Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 13
ERLENT
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● Færri störf mynduðust í Bandaríkj-
unum í mars en áætlað var.
Um 110 þúsund ný störf mynd-
uðust í bandarísku atvinnulífi í mars.
Var það undir væntingum sérfræð-
inga, sem bjuggust að meðaltali við
213 þúsund nýjum störfum. Fjöldi
nýrra starfa í febrúar var endurskoð-
aður til lækkunar og er nú talið að
bandaríska hagkerfið hafi skapað
243 þúsund ný störf í mánuðinum í
stað 262 þúsund. Hlutfall atvinnu-
lausra dróst saman milli mánaða og
er nú 5,2% í stað 5,4% í febrúar.
Færri störf í
Bandaríkjunum
í mars en áætlað var
VIÐ lokun NYMEX-hrávörumark-
aðarins í New York á föstudag kost-
aði fatið af hráolíu 57,25 Bandaríkja-
dali og hefur lokunarverð á
heimsmarkaði aldrei verið hærra að
nafnverði. Hæst fór verðið í 57,70
dali á viðskiptadeginum.
Helstu ástæður hins háa olíuverðs
um þessar mundir eru eins og áður
hefur komið fram mikil eftirspurn í
Kína, birgðastaða í Bandaríkjunum
og ótti um að ekki verði til næg olía
þegar líður á sumarið.
Bensínverð einnig hátt
Dægurverð á 95 oktana blýlausu
bensíni hefur sömuleiðis hækkað í
síðustu viku og var lokunarverð á
markaði í Rotterdam 518 dalir á
tonn og var það óbreytt frá fimmtu-
degi.
Eins og kom fram að ofan hefur
nafnverð á olíu aldrei verið jafn hátt
en þegar olíuverð í olíukreppunni á
áttunda áratugnum er reiknað til
núvirðis er það enn hærra en verð
dagsins í dag.
Verð á hráolíu hækkaði töluvert á
heimsmarkaði á föstudag í kjölfar
skýrslu frá fjárfestingarbankanum
Goldman Sachs þar sem kemur fram
sú skoðun að verð á olíufati kunni að
fara yfir 100 dali á næstu árum.
Arjun Murti, sérfræðingur hjá
Goldman Sachs, segist í skýrslunni
telja að nú sé að hefjast verðskriða
og muni verðið verða á bilinu frá 50
dölum til 105 dala tunnan á næstu
árum vegna mikillar eftirspurnar og
hagvaxtar, einkum í Bandaríkjunum
og Kína.
Verð á Brent-Norðursjávarolíu
hækkaði um 2 dali á markaði í Lund-
únum eftir að skýrslan kom út og fór
í 54,78 dali. Í New York hækkaði
verðið í 55,71 dal en verðið hafði
heldur farið lækkandi í vikunni eftir
mikla hækkun í síðustu viku.
Olíuverð aldrei hærra
Reuters
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
HVER eru áhrif EES-samningsins
á útrás íslenskra fyrirtækja innan
Evrópu? Leitað verður svara við
þessari spurningu á ráðstefnu sem
lögfræðideild Viðskiptaháskólans á
Bifröst, skrifstofa EFTA, EFTA-
dómstóllinn og Evrópunefnd forsæt-
isráðuneytisins standa fyrir næst-
komandi föstudag í ráðstefnusal
Gullhamra í Reykjavík.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni
verða þau Carl Baudenbacher, for-
seti EFTA-dómstólsins, Titus van
Stiphout, yfirlögfræðingur Evr-
ópudómstólsins, og Þórunn Haf-
stein, skrifstofustjóri EFTA.
Einnig munu þau Páll Gunnar Páls-
son, forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
og Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri
Bakkavarar Group, halda erindi.
Fundarstjóri verður Þorgeir Örlygs-
son, dómari við EFTA-dómstólinn.
Á NÆSTUNNI
Útrás í
kjölfar EES-
samnings
Moskvu. AP. | Askar Akajev hef-
ur samþykkt að segja af sér
sem forseti Kirgistans. Hann
hitti fulltrúa núverandi bráða-
birgðastjórnar landsins í
Moskvu í gær og samþykkti
þar hvernig staðið skyldi að
brotthvarfi hans úr embætti,
mun hann formlega láta af
embætti í dag.
Akajev tilkynnti afsögn sína
eftir að hafa setið þriggja
klukkustundar langan fund
með Omurbek Tekebajev, leið-
toga hóps sem sendur var út af
örkinni til að telja Akajev á að
segja formlega af sér. Tekebaj-
ev og Akajev hafa lengi eldað
grátt silfur saman, sá fyrr-
nefndi verið meðal forystu-
manna stjórnarandstöðunnar í
langri forsetatíð Akajevs.
Lögðu bæði Akajev og Teke-
bajev áherslu á það í gær að
samkomulag þeirra væri liður í
því að tryggja frið og stöð-
ugleika í Kirgistan, þar hefur
mikil spenna ríkt síðan stjórn-
arandstæðingar tóku öll völd í
forsetahöllinni í höfuðborginni
Bishkek 24. mars sl.
Akajev flýði land eftir að
stjórnarandstaðan tók völd í
helstu stjórnarbyggingum og
hefur hafst við í Rússlandi. Tal-
ið er að samið hafi verið um það
í gær að nýir ráðamenn í Kirg-
istan myndu ekki afnema lög
sem veita Akajev friðhelgi frá
öllum lögsóknum.
Akajev
segir
formlega
af sér
Askar Akajev var kjörinn
forseti Kirgistans árið 1990.
London. AFP. | Viktoría, krón-
prinsessa í Svíþjóð, verður
fjarri góðu gamni þegar Karl
Bretaprins gengur að eiga
heitkonu sína, Camillu Parker
Bowles, nk. föstudag. Viktoría
verður upptekinn annars stað-
ar, hún mun á sama tíma vera
að opna nýja IKEA-verslun í
Japan, að því er fram kom í
breska blaðinu News of the
World.
Blaðið segir að margt af
kóngafólkinu í Evrópu ætli að
sleppa því að mæta í hið kon-
unglega brúðkaup í Bretlandi.
Raunar muni aðeins koma
„viðeigandi“ fulltrúi frá einu
evrópsku konungsríki, þar sé
um Noreg að ræða en Hákon
krónprins mun víst verða við-
staddur brúðkaupið sem fram
fer í Windsor-bæ, vestur af
London, nk. föstudag.
Kónga-
fólkið
skrópar
MAÐUR vopnaður sverði gekk
berserksgang í kirkju sem
tamílar og Indverjar sækja í
Stuttgart í Þýskalandi í gær,
myrti einn og særði a.m.k. þrjá
til viðbótar alvarlega.
„Það liggja afhöggnir útlimir
alls staðar í kirkjunni,“ hafði
AFP-fréttastofan eftir tals-
manni þýsku lögreglunnar.
Sagði hún að skelfileg sjón
hefði mætt lögreglumönnunum
er þeir mættu á staðinn um
miðjan dag í gær eftir að neyð-
arkall hafði borist.
Ekki er vitað um ástæður
þessarar árásar en þýsk sjón-
varpsstöð sagði að það væru
einkum Indverjar og tamílar
sem sæktu umrædda kirkju.
Þá sagði þessi sama sjónvarps-
stöð, NTV, að sextíu og fimm
manns sem urðu vitni að blóð-
baðinu hefðu fengið sálfræðiað-
stoð eftir að allt var um garð
gengið.
Fram kemur í frétt BBC að
ódæðismaðurinn hafi verið
handtekinn á staðnum en hann
mun sjálfur vera tamíli.
Gekk ber-
serksgang
í kirkju
tamíla
SAMKOMULAG náðist loks um það
á íraska þinginu í gær hverjir skyldu
gegna æðstu embættum þar en tveir
fundir þingsins fram til þessa hafa
verið stormasamir í meira lagi. Íraki
af kvísl súnní-múslíma var valinn sem
forseti þingsins en ýmislegt bendir nú
til að viðleitni manna til að tryggja að-
ild súnníta að helstu stofnunum hins
nýja Íraks sé farin að skila árangri.
Eru raunar uppi vangaveltur um það
hvort máttur uppreisnarmanna í
landinu sé tekinn að þverra; þær
komu þó ekki í veg fyrir harða árás á
Abu Ghraib-fangelsið í útjaðri Bagd-
ad í fyrrinótt.
Samtök Jórdanans Abu Musabs al-
Zarqawi hafa lýst á hendur sér
ábyrgð á árásinni á Abu Ghraib-fang-
elsið. Að minnsta kosti fjörutíu og
fjórir bandarískir hermenn og tólf
vistmenn fangelsisins særðust, að
sögn talsmanna Bandaríkjahers, en á
bilinu fjörutíu og sextíu uppreisnar-
menn eru sagðir hafa tekið þátt í
árásinni.
Árásarmennirnir réðust gegn fang-
elsinu eftir að dimma tók, að því er
fram kom á fréttasíðu BBC, sprengdu
fyrst bílsprengju og fylgdu henni svo
eftir með annarri
sprengjuárás,
byssuskothríð og
með því að varpa
handsprengjum í
átt að bandarísk-
um hermönnum;
þurftu hinir síðar-
nefndu að kalla
eftir aðstoð her-
þyrlna og brynd-
reka til að verjast
áhlaupinu. Staðfest var að einn árás-
armanna féll í átökunum, þeir kunna
þó að hafa verið fleiri.
Færri féllu í marsmánuði
Erfiðlega hefur gengið að mynda
stjórn í Írak í kjölfar þingkosning-
anna sem haldnar voru í lok janúar. Í
gær tókst hins vegar að ná samkomu-
lagi um æðstu embættismenn á
íraska þinginu, sem fyrr segir, og
verður súnnítinn Hajim al-Hassani
forseti þess. Varaforsetar verða sjía-
múslíminn Hussein al-Shahristani og
Kúrdinn Aref Taifour.
Skipan al-Hassani er ætlað að
stuðla að sáttum í írösku samfélagi en
súnnítar, sem eru minnihluti en réðu
þó öllu í Írak í tíð Saddams Hussein,
hunsuðu flestir kosningarnar í jan-
úar. Súnnítar hafa fram til þessa líka
verið tregir til að taka þátt í uppbygg-
ingu lögreglu og hers, og raunar hafa
íraskir liðsmenn lögreglu og hers ver-
ið algeng skotmörk uppreisnar-
manna, sem flestir eru taldir vera af
kvísl súnní-múslíma.
Einhverjar blikur virðast þó vera á
lofti í þessum efnum því að á föstudag
sendi hópur nokkurra helstu trúar-
leiðtoga súnní-múslíma í Írak frá sér
yfirlýsingu þar sem súnnítar í landinu
eru hvattir til að æskja inngöngu í
íraska herinn og í lögregluna. Meðal
þeirra sextíu og fjögurra trúarleið-
toga sem standa að yfirlýsingunni eru
nokkrir klerkar sem hvað mest hafa
fordæmt veru bandarísks herliðs í
landinu og jafnframt kallað þá Íraka
sem vinna fyrir hernámsstjórnina
landráðamenn.
Talið er hugsanlegt að yfirlýsingin
geti stuðlað að því að her og lögregla
eflist nægilega mikið til að geta ráðið
við það verkefni að tryggja öryggi
óbreyttra borgara í Írak. Vangavelt-
ur eru jafnframt uppi um að þrátt fyr-
ir árásina á Abu Ghraib í fyrrinótt sé
máttur uppreisnarmanna að þverra,
frá þeim var t.d. sagt í blaðinu The
Observer um síðustu helgi. Þá vekur
eftirtekt að aðeins 39 liðsmenn her-
námsliðsins, sem lýtur forystu
Bandaríkjamanna, féllu í mars en
ekki hafa eins fáir fallið í einum mán-
uði síðan í febrúar 2004. Árásir á her-
námsliðið og íraska samverkamenn
þess eru þó áfram algengar, um sex-
tíu á dag, og of snemmt að kveða upp
úr um það hvernig mál munu þróast.
Gengið frá kjöri for-
seta íraska þingsins
Reuters
Fulltrúar á íraska þinginu fylgjast með talningu atkvæða í gær um það hver skuli verða forseti þingsins.
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Súnníta-klerkar
hvetja trúbræður
sína nú til að
æskja inngöngu í
her og lögreglu
Hajem al-Hassani