Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LEIÐTOGAR ríkja um heim allan
minntust í gær Jóhannesar Páls II
páfa sem lést á laugardagskvöld á 85.
aldursári. Páfa var lýst sem ein-
stökum manni sem haft hefði mót-
andi áhrif á eigin
samtíð. Margir
minntu á hlut
hans í frelsisbar-
áttu þjóða í Mið-
og Austur-
Evrópu, aðrir
lögðu einkum
áherslu á páfa
sem málsvara
hinna fátæku og
hrjáðu.
Djúpur harmur er kveðinn að
pólsku þjóðinni sem missti sinn
þekktasta og virtasta son er páfi
gekk á fund feðra sinna á laugardag.
Alexander Kwasnievski forseti sagði
hans heilagleika páfann hafa verið
merkasta mann Póllands. „Faðir
okkar allra, faðir hinna trúuðu og
hinna sem ekki játa trú, faðir allra
þeirra sem öðrum trúarbrögðum
fylgja er genginn,“ sagði forsetinn
m.a. í ávarpi sínu. Þjóðarsorg hefur
verið lýst yfir í Póllandi.
Forveri Kwasnievskis í starfi,
Lech Walesa, sem fór fyrir Pólverj-
um er þeir risu fyrstir þjóða Mið- og
Austur-Evrópu upp gegn einræði
kommúnismans, lagði áherslu á að
heimsbyggðin mætti ekki „spilla“
framlagi Jóhannesar Páls II til ein-
ingar Evrópu sem væri eitt hið mik-
ilvægasta á 26 ára ferli hans. Walesa
stofnaði Samstöðu, fyrstu frjálsu
verkalýðshreyfinguna innan hins
kommúníska veldis, árið 1980,
tveimur árum eftir að Karol Wojt-
yla, sem þá var kardínáli í Krakow,
hafði verið kjörinn páfi. Walesa
sagði nýtt söguskeið hafið, skeið
hnattvæðingar og hinnar sameinuðu
Evrópu. Mikilvægt væri að hlutur
páfa í endalokum kommúnismans í
álfunni gleymdist ekki og þeim
ávinningi yrði ekki spillt.
„Óþreytandi boðberi friðar“
Silvio Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, kvað heimsbyggðina
þakka Karol Wojtyla það linnulausa
og erfiða starf sem hann hefði innt
af hendi í baráttu gegn öllum birt-
ingarmyndum alræðishyggju, of-
beldis og siðferðislegrar hnignunar.
Þetta hefði páfi gert í nafni gild-
ismats katólsku kirkjunnar sem
stæði vörð um mannlega reisn og
einingu mannkyns.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, kvaðst hafa
fyllst sorg er hann fékk þær fréttir
að páfi væri allur. Páfi hefði verið
andlegur leiðsögumaður rúmlega
milljarðs manna. En hann hefði
einnig verið óþreytandi boðberi frið-
ar, frumkvöðull á vettvangi sam-
starfs ólíkra kirkjudeilda og áhrifa-
mikill boðberi sjálfsgagnrý
vettvangi kirkjunnar.
„Við höfum jafnan talið p
vina okkar og það munum v
„Arfleifð hans m
með komandi k
Leiðtogar um heim allan minnast páfa
sem boðbera friðar og baráttumanns
gegn öllum birtingarmyndum kúgunar
Milljónir manna syrgja nú
mikill enda páfi dáðasti s
ochowa í Póllandi en víða
landi auk þess sem guðsþ
’Hann bjó yfireinstakri trúarsa
færingu, reisn og
hugrekki. Hann h
aldrei og gaf aldr
eftir í baráttu sin
fyrir því sem han
taldi rétt og gott.
Karol Wojtyla
árið 1944.
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.isÁHRIFARÍKUR PÁFI
Jóhannes Páll páfi II lést á laugar-dagskvöld eftir að hafa setið í emb-ætti í 26 ár. Hann setti mikið mark
á rómversk-katólsku kirkjuna í tíð sinni
og er syrgður um allan heim. Hann hafði
mikil áhrif, en ekki eru allir á eitt sáttir
um það hvernig hann beitti þeim.
Karol Wojtyla varð páfi árið 1978 og
tók sér nafnið Jóhannes Páll II Hinn nýi
páfi var yngri en menn áttu að venjast og
honum fylgdi nýr kraftur. Jóhannes Páll
leit á það sem köllun sína að vera meðal
fólks. Forverar hans á tuttugustu öld
hættu sér vart út fyrir veggi Páfagarðs,
en Jóhannes Páll ferðaðist 1,2 milljónir
kílómetra og kom til 129 landa. Hann
hamraði á málstað þeirra sem minna
mega sín og lagði áherslu á að vera einn-
ig á meðal fátækra á ferðum sínum.
Umburðarlyndi er aðalsmerki krist-
innar trúar og áhersla er lögð á virðingu
fyrir einstaklingnum og rétti hans. Að
þessu leyti var kristindómurinn frá-
brugðinn flestum öðrum trúarbrögðum í
árdaga kirkjunnar. Eftir því sem hin
rómversk-katólska kirkja varð valda-
meiri fjarlægðist hún hins vegar gildi
síns upphafs og voru í nafni hennar
framin ýmis voðaverk. Skorin var upp
herör gegn heiðingjum og villutrúar-
mönnum. Rannsóknarrétturinn var sett-
ur á fót og galdrabrennur haldnar í nafni
guðs.
Það var ekki fyrr en árið 2000 að kat-
ólska kirkjan sýndi iðrun gerða sinna.
Þá steig Jóhannes Páll II fram og baðst
fyrirgefningar fyrir hönd rómversk-kat-
ólsku kirkjunnar á þeim glæpum, sem
katólikkar hefðu framið í nafni kirkjunn-
ar á undanförnum 2000 árum. Gagnrýn-
endur hans sögðu að hann hefði átt að
ganga lengra, en ekki má gleyma því að
hann gekk með yfirlýsingu sinni þvert á
vilja íhaldssamra kardinála kirkjunnar.
Það var einnig söguleg stund þegar hann
fór til Jerúsalem og lýsti sem biskup af
Róm og arftaki Péturs postula yfir
djúpri iðrun vegna hvers kyns ofsókna
kristinna manna á hendur gyðingum.
Reyndar var einn helsti styrkur Jó-
hannesar Páls II að hann var reiðubúinn
til að reisa brýr milli ólíkra trúarbragða
og kirkjudeilda og rétta fram hönd sátta
og samvinnu, hvort sem það var til músl-
íma, gyðinga, kristinna manna utan kat-
ólsku kirkjunnar eða annarra.
Jóhannes Páll II var frá upphafi
valdatíma síns gagnrýnandi valdsins.
Hann bauð Sovétríkjunum birginn þeg-
ar hann heimsótti fæðingarland sitt, Pól-
land, árið 1979, aðeins átta mánuðum
eftir að hann varð páfi, lagði málstað
pólsku andófssamtakanna Samstöðu öt-
ult lið og átti sinn þátt í að hver komm-
únistastjórnin í Austur-Evrópu á fætur
annarri hrökklaðist frá völdum og járn-
tjaldið féll. Páfinn notaði hvert tækifæri
í ræðu og riti til að leggjast gegn því að
setja niður deilur með valdi og reyndi að
draga úr vopnaviðskiptum. Hann sýndi
líka að hann gat verið samkvæmur sjálf-
um sér í andúð sinni á valdbeitingu er
hann neitaði að styðja Íraksstríðið þrátt
fyrir þrýsting veraldlegra leiðtoga.
Í tíð Jóhannesar Páls páfa hefur dreg-
ið úr ítökum katólsku kirkjunnar í Evr-
ópu, en þau hafa aukist í rómönsku Am-
eríku, Asíu og Afríku. Gagnrýnendur
hans segja að það megi rekja til úreltrar
afstöðu hans í félagsmálum. Andstaða
hans við getnaðarvarnir, sambönd sam-
kynhneigðra og aukinn þátt kvenna í
kirkjunni hafi flæmt katólikka frá, eink-
um á Vesturlöndum. Hann barðist gegn
fátækt, en gat ekki tekið afstöðu til getn-
aðarvarna á forsendu mikilvægis þess að
draga úr fólksfjölgun til að minnka fá-
tæktina eða hefta útbreiðslu sjúkdóma á
borð við alnæmi, sem hefur valdið gríð-
arlegum harmleik í Afríku sunnan Sa-
hara-eyðimerkurinnar.
Þegar Jóhannes Páll páfi II. komst til
valda hafði maður fæddur utan Ítalíu
ekki orðið páfi í rúmlega fjórar aldir.
Ekki er nokkur leið að segja til um það
hver tekur við af honum. Ljóst er að
þrýst er á um að skipaður verði Ítali í
stólinn, en einnig er stuðningur við að
hann komi úr þriðja heiminum til að end-
urspegla þá staðreynd að þar hefur
Rómarkirkjan styrkst. 117 kardinálar
hafa rétt til að greiða atkvæði um páfa og
samkvæmt reglunum skulu hvorki líða
minna en 15 dagar né meira en 20 áður
en þeir koma saman í sistínsku kapell-
unni. Sá sem stígur fram þegar hvíti
reykurinn verður látinn rísa úr reykháf-
um hennar og mælt verða orðin „habem-
us papam“ á ekki auðvelt verk fyrir
höndum. Jóhannes Páll páfi II. hafði
mikil áhrif á valdaferli sínum, mótaði
embættið upp á nýtt og kröfurnar, sem
gerðar verða til arftaka hans, munu
verða í samræmi við það.
MJÓLKA (OG) KERFIÐ
Bændur á Eyjum II í Kjós hafastofnað nýtt mjólkurbú, Mjólku
ehf., sem mun sérhæfa sig í framleiðslu
og sölu osta fyrir innanlandsmarkað.
Ólafur M. Magnússon, framkvæmda-
stjóri Mjólku, segir frá því í Morgun-
blaðinu í gær, að fyrirtækið muni starfa
utan greiðslumarkskerfis landbúnaðar-
ins og njóti því ekki framleiðslustyrkja
frá ríkinu. Ólafur telur grundvöll fyrir
slíku vegna þess hvað verðið á mjólk-
urkvótanum sé orðið hátt. Með því að
kaupa kvóta séu menn í raun að afsala
sér beingreiðslum frá ríkinu í 12–15 ár.
Ekki veitir af samkeppni í fram-
leiðslu osta á Íslandi. Hún er nefnilega
engin. Þeir framleiðendur, sem fyrir
eru, skipta markaðnum makindalega á
milli sín. Samkeppni frá útlöndum er
sömuleiðis í raun engin, vegna ofurtolla
á innfluttum ostum.
Það er því uppörvandi að til skuli
vera frumkvöðlar í íslenzkum landbún-
aði, sem kaupa 100 kýr og hyggjast
selja osta með hagnaði, án þess að fá
helming framleiðslukostnaðarins
greiddan úr vösum skattgreiðenda.
Hins vegar eru viðbrögð talsmanna rík-
isstyrkts landbúnaðar með nokkrum
ólíkindum. Þórólfur Sveinsson, formað-
ur Landssambands kúabænda, sagði
þannig í hádegisfréttum Ríkisútvarps-
ins í gær að hann teldi að greiðslu-
markið fæli í sér forgang að innan-
landsmarkaði. „Ef þetta er rétt munað
hjá mér held ég að það þurfi að skoða
það afskaplega vandlega svona lög-
fræðilega hvort þessi áform hreinlega
ganga upp, hvort þessi áform eru ekki í
andstöðu við gildandi lög í landinu,“
sagði Þórólfur.
Ef það er svo, að lög í landinu banni
mönnum að fara út í atvinnurekstur án
styrkja frá skattgreiðendum, til að
keppa við atvinnurekstur sem nýtur
ríkisstyrkja, eru þau lög náttúrlega
hreinasta bilun. Þá þarf að breyta
þeim.
Því miður virðist sem sumir kúa-
bændur telji mikilvægara að mjólka
kerfi en kýr. Á Eyjum II einbeita menn
sér væntanlega að kúnum.
JÓHANNES Páll II kom til Íslands laugardaginn 3. júní 1989. Frónfaxi, þota Flug-
leiða, flutti páfa hingað til lands frá Noregi og lent var á Keflavíkurflugvelli. Páfi
kyssti íslenska jörð við komu sína og sagði að Íslendingum bæri að halda fast við
þau háleitu gildi sem mótað hefðu sögu þeirra sem kristinnar þjóðar. „Íslendingar
hafa því mikið að gefa heimi sem þyrstir í sannleika og vill setja réttlæti, frið og
samkennd allra manna í hásætið,“ sagði páfi. Hann dvaldist hér á landi í tæpan sól-
arhring og söng messu á sunnudeginum við Kristskirkju í Reykjavík áður en hann
hélt af landi brott um hádegisbil. Jóhannes Páll II var víðförlastur páfa. Hann sótti
129 lönd heim á rúmlega 26 ára ferli sínum sem páfi. Reiknað hefur verið út að
hann hafi lagt að baki 1,2 milljónir kílómetra í 104 utanlandsferðum sínum. Þá er
talið að um 250 milljónir manna hafi séð páfa í eigin persónu.
Morgunblaðið/RAX
Páfi kyssir íslenska jörð
JÓHANNES Páll II páfi hlýðir á ritningarlestur við messu í einkakapellu sinni í
Páfagarði. Myndin er tekin árið 1996 þegar þau Hildur Friðriksdóttir, þá blaða-
maður á Morgunblaðinu og eiginmaður hennar, Bjarni Halldórsson, tóku þátt í
bænahaldi þar. Einkakapellan er tengd íbúðum páfa í Vatíkaninu. Þar messar
páfi á hverjum morgni og tekur lítill hópur fólks þátt í athöfninni. Hildur Frið-
riksdóttir tók viðtal fyrir Morgunblaðið við Bernardin Gantin kardínála og af
því tilefni bauðst þeim að taka þátt í messunni.
Í einkakapellu páfa
Moskvu. AFP. | Mík
togi Sovétríkjanna
páfi hefði verið „m
hér“. Kvað hann fr
urlega mikilvæga“
leitt.
„Þegar við hittum
vallaratriði mála. H
an Sovétríkjanna o
ræðislegar umbæt
okkar í lýðræðisþr
Interfax-fréttastof
„Hann kvartaði
við mig að þjóðir M
viðjum markaðsau
ist undan alræðisö
„Me
vinu
Jóhannes Páll páfi
mála í A-Evrópu sí
isbaráttu þjóðar si
Síðasti so
fyrir þátt