Morgunblaðið - 04.04.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú þarf „frelsarinn“ bara að klára málið, svo allir geti unað glaðir við sitt aftur.
Jón Loftsson skóg-ræktarstjóri segirástand skóga í land-
inu almennt ágætt í hinu
snemmbúna vori og þeir
lítið farnir að taka við sér.
„Það eina sem er trjánum
hættulegt í bili er sól og
vindur,“ segir Jón. „Það
sér á ungri furu sem ekki
er búin að ná miklu rót-
arkerfi. Hún þornar, því
ræturnar eru fastar í
frosti og ná ekki raka á
móti því sem vindurinn
svíður. Þetta sér maður
sums staðar, en þar sem
furan er í skjóli sér ekkert á
henni.“
Jón segist merkja að vorkoma
verði æ fyrr með hverju árinu sem
líður. „Veðurminni er nú stysta
minni sem mannskepnan hefur,
en okkur finnst við verða vör við
hlýnun í veðurfari, þó ég geti ekki
stutt það með beinum tölum.
Þessi breyting felst í því að vet-
urnir verða óstöðugri og áföll á
vetri og snemma vors er það sem
við erum hrædd við. Unnið er með
tegundir sem þurfa ekki mikinn
hita til að brjóta, þ.e. fara af stað,
og eru af svæðum þar sem yfirleitt
eru hlý og stutt sumur. Þannig að
ef þau fá þessi hlýindi á veturna
og síðan kuldakast eftir það eru
menn í vondum málum.“
Samkvæmt gögnum Þrastar
Eysteinssonar hjá Skógrækt rík-
isins var blómgun hafin á lerki á
Fljótsdalshéraði um eða fyrir
miðjan mars í fyrra. Lerkið er því
tveimur vikum seinna til að bera
brum þetta árið, þrátt fyrir að
mönnum þyki nóg um snemm-
komið vor.
Guðmundur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Héraðsskóga, segir
skóga líta vel út og virðist sem
frostið í vetur hafi haldið aðeins
aftur af trjánum, þrátt fyrir mikil
hlýindi undanfarið. Það er fyrst
og fremst lerki yst á Héraði sem
komið er vel af stað að sögn Guð-
mundar, en lerkið er jafnframt sú
tegund sem viðkvæmust er fyrir
kulda. Menn hafi þó fyrir hönd
gróðursins áhyggjur af árlegu
maíhreti á Héraði.
Árstíðirnar að færast til
Guðrún Á. Jónsdóttir líffræð-
ingur og forstöðumaður Náttúru-
stofu Austurlands í Neskaupstað
segir heilmikið vaknað af gróðri á
Austfjörðum, krókusar spretti í
görðum, brum sé á trjám og far-
fuglar verði æ fyrirferðarmeiri.
„Mín reynsla er að gróður vaknar
heldur fyrr við sjávarsíðuna en á
Héraði. Það er minna næturfrost
við sjávarsíðuna á vorin og þá fer
gróður af stað meðan kannski
frystir á Héraði og hægir á þar.
Síðan þegar fer að hlýna verulega
kemur oft þoka við ströndina og
kælir hjá okkur og þá tekur Hér-
aðið forystu þegar hættir að frjósa
þar á nóttum. Það er nokkuð
skrítið að það vorar oft vel hér
eystra í mars og apríl. Í maí og
júní geta aftur komið vetrarveður
og eftir það brestur á með hvín-
andi sumri sem varir stundum
fram að jólum. Maður veltir því
fyrir sér hvort þetta sé að fara
hringinn veðurfarslega.“
Helgi Hallgrímsson náttúru-
fræðingur á Egilsstöðum segist
hafa tekið eftir því að vorið hafi
verið fyrr á ferðinni frá aldamót-
unum síðustu. „Það sem er að
marka er jöklarnir og þeir hopa
hratt núna,“ segir Helgi og bætir
við að gróður sé þó svo stutt á veg
kominn að ekki sé orð á því ger-
andi. „Svona veðurfarssveiflur
eru þekktar og ’63 og ’64 var eng-
inn vetur og vorið kom mjög
snemma. ’63 kom ógurlegt páska-
hret og þá sveiflaðist úr 10 stiga
hita í 9 stiga frost á einum sólar-
hring og eyðilagði töluvert af
trjám, einkum sunnanlands. Það
sem er óvenjulegt nú er að vor-
koma skuli vera svo snemma sem
raun ber vitni ár eftir ár.“
Planta 1,5 milljónum trjáa
Útplöntun trjáa eystra hefst
um miðjan maí og á að planta
rúmlega tólfhundruð þúsund trjá-
plöntum á Fljótsdalshéraði innan
Héraðsskógasvæðisins. Þrjú-
hundruð þúsund plöntum til við-
bótar verður plantað í Austur-
landsskóga, á svæðinu norðan frá
Bakkafirði og suður í Álftafjörð,
einkum í Berufirði, Vopnafirði og
Álftafirði. Tegundavalið í útplönt-
un er að breytast og lerki nú notað
í ríkara mæli en áður vegna góðra
vaxtarskilyrða fyrir tegundina.
Reynt er að blanda skógana
meira, bæði á jöðrum skógreita og
einnig til að hlífa sérstæðu lands-
lagi við að fara í kaf af trjágróðri.
Þá er fura nú gjarnan gróðursett í
skjóli af lerkitrjám og dafnar þar
vel. Um miðjan apríl ætla skóg-
ræktarmenn á Héraði að kanna
hvort ástæða sé til að hafa áhyggj-
ur af mikill jarðyglu í sumar, en
það er sníkjudýr sem fór t.d. mjög
illa með birkið í fyrrasumar og
hefur áður gert óskunda. Yglur
eru verstar fyrir litlar plöntur
með lítið rótarkerfi, en hafa
snöggtum minni áhrif í stórum
skógi eða vöxnum trjám.
Guðmundur Ólafsson hjá Hér-
aðsskógum segir menn tala um að
þegar þrösturinn fari að narta í
jarðveginn í móum og á engjum á
þessum tíma sé það merki um að
verði jarðygla. Frost hafi hins
vegar verið töluverð í vetur og
ætti því að draga úr sníkjudýrum.
Fréttaskýring | Vorhret og gróður
Tíðirnar hnik-
ast til í árinu
Óttast áhrif vorhreta og kulda á gróður
sem vaknar nú sem óðast snemmvors
Lerki laufgast á Héraði.
Það vorar æ fyrr í árinu og
gróðurinn fylgir á eftir
Þurr skal hann þorri, þeysin
góa, votur einmánuður og mun
þá vel vora segja gömul munn-
mæli. Ekki er örgrannt um að
mönnum þyki vora snemma á
Austurlandi þetta árið. Tré eru
tekin að blómgast og óttast menn
eins og jafnan í slíku árferði að
vorhret geti orðið gróðri skeinu-
hætt. Sagt var fyrrum að góu-
gróður væri aldrei góður og ætti
jafnan í vök að verjast fyrir kuld-
um og hreti einmánaðar.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
„AÐ búa til súkkulaði er eins og að
búa til vín. Vínið snýst um þrúg-
urnar en súkkulaðið um baun-
irnar,“ segir Stéphane Orain,
svissneskur súkkulaðisérfræðingur
sem staddur hefur verið hér á
landi undanfarið til að kynna sviss-
neskt og franskt súkkulaði. Hann
segir að samkvæmt svissneskri
súkkulaðihefð sé lögð áhersla á að
velja kakóbaunir frá ólíkum land-
svæðum og að súkkulaðigerðar-
maðurinn blandi saman baunum
frá mörgum landsvæðum til að ná
fram því bragði sem sóst er eftir
hverju sinni.
„Kakóbaunir vaxa í hitabeltinu
og skiptir vinnan á sjálfri plant-
ekrunni mjög miklu máli. Hún hef-
ur 50% að segja um gæði endan-
legu vörunnar til móts við það sem
síðan fer fram hjá súkkulaði-
gerðarmanninum. Á plantekrunni
eru kakóbaunirnar tíndar, unnar
og þurrkaðar og þetta þarf allt að
gerast mjög vandlega. Í einni
kakóbaun má finna yfir þúsund
bragðblæbrigði. Og það skiptir
miklu máli við vinnslu þeirra og
síðan við framleiðslu súkkulaðisins
að ná fram eins miklu af þessu
bragði kakóbaunarinnar og mögu-
legt er.“
Dökkt, ljóst og hvítt súkkulaði
Orain bendir á að til þess að
súkkulaði megi kallast súkkulaði
verði það að vera gert úr kakó-
smjöri.
„Á síðasta ári gekk þó í gildi ný
reglugerð í Evrópu sem segir að
súkkulaði megi heita súkkulaði sé
jurtafeiti örlítið hlutfall þess eða
innan við 5%,“ segir hann og tekur
fram að flestallt gæðasúkkulaði sé
þó áfram búið til úr kakósmjöri
eingöngu.
„Uppskriftin að alvöru súkkulaði
er í raun mjög einföld. Í dökku
súkkulaði eru kakóbaunir, kakó-
smjör og sykur. Æskilegt hlutfall
kakóbauna er á bilinu 68–75%, en
ef það er hærra verður súkkulaðið
of biturt. Í mjólkursúkkulaði er
sama hráefnið notað, auk mjólkur.
Mjólkin er meðal þess sem gefur
svissnesku súkkulaði sína sér-
stöðu, en svissnesk mjólk er
bragðmikil, dálítið rjómakennd og
jafnvel með smá karamellukeim og
allt þetta kemur fram í bragðinu á
súkkulaðinu. Hvítt súkkulaði er
síðan búið til úr kakósmjöri – en
kakósmjör er ekki brúnt heldur
gulleitt – sykri og mjólk.“
13 kíló árlega á mann í Sviss
en sex kíló í Frakklandi
Orain er staddur hér á landi til
að kynna hið svissneska Villars-
súkkulaði sem Nóatún hefur ný-
hafið innflutning á og hefur verið
búið til eftir svissneskri hefð frá
árinu 1901. Hann er einnig með
franska súkkulaðið Révillon á sín-
um vegum sem er búið til í ná-
grenni við vínhéruð Bordeaux.
Orain segir fólk í Sviss og
Frakklandi neyti súkkulaðis á dá-
lítið ólíkan hátt, en Svisslendingar
borði mun meira af því eða um 13
kíló á mann að meðaltali á ári, á
meðan Frakkar borði um sex kíló
hver. „Svisslendingar borða
súkkulaði mikið hversdags, en
Frakkar nota súkkulaði meira til
að bjóða gestum og í gjafir,“ segir
Orain.
Að búa til súkkulaði
er eins og að búa til vín
Morgunblaðið/Eyþór
Stéphane Orain, svissneskur súkku-
laðisérfræðingur, segir að súkku-
laðigerð megi líkja við víngerð.
Hann hefur verið hér á landi
undanfarið til að kynna hið sviss-
neska Villars-súkkulaði sem Nóa-
tún hefur nýhafið innflutning á og
hefur verið búið til eftir svissneskri
hefð frá árinu 1901.
FLEIRI telja það hafa verið ranga
ákvörðun hjá íslenskum stjórnvöld-
um að veita Bobby Fischer, skák-
meistara, vegabréf, en að það hafi
verið rétt, að því er fram kemur í
nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Þannig telja 40% aðspurðra að það
hafi verið röng ákvörðun en 35% að
það hafi verið rétt. Fjórðungur að-
spurðra telur að það hafi hvorki ver-
ið rétt né rangt.
Karlar mun jákvæðari
Mun fleiri karlar en konur telja
ákvörðunina rétta eða 41% karla
samanborið við 30% kvenna.
Þá er áberandi að fólk á svipuðum
aldri og Fischer er mun frekar en
aðrir aldurshópar á því að ákvörð-
unin hafi verið rétt.
Niðurstöðurnar byggjast á síma-
könnun sem gerð var 9.–22. mars og
náði til 1.249 manns. Svarhlutfallið
var 61%.
Fleiri telja ákvörðun um vegabréf
til handa Bobby Fischer ranga