Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 17
anum á sínum tíma og það vakti kát- ínu á fundinum þegar Guðrún sagði frá því þegar sjónvarpsfréttamaður spurði hvort Kvennalistakonur hefðu gleymt að kjósa sér formann, ein- hverju sinni þegar formenn stjórn- málaflokkanna voru boðaðir í sjón- varpssal. Guðrún sagði að Kvennalistinn hefði varla orðið til ef ekki hefði verið fyrir sagnfræðingana í hópi stofnend- anna. Sagnfræðingarnir minntust ís- lenskra kvennalista í byrjun síðustu aldar og töldu tíma til kominn að end- urtaka leikinn. Og Guðrún tók undir með sænskri nöfnu sinni að þörf væri á femínískum stjórnmálaflokkum þar sem margar konur teldu sig hvergi eiga heima pólitískt nú á tímum man- sals, nauðgana og aukins ofbeldis gegn konum. Guðrún minntist Kvennalistans með glampa í augum. „Eins og töfra- teppi sem bar okkur inn í óþekktar víddir inni í okkur sjálfum.“ Hún minntist samstöðu, hvatningar, sköp- unar og gleði, m.a. á ógleymanlegri hringferð um Ísland 1984. Þá ferðað- ist full rúta af konum og börnum um byggðir landsins til að fræðast um reynslu kvenna á mismunandi stöð- um. Á kosningafundum sátu allir í hring og ræddu dagvistarmál og fleira sem dæmi voru um að útgerð- armönnum þótti ekki flokkast undir pólitík. Allar Kvennalistakonurnar höfðu hlutverk á fundunum, ekki bara þingkonurnar þrjár, hvort sem það var að halda ræðu eða lesa ljóð, og var það í samræmi við lýðræðislegar vinnuaðferðir Kvennalistans. Kvennalistinn skilaði miklu til ís- lenskra kvenna, að mati Guðrúnar, m.a. því sem hún telur mikilvægast: Hann veitti konum innblástur og hvatningu til að krefjast réttinda sinna og gaf þeim rödd til að beina at- hygli að málefnum kvenna. „Rödd femínismans má ekki þagna,“ sagði Guðrún. Hún benti á að orðið fem- ínismi hafi ekki verið notað í Kvenna- listanum, það hafi ekki verið fyrr en með stofnun Femínistafélags Íslands fyrir tveimur árum, og framtíðin verði að leiða í ljós hvort það verði að stjórnmálaafli. Kvennaflokkar hvati hver sem kosningaúrslitin verða Á fundinum á þriðjudaginn hélt hin danska Drude Dahlerup einnig fyr- irlestur, en hún er prófessor í stjórn- mála- og kynjafræðum við Stokk- hólmsháskóla. Hún benti m.a. á að munur væri á íslenska Kvennalistan- um og sænska FI. „Bróderuð kosn- ingaspjöld verða aldrei notuð í Sví- þjóð eins og á tímum Kvennalistans á Íslandi,“ sagði hún og vakti hlátur meðal áheyrenda. Dahlerup hefur fylgst með kvennabaráttu á Íslandi lengi og sagði frá því að skemmtilegt hefði verið að vera vitni að samvinnu kvenna í bæjarstjórn á Akureyri í upphafi níunda áratugarins, þar sem þrjátíu konur komu sér saman um af- stöðu tveggja fulltrúa kvennafram- boðsins, sem dæmi um lýðræðislegar vinnuaðferðir Kvennalistans. „Þetta er ekki hægt til lengdar en þetta var ótrúlegt og frábært,“ sagði Dahlerup. Dahlerup benti á að jarðvegurinn fyrir kvennaframboð á Íslandi í byrj- un níunda áratugarins hafi verið ólík- ur því sem hann er nú í Svíþjóð. Á Ís- landi hafi 5% þingmanna verið konur en þær séu nú 45% þingmanna í Sví- þjóð. „En femínískir stjórnmálaflokk- ar virka alltaf hvetjandi á aðra stjórn- málaflokka hver sem kosningaúrslitin eru.“ Fræðistörf Dahlerup hafa m.a. beinst að kynjakvóta og hefur hún bent á að mörg ríki sem hingað til hafi verið eftirbátar Norðurlandanna hvað varðar jafnrétti kynjanna séu nú að nálgast þau og fara fram úr þeim með því að koma á kynjakvótum í stjórnmálum og atvinnulífi. „Algengt er að segja að jafnrétti komi með tím- anum, það þurfi bara að sýna þolin- mæði. Það er áhugavert að fylgjast með því sem gerist þegar hraðleiðin er valin eins og í Costa Rica og Rú- anda til dæmis,“ sagði Dahlerup. Þessi ríki eru að taka söguleg stökk í jafnréttismálum og Dahlerup lagði áherslu á að baráttufólk fyrir jafnrétti þar ætlaði sér alls ekki að bíða í 70–80 ár eftir að ná sömu stöðu og á Norð- urlöndunum, en það er sá tími sem tekið hefur að ná núverandi ástandi á Norðurlöndunum. „Við getum verið stolt af norræna módelinu en það má spyrja sig hvort sögulegt stökk er ekki nauðsynlegt á Norðurlöndunum núna,“ sagði Dahlerup að lokum. ði steingerdur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 17 Við leikum út ýmsum trompum og bjóðum í heimsókn. SIEMENS Keramíkhelluborð, EH 755501E Tvær spanhellur og tvær hraðsuðuhellur. Snertihnappar. Búhnykksverð: 89.000 kr. stgr. SIEMENS Keramíkhelluborð, ET 725501 Fjórar stiglaust stillanlegar hraðsuðuhellur, snertihnappar. Búhnykksverð: 69.000 kr. stgr. SIEMENS Bakstursofn, HB 330550S 58 lítra, 8 hitunaraðgerðir. Sökkhnappar o. fl. o. fl. Búhnykksverð: 69.000 kr. stgr. SIEMENS Kæli- og frystiskápur, KG 26V422 186 lítra kælir, 54 lítra frystir. Orkuflokkur A. Hxbxd = 155 x 60 x 64 sm. Búhnykksverð: 59.000 kr. stgr. SIEMENS Kæliskápur, KS 33V622 235 lítra kælir, 78 lítra frystir. Orkuflokkur A. Hxbxd = 170 x 60 x 64 sm. Búhnykksverð: 55.000 kr. stgr. SIEMENS Uppþvottavél, SE 34E238SK Fjögurra kerfa uppþvottavél á alveg einstöku verði. Búhnykksverð: 48.000 kr. stgr. SIEMENS Uppþvottavél, SE 35M562SK Glæsileg vél úr ryðfríu stáli. Fimm þvottakerfi. Orkuflokkur, þvottahæfni, þurrkhæfni: A/A/A. Búhnykksverð: 78.000 kr. stgr. SIEMENS Þvottavél, WXB 2462EU Gæðagripur á frábæru verði. Tekur 5 kg, vindur upp í 1200 sn./mín. Búhnykksverð: 49.000 kr. stgr. • Seljum öll smátæki frá Bosch og Siemens með 25% afslætti. • Einnig er í gildi góður afsláttur á öllum ryksugum frá Siemens. • Búhnykksverð á þráðlausum símum og farsímum frá Siemens. • Lampar á tombóluverði. Ýmsar lampagerðir á rýmingarsölu. Allt að 50% afsláttur. • Einnig tilboðsverð á ýmsum fleiri stórum tækjum. • Komið og gerið góð kaup. Vorbúhnykkur hefst mánudag 18. apríl. GH -S N 05 04 00 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.