Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
VESTURLAND
AÐ KOMA í Ferjukot á bökkum
Hvítár í Borgarfirði er eins og að
ganga inn í safn. Hugmyndir eru
uppi um að láta til skarar skríða og
koma upp veiðiminjasafni því ótrú-
legustu hlutir sem tengjast veiðum í
Hvítá og víðar hafa varðveist þar á
bæ.
Eiginlega má segja að í Ferjukoti
sé kominn vísir að safni og fólk víða
að gaukar að Þorkatli myndum,
blaðaúrklippum og bréfum sem
hann heldur öllu til haga. Meðal þess
sem sjá má í úrklippubókinni er bréf
frá Ársæli Jónssyni kafara þar sem
hann ber kveðjur frá Danakonungi,
sem gjarnan fékk sendan einn af
fyrstu löxum sumarsins úr Hvítá til
Danmerkur.
Sömu hlutirnir notaðir
við laxveiðarnar alla tíð
Á hlaðinu í Ferjukoti stendur
gamla íbúðarhúsið frá 1890 og gam-
alt íshús og annað hús þar sem lax-
inn var veginn og unninn standa al-
veg við ána. Þar voru netin líka
geymd og ýmis búnaður til veiðanna.
Ekki má gleyma sjoppunni sem er
áföst íbúðarhúsinu, en ekki þarf
mikið til að koma henni í upp-
runalegt horf. Þar eru hillurnar,
vigtin og búðarborðið nánast tilbúin
til að taka við fyrra hlutverki. Að
ógleymdu gamla Pepsí-skiltinu.
Húsin eru í ótrúlega góðu ásig-
komulagi en Þorkell hefur unnið að
endurbótum á gamla íbúðarhúsinu
undanfarin þrjú ár með aðstoð Hús-
friðunarnefndar. Sagan er þar í
hverju horni og í stofunni eru hús-
gögn allt frá því að húsið var fyrst
tekið í notkun. Margir munir eru þar
sem áður voru í eigu barónsins á
Hvítárvöllum, munir sem tengjast
byggingu Hvítárbrúarinnar 1928,
ógrynni af fagurlega útskornum
munum eftir Andrés Fjeldsted lang-
afa núverandi bónda og fleira. Á
neðri hæðinni eru stólar frá bar-
óninum sem staðið hafa við borðið í
100 ár. Þórdís, móðir Þorkels, býr
enn í gamla húsinu og lætur sig ekki
muna um að klífa bratta stiga á milli
hæða.
„Kannski eru allir þessir munir
ennþá til vegna þess að forfeður
mínir hafa verið latir að taka til,“
segir Þorkell og glottir. „Önnur
ástæða getur þó verið sú að sumir
hlutanna voru notaðir nánast alla tíð
allt þar til að við hættum laxveiðum í
net árið 1990. Hér er til vigtin sem
lax var alltaf veginn á og aldrei veit
ég til þess að hún hafi verið rengd.
Við notuðum hana þegar við seldum
lax gestum og gangandi allt þar til
við hættum veiðunum.“
Einn lax á við 3–4 lömb
Eflaust muna margir eftir því
þegar þjóðvegurinn lá um Hvítárbrú
að oft mátti sjá skilti við Ferjukot
sem á stóð NÝR LAX TIL SÖLU.
„Það var mikið selt hér við veginn,
fór upp í 150 laxa yfir helgi, og ég
heyrði af því að börn í borginni
héldu að þessi bær í Borgarfirði héti
NÝR LAX,“ sagði Þorkell. Mest var
þó flutt út af laxinum allt frá fyrstu
tíð og segir Þorkell að verðmæti eins
lax hafi verið á við 3–4 lömb. Bænd-
ur við Hvítá lögðu því oft meiri
áherslu á veiðarnar en að heyja. Þeir
sögðu sem svo að laxinn færi bara
einu sinni framhjá en þeir gætu
heyjað fram á haust. Mesta veiði
sem Þorkell veit um að náðst hafi á
land í Ferjukoti eru 500 laxar á ein-
um degi.
Um tíma var laxinn niðursoðinn.
„Hingað kom skoskur maður árið
1870 og kenndi Andrési langafa mín-
um að sjóða niður lax. Fyrst var
þetta gert í Borgarnesi en verk-
smiðjan síðan flutt í Ferjukot árið
1880. Þessu var þó hætt og þess í
stað var laxinn fluttur út ísaður í tré-
kössum. Hann var fluttur út til Leith
og síðan til London og var auðvitað
orðinn nokkurra daga gamall þegar
hann kom á markað. Þetta þótti
herramannsmatur. Ísinn var sóttur
á Hvítá á veturna og íshúsið fyllt út
að dyrum. Ungir menn úr nágrenn-
inu komu þá og hjálpuðu við að taka
ís og voru hér í 5–6 daga. “
150 ára gömul snærishönk
Hlutir sem tengjast þessari
vinnslu eru margir til og mjög heil-
legir. Gálginn sem hélt uppi pott-
inum sem laxinn var soðinn í er enn
festur við vegginn í húsinu þar sem
vinnslan fór fram og einnig pottur.
Trékassarnir sem laxinn var ísaður
í, ístangirnar, handhnýtt net allt frá
1850, 150 ára gamalt snæri og tun-
nugjarðir, vigtin, lampar og margt
fleira að ógleymdum sjálfum bát-
unum. Ýmislegt fleira sem tengist
laxveiðum, til dæmis í Grímsá, er
einnig til í Ferjukoti. Þar má nefna
skemmtilegar myndir, kassa sem lax
var fluttur í á hestum, bastkörfur
sem fiskurinn var geymdur í lifandi
og hafðar á kafi í vatni, veiðistangir
og fyrstu klofstígvélin sem flutt voru
til landsins. Ótrúlega stór kaffikvörn
vekur athygli en Þorkell sagði að
hún hafi verið höfð með í veiðiferð-
irnar með útlendingunum því þeir
þurftu auðvitað að fá góðan mat og
nýmalað kaffi.
Í Ferjukoti eru einnig munir frá
því að smíði Hvítárbrúarinnar stóð
yfir. Í vinnsluhúsinu eru ennþá
tjaldsúlur uppi á bita sem komið var
þar fyrir þegar brúarsmíðinni lauk
árið 1928. Þetta eru tjaldsúlur úr 30
manna tjaldi sem brúarsmiðirnir
sváfu í. Tjaldið sjálft er líka til.
Meira að segja er til smá spotti af
kaðli sem notaður var við brúar-
smíðina.
Óneitanlega læðist að manni sú
hugsun að þessir munir þyrftu að
vera aðgengilegir almenningi. Þor-
kell segist ekki vita hvort af því verði
að komið verði upp veiðiminjasafni,
en auðvelt er að sjá fyrir sér lifandi
safn í Ferjukoti þar sem munirnir
gætu að miklu leyti verið í sínu rétta
umhverfi, þar sem húsakosturinn er
til staðar. „Ef til kæmi þyrfti samt
sem áður að byggja hús þar sem
hægt væri að koma bátunum fyrir og
stærri hlutum,“ sagði hann.
Munirnir ennþá hér
vegna þess að forfeðurn-
ir voru latir að taka til
Eftir Ásdísi Haraldsdóttur
asdish@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís Haralds
Þorkell Fjeldsted Elsta netið sem til er í Ferjukoti er handhnýtt og tjargað frá 1850.
Morgunblaðið/Ásdís Haralds
Líklega fyrstu klofstígvélin
í Borgarfirðinum.
Umræðan
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
á morgun
BSRB hefur sent embætti ríkis-
skattstjóra erindi þar sem farið er
fram á að embættið taki til endur-
skoðunar skattlagningu á einkenn-
isfatnaði starfsmanna enda sé slík
skattlagning óeðlileg. Með erindinu
fylgir álitsgerð sem Erna Guð-
mundsdóttir lögfræðingur BSRB
vann fyrir réttindanefnd BSRB.
Mörg aðildarfélög BSRB hafa
leitað til samtakanna vegna skatt-
lagningar á vinnufatnaði.
Í álitsgerð lögfræðings BSRB til
ríkisskattstjóra segir að aðildar-
félögin hafi innan sinna raða fjöl-
marga félagsmenn sem er skylt
starfs síns vegna að klæðast fatn-
aði sem þeim er úthlutað af vinnu-
veitanda. Sem dæmi megi nefna
fangaverði, lögreglumenn, toll-
verði, slökkviliðsmenn, ýmsar
stéttir starfsmanna sveitarfélaga
o.fl. Hefur notkun fatnaðarins verið
talin þeim til tekna undanfarin ár
af skattyfirvöldum.
„Byggir BSRB álit sitt á því að í
flestum, ef ekki öllum tilvikum er
fatnaðurinn í eigu vinnuveitanda og
starfsmanninum er ekki heimilt að
nota fatnaðinn utan starfs síns. Vís-
ast til hliðsjónar til úrskurðar yf-
irskattanefndar nr. 617/1992 þar
sem komist var að þeirri niður-
stöðu að hátíðarbúningur lögreglu-
stjóra skyldi ekki talinn til skatt-
skyldra hlunninda hjá
starfsmanninum þar sem búning-
urinn væri í raun eign lögreglu-
embættisins og vegna þess að
starfsmanninum var ekki heimilt
að nota hann nema við sérstök
tækifæri. Það var því talið að ekki
væri um hlunnindi að ræða enda
var búningurinn ekki afhentur
starfsmanni til eignar auk þess sem
notkun var algjörlega bundin við
vinnutíma, eðli málsins samkvæmt.
Loks eru augljósir annmarkar á
því að reyna að skilja á milli örygg-
is- og hlífðarfatnaðar annars vegar
og einkennisfatnaðar hins vegar í
þessu tilliti,“ segir í álitinu.
Morgunblaðið/Júlíus
Skattlagning ein-
kennisfatnaðar
verði endurskoðuð