Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 4
SÍÐASTA kvikmyndasýningin í bíósal MÍR (Menningartengsla Ís- lands og Rússlands) var í gær en félagið hefur selt húsnæði sitt við Vatnsstíg. Ívar H. Jónsson, for- maður MÍR, segir að um 35 manns hafi komið á sýninguna í gær. Að hans sögn var mikið spurt út í bíósalinn en í húsnæð- inu sem MÍR flytur inn í í haust, við Hverfisgötu, verður enginn bíósalur. „Menn sjá svolítið eftir saln- um,“ segir Ívar en MÍR hefur ver- ið til húsa á Vatnsstígnum í tutt- ugu ár. Ívar segir enn óvíst hvað verð- ur um sætin úr bíósalnum en þau koma upphaflega frá varnarlið- inu. „Við keyptum sætin af sölu- nefnd setuliðseigna. Þetta var í einhverju bíóinu á Keflavík- urflugvelli en þeir höfðu skipt út sætum. Við fengum þau fyrir lít- inn pening og gerðum þau upp.“ Ívar segir að eftir sýninguna hafi fjórir karlar frá Leníngrad komið í heimsókn en þeir eru staddir hér á landi í tilefni af 60 ára afmæli stríðslokanna. „Þeir komu hér ásamt fleira fólki sem fylgir þeim og drukku með okkur kaffi og te. Þeir voru ánægðir með þessar móttökur þótt þær væru ekki ríkmannlegar,“ segir Ívar og bætir við að karlarnir verði viðstaddir vígslu minn- isvarða í Fossvogskirkjugarði á morgun um þá sem týndu lífi í skipalestunum sem fóru milli Ameríku og Rússlands. Morgunblaðið/Golli Gunnlaugur Einarsson gerir allt klárt fyrir síðustu bíósýninguna. Næst mun hann eflaust setja DVD- disk í þar til gerðan spilara. Sætin komu upp- haflega frá varnarliðinu Síðasta sýningin í bíósal MÍR var í gær 4 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Triesta á Ítalíu þann 19. maí. Þú velur hvort þú leggur Ítalíu að fótum þér eða dvelur í paradísinni Króatíu í viku. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Verð kr. 19.990 Flugsæti til Trieste með sköttum. 2 fyrir 1 tilboð, 19. maí. Netverð. Tveir fyrir einn til Ítalíu 19. maí frá kr. 19.990 Síðustu sætin Gisting frá kr. 2.500 Netverð á mann pr. dag, m.v. 4 saman í íbúð á Laguna Park, 19.-26. maí. Bíll frá kr. 2.600 Netverð á dag, m.v. bíl í A flokki í 7 daga eða meira. Innifalið: Ótakmarkaður akstur, kaskó- og þjófnaðartrygging og skattar. EINN fjölmennasti barnakór sem sungið hefur hér á landi söng á 50 ára afmæli Kópavogs- bæjar í Fífunni í gær. Allir barnakórar í bænum lögðu saman og mynduðu glæsilegan kór. Segja má að hátíðin hafi verið ein risastór af- mælisveisla þar sem öllum Kópavogsbúum var boðið. Helmingur Fífunnar var fylltur með leik- tækjum þar sem ungir sem aldnir gátu leikið sér að vild. Á skemmtuninni komu fram Skóla- hljómsveit Kópavogs, Nylon og Idol-stjörn- urnar Hildur Vala og Davíð Smári. Frumflutt var vinningslagið í samkeppni um Kópavogs- lagið; lagið samdi Þóra Marteinsdóttir en text- ann gerði Anna Steinunn Sigurjónsdóttir. Þá tróð upp hin gamalkunna Kópavogshljómsveit Ríó Tríó. Sérstök ljósmyndasýning var sett upp af öllum leik- og grunnskólabörnum í Kópa- vogi, en myndirnar þöktu yfir 200 metra. Morgunblaðið/Golli Fögnuðu 50 ára afmæli Kópavogs KARLMAÐUR um tvítugt ruddist inn í tvær bifreiðir í Reykjavík og Mosfellsbæ um miðjan dag í gær, hrinti öku- mönnunum frá og ók í burtu. Velti maðurinn annarri bif- reiðinni, og er hún ónýt eftir veltuna. Talið er að maðurinn gangi ekki heill til skógar, en hann hafði verið sendur frá meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal á geð- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss í fyrrakvöld. Þar var hann hins vegar útskrifaður um hádegisbilið í gær. Ökumaður komst út við illan leik Samkvæmt upplýsingum lögreglu kom maðurinn að jeppabifreið sem stansað hafði á göngubrautarljósum við Hringbraut við Landspítalann um kl. 15. Reif hann upp bíl- stjórahurðina og tók bílinn traustataki en ökumaðurinn, kona sem var ein í bifreiðinni, komst út við illan leik. Mað- urinn ók síðan sem leið lá austur Miklubraut og upp í Mos- fellsbæ. Við Hlégarð í Mosfellsbæ ók hann út af veginum þar sem jeppinn valt og er hann talinn ónýtur eftir veltuna. Maðurinn slapp hins vegar ómeiddur. Tvær konur sem komu þar að í bifreið stoppuðu og ætluðu að veita aðstoð en maðurinn hrinti konunum frá sér, ruddist inn í bílinn og hélt áfram ferð sinni upp í Mosfellsdal. Var hann nýkominn upp að Hlaðgerðarkoti þegar lögregla kom að og handtók hann. Skv. upplýsingum lögreglu urðu konurnar ekki fyrir líkamsmeiðslum þegar maðurinn ruddist inn í bílana en þeim var boðin aðstoð og áfallahjálp. Maðurinn var vistmaður á meðferðarheimilinu Hlað- gerðarkoti og skv. upplýsingum forstöðumanns heimilisins var hann sendur á geðdeild Landspítalans sl. laugardags- kvöld þar sem hann var talinn í slæmu andlegu ástandi og með ranghugmyndir. Af einhverjum ástæðum hafi mað- urinn hins vegar verið útskrifaður af geðdeildinni um há- degisbilið í gær. Að sögn forstöðumannsins birtist mað- urinn skyndilega á stolnu bifreiðinni í Hlaðgerðarkoti í gærdag en lögreglumenn komu þar að í sömu svipan og fluttu manninn á geðdeild. Réðst inn í tvo bíla Morgunblaðið/Júlíus Jeppinn valt skammt frá Hlégarði og er talinn ónýtur. VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, spurði á nor- rænu umhverfisþingi sem haldið var í Skaftafelli hvers vegna þjóð sem stæri sig af velmegun þurfi að leggja undir sig dýrmæt heimkynni annarra lífvera. „Hvers vegna þurfa þessi dýr að hörfa og lenda í lífsháska – ef það er ekki nauðsyn- legt?“ spurði Vigdís og vísaði til þess að á svæðinu við Kárahnjúka fælist fuglar og hreindýr dynjandi stórvirkra véla sem hamist í voninni um efnahagsbata samfélagsins. Þar starfi nú hundruð manna. Taldi hún þetta vera um undar- lega mótsögn að ræða í ljósi þess að fáum árum áður hafi þeir sem hafi ætlað að ferðast um svæðið verið sett það skilyrði að sýna dýralífi á svæðinu sérstaka virðingu. Spurði hún hvers vegna minni háttar hags- munir mannlegs samfélags ættu ávallt að vega þyngra en mikils háttar hagsmunir annarra dýrateg- unda. „Þráðurinn sem ég rek hér liggur alla leið aftur til upphafsins og hann má sjá í Völuspá, sem við öll á Norð- urlöndum þekkjum til frá skóla- göngunni í gamla daga. Í árdaga fóru menn svo illa með sjálfa sig, hver annan og umhverfi að úr varð heimsendir,“ sagði Vigdís undir lok ræðu sinnar. Ræddi hún náttúru- vernd út frá ýmsum hliðum s.s. út frá virð- ingu, fegurð og út frá sjónarmið- um dýranna eins og fram kom að ofan. Hún sagði Norðurlandabúa vera í þeirri sér- stöðu að jafnvel í miklu þéttbýli væri náttúran ávallt handan við hornið, jafnvel ósnortin náttúra. „Borgarbörn margra ann- arra þjóða hafa aldrei séð ósnortna náttúru. Þetta er því mikil gjöf á Norðurlöndum og þessi arfur á hér í dag hug okkar allan. Við erum öll einhuga um að hann beri að varð- veita fyrir alla muni,“ sagði Vigdís sem jafnframt greindi frá sögu náttúruverndar á Íslandi sem á sér rúmlega 100 ára sögu. Hún sagði að það hafi ekki verið nema fyrir 30–40 árum að fólk fór að hugsa öðruvísi um náttúruna en að nýta gróður- lendi til að fóðra skepnur. Áður fyrr hafi einungis örfáir menn farið inn á hálendi Íslands sem voru ævintýra- ferðir. Nú væri öldin hins vegar önnur. Vigdís sagði markmiðið með náttúruvernd vera að stuðla að heillavænlegum samskiptum manns og umhverfis, þannig að nýt- ing náttúrunnar sé sjálfbær. Landvernd var framkvæmdarað- ili ráðstefnunnar. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, á norrænni umhverfisráðstefnu Vigdís Finnbogadóttir Dýr fælast vélar sem ham- ast í von um efnahagsbata Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.