Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 17

Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 17
anum á sínum tíma og það vakti kát- ínu á fundinum þegar Guðrún sagði frá því þegar sjónvarpsfréttamaður spurði hvort Kvennalistakonur hefðu gleymt að kjósa sér formann, ein- hverju sinni þegar formenn stjórn- málaflokkanna voru boðaðir í sjón- varpssal. Guðrún sagði að Kvennalistinn hefði varla orðið til ef ekki hefði verið fyrir sagnfræðingana í hópi stofnend- anna. Sagnfræðingarnir minntust ís- lenskra kvennalista í byrjun síðustu aldar og töldu tíma til kominn að end- urtaka leikinn. Og Guðrún tók undir með sænskri nöfnu sinni að þörf væri á femínískum stjórnmálaflokkum þar sem margar konur teldu sig hvergi eiga heima pólitískt nú á tímum man- sals, nauðgana og aukins ofbeldis gegn konum. Guðrún minntist Kvennalistans með glampa í augum. „Eins og töfra- teppi sem bar okkur inn í óþekktar víddir inni í okkur sjálfum.“ Hún minntist samstöðu, hvatningar, sköp- unar og gleði, m.a. á ógleymanlegri hringferð um Ísland 1984. Þá ferðað- ist full rúta af konum og börnum um byggðir landsins til að fræðast um reynslu kvenna á mismunandi stöð- um. Á kosningafundum sátu allir í hring og ræddu dagvistarmál og fleira sem dæmi voru um að útgerð- armönnum þótti ekki flokkast undir pólitík. Allar Kvennalistakonurnar höfðu hlutverk á fundunum, ekki bara þingkonurnar þrjár, hvort sem það var að halda ræðu eða lesa ljóð, og var það í samræmi við lýðræðislegar vinnuaðferðir Kvennalistans. Kvennalistinn skilaði miklu til ís- lenskra kvenna, að mati Guðrúnar, m.a. því sem hún telur mikilvægast: Hann veitti konum innblástur og hvatningu til að krefjast réttinda sinna og gaf þeim rödd til að beina at- hygli að málefnum kvenna. „Rödd femínismans má ekki þagna,“ sagði Guðrún. Hún benti á að orðið fem- ínismi hafi ekki verið notað í Kvenna- listanum, það hafi ekki verið fyrr en með stofnun Femínistafélags Íslands fyrir tveimur árum, og framtíðin verði að leiða í ljós hvort það verði að stjórnmálaafli. Kvennaflokkar hvati hver sem kosningaúrslitin verða Á fundinum á þriðjudaginn hélt hin danska Drude Dahlerup einnig fyr- irlestur, en hún er prófessor í stjórn- mála- og kynjafræðum við Stokk- hólmsháskóla. Hún benti m.a. á að munur væri á íslenska Kvennalistan- um og sænska FI. „Bróderuð kosn- ingaspjöld verða aldrei notuð í Sví- þjóð eins og á tímum Kvennalistans á Íslandi,“ sagði hún og vakti hlátur meðal áheyrenda. Dahlerup hefur fylgst með kvennabaráttu á Íslandi lengi og sagði frá því að skemmtilegt hefði verið að vera vitni að samvinnu kvenna í bæjarstjórn á Akureyri í upphafi níunda áratugarins, þar sem þrjátíu konur komu sér saman um af- stöðu tveggja fulltrúa kvennafram- boðsins, sem dæmi um lýðræðislegar vinnuaðferðir Kvennalistans. „Þetta er ekki hægt til lengdar en þetta var ótrúlegt og frábært,“ sagði Dahlerup. Dahlerup benti á að jarðvegurinn fyrir kvennaframboð á Íslandi í byrj- un níunda áratugarins hafi verið ólík- ur því sem hann er nú í Svíþjóð. Á Ís- landi hafi 5% þingmanna verið konur en þær séu nú 45% þingmanna í Sví- þjóð. „En femínískir stjórnmálaflokk- ar virka alltaf hvetjandi á aðra stjórn- málaflokka hver sem kosningaúrslitin eru.“ Fræðistörf Dahlerup hafa m.a. beinst að kynjakvóta og hefur hún bent á að mörg ríki sem hingað til hafi verið eftirbátar Norðurlandanna hvað varðar jafnrétti kynjanna séu nú að nálgast þau og fara fram úr þeim með því að koma á kynjakvótum í stjórnmálum og atvinnulífi. „Algengt er að segja að jafnrétti komi með tím- anum, það þurfi bara að sýna þolin- mæði. Það er áhugavert að fylgjast með því sem gerist þegar hraðleiðin er valin eins og í Costa Rica og Rú- anda til dæmis,“ sagði Dahlerup. Þessi ríki eru að taka söguleg stökk í jafnréttismálum og Dahlerup lagði áherslu á að baráttufólk fyrir jafnrétti þar ætlaði sér alls ekki að bíða í 70–80 ár eftir að ná sömu stöðu og á Norð- urlöndunum, en það er sá tími sem tekið hefur að ná núverandi ástandi á Norðurlöndunum. „Við getum verið stolt af norræna módelinu en það má spyrja sig hvort sögulegt stökk er ekki nauðsynlegt á Norðurlöndunum núna,“ sagði Dahlerup að lokum. ði steingerdur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 17 Við leikum út ýmsum trompum og bjóðum í heimsókn. SIEMENS Keramíkhelluborð, EH 755501E Tvær spanhellur og tvær hraðsuðuhellur. Snertihnappar. Búhnykksverð: 89.000 kr. stgr. SIEMENS Keramíkhelluborð, ET 725501 Fjórar stiglaust stillanlegar hraðsuðuhellur, snertihnappar. Búhnykksverð: 69.000 kr. stgr. SIEMENS Bakstursofn, HB 330550S 58 lítra, 8 hitunaraðgerðir. Sökkhnappar o. fl. o. fl. Búhnykksverð: 69.000 kr. stgr. SIEMENS Kæli- og frystiskápur, KG 26V422 186 lítra kælir, 54 lítra frystir. Orkuflokkur A. Hxbxd = 155 x 60 x 64 sm. Búhnykksverð: 59.000 kr. stgr. SIEMENS Kæliskápur, KS 33V622 235 lítra kælir, 78 lítra frystir. Orkuflokkur A. Hxbxd = 170 x 60 x 64 sm. Búhnykksverð: 55.000 kr. stgr. SIEMENS Uppþvottavél, SE 34E238SK Fjögurra kerfa uppþvottavél á alveg einstöku verði. Búhnykksverð: 48.000 kr. stgr. SIEMENS Uppþvottavél, SE 35M562SK Glæsileg vél úr ryðfríu stáli. Fimm þvottakerfi. Orkuflokkur, þvottahæfni, þurrkhæfni: A/A/A. Búhnykksverð: 78.000 kr. stgr. SIEMENS Þvottavél, WXB 2462EU Gæðagripur á frábæru verði. Tekur 5 kg, vindur upp í 1200 sn./mín. Búhnykksverð: 49.000 kr. stgr. • Seljum öll smátæki frá Bosch og Siemens með 25% afslætti. • Einnig er í gildi góður afsláttur á öllum ryksugum frá Siemens. • Búhnykksverð á þráðlausum símum og farsímum frá Siemens. • Lampar á tombóluverði. Ýmsar lampagerðir á rýmingarsölu. Allt að 50% afsláttur. • Einnig tilboðsverð á ýmsum fleiri stórum tækjum. • Komið og gerið góð kaup. Vorbúhnykkur hefst mánudag 18. apríl. GH -S N 05 04 00 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.