Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hittu vinina og gerðu þér glaðan dag. Mæltu þér mót við einhvern í kaffi eða mat. Vinkona finnur sig knúna til þess að deila einhverju með þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samræður við foreldra eru mikilvægar í dag. Hringdu heim. Einhver í fjölskyld- unni þarf á sérstakri athygli að halda. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur þig knúinn til þess að losa þig undan hversdagslegri rútínu í dag. Ef þú sérð tækifæri til þess, skaltu grípa það. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er tilfinningavera, hvort sem honum líkar betur eða verr. Í dag er hann enn viðkvæmari en ella. Ekki missa tökin, þetta varir ekki lengi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er beint á móti ljóninu núna og þess vegna þarf það að sýna öðrum meiri tillitssemi og samvinnuvilja en ella. Hlustaðu og brostu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Notaðu daginn í dag til þess að birgja þig upp af hreinlætis- og snyrtivörum. Ef meyjan á gæludýr er ekki síður ástæða til þess að kaupa inn samskonar vörur fyrir þau. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin vill daðra og lyfta sér upp í dag. Notaðu daginn og farðu í leikhús, á íþróttaviðburð eða í bíó. Þiggðu heimboð (nema til leiðinlegra ættingja). Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samræður við fjölskyldumeðlimi og for- eldra eru þýðingarmiklar í dag. Hjá þeim verður ekki komist. Hlustaðu að minnsta kosti, þótt ekki sé annað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samskipti þín við aðra geta orðið þýð- ingarmikil ef þú gætir þess að sýna hlut- lægni. Það er auðvelt að láta tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitinni hættir til að leggja sjálfa sig og veraldlegar eigur sínar að jöfnu í dag. Það þýðir að henni er illa við að lána hluti núna. Þannig er það bara. Þú vilt að hlutirnir endist. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn í dag gæti reynst erfiður. Vatnsberinn er sumpart gefandi og sumpart krefjandi um þessar mundir. Meðalhófið er gott í þessu sem öðru. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn þarfnast einveru um þessar mundir, hann er uppgefinn. Það eru tak- mörk fyrir því hvað maður kemst yfir mikið. Fáðu þér kaffi, leggðu þig eða farðu í gott bað. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú þarft oft að berjast fyrir því sem þú vilt og óttast það svo sannarlega ekki. Þú ert hugrökk og metnaðargjörn persóna og full af orku. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 teyga, 4 dylur, 7 fyrirgefning, 8 flot, 9 verkfæri, 11 skelin, 13 eimyrja, 14 átölur, 15 ytra snið, 17 lítil alda, 20 borða, 22 bylgjur, 23 sært, 24 kjarklausa, 25 lærir. Lóðrétt | 1 hrjá, 2 kasta rekunum, 3 tómt, 4 bjálfi, 5 hæð, 6 illa, 10 stybba, 12 tók, 13 samtenging, 15 mergð, 16 dóni, 18 óvæg- in, 19 endurtekið, 20 baun, 21 lokaorð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt |1 frumherji, 8 skútu, 9 liðna, 10 lúi, 11 kjaga, 13 ræman, 15 þvarg, 18 átján, 21 lof, 22 kolla, 23 atlot, 24 frumhlaup. Lóðrétt | 2 rjúfa, 3 maula, 4 eflir, 5 júðum, 6 ósek, 7 vann, 12 ger, 14 ætt, 15 þaka, 16 aflar, 17 glaum, 18 áfall, 19 jullu, 20 nýtt.  SIGRÚN Sigurð- ardóttir verður með málverkasýningu í Eden í Hveragerði dagana 4. til 18. apríl. Þema sýningarinnar er himingeimurinn. Þar getur einnig að líta landslags- og portrettmyndir. Þetta er fjórða einkasýning Sigrúnar en hún hefur að auki tekið þátt í fjölda samsýninga. Myndlist Energia | Málverkasýning aprílmánaðar á Energia í Smáralind. Ólöf Björg. Gallerí Sævars Karls | Regína sýnir olíu- málverk máluð á striga. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gull- þræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíumálverk og fleira í Boganum. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barb- ara Westmann – Adam og Eva og Minn- ismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sólstafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list- muni í Menningarsal á fyrstu hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Ní- an – Myndasögumessa. Brynhildur Þor- geirsdóttir – Myndheimur/Visual World. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins. Fundir AA-samtökin | Uppkomin börn, aðstand- endur og alkóhólistar halda tólf spora fundi öll mánudagskvöld frá kl. 20–21.30 í Tjarnargötu 20, Rvík. Verið velkomin. Aglow | Aglow Reykjavík heldur fund 4. apríl kl. 20 í Skipholti 70b, efri hæð. Ræðukona verður Edda Swan, formaður Evrópustjórnar Aglow Internatonal. Birna og Bernhard Wiencke sjá um lof- gjörðina. Boðið upp á veitingar. Þátt- tökugjald er 700 kr. og eru allar konur velkomnar. Garðaholt samkomuhús | Kvenfélag Garðabæjar heldur félagsfund þriðjudag- inn 5. apríl kl. 20 í Garðaholti. Geðhjálp | Fundur fyrir fullorðin börn geðsjúkra (18 ára og eldri) alla þriðju- daga kl. 19 hjá Geðhjálp, Túngötu 7. Hvort sem þú átt eða hefur átt foreldra /foreldri með geðraskanir þá ert þú vel- komin(n) í þennan hóp. Nánari upplýs- ingar í síma 570-1700 og á www.ged- hjalp.is. Háskólinn í Reykjavík | Í tilefni af vænt- anlegum viðræðum um aðild Tyrklands að ESB standa Evrópuréttarstofnun HR, Evrópusamtökin og Euro Info-skrifstofan fyrir fundi um framtíðarþróun í við- skipta- og lagaumhverfi í Tyrklandi. Fyr- irlesari er dr. Haluk Gunugur, helsti sér- fræðingur Tyrkja í samskiptum við ESB. ITC Fífa | Í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogs mun ITC-deildin Fífa tileinka Kópavogsbæ fundinn 6. apríl kl. 20.15 í félagsmiðstöðinni Gjábakka, Fannborg 8. Gestur fundar er Hansína Björgvins- dóttir bæjarstjóri. Allir velkomnir á með- an húsrúm leyfir. Uppl. gefur Guðrún í síma 698-0144, gudrunsv@simnet.is. Safnaðarheimili Laugarneskirkju | Kvenfélagi Breiðholts er boðið á fund hjá Kvenfélagi Laugarnessóknar í safn- aðarheimili Laugarneskirkju 4. apríl kl. 20. Þrastalundur, Grímsnesi | Kvenfélagið Heimaey heldur matarfund 4. apríl kl. 19, rútuferð er frá Mjóddinni kl. 18.15. Allar konur er tengjast Vestmannaeyjum vel- komnar á fundinn. Tilkynnið þátttöku: Gyða s. 586-2174, Ágústa s. 587-8575, Sigríður s. 552-1153, Pálína s. 554-1628. Kynning Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Kynn- ingarfundur um meistara- og dokt- orsnám í viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands verður haldinn miðvikudaginn 6. apríl kl. 16 í Odda v/ Sturlugötu, stofu 101. Umsjónarmenn einstakra sérsviða kynna skipulag náms- ins en hægt er að velja á milli tíu náms- lína í framhaldsnámi. Allir velkomnir. www.vidskipti.hi.is. Námskeið Kópavogsdeild RKÍ | Námskeið í al- mennri skyndihjálp miðvikudaginn 6. apríl kl. 18–22 í Hamraborg 11, 2. hæð. Á námskeiðinu læra þátttakendur grund- vallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Námskeiðsgjald er 4.900 kr. Skráning í síma 554-6626 eða á kopavog- ur@redcross.is eigi síðar en 4. apríl. Krabbameinsfélagið | Reykbindind- isnámskeið Krabbameinsfélags Reykja- víkur hefst miðvikudaginn 6. apríl. Fjallað verður m.a. um fíkn, nikótínlyf, langvarandi afleiðingar tóbaksneyslu og mataræði. Þátttakendur hittast sex sinn- um á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátttakendum fylgt eftir í eitt ár. Leiðbeinandi er Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Skráning á hallag@krabb.is eða í síma 540-1900. Íþróttir Hellisheimilið | Hraðkvöld Hellis fer fram mánudaginn 4. apríl kl. 20 í Hellis- heimilinu, Álfabakka 14a, 3. hæð. Tefldar eru sjö umferðir með sjö mínútna um- hugsunartíma. Nánar á www.hellir.com. Útivist Ferðafélagið Útivist | Á mánudögum kl. 18 er farið frá Toppstöðinni við Elliðaár og farinn hringur í Elliðaárdalnum. Gönguferðinni lýkur á sama stað og hún hófst rúmri klukkustund fyrr. Allir vel- komnir, ekkert þátttökugjald. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Sigrún í Eden Íslandsmótið. Norður ♠KG1072 ♥D1086 N/Enginn ♦63 ♣65 Vestur Austur ♠864 ♠ÁD93 ♥Á9 ♥42 ♦D108742 ♦K5 ♣73 ♣KD982 Suður ♠5 ♥KG753 ♦ÁG9 ♣ÁG104 Suður verður sagnhafi í fjórum hjörtum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – Pass 1 lauf 1 hjarta Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur kemur út með laufsjöu og austur lætur drottninguna. Hvernig á suður að spila? Með bestu vörn fá AV slag á hvern lit, en sú vörn er ekki endilega sjálf- gefin. Spilið kom upp í 9. umferð úr- slitanna og margir sagnhafar fóru þá leið að drepa á laufás og spila spaða á kónginn í öðrum slag. Sem er svo sem ágæt hugmynd, þótt hún gengi ekki upp í þetta sinn. Austur drap og spil- aði tígli og vörnin hirti sína fjóra slagi. Með þessari spilamennsku er verið að gera út á þá stöðu að vestur sé með ásinn í spaða og dúkki. En hitt er ekki síður líklegt til árangurs að reikna með trompásnum öðrum í vestur. Þá spilar sagnhafi LITLU trompi að blindum. Ef vestur dúkkar – sem er skiljanleg vörn – mun tía blinds eiga slaginn. Þá er laufi spilað og síðan er tígli hent niður í lauf og gildir einu hvort vestur trompar með ásnum. Í grundvallaratriðum er þetta spurning um hvort sé líklegra að vest- ur dúkki með spaðaásinn eða hjarta- ásinn. Og það er erfið spurning að svara. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 HIÐ íslenska biblíufélag hefur gef- ið út kynningarútgáfu á Nýja testamentinu sem er hluti af áætl- un um nýja og endurskoðaða þýð- ingu Nýja testamentisins. Þessi út- gáfa var ákveðin af stjórn Hins íslenska biblíufélags árið 2001 er afráðið var að ráðast í að endur- skoða þýðingu Nýja testamentisins frá 2001. Í þýðingarnefnd voru tilnefnd dr. Jón Sveinbjörnsson fv. prófess- or, dr. Guðrún Kvaran for- stöðumaður Orðabókar Háskólans og séra Árni Bergur Sigurbjörns- son sóknarprestur og kennari við guðfræðideild HÍ. Dr. Einar Svein- björnsson prófessor tók síðan sæti séra Árna Bergs vegna veikinda. Dr. Jón Sveinbjörnsson var að- alþýðandi og gekk frá kynning- artexta ásamt þýðingarnefndinni. Kynningarútgáfunni er ætlað að gefa lesendum tækifæri til skoð- unar og umsagnar. Eru allar ábendingar vel þegnar og verða teknar til umfjöllunar og athug- unar. Þurfa viðbrögð lesenda að berast nefndinni fyrir 15. apríl 2005, þar sem ákveðið er að ný út- gáfa Biblíunnar komi út árinu 2006. Nýja testamentið í kynningarútgáfu 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. Bg5 h6 5. Bh4 d5 6. e3 g5 7. Bg3 Re4 8. Rge2 h5 9. f3 Rxg3 10. hxg3 dxc4 11. Da4+ Rc6 12. a3 Bf8 13. Dxc4 Bg7 14. Hd1 De7 15. Re4 f5 16. Rc5 b6 17. Rd3 Bb7 18. b4 0- 0-0 19. f4 Kb8 20. Hc1 h4 21. gxh4 gxh4 22. Rg1 Staðan kom upp í 2. deild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í MH. Ágúst Sindri Karlsson (2.313) hafði svart gegn Magnúsi Gunnarssyni (2.045). 22. ... Rxd4! 23. exd4 Hxd4 24. Dc2 e5! Þessi framrás á miðborðinu gerir hvítum afar erfitt fyrir enda kóng- ur hans þar staddur. 25. Re2 exf4 26. Rdxf4 Hxf4 27. Dxc7+ Dxc7 28. Hxc7 Hxf1+! og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Á MORGUN, þriðjudaginn 5. apríl, kl. 17 í stofu 113 í Skipholti 1 flytur dr.Valdimar Tr. Hafstein fyr- irlestur er hann nefnir: Menningar- arfur: Sagan í neytendaumbúðum. Orðræðan um menningararf hefur sterka siðferðilega undiröldu, dreg- ur upp dökka mynd af sístækkandi glatkistu og hrópar á varðveislu og verndun. Í fyrirlestrinum verður vöngum velt yfir umhverfinu sem hugtakið menningararfur er sprott- ið úr og kannað hvaða skorður það setur sýn okkar á sögu og samtíð. Valdimar lauk doktorsprófi í þjóðfræði og menningarfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 2004. Sagan í neytenda- umbúðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.