Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ eina sem við vitum með
vissu í lífinu er að það tekur ein-
hvern tímann enda. Sumir deyja
ungir og aðrir lifa lengi og eru
jafnvel mjög sáttir við að fá loks
hvíld. Þeir sem lifa lengi vita að
þeir eldast, hæfni þeirra til ýmissa
hluta skerðist og ýmis veikindi
koma upp. Þetta er eðlileg þróun
öldrunar en hún er mishröð eins
og gengur hjá ein-
staklingum.
Þegar við eldumst
eigum við það inni
hjá samfélaginu að
það sé hugsað vel um
okkur, að við þurfum
ekki að lepja dauðann
úr skel og að það sé
komið fram við okkur
af virðingu. Eitt það
mikilvægasta er að
við höldum sjálfs-
ákvörðunarrétti okk-
ar og sjálfsvirðingu
eins lengi og við get-
um.
Á hverju ári grein-
ast margir ein-
staklingar með sjúk-
dóminn Alzheimer,
sumir fá greininguna
snemma og aðrir
seint, sumir verða
mjög veikir, og þeir
verða oft öðrum háðir
með alla þjónustu.
Aðrir fá einkenni
seint og einkennin
verða kannski aldrei
mjög hamlandi.
Það er mjög mik-
ilvægt að greining
sjúkdóma sé rétt svo hægt sé að
bregðast við með réttri meðhöndl-
un. En það er spurning hvort það
þurfi að setja á fólk merkimiða
með þeim hætti sem gert er í dag.
Hvernig skyldi það t.d. vera fyr-
ir einstakling að fá að vita að hann
er kominn með Alzheimer, og það
er ekki bara hann sem fær að vita
það heldur fjölskyldan og vinirnir
og allir sem þekkja hann? Fólk
talar hvert við annað og hvíslar
sín á milli: „Hefurðu heyrt það, nú
er búið að greina NN með Alz-
heimer?“ Hvað gerist í framhald-
inu? Við setjum okkur í ákveðnar
stellingar og viðkomandi er strax
orðinn breyttur í augum okkar.
Mikil hræðsla virðist vera meðal
almennings við sjúkdóminn, og
það er mjög eðlilegt. Viðbrögð
ættingja eru því oft sorg og kvíði,
enda gera þeir ráð fyrir að þurfa
að taka yfir ábyrgðina. Hið hefð-
bundna fjölskyldumunstur breytist
smám saman og börnin taka yfir
hlutverk foreldranna og verða þeir
sterku í samskiptunum. Þetta ger-
ist stundum mjög hratt eftir að
einstaklingur greinist með sjúk-
dóminn en það er spurning hvort
þeir sem eru að hjálpa gangi of
rösklega fram í hjálpseminni,
hugsanlega án þess að þörf sé á.
Ég held að sjúklingar sem fá
þessa greiningu hljóti að vera
mjög hræddir og kvíðnir. Það er
ekki skrítið þótt sumir upplifi von-
leysi og þunglyndi. Þeir þurfa nú
sem aldrei áður á því að halda að
hafa einhvern góðan að tala við
um hvað bíði þeirra og hvernig
þeir geti haldið áfram að lifa lífinu
lifandi. Sumir þyrftu jafnvel eins
konar áfallahjálp í fyrstu.
Hvaða andlega stuðning fær
einstaklingur sem kominn er með
greininguna en er enn með ágætis
raunveruleikatengsl, kannski svo-
lítið gleyminn en hefur fulla þörf
fyrir að vera virkur og meðtekinn
af umhverfinu?
Það hlýtur að vera mjög erfitt
fyrir þann sem er nýgreindur með
Alzheimer þegar hann finnur að
hann er ekki lengur fyrsta flokks.
Hann áttar sig allt í einu á að um-
hverfið er breytt, fólk bregst
öðruvísi við honum og hann upp-
lifir að fólk vantreystir honum.
Umhverfið gerir ráð fyrir að hann
sé breyttur, greindur með Alz-
heimer.
Honum finnst hann vera eins og
hann var í gær, áður en hann ver
greindur, vissulega svolítið gleym-
inn og ekki jafn virkur en ekki
breyttur einstaklingur. Auðvitað
var ástæða fyrir því
að hann var hvattur
til að fara til læknis
en fylgir þetta ekki
því að eldast?
Í samtali við aldr-
aðan einstakling, sem
var nýlega greindur
með Alzheimer, kom
eftirfarandi fram:
„Það spyr mig enginn
lengur hvað mér
finnist og aðrir virðast
alltaf vita hvað mér er
fyrir bestu.“ Honum
fannst ekki vera talað
við sig heldur um sig.
Hann sagði: „Jafn-
vel heimilislæknirinn
minn, sem hefur alltaf
reynst mér vel, talar
ekki lengur við mig.
Hann vantreystir mér
og talar bara við
maka minn núna.“
Aðgát skal höfð í
nærveru sálar eru orð
sem alltaf eiga við.
Fólk sem fær
sjúkdóminn Alzheimer
er ennþá fólk með
tilfinningar, skoðanir
og sjálfstæðan vilja.
Sjúkdómurinn versnar smám
saman, en það er ekki fyrr en
hann er kominn á hátt stig að fólk
missir alfarið raunveruleikatengsl-
in.
Ég vil því benda aðstandendum
og öðrum sem umgangast aldraða
á eftirfarandi:
Það er mikilvægt að við tökum
ekki ráðin af fólki ef þess er ekki
þörf.
Hvetjum fólk frekar áfram í að
gera það sem það getur.
Gefum okkur ekki hverjar þarf-
ir fólksins eru eða hvernig því líð-
ur.
Spyrjum frekar og hlustum á
svarið sem við fáum.
Það er ekki víst að hugmyndir
okkar um aðra, þarfir þeirra og
langanir séu þær sömu og hug-
myndir þeirra.
Fyrst við getum ekki lesið
hugsanir og viljum ekki geta upp
á hvað aðrir vilja eða þurfa, spyrj-
um þá.
Þurfum við að
setja merkimiða
á fólk?
Helga Þórðardóttir fjallar
um Alzheimer-sjúkdóminn
Helga Þórðardóttir
’Það hlýtur aðvera mjög erfitt
fyrir þann sem
er nýgreindur
með Alzheimer
þegar hann
finnur að hann
er ekki lengur
fyrsta flokks. ‘
Höfundur er félagsráðgjafi.
FRÉTTASTOFA útvarps á hrós
skilið fyrir afbragðsgóða frammi-
stöðu í fréttastjóramálinu. Meg-
inverkefni allra fréttamanna er að
veita þeim sem fara
með völd og fé al-
mennings aðhald.
Þeim ber að fylgjast
með og spyrja gagn-
rýnna spurninga,
benda á mótsagnir og
afhjúpa annarlega
hagsmuni. Fréttastofa
útvarps á hrósið skilið
vegna þess að eyði-
leggingaraflið beindist
að henni sjálfri. Henni
tókst að vinna or-
ustuna, stríðinu er þó
líklega ekki lokið.
Fréttastofur og ritstjórnir fjöl-
miðla þurfa daglega að glíma við
þrýsting markaðar, hagsmunahópa
og stjórnmálamanna. Í rannsókn-
inni Vel unnin verk (starfsstétta)
sem stendur yfir í Bandaríkjunum
var m.a. starf fjölmiðlafólks ræki-
lega skoðað af dr. Howard Gardn-
er, prófessor í menntunarfræðum,
og félögum hans (www.goodwork-
project.org). Samkvæmt rannsókn-
inni hafa vel unnin verk í fjöl-
miðlum tvær víddir: Gæði og
samábyrgð. Þessi orð eru í raun
einkennisorð fréttastofu útvarps og
undir það tekur almenningur í
skoðanakönnunum.
Mér finnst því að þeir
sem gerðu atlögu að
fagmennskunni á
fréttastofunni að
þessu sinni ættu að
skammast sín og
hætta umsvifalaust að
naga í hana.
Formanni útvarps-
ráðs og útvarpsstjóra
hefur greinilega orðið
verulega á í messunni
og ættu í heilbrigðu
samfélagi að taka
ábyrgð. Þeir skynja
augljóslega ekki hlutverk sitt gagn-
vart almenningi, ekki einu sinni
gagnvart starfsmönnum RÚV. Þeir
hafa ekki aðeins skaðað fréttastof-
una heldur einnig þann sem þeir
völdu sem fréttastjóra. Þeir ættu
að biðja þjóðina, fréttastofuna og
fréttastjórann fyrrverandi afsök-
unar. Í rannsókninni Vel unnin
verk var starfsóánægja banda-
rískra blaða- og fréttamanna áber-
andi og ástæðan sennilega sú að of
fá vel unnin verk voru innt af
hendi. Þörfinni til að gera eitthvað
sem skiptir máli fyrir samfélagið
var ekki fullnægt, hún var ekki
einu sinni talin æskileg af stjórn-
endum. Það þarf kröftuga and-
spyrnu til að koma í veg fyrir að
þessi staða verði veruleiki íslenskra
fjölmiðla.
Frumskylda fréttamanna (og út-
varpsstjóra) er ævinlega við les-
andann/hlustandann/áhorfandann,
og til að inna vel unnin verk af
hendi þarf að þjóna þessum hópi.
Almenningur gefur umboðið en
ekki útgefandinn, ráðherrann eða
hagsmunahópurinn á markaði. Það
er létt verk að láta segja sér fyrir
verkum, það krefst mun meira að
beita skapandi og gagnrýnni hugs-
un í starfi, það krefst hugrekkis.
Látum ekki grafa undan frétta-
stofu útvarps sem gætir hagsmuna
almennings og innir verk sín vel af
hendi. Krefjumst þess að þeir sem
raunverulega brugðust taki ábyrgð.
Vel unnin verk
fréttastofu
Gunnar Hersveinn fjallar
um frammistöðu
fréttastofu útvarps
’Látum ekki grafa und-an fréttastofu útvarps
sem gætir hagsmuna al-
mennings.‘
Gunnar Hersveinn
Höfundur er sjálfstætt
starfandi blaðamaður.
NÚ ÞEGAR mesta
fjaðrafokið er búið
vegna ráðningar
fréttastjóra Rík-
isútvarps get ég ekki
lengur orða bundist.
Það er búið að vera
með ólíkindum að
fylgjast með fréttatím-
um ríkisfjölmiðlanna.
Fréttamenn hafa hald-
ið fréttatímum stofn-
unarinnar í gíslingu og
talað hver við annan
hver um annars ágæti
og um leið verið með ærumeiðingar
og níð í garð umsækjandans sem út-
varpsstjóri og útvarpsráð völdu til
að blása nýju lífi í fréttastofuna.
Því miður hefur umsækjandinn,
Auðun Georg, nú ákveðið að taka
ekki stöðu fréttastjóra þar sem grát-
kór fréttamanna hefur gert honum
það ókleift.
Spurningin er, hver á
að fara með manna-
forráð í Ríkisútvarpinu,
þar með talinni frétta-
deild stofnunarinnar?
Eru það fréttamenn
eða útvarpsstjóri?
Samkvæmt stjórn-
skipan er það útvarps-
stjóri. Nú er bara
spurningin hver eft-
irleikurinn verður. Mun
útvarpsstjóri taka á sig
rögg og reka grátkór-
inn sem hefur gerst
brotlegur í opinberu starfi eða mun
kórinn áfram halda fréttastofunni í
gíslingu?
Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur
fram til þessa verið talin óvilhallur
og traustur fréttamiðill en hefur nú
sett ofan vegna þessa máls. Með
hlutdrægum fréttaflutningi hefur
trúverðugleiki fréttastofunnar glat-
ast. Þjóðin á heimtingu á að ráðinn
verði nýr fréttastjóri sem kemur
ekki úr röðum þeirra sem blönd-
uðust inn í málið með einum eða öðr-
um hætti.
Fréttastjóri útvarps
Snorri Þórisson fjallar um
málefni fréttastofu RÚV ’Mun útvarpsstjóritaka á sig rögg og reka
grátkórinn sem hefur
gerst brotlegur í op-
inberu starfi eða mun
kórinn áfram halda
fréttastofunni í gísl-
ingu?‘
Höfundur er kvikmyndaframleiðandi.
Snorri Þórisson
ÉG ER 46 ára en hef fylgst af
áhuga með stjórnmálum síðan ég
man eftir mér, síðustu 40 árin að
minnsta kosti. Ég var því mjög glöð
að síðustu alþing-
iskosninum loknum,
þegar draumurinn til
margra ára varð fyrir
augum mínum að veru-
leika: tvær svo til jafn-
stórar fylkingar í
þessu landi, Sjálfstæð-
isflokkur og Samfylk-
ing. Ég batt miklar
vonir við Samfylk-
inguna þegar hún varð
til og fylgdi Margréti
Frímannsdóttur o.fl.
úr Alþýðubandalaginu
af heilum hug og með
bjartar vonir í hjarta. En ég verð að
segja eins og er að ég hef orðið fyrir
töluverðum vonbrigðum nú und-
anfarið.
Ingibjörg leiddi
kosningasigurinn
Það leikur ekki vafi á því í mínum
huga að Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir átti stóran þátt í glæsilegri út-
komu Samfylkingarinnar í síðustu
kosningum og það skyggði vissulega
á gleðina að hún skyldi ekki komast
á þing. Össur Skarphéðinsson virð-
ist sjálfur hafa gert sér grein fyrir
þætti Ingibjargar í kosningasigr-
inum á sínum tíma, enda kallaði
hann hana framtíð-
arleiðtoga Samfylking-
arinnar. Hvað átti
hann við með þeim orð-
um?
Það heyrist sagt að
pólitík eigi ekki að snú-
ast um menn heldur
málefni. Vissulega rétt,
en þó ekki nema upp að
vissu marki. Pólitík
getur aldrei snúist um
málefnin ein og sér,
hún hlýtur líka að snú-
ast um menn – leiðtogi
stórs stjórnmálaflokks
hlýtur að þurfa að vera maður fólks-
ins, maður sem á auðvelt með að
vinna traust fólks og hrífa það með
sér. Össur Skarphéðinsson hefur
unnið vel að þeim málum sem hann
hefur komið að og á ekkert nema
gott eitt skilið fyrir það, en hann
verður í mínum huga aldrei maður
fólksins.
Við erum á árbakkanum
Sú líking hefur verið notuð að
flokkurinn sé staddur úti í miðri á og
komi vel út í skoðanakönnunum og
því sé ekki rétt að skipta um knapa á
fremsta hestinum. En er flokkurinn
úti í miðri á eftir mörg ár í stjórn-
arandstöðu – þegar kastljósið hefur
beinst að óvinsælu fjölmiðla-
frumvarpi og umdeildum ákvörð-
unum ráðamanna um þátttöku Ís-
lendinga í Íraksstríðinu? Ég held
ekki. Ég held að flokkurinn sé
staddur á árbakkanum og bíði þess
eins að leggja út í ána. Þá þurfum
við að hafa knapa á fremsta hest-
inum sem fólkið fylgir, ekki bara
hluti þingflokksins heldur líka fólkið
í landinu, menn og konur.
Með óskum um gott gengi Sam-
fylkingarinnar í næstu alþingiskosn-
ingum.
Við þurfum forystu
sem á traust fólksins
Birgitta Bragadóttir fjallar
um formannskjör
Samfylkingarinnar ’Pólitík snýst líka ummenn, menn sem skapa
traust og hrífa fólk með
sér.‘
Birgitta Bragadóttir
Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Úrslitin úr
enska boltanum
beint í
símann þinn