Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 33
Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is
Miðasala í síma 568 8000 -
og á netinu: www.borgarleikhus.is
4. apríl
Mönnum fellur vel við konur sem skrifa. Jafnvel þótt þeir segi það
ekki. Rithöfundur er framandi land.
Marguerite Duras
Koldimmur sjórinn
svartur fjallabálkur
skærlit húsin
fremst á bakkanum
Særokið sveipast yfir húsin
vot og gagnsæ slæða
til hlífðar
móti nóttinni
Gyrðir Elíasson: Af Ströndum
Árbók bókmenntanna
Í tilefni af viku bókarinnar 19.–25.apríl mun Félag íslenskra bókaút-
gefenda gefa út bók sem bóksalar munu afhenda viðskiptavinum sín-
um að gjöf þessa daga. Bókin nefnist Árbók bókmenntanna og er
skipt niður á alla daga ársins og er birt ljóð eða tilvitnun í einn eða
fleiri höfunda sem afmæli eiga þann dag. Ritstjóri bókarinnar er
Njörður P. Njarðvík. Morgunblaðið mun birta tilvitnun dagsins til
loka viku bókarinnar.
Gyrðir Elíasson
Hvar endar maður
er heiti nýrrar
ljóðabókar eftir
Jónas Þorbjarn-
arson sem JPV út-
gáfa hefur gefið
út.
Jónas Þorbjarn-
arson er fæddur á
Akureyri og ólst
þar upp. Hann
lauk 6. stigs prófi í
klassískum gítarleik frá Nýja tónlistar-
skólanum 1982, BS-prófi í sjúkra-
þjálfun frá Háskóla Íslands 1985 og
lærði heimspeki við HÍ 1988–1990.
Hann hefur starfað sem land-
vörður, blaðamaður, þjónn og sjúkra-
þjálfari, en fengist að mestu við rit-
störf frá 1989. Hann hefur sent frá
sér sex ljóðabækur. Ljóð hans hafa
verið þýdd á ensku, kínversku,
frönsku og galisísku.
Hvar endar maður er 58 bls. Jón
Ásgeir hannaði kápu.
Ljóð
TITILL smásagnasafns japanska
rithöfundarins Haruki Murakami,
Eftir skjálftann, skírskotar til mann-
skæðs jarðskjálfta sem varð í Kobe í
Japan fyrir sléttum áratug. Smásög-
urnar í safninu eru sex og gerast allar
í febrúar, mánuði eftir skjálftann.
Áhrifa hans gætir á líf allra söguper-
sónanna sem þó voru hvergi nærri
þegar skjálftinn reið yfir. Tveimur
mánuðum eftir skjálftann mikla gerði
sértrúarsöfnuður nokkur gasárás á
fjölda manns í neðanjarðarlestarstöð
í Tókýó. Murakami, sem þá bjó í
Bandaríkjunum, sneri hið bráðasta
aftur til föðurlandsins og skrifaði
bókina Underground þar sem hann
tók m.a. viðtöl við fórnarlömb árás-
arinnar og meðlimi sértrúarsafnaðar-
ins. Neðanjarðaröfl eru honum því
greinilega hugleikin og eins og kunn-
ugt er búa Japanir á jarðskjálfta-
svæði og þekkja vel ógnir tröllslegra
afla undir yfirborði jarðar. Í súrreal-
ísku smásögunni, Ofur-froskur
bjargar Tókýó taka þau á sig mynd
risavaxins orms sem liggur í dvala
undir borginni og skekur jörðina
þegar hann reiðist. Og í titilsögu
safnsins á frummálinu, Öll guðs börn
geta dansað, er sérkennileg sýn á
neðanjarðaröflin: „… þá fór hann allt
í einu að hugsa um það sem lægi graf-
ið langt niðri í jörðinni sem hann stóð
á svo traustum fótum: ógnvænlegir
skruðningar hins dýpsta myrkurs,
leynd fljót sem flyttu þrár, slímug
kvikindi sem iðuðu, felustaðir jarð-
skjálfta sem biðu þess að leggja
heilar borgir í rúst. Allt þetta átti
einnig sinn þátt í að skapa takt jarð-
arinnar“ (75).
Sögurnar í safninu eru áhrifamikl-
ar í kyrrð sinni og tilgerðarleysi.
Undir yfirborðinu eru þær tilfinn-
ingaríkar án væmni eða helgislepju
og taka á sammannlegu
og sígildu efni. Í þeim
eru svipuð þemu og í
skáldsögum Murakami:
einmanakennd og rót-
leysi, höft og höfnun,
djass og dularfullar kon-
ur, ást(leysi) og und-
arleg vináttubönd.
Fyrsta sagan, Fljúgandi
furðuhlutur í Kushiro,
er dæmigerð Murakam-
isaga. Komura er mynd-
arlegur sölumaður í
ágætum efnum og ham-
ingjusamlega giftur –
eða svo heldur hann.
Eftir að eiginkonan hef-
ur horft á jarðskjálftafréttirnar í
sjónvarpinu í fimm daga samfleytt
fer hún frá honum á þeim forsendum
að hann sé innantómur og gefi henni
ekkert af sjálfum sér. Í ráðleysi sínu
gerir Komura sér ferð til Kushiro
með lítinn og laufléttan pakka sem
hann er beðinn fyrir. Líf hans allt ein-
kennist af doða, honum er sama hvert
hann fer, veit ekki hvort hann er
svangur eða ekki og man varla til
þess að hafa hlegið nýlega. Í Koshiro
hittir hann tælandi konu sem færir
honum nýjan boðskap og vekur jafn-
framt með honum undarlega ofbeld-
ishvöt (30). Pakkinn, sem Komura
kom samviskusamlega til skila, er
táknrænn fyrir hann sjálfan; ann-
aðhvort innihélt hann það sem eig-
inkona hans fyrrverandi þráði heitast
en hann afhenti öðrum umhugs-
unarlaust, eða hún hafði rétt fyrir
sér; að hann var galtómur. Í lok sögu
sér Komura að þótt hann sé kominn
um langan veg er hann algjörlega á
byrjunarreit í lífi sínu. Landslag með
straujárni fjallar um undarlega vin-
áttu hávöxnu stúlkunnar Junko og
furðufuglsins Miyake (frá Kobe) sem
hittast til að horfa saman á logandi
bálköst úr rekaviði í fjörunni sem
Miyake reisir af furðulegri áráttu.
Bæði eru einmana og hafa yfirgefið
fjölskyldu sína en upplifa samkennd
við að horfa á eldinn breiðast út um
köstinn. Junko finnur
fyrir óbærilegum tóm-
leika og þegar Miyake,
sem trúir henni fyrir því
að hann óttist það eitt að
deyja innilokaður í ís-
skáp, ámálgar við hana
eins og ekkert sé að þau
gætu t.d. dáið saman
segir hún: „Ég hef aldrei
nokkurn tímann hugsað
um hvernig ég myndi
deyja … Ég get ekki
hugsað um það. Ég veit
ekki einu sinni hvernig
ég á að lifa“ (50). Sagan
er mögnuð og átakanleg,
frumöflin eldur, loft og
vatn mynda umgjörð eða leikmynd
meðanlífslöngun persónanna slokkn-
ar og kuldi og myrkur taka völd.
„Þeir eru undarleg og dularfull
fyrirbæri, ekki satt – jarðskjálftar?
Við göngum að því sem gefnu að jörð-
in undir fótum okkar sé traust og
stöðug. Við tölum jafnvel um að fólk
sé ‘jarðbundið’ eða sé með báða fætur
á jörðinni. En svo sjáum við skyndi-
lega einn góðar veðurdag að svo er
ekki. Jörðin, klettarnir, sem eiga að
vera svo traustir, breytast allt í einu
og verða eins og grautur …“ (85) seg-
ir Nimit, bílstjórinn dularfulli í sög-
unni Taíland. Svo virðist sem Mura-
kami hafi snúið baki að mestu við
fantasíunni eftir hörmungarnar í
Japan og hallað sér æ meir að sál-
fræðilegri samfélagsrýni. Smásagna-
formið hentar vel til að bregða upp
myndum af mörgum ólíkum per-
sónum, einskonar þverskurði af sam-
félaginu. Jarðskjálftinn í Kobe og
gasárásin í Tókýó eru ekki aðeins
harmleikur sem hefur áhrif á ein-
staklinginn heldur breytir hann ein-
hverju í grundvallarþáttum þjóð-
félagsins, í hinni japönsku þjóðarsál.
Skjálftinn mikli hristir upp í lífi sögu-
persónanna og breytir stefnu þeirra
varanlega – eftir skjálftann lifna þær
fyrst við.
Undir yfirborðinu
Steinunn Inga Óttarsdóttir
BÆKUR
Smásögur
eftir Haruki Murakami. Uggi Jónsson
þýddi. Bjartur 2004.
Eftir skjálftann
Haruki Murakami
„TÓNSPROTINN“, hin nýja tón-
leikaröð SÍ, ber skemmtilega tví-
rætt nafn, og vísar afleidda merk-
ingin til nýjabrumsins, hinna
yngstu hlustenda sem vonandi
eiga eftir að spretta upp og mynda
sterkan framtíðarstofn undir dýr-
ustu list allra lista. Eins gott að
einhverjir sinni því bráðnausyn-
lega verkefni að rækta tóngarð
komandi kynslóða, einkum meðan
grunnmenntakerfi landsins lætur
undan síga fyrir núríkjandi bók-
stafstrú á einkavæðingu sem allra
meina bót. Því fráleitt eru enn all-
ir krakkar jafnheppnir að eiga
bæði efnaða og menningarsinnaða
foreldra – ekki einu sinni á góð-
æristímum.
Hitt er svo annað mál og sízt
auðleystara hvaða efni skal velja
við hæfi ungviðisins. Sinfónísk úr-
valsverk sem höfða sérstaklega til
barna eru nefnilega sorglega fá.
Tilboð SÍ á 200 ára afmæli æv-
intýraskáldsins H.C. Andersens
(1805–75) þennan laugardag var
því að vanda umdeilanlegt en ef-
laust valið af beztu vitund og vilja.
Litla James Bond-forleiksins í
upphafi var ógetið í tónleikaskrá
og kom flestum í opna skjöldu. Né
heldur minnir mig að að höfundur
og/eða útsetjari hafi verið nefndur
á nafn í kynningu hljómsveit-
arstjórans. En númerið var alltj-
ent hressilegt, þótt trommusettið
væri of hávært og rafgítarinn
vantaði í alkunna la-tí-la-do-
stefinu. Veigameiri breyting frá
prentaðri vetrardagskrá og sömu-
leiðis óskýrð var að Eldfærin eftir
Bent Lorenzen féllu niður og í
staðinn kom tónverk landa hans
Fuzzys við annað ævintýri úr
fyrsta hefti H.C. Andersens frá
1835, þ.e. Förunautinn (Rejse-
kammeraten).
Áður en að því kom var flutt
Nýársnótt Árna Björnssonar
(1905–95), eins hinna örfáu ís-
lenzku nýklassisista, er samið var
fyrir samnefnt leikrit Indriða Ein-
arssonar og frumflutt við vígslu
Þjóðleikhússins 1950. Var það
allra þokkalegasta spilað. Síðan
var „A Young Person’s Guide to
the Orchestra“ frá 1946 eftir
Benjamin Britten (1913–76);
heimsþekkt verk og hefur einnig
verið margflutt hérlendis undir
hinu ágæta heiti „Hljómsveitin
kynnir sig“. Það byggist á 270 ára
eldra stefi Purcells við leikritið
Abdelazar og eru tilbrigði þess
notuð til að kynna hin ýmsu hljóð-
færi, endandi á stórbrotinni hljóm-
sveitarfúgu. Meðal staðbundinna
hápunkta var furðuelegant og
hnífsamtaka paso doble kontra-
bassahópsins.
Loks var alllangt (35’) nýlegt
verk eftir afkastamikla danska
altmúlíg-tónskáldið og vinnualkann
Fuzzy (alías Jens Wilhelm Ped-
ersen) flutt undir öruggri stjórn
Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Haft ku eftir Fuzzy að „sjónvarpið
geri þig þekktan, kvikmyndin rík-
an og leikhúsið hamingjusaman“.
Förunauturinn sýndi enda mikla
faglega reynslu í litríkri orkestr-
un, þó að eftirminnilegar laglínur
væru af skornari skammti. Hins
vegar áttu ágæt kynning Arnar
Árnasonar og hljómlist Fuzzys því
miður til að trufla hvor aðra, enda
gafst of sjaldan ráðrúm í iðulega
háværri músíkinni til að hleypa
hinum heljarlanga taltexta að með
góðu móti. Sennilega hefði verkið
notið sín mun betur sem tónlist við
þögula kvikmynd um klassíska æv-
intýrið.
Kvikmyndatónlist án kvikmyndar
TÓNLIST
Háskólabíó
Tveggja alda minning H.C. Andersens.
Árni Björnsson: Forleikur að Nýjársnótt-
inni, Britten: Hljómsveitin kynnir sig.
Fuzzy: Förunauturinn. Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Stj. Guðmundar Óli Gunnarsson.
Laugardaginn 2. apríl kl. 15.
Sinfóníutónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
FÉLAG íslenskra bókaútgefenda
hefur undanfarin sex ár staðið fyrir
Viku bókarinnar í tengslun við al-
þjóðadag bókarinnar og höfund-
arréttar sem er 23. apríl. Í ár er
Vika bókarinnar unnin í nánu sam-
starfi við Rithöfundasamband Ís-
lands og stendur frá 19.–25. apríl.
Að sögn Benedikts Kristjáns-
sonar, framkvæmdastjóra Félags
íslenskra bókaútgefenda, eru ýmsir
fastir liðir á dagskrá en auk þess
munu fjölmargir aðilar standa
fyrir viðburðum þessa daga.
„Upplýsingar um
atburði vikunnar
eru að berast
skrifstofu Félags
íslenskra bókaút-
gefenda og verð-
ur tilkynnt um
ítarlega dagskrá
þegar nær dreg-
ur.
Við óskum sér-
staklega eftir því
að þeir aðilar, hvar sem er á land-
inu, sem standa að menning-
artengdum viðburðum dagana 19.–
25. apríl nk. sendi upplýsingar sem
allra fyrst til okkar er að Viku bók-
arinnar standa, svo koma megi
þeim að í auglýsingum og kynn-
ingum sem sendar verða fjöl-
miðlum.“
Allar frekari upplýsingar veita
skrifstofur Félags íslenskra bóka-
útgefenda og Rithöfundasambands
Íslands.
Vika bók-
arinnar í
undir-
búningi
Benedikt
Kristjánsson
YORIKO Mizuta, sýningarstjóri á
Hokkaido Museum of Modern Art í
Japan, flytur fyrirlestur um jap-
anska nútímalist í LHÍ í Laugarnesi
þriðjudaginn 5. apríl kl. 12.30, stofu
024.
Yoriko Mizuta er stödd hér vegna
Alþjóðlegs glerlistarþings 2005, sem
haldið verður í Gerðarsafni, Kópa-
vogi 1.–4. apríl.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku.
Japönsk nútímalist