Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 35
Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 553 2075 - BARA LÚXUS ☎  J.H.H. kvikmyndir.com  SV mbl Will Smith er Sýnd kl. 8 og 10.30  S.V. Mbl. Sýnd kl. 6 m. íslensku tali 400 kr. í bíó!*  Kvikmyndir.is. HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I R E E S E W I T H E R S P O O N Stjarnan úr Legally Blonde og Sweet Home Alabama í yndislegri mynd. VANITY THE SUMPTUOUS NEW FILM FROM MIRA NAIR Sýnd kl. 8 og 10.30  S.V. MBL.  K&F X-FM Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 Eileen Atkins, Jim Broadbent, Gabriel Byrne, Romola Garai, Bob Hoskins, Rhys Ifans, James Purefoy, Jonathan Rhys Meyers  FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára.  ÓÖH DV    SK DV JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10 B.I 16 ÁRA HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 6 m. íslensku taliSýnd kl. 8 og 10.10 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningarmerktar með rauðu JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6 með íslensku tali  S.V. MBL ÓÖH DV  K&F X-FM  Ó.H.T Rás 2      MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 35 úr hinni sprellfjörugu fjöl- skyldusýningu Klaufar og kóngs- dætur, sem byggist á ævintýra- heimi H.C. Andersens, litu við í afmælisveislunni. Auk þess lásu Gísli Marteinn Baldursson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Þórarinn Eldjárn uppáhaldsævintýri sitt eftir skáldið sem raunar leit við í eigin persónu! Þá gátu fingrafimir gestir spreytt sig í klippimyndagerð. FJÖLDI góðra gesta á ýmsum aldri mætti í Þjóðleikhúskjallarann á laugardag. Tilefnið var 200 ára af- mæli ævintýraskáldsins H.C. And- ersens en ýmsir listamenn komu fram. Persónur og tónlistarmenn Í afmæli hjá H.C. Andersen Þórarinn Eldjárn las ljóð eftir H.C. Andersen sem nefnist Gleraugun hennar ömmu. Ljóðið hefur líklega ekki verið þýtt áður. Morgunblaðið/Þorkell Gestir úr sýningu Þjóðleikhússins, Klaufar og kóngsdætur, litu inn. Fyrir miðju er H.C. Andersen sjálfur. Afmælisgestirnir voru á ýmsum aldri og fylgdust augljóslega vel með. ir þáttinn út en Eiríkur er fulltrúi Íslands í þættinum og skrafað er og skeggrætt um þessa vinsælu keppni. Erik Hawk í Iron Maiden? Eiríkur er afar fjölhæfur söngvari, nokkuð sem hann segir bæði sinn helsta kost og galla. Þess má geta aðEiríkur var orðaður við Iron Maiden á tímabili, og hefði þá leyst Bruce Dick- inson af sem hætti árið 1993. Höfundur þess- arar fréttar hefur oftar en einu sinni heyrt menn hvísla því að Eiríkur hefði ábyggileg leyst verkefnið betur af hendi en sá sem tók það vandasama starf að sér, Blaze nokkur Bailey. Eiríkur segir að lokum að hann hafi mjög gaman af því að koma til Íslands að syngja, með þessu haldi hann tengslum við ættjörðina og hann leggur áherslu á að koma hingað reglu- bundið í heimsókn. Hann segir að vel geti farið svo að þeir fé- lagar geri meira úr þessum tónleikum, fari jafn- vel með efnisskrána út á land síðar meir, enda hafi þeir tröllatrú á verkefninu. Eiríkur ætlar líka að flytja lög frá þunga- rokksferli sínum. Þannig verða nokkur lög af plötu Drýsils, Welcome to the Show, flutt og einnig lög frá því að Eiríkur söng með norsku þungarokkssveitinni Artch. „Þetta er órjúfanlegur hluti af mínum ferli,“ segir Eiríkur kankvís. Hann segir allt gott að frétta af sér en Eirík- ur lenti í klóm krabbameins fyrir nokkrum ár- um en hefur náð sér að fullu. „Jú jú … það er ýmislegt sem kemur upp á (hlær). Þetta var erfitt tímabil en í mínum huga var aldrei vafi á hvernig þetta myndi enda. Á miðju næsta ári verð ég laus undan reglulegum skoðunum. Þetta er að klárast.“ Eiríkur starfar nær eingöngu við tónlist úti, er í tveimur tökulagaböndum og það er nóg að gera segir hann. Auk þess starfar hann í hluta- starfi á vistheimili fyrir börn sem hafa fallið á milli þilja í kerfinu, en Eiríkur er kennari að mennt. „Við félagarnir í Artch höfum líka verið að koma saman við og við. Eftir að Netið kom til sögunnar kom í ljós að það var talsverð eft- irspurn eftir þeirri sveit, merkilegt nokk. Við höfum spilað nokkuð víða og svo virðist sem ein- hver nostalgía sé í gangi.“ Eiríkur mun einnig taka þátt í pallborðs- umræðum í Eurovisionþætti líkt og hann gerði í fyrra. Það er sænska ríkissjónvarpið sem send- NÆSTU helgi, dagana 8. og 9. apríl, treður rokksöngvarinn Eiríkur Hauksson upp á NASA ásamt hljómsveit og flytur lög sem hann hefur gert fræg á löngum ferli. Eiríkur hefur verið búsettur í Noregi um langa hríð, nánar tiltekið í Fredrikstad, og sló blaðamaður á þráðinn til hans og heyrði í hon- um hljóðið. „Þessi hugmynd kom upp og mér leist strax vel á þetta,“ segir Eiríkur. Við höfum aldrei safnað saman í einn pakka öllum þessum þekkt- ustu lögum. Ég hef aldrei átt einn feril á Íslandi heldur nokkra. Þetta er þungarokk, Eurovision og allt þar á milli.“ Lög sem munu hljóma eru m.a. „Gaggó vest“, „Sekur“ og „Gull“ auk þess sem komið verður við í Eurovisiongeiranum. „Við ætlum að rokka „Gleðibankann“ upp og jafnvel tökum við „Lífið er lag“ líka sem ég flutti með Módel á sínum tíma. Eða „Lífið er flag“ eins og við köllum það!“ Nær eingöngu í tónlist Bandið skipa auka Eiríks þeir Sigurgeir Sig- mundsson gítarleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Þórir Úlfarsson hljómborðsleikari og Arnar Gíslason trymbill. Tónlist | Eiríkur Hauksson á NASA um helgina „Welcome to the Show“ Eiríkur Hauksson, rokksöngvari af guðs náð. Forsala miða hófst á NASA á föstudaginn og kostar miðinn 2.200 krónur. Húsið er opnað kl. 21.00 en tónleikarnir hefjast kl. 22.00. Tónleikunum lýkur um miðnætti en þá mun hefðbundin dagskrá á NASA hefjast. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.