Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 31
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 31
Næsta laugardag fer fram í Laugardals-höll Norðurlandamót í hópfimleikum.Von er á hátt á fjórða hundrað kepp-endum, þjálfurum og dómurum. Tals-
verðar vonir eru bundnar við að íslensku sveit-
irnar, Stjarnan úr Garðabæ og Gerpla frá
Kópavogi standi fyrir sínu en Stjarnan varð í
fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í haust.
Þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlandamótið í
hópfimleikum fullorðinna er haldið hér á landi en
á síðasta ári var haldið hópfimleikamót unglinga
í Laugardalshöll. Tókst það í alla staði vel, að
sögn Önnu Möller, framkvæmdastjóra Fimleika-
sambands Íslands. Anna er á fullri ferð um þess-
ar mundir við undirbúning og skipulagningu
mótsins ásamt vaskri sveit fimleikafólks. Anna
segir undirbúning mótsins hafa staðið síðustu
mánuði.
„Auðvitað er mestur þungi undirbúningsins á
lokasprettinum, það er alltaf þannig, enda erum
við að taka á móti á fjórða hundrað manns, það
er keppendum, þjálfurum og dómurum,“ segir
Anna sem á von á fyrstu gestunum til landsins á
fimmtudag. Slegið verður upp eldhúsi fyrir alla
gestina í Laugardalshöll frá fimmtudegi til
sunnudags þegar keppendur halda til síns heima
á nýjan leik. „Það verður örugglega handagang-
ur í öskjunni í kringum það allt saman,“ segir
Anna.
„Keppnin verður þrískipt þar sem keppt verð-
ur í kvenna- og karlaflokki auk blandaðra liða.
Sum þessara liða sem hingað koma eru afar
sterk, þar á meðal norsk sveit sem varð Evr-
ópumeistari kvenna og danskar sveitir sem unnu
karlakeppni EM og keppni blandaðra sveita
karla og kvenna,“ segir Anna sem á von á hörku-
góðri skemmtun í Laugardalshöll á laugardag.
Anna segir hópfimleika vera nýlega grein inn-
an fimleikaíþróttarinnar og því hafi hún enn ekki
fest sig í sessi hjá Alþjóða fimleikasambandinu.
Hópfimleikum hafi hins vegar vaxið mjög fiskur
um hrygg innan Fimleikasambands Evrópu á
síðustu árum en greinin er upprunnin á Norð-
urlöndunum. „Þeim þjóðum er alltaf fjölga sem
hefja æfingar í hópfimleikum og ég reikna með
að innan fárra ára verði þetta orðin almenn
keppnisgrein á vegum alþjóða sambandsins. Sem
dæmi má nefna að mikill og vaxandi áhugi er í
Bandaríkjunum,“ segir Anna.
Báðar íslensku sveitirnar sem þátt taka í
mótinu eru skipaðar stúlkum en hópfimleikar
hafa ekki átt upp á pallborðið hjá körlum hér á
landi til þessa. „Við erum að gera okkur vonir
um að þetta mót verði til þess að kveikja áhuga
hjá piltunum. Hópfimleikar eru bráðskemmti-
legir og upplagður vettvangur fyrir þá sem vilja
draga saman seglin í einstaklingskeppni áhalda-
fimleikanna,“ segir Anna Möller.
Íþróttakeppni |Norðurlandamót í hópfimleikum haldið í Laugardalshöll
Bestu sveitir Evrópu mæta
Anna Möller hefur
verið framkvæmda-
stjóri Fimleika-
sambands Íslands (FSÍ)
síðastaliðin níu ár. Hún
hefur starfað innan
fimleikahreyfing-
arinnar í tvo áratugi en
áður en hún tók við nú-
verandi starfi var hún
formaður fimleikadeild-
ar í Garðabæ um nokk-
urt skeið og átti einnig
sæti í stjórn FSÍ. Anna
er gift Stefáni Hafsteinssyni og eiga þau þrjár
dætur og tvær dótturdætur.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14
vinnustofa og leikfimi kl. 9, boccia kl.
10 hár- og fótsnyrtistofan opin alla
daga til kl. 16.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna
kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30, mynd-
list kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, bútasaumur, samverustund,
fótaaðgerð.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 10–13.45 leikfimi kl. 11.15–
12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 13–16
samverustund með Guðnýju, kl. 14.30–
15.30 kaffi.
FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, miðviku-
dagur 6.apríl kl. 13–16 myndlist-
arnámskeið, framhald. Bjarni á Jörfa
mætir með nikkuna. Spilað, teflt,
spjallað og hlegið. Kaffiveitingar að
hætti Álftnesinga.
FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mánu-
dagur 4. apríl, kl. 13–16. Spilað, teflt,
spjallað. Handavinnuhornið. Kaffiveit-
ingar.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30.
Leshringur kl. 14, umsjón Sólveig
Sörensen. Línudanskennsla byrjendur
kl. 18. Samkvæmisdans framhald kl.
19. og byrjendur kl. 20.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10 og kl. 11.
Bókband kl. 10 og postulín kl. 13, pílu-
kast og spilað í Garðabergi kl. 12.30,
tölvur í Garðaskóla kl. 17.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Kl. 10.30 sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá
hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.30 kór-
æfing hjá Gerðubergskór. Allar uppl.á
staðnum og í síma 575 7720 og
www:gerduberg.is.
Furugerði 1 | Í dag kl. 9, aðstoð við
böðun, bókband og alm. handavinna.
Kl. 13 sagan og kl. 14, leikfimi. Enn eru
laus pláss í bókbandinu. Allir velkomn-
ir.
Háteigskirkja | Kvenfélag Háteigs-
kirkju. Farið verður í vorferð að
Stokkseyri og Eyrarbakka þriðjudag-
inn 5. apríl frá Setrinu kl. 16.30. Skrán-
ing eftir mánudag í síma 511 5405.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun,
keramik, perlusaumur, kortagerð og
nýtt t.d. dúkasaumur, dúkamálun,
sauma í plast, kl. 10 fótaaðgerð og
bænastund, kl. 12 hádegismatur, kl.
13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl.
9, pútt og ganga kl. 10, tréútskurður kl.
13, félagsvist kl. 13:30 og Gaflarakór-
inn kl. 17:00.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–16 glermálun o.fl. hjá Sigrúnu,
jóga kl. 9–11, frjáls spilamennska kl. 13–
16, böðun virka daga fyrir hádegi.
Fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Betri stofa og Listasmiðja kl.
9 –16. Handverk og framsögn. Banki kl.
10 –10.30. Félagsvist kl. 13.30. Skrán-
ing í námskeið í framsögn. Kennari:
Soffía Jakobsdóttir leikari og aðjúnkt
við KHÍ. Námskeið í þæfingu. Skráning
hafin. Uppl. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á morgun kl. 9:30.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10
ganga, kl. 13–16.30 opin vinnustofa,
kl.9 opin fótaaðgerðastofa.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 opin fótaað-
gerðastofa, kl. 9 smíði, kl. 13 opin
vinnustofa.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Bridds í kvöld kl.
19:00 í félagsheimilinu.
Vesturgata 7 | Kl 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi.
kl. 11.45–12.45 hádegisverður. kl. 13–16
kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | TTT–starf (5.–7.
bekkur) kl. 15–16.
Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf 6–7.
bekkur. Alla mánudaga kl. 16.30–17.30.
Æskulýðsstarf f. 8.–10. bekk, alla
mánudaga kl. 20-22.
Grafarvogskirkja | KFUK í Graf-
arvogskirkju kl. 17:30–18:30 fyrir
stúlkur 9–12 ára. KKK – Kirkjukrakkar í
Engjaskóla kl. 17:30–18:30 fyrir 7–9
ára.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Hjóna-
Alfa kl. 19 með Hafliða Kristinssyni,
fjölskyldu- og hjónaráðgjafa. Í kvöld
hefst 1. kvöldið af 6. www.gospel.is.
Einnig er þátturinn „vatnaskil“ sýndur
á Omega kl. 20:00.
KFUM og KFUK | AD KFUK fundur
þriðjudagskvöld kl. 20 á Holtavegi 28.
Kristín Sverrisdóttir, kennari og náms-
ráðgjafi, segir frá Kvöldskóla KFUM.
Kaffi. Allar konur velkomnar.
Laugarneskirkja | Kl. 18:00 Opinn 12
sporafundur í safnaðarheimilinu. Vinir
í bata. Kl. 20:00 Kvenfélag Laug-
arneskirkju heldur afmælisfund. Allar
konur hjartanlega velkomnar í góðan
félagsskap. Sjá: laugarneskirkja.is.
Morgunblaðið/ÓmarAkureyrarkirkja
Heimssýningin í Japan
NÚ þegar hin glæsilega heimssýning
(að sagt er) er sett upp í Japan, er
þess að minnast að 15. mars 1970 var
opnuð stórkostleg Heimssýning í
Osaka í Japan. Ég var staddur þar,
en náði ekki að sjá sýninguna fyrr en
í júlí.
Um sama leyti er við vorum stadd-
ir í Kobe, sem er hafnarborg um 100
km vestur af Osaka, nálgaðist hvirf-
ilvindur, Olga að nafni, strendur Jap-
ans úr SA-lægri átt og hélt upp Kii
Suido-flóann. Allt var gert til að skip
yrðu ekki fyrir skakkaföllum, sem
urðu samt en smávægilegri en við var
búist. Í dagbók minni mun veðurofs-
inn hafa verið 32–36 m/s eða ofsa-
veður. Var talið, að héldi Olga áfram
norður og upp flóann, ylli hún slíkum
skemmdum að sýningin eyðilegðist
að fullu. Á einhvern undraverðan hátt
slotaði veðrinu skyndilega um
8-leytið að kvöldi, og klukkustund síð-
ar var komið ágætis veður. Er talið
að Olga hafi lent á fjallgarði á austur-
strönd Toku Shima og sprungið, en
þar er hár fjallgarður.
Hvirfilvindar valda oftast nær
miklum skaða þar sem þeir fara yfir,
þó fer það hverju sinni eftir styrk-
leika þeirra. Þeir eru ekki síður mikl-
ir austur þar en í Karíbahafi og hef ég
lent í slíkum á báðum stöðum, ekki
síst Hugo t.d. sem gekk yfir Charlest-
on á Flórída og olli slíkum skemmd-
um að orð fá varla lýst.
Japanir voru frumkvöðlar og
fremstir í styrkingu húsa til að mæta
slíkum veðrum og mun Júlíus Sólnes,
prófessor, vera sá fyrsti sem nam
byggingaverkfræði með jarðskjálfta
sem sérfag í Japan. Sagt er að sú
Heimssýning sem nú hefur verið opn-
uð í Japan standi öllum öðrum fram-
ar. Japanir eru snjallir í hverju sem
er og hafa verið öðrum Asíulöndum
fremstir, að mínu áliti, allt frá 1960 er
ég kom þangað fyrst og margoft síð-
an.
Svanur Jóhannsson.
Ríkisstarfsmenn
heimaríkir
ÉG velti því fyrir mér hvort það séu
aðallega ríkisstarfsmenn sem gerast
heimaríkir þegar nýr maður er ráð-
inn í hópinn. Ég hef unnið á ýmsum
stöðum um ævina og minnist þess
ekki að fólk væri með uppsteyt þótt
nýtt fólk væri ráðið, jafnvel með enga
starfsreynslu. Frjálsu stöðvarnar
reka og ráða fólk án þess að allt logi í
illdeilum. Það er löngu tímabært að
fólk fái að ráða því sjálft hvað það kýs
að hlusta og horfa á og borgi sam-
kvæmt því. Líklega væri gott fyrir
skattgreiðendur að tekið sé ærlega til
í bákninu. Það er enginn ómissandi.
Guðrún Magnúsdóttir.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
SAMRÁÐSFUNDUR goða og
Lögréttu Ásatrúarfélagsins
sem haldinn var á Sauðárkróki
dagana 2.–4. apríl ályktar:
Ásatrúarfélagið mun beita
sér fyrir auknu jafnrétti í
trúarbragðafræðslu innan
grunnskólans á næsta skólaári.
Umræða um trúarbragða-
fræðslu í skólum hefur leitt í
ljós að mikið ójafnvægi er á að-
komu einstakra trúfélaga í
skólunum og réttur ungmenna
þessa lands til að kynnast mis-
munandi lífsskoðunum og
menningarheimum fyrir borð
borinn.
Félagið mun því bjóða upp á
kynningu á heiðnum sið og
væntir þess að þessi nýjung
verði innlegg í að auka skilning
og umburðarlyndi milli trúar-
bragða í landinu.
Héðan í frá mun félagið
kynna siðfestu að heiðnum sið
sem raunhæfan kost í stað
kristinnar fermingar.
Ásatrúar-
menn álykta
HINN 18. mars sl. var úthlutað
starfslaunum Launasjóðs fræðirita-
höfunda fyrir árið 2005, til úthlut-
unar á árinu voru 10,4 milljónir
króna.
Meginhlutverk sjóðsins er að auð-
velda samningu bóka og verka í staf-
rænu formi til eflingar íslenskri
menningu. Rétt til að sækja um
starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar
alþýðlegra fræðirita, handbóka og
viðamikils upplýsingaefnis á ís-
lensku í ýmsu formi.
Samtals bárust 59 umsóknir um
starfslaun í ár. Sjö rithöfundar
fengu að þessu sinni starfslaun í sex
mánuði. Þau eru:
Björn Hróarsson: Íslenskir
hraunhellar.
Erla Hallsteinsdóttir: Íslenski
hluti þýsk-íslenska og íslensk-þýska
orðtakasafnsins.
Halldór Guðmundsson: Þórberg-
ur og Gunnar – líf tveggja skálda.
Ingunn Ásdísardóttir: Gyðjan
eina? Leitin að rótum norrænu höf-
uðgyðjanna tveggja, Friggjar og
Freyju.
Jakob F. Ásgeirsson: Ævisaga
Bjarna Benediktssonar forsætisráð-
herra.
Ólafur Páll Jónsson: Skýringar í
vísindum.
Þorvaldur Kristinsson: Ævisaga
Lárusar Pálssonar, leikara og leik-
stjóra.
Starfslaun til
fræðiritahöfunda
DR. DAN Goodley heldur opinber-
an fyrirlestur fimmtudaginn 7. apríl
kl. 16 á vegum félagsvísindadeildar
Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda.
Fyrirlesturinn fjallar um sögur
foreldra fatlaðra ungbarna og
byggist á viðamikill rannsókn sem
unnið er að í Bretlandi. Sagt verður
frá hvernig reynsla það var fyrir
foreldrana að fá vitneskju um
greiningu barnsins, rýnt í þann
margbreytilega skilning sem hug-
tökin „fötlun“ og „skerðing“ hafa og
hvernig foreldrarnir takast á við
umönnun barnsins. Í rannsókninni
kemur fram að foreldrar leggja oft
mikla áherslu á að skapa jákvæða
mynd af barninu, þrautseigju þess,
lífi og möguleikum í framtíðinni.
Þessi sýn foreldranna er oft í mót-
sögn við sjónarhorn fagfólksins
sem horfir fyrst og fremst á skerð-
ingu og takmarkanir barnsins. Slík
afstaða fagfólks gerir það að verk-
um að foreldrar eiga stundum erfitt
með að líta á þjónustu þess sem
styðjandi og hjálplega. Það virðist
því kannski þörf á að fagfólk endur-
skoði ýmsar ríkjandi skoðanir og
hefðbundna faglega afstöðu. Nánari
upplýsingar um rannsóknina eru á
http://www.shef.ac.uk/-
inclusive-education/disabled-
babies/.
Dr. Dan Goodley er félagsfræð-
ingur og dósent í fötlunarfræði við
Háskólann í Sheffield í Bretlandi.
Hann hefur birt fjölda rita um
rannsóknir sínar á sviði fötlunar og
um beitingu lífssöguaðferða í rann-
sóknum.
Foreldrar fatlaðra
ungbarna
Fjölskyldu-
sögur