hann á mjóum
kaðli, eins og myndin gefur til
kynna.
AP
Sem fuglinn fljúgandi
DR. BIRNA
Arnbjörns-
dóttir, dósent í
ensku við Há-
skóla Íslands,
flytur fyr-
irlestur á veg-
um Stofnunar
Vigdísar Finn-
bogadóttur
þriðjudaginn
5. apríl í stofu
101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn,
sem hefst kl. 12.15 nefnist:
Tvítyngi: kostur eða ókostur?
Í erindinu fjallar dr. Birna
um eðli tvítyngis, bæði ein-
staklinga og þjóða, og breyti-
lega afstöðu til þess í gegnum
tíðina.
Annars vegar verður lýst
hugmyndum um neikvæð áhrif
tvítyngis á þroska og nám og
víðtækum áhrifum þeirra hug-
mynda á menntun tvítyngdra
barna. Hinsvegar verða raktar
niðurstöður nýrra rannsókna
sem sýna jákvæð áhrif tví-
tyngis á heilastarfsemi mann-
eskjunnar á öllum æviskeið-
um.
Háskóli Íslands
Fyrirlestur
um tvítyngi
Birna Arn-
björnsdóttir
MAGNEA Ásmundsdóttir sýndi
ljóðræna innsetningu í Galleríi
Sævars Karls. Nafn Magneu hefur
ekki verið fyrirferðarmikið í list-
heiminum hérlendis, en hún hefur
þó tekið þátt í allmörgum samsýn-
ingum á síðasta áratug og hélt
m.a. nokkuð framsækna einkasýn-
ingu á Mokka 1997, undir nafninu
„Það er síminn til þín“ en þá gaf
hún gestum staðarins m.a. færi á
að hringja og fá símtöl og spjalla
við myndlistarmenn. Einnig skipu-
lagði hún símaþing með myndlist-
armönnum sem fjölluðu um mál-
efni myndlistarinnar. Hér kemur
fram sú hugmynd sem hefur verið
ofarlega á baugi um allnokkurt
skeið, spurningin um að virkja
áhorfandann, tengja listamenn og
almenning. Miðað við þetta fram-
tak fyrir einum átta árum kemur
innsetningin í Galleríi Sævari
Karli nú nokkuð á óvart, en hún
virðist frekar afturhvarf til hefð-
bundnari gilda, markmiða og við-
horfa í listinni. Hér leitast Magn-
ea þó einnig við að fjalla um
málefni líðandi stundar, en á allt
annan máta. Í sýningarskrá segir
hún frá því hvernig hún eins og
aðrir reyni að draga upp sína
mynd af heiminum og ber saman
ástand heimsmála nú og fyrir
nokkrum áratugum þegar „fáir
vissu hvað tæki við þar sem him-
inn og haf mættust. Himininn
hvolfdist yfir blár og fagur og
sjóndeildarhringurinn lokaðist um
veröldina.“ Ég er nú ekki viss um
að allir tækju undir að þessi
heimsmynd hafi verið ríkjandi fyr-
ir nokkrum áratugum – en í dag
getum við verið sammála um að
það „rýkur úr rústum, jörðin er í
sárum, fólk og dýr liggja dauð eft-
ir þar sem græðgi og illska hafa
vaðið yfir, nær sem fjær“. Alla
vega má segja að sums staðar sé
ástandið svona slæmt, ekki alls
staðar sem betur fer. En það er
þetta ástand heimsmála og sú ör-
yggisþörf sem það kveikir með
okkur sem er kjarni innsetningar
Magneu. Innsetning hennar er að
hluta dregin upp með blýanti á
veggina í formi teikningar sem
skapar sjóndeildarhring áhorfand-
ans, mótuð með grásilfruðum
grímum sem mynda hring í rým-
inu og síðan er hnykkt á með
hljóðmynd. Sjóndeildarhringur
Magneu er borgarlandslag, brotið
upp með teikningum af t.a.m. vín-
glasi, bolla, hundi og fleiri litlum
atriðum úr daglega lífinu. Hljóð-
myndin er í sama anda, að því að
ég best gat greint samanstendur
hún af borgarklið, glasaglaumi á
mannamóti, mannlífshljóðum.
Grímur Magneu hafa allar augun
lokuð og minna á dánargrímur eða
sofandi fólk, drauma, dá. Þetta er
innsetning sem byggist fyrst og
fremst á ljóðrænni og draum-
kenndri upplifun og að því leyti er
það að miklu leyti áhorfandans að
lifa sig inn í sýninguna eða ekki.
Myndirnar sem Magnea dregur
upp eru klisjukenndar, útlínur
húsa, atriðin úr daglega lífinu,
grímurnar, allt eru þetta þekkt
mótíf sem koma fyrir í myndum
listamanna af öllum gerðum. Per-
sónulegri og sterkari myndræn
úrvinnsla hefði án efa skilað eft-
irminnilegri upplifun, lítið við inn-
setninguna kemur á óvart. En
Magnea vinnur verk sitt faglega
og þættir þess eru í ágætu jafn-
vægi, hún nær að skapa lítinn
heim sem er opinn og lokaður í
senn og staðsetning sýningarinnar
í hjarta borgarinnar sæmdi henni
vel.
Hús
um nótt
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
Sýningu lokið.
„Augnablikið mitt!“ blönduð tækni,
Magnea Ásmunds
Ragna Sigurðardóttir
„HARALDUR vinnur jöfnum
höndum í marga miðla en skynjun
og margbrotin tengsl eru honum
einkar hugleikin. Verkið Afgangar
er unnið á löngu tímabili og er leik-
ur með þá ritskoðun sem við beit-
um á ýmsar ómálga geðshræringar
áður en þær ná að brjótast upp á
yfirborðið.“
Þannig hljóðar fréttatilkynning
um sýningu Haraldar Jónssonar
sem nú stendur yfir í Ganginum,
með henni fylgdi ljósmynd af að
því er virtist handþvotti, en sú
mynd er ekki á sýningunni og
tengsl hennar við verkin þar óljós
við fyrstu sýn. Tvær grasplötur
hallast upp að vegg í ganginum
sem á hafa verið festar teikningar
og skissur. Sumar af þessum teikn-
ingum eru kunnuglegar að því leyti
að þær gætu verið partar úr teikni-
seríum sem listamaðurinn hefur áð-
ur sýnt. Aðrar eru ekki kunn-
uglegar og sumar skissurnar gætu
verið hugmyndavinna að ein-
hverjum innsetningum sem aldrei
komu til framkvæmda. Lítið fer
fyrir rituðu máli eða útskýringum
svo að fréttatilkynningin verður
eini leiðarvísirinn við verkið sem
lætur sjálft lítið yfir sér og virðist
innihaldslega rýrt að sama skapi.
Afgangar er skemmtilegur orða-
leikur sem vísar til nafns sýning-
arrýmisins og einnig til verkanna
ef við gefum okkur að þau standi
fyrir hinar ómálga geðshræringar
sem listamaðurinn hefur ritskoðað
og lagt til hliðar á listferli sínum.
Það blasir því við að nú sé tækifæri
á að skoða áður ritskoðuð verk og
það vekur eðlilega forvitni. Þegar
ég sá síðan innsetninguna voru
fyrstu viðbrögð mín vonbrigði yfir
hve lítið verkin láta uppi um hvaða
geðshræringar voru í gangi og
hvers eðlis ritskoðunin var. En
Haraldur er lunkinn myndlist-
armaður og ég sá í hendi mér að
það hlyti að búa eitthvað meira
undir orðaleiknum og myndinni
sem fylgdi fréttatilkynningunni. Af-
gangur … þýðir það ekki brundur
á færeysku og handþvottur gæti
vísað til þess að listamaðurinn fríi
sig allrar ábyrgðar á verkinu þrátt
fyrir allt. Svona má alltaf fílósófera
ef hið sjónræna virkar ekki fyrir
mann. Einnig er hægt að stúdera
hvernig listamaðurinn vinnur í
rýmið sem er í þessu tilfelli borg-
aralegt heimili. Af hverju listamað-
urinn velur sér svo ópraktíska og
bóhemíska framsetningu á svo lát-
lausum myndum. Tilgerðarlegt til-
gerðarleysið í framsetningunni er
orðið hefðbundið, jafnvel gam-
aldags í vissum skilningi, og vekur
spurningar um það hvort mynd-
listin sé enn að berjast gegn hinu
borgaralega notagildi á sama tíma
og borgaralegur áhugi á myndlist
er orðinn nánast jafnútdautt fyr-
irbrigði og geirfuglinn. Svipað og
þegar ónæmiskerfi líkamans sést
ekki fyrir og fer að vinna gegn eig-
in líkamsvef. En listamaðurinn á
eflaust eitthvert erindi við áhorf-
endur með sýningunni, hvort sem
það er hugmyndalega flókin flétta
eða einfaldlega það að endurskoða
það sem maður hefur áður hafnað;
eitthvað skylt því að gangast við
öllum sínum börnum sbr. sá er
drengr, sem viðgengr.
Viðgangur verka
MYNDLIST
Gangurinn
Rekagranda 8
Haraldur Jónsson – Afgangar
Þóra Þórisdóttir