Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.00
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
HÆTTULEGASTA
GAMANMYND ÁRSINS Sýnd kl. 6 m. ísl. tali,
Sýnd kl. 6 m. ensku tali
K&F X-FM
ÓÖH DV
WWW.BORGARBIO.IS
Ó.H.T Rás 2
FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY
FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY
ÓÖH DV ÓÖH DV
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Í fjölskyldu þar
sem enginn skilur
neinn mun hún
smellpassa í hópinn
Every family could use a little translation
Sýnd kl. 5, 8 og 10.45.
kl. 5, 8 og 10.45.
F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS
Sýnd kl. 4 og 6 m. ísl tali
Sýnd kl. 4, 6 og 8 m. ensku tali
Sýnd kl. 3.30 m. ísl tali
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
Will Smith er
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
S.V. MBL.
K&F X-FM
Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára.
S.V. MBL.
SIDEWAYS
Þ.Þ. FBl
Sýnd kl. 10.20 Sýnd kl. 8
B
est að segja það strax.
Bíómyndin sem ég
valdi til að sjá og
skrifa um að þessu
sinni var svo vond að
ég setti hana í samband við sér-
stæðan brandara sem ég heyrði
nýlega: Maður, sem þekktur er
fyrir að vera neikvæður, kemur í
boð. Húsfreyja snýr sér að nær-
stöddum og segir: Mér finnst eins
og það hafi fækkað hérna.
Já því miður, manni fannst
hreinlega eins og eitthvað væri frá
manni tekið við að sjá þessi ósköp.
(Þetta er stundum kallað „mann-
skemmandi“.) Þó getur verið nýti-
legt að brjóta til mergjar hvað er
svona vont við eina bíómynd – en
mun skemmtilegra og í rauninni
erfiðara að sjá hvað gerir listaverk
að listaverki, því það liggur ekki
eins í augum uppi
Hér verður ekki einu sinni haft
yfir hvað þessi bíómynd heitir sem
ég glæptist til að sjá, en hún er ný
og frönsk. Aðsókn góð og eitthvað
af góðum meðmælum.
Ég misskildi innihaldslýsinguna
gróflega og hélt að þetta væri
hánútímalegur tryllir. En það var
nú öðru nær, myndin fór út um
alla móa, aldrei hægt að vita hvert
stefndi og engin spenna um neinn
þátt framvindunnar. Persónurnar
voru leiðindagerpi, skítak-
arakterar og ofbeldisfólk, og sam-
böndin milli þeirra eftir því. Allt
við þær var ósannfærandi, hvort
sem það var ofbeldið, ástarlífið eða
metnaður á listasviðinu. Og allt
þetta ofbeldi og leiðindin í fólkinu
var líðilegt, því það var enginn til-
gangur í því.
Við bíófélagarnir, þrír í þetta
sinn, veltum því mjög fyrir okkur,
fyrir hvern svona mynd væri gerð
og komumst ekki að niðurstöðu.
En síðar gátum við ráðið í hvað
höfundum myndarinnar gekk til.
Það var huggun í því að borða
kínamat í lítilli götu rétt við stóra
torgið í Montpellier, og býsnast yf-
ir því að hafa þjáðst í bíóinu þar til
yfir lauk. En það eru ein áhrif
vondra mynda að þær eru lamandi
og valda því að bíófórnarlambið
hefur ekki þrek til að rísa úr sæti
og yfirgefa salinn. Andrúmsloftið
á veitingastaðnum var gott mót-
vægi við því sem á undan var
gengið, og umburðarlyndur þjónn-
inn tók því vel þegar aðspurðir
bíófélagarnir sögðust vera Kín-
verjar.
Þar sem mér er þvert umgeð að skrifa um alvond-ar myndir og nauðsynja-laust reyndar, þegar yfir
flóir af meistaraverkum, fyrr og
síðar, þá ætla ég að gera það fyrir
sjálfa mig og vonandi fleiri að
segja frá mynd sem mér finnst að
öll heimsbyggðin ætti að sjá. Það
getur heimsbyggðin reyndar látið
eftir sér, með mynddiskabylting-
unni, og ég lét það eftir mér ný-
lega að sjá hana aftur í því formi.
Hér á ég við Los Olvidados, eitt
helsta meistaraverk Buñuel,
spænska snillingsins. Hún er gerð
á Mexíkótímabilinu, árið 1950, og
fjallar um þarlend götubörn.
Myndin fjallar að vissu leyti um al-
gjört varnarleysi barna gagnvart
aðstæðum og því umhverfi sem
þau fæðast til. „Barátta hins illa
gegn hinu illa,“ er eitt af því sem
var skrifað um hana.
En Luis Buñuel fjallar umsitt efni úr hárná-kvæmri fjarlægð fráviðfangsefninu og sýn
hans er með súrrealísku ívafi, þar
sem grimmdin er yfirþyrmandi, en
þó alltaf sett fram af þeirri snilld
að það er hægt að skoða hana og
hugsa um hana.
Los Olvidados fékk helstu verð-
laun í Cannes á sínum tíma og hún
hefur ekki elst um eitt ár síðan þá,
að neinu leyti, hvorki form né inni-
hald. Það er gleðilegt, en hitt bæði
sorglegt og ótrúlegt að erindi Luis
Buñuel um börnin á öskuhaugum
heimsins sé orðið ennþá meira æp-
andi núna en það var fyrir ríflega
hálfri öld.
B í ó k v ö l d í M o n t p e l l i e r
Neikvætt bíókvöld
Atriði úr kvikmyndinni Los Olvidados.
Eftir Steinunni Sigurðardóttur
SÍGAUNADJASS í bland
við ýmsa ólíka strauma
vakti mikla lukku áheyr-
enda á NASA á laug-
ardaginn. Það var All-
iance française sem stóð
fyrir tónleikum með
djassgítarleikurunum og
bræðrunum Boulou og
Elios Ferré en frítt var
inn á tónleikana sem voru
opnir öllum.
„Sígaunatónlist nær
engan veginn að lýsa tón-
list Boulou og Elios Ferré. Sú tónlist er þeim þó í blóð borin því faðir þeirra,
Matelot Ferré, spilaði með Django Reinhardt, sem og frændur þeirra Baro og
Sarane. Sígaunadjassinn er þeim því hugleikinn en þeim hefur tekist að blanda
honum saman við aðra tónlist og skapa sér þannig eigin stíl,“ sagði í tilkynn-
ingu frá Af.
Bræðurnir hafa spilað tveir saman síðan 1978 og hafa þeir leikið á tónleikum
um allan heim. Disk þeirra Pour Django var hrósað af Barney Kessel og Chet
Baker. Á síðasta diski sínum Shades of a Dream, sem kom út á síðasta ári,
bræða þeir sígaunadjassinn saman við barokk og aðra tónlistarstrauma.
Vernharður Linnet, David Bell og Árni H.
Bjarnason klappa fyrir snillingunum.
Sígaunastemmn-
ing á NASA
Gísli Ragnar, Sigurður Rögnvaldsson og Gunnar Hilmarsson hlusta ein-
beittir á, en tveir síðarnefndu eru einnig gítarleikarar.
Morgunblaðið/Eggert
Boulou og Elios Ferré lærðu gítarleik af föður sínum frá unga aldri.
TÓNLISTARUNNENDUR voru
fljótir til þegar miðasala hófst á hina
árlegu bresku tónlistarhátíð Glast-
onbury. 112.000 miðar voru í boði í
ár og seldust þeir upp á innan við
þremur tímum, sem mun vera met í
sögu hátíðarinnar.
Í gærmorgun var opnað fyrir
miðasölu á Netinu og í síma, en mikil
áhersla var lögð á góðan undirbún-
ing fyrir söluna þar sem bók-
unarkerfið brást í fyrra og margir
urðu sárreiðir frá að hverfa. Í ár
mældust um 7,5 milljónir heimsókna
á vefsíðuna Aloud.com sem sá um
netsölu en auk þess tóku 100 manns
við bókunum í síma.
Glastonbury-tónlistarhátíðin í
Bretlandi er með þeim þekktari sem
haldnar eruí Evrópu. Í ár er meðal
annars von á listafólkinu Kylie Min-
ogue, Coldplay og White Stripes.
Uppselt á Glastonbury eftir þrjá tíma
Reuters
Hátíðargestir í hressum dansi á
Glastonbury í fyrra.
Tónlist | 112.000 miðar flugu út