Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 10
FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að lögbundið gjald á dísilolíu lækki tímabundið, þ.e. frá 1. júlí nk. til áramóta, um fjórar krón- ur, þ.e. úr 45 kr. í 41 kr. á hvern lítra af gjaldskyldri olíu. „Með virðis- aukaskatti má gera ráð fyrir að út- söluverð dísilolíu verði 5 kr. lægra en verið hefði,“ segir í athugasemd- um frumvarpsins. Brugðist við hækkun á heimsmarkaðsverði Gert er ráð fyrir því að frumvarp- ið verði tekið á dagskrá þingsins í dag. Verði það að lögum verða tekjur ríkissjóðs af olíugjaldi um 160 milljónum lægri en áætlað er í for- sendum fjárlaga fyrir árið 2005. Markmiðið með tímabundinni lækkun olíugjaldsins er að vega upp á móti hækkun á heimsmarkaðs- verði á dísilolíu á undanförnum mán- uðum, að því er fram kemur í at- hugasemdum frumvarpsins. Þar segir að verð á dísilolíu sé nú óvenjuhátt á heimsmarkaði saman- borið við heimsmarkaðsverð á bens- íni. Mikilvægt að dísilolían verði ódýrari en bensínið „Það stefnir í, að óbreyttu, að dís- ilolían verði dýrari en bensínið 1. júlí,“ segir fjármálaráðherra í sam- tali við Morgunblaðið, en þá taka gildi ný lög um olíugjald og kíló- metragjald. Ráðherra segir að markmið þeirra laga hafi verið að hvetja menn til að nota dísilbíla. Þróunin á heimsmarkaðsverði á undanförnum mánuðum hafi hins vegar ekki verið fyrirsjáanleg. Til að bregðast við henni hafi ríkisstjórnin samþykkt að leggja umrætt frum- varp fram á Alþingi. Mikilvægt sé, að sögn fjármálaráðherra, að dísil- olían verði ódýrari en bensínið þegar nýja olíugjaldskerfið tekur gildi. Breytingin er tímabundin, eins og áður sagði, en ráðherra tekur fram að staðan verði endurmetin í haust. „Við tökum stöðuna í þessum efnum í haust þegar nokkurra mánaða reynsla verður komin á olíugjalds- kerfið,“ segir hann. Olíugjald lækki tíma- bundið um 4 krónur Eftir Örnu Schram arna@mbl.is 10 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp um Ríkisútvarpið sf. Afgreitt úr nefnd í dag GUNNAR I. Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis, gerir ráð fyrir því að frumvarp mennta- málaráðherra um Ríkisútvarpið sf. verði afgreitt úr menntamálanefnd í dag. Fundur í nefndinni er fyrirhug- aður fyrir hádegi. Gunnar segir að breytingartillög- ur meirihlutans muni aðallega snú- ast um réttindi starfsmanna Ríkisút- varpsins; reynt verði að tryggja að þeir verði jafnvel settir fyrir og eftir samþykkt frumvarpsins. Þegar frumvarpið hefur verið af- greitt úr nefnd bíður það annarrar og síðan þriðju og síðustu umræðu. Gunnar segir enn stefnt að því að af- greiða frumvarpið í vor. ENN liggur ekki ljóst fyrir hve- nær þinglok verða á Alþingi í vor. Samkvæmt starfsáætlun þingsins er gert ráð fyrir því að þing- frestun verði á miðvikudag. Enn á eftir að afgreiða umdeild mál inn- an þingsins, s.s. frumvarp til nýrra samkeppnislaga, og frumvarp um Ríkisútvarpið sf. Þá verður tekist á um tillögu samgönguráðherra um samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008. Þingmennirnir Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, og Gunnar Birg- isson, Sjálfstæðisflokki eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá áætl- un harðlega Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag. Verða þá m.a. greidd atkvæði um hvort vísa eigi frumvarpinu til samkeppnislaga til þriðju og síð- ustu umræðu. Alls 43 mál eru á dagskrá þingsins í dag. Meðal annars tillaga samgönguráðherra um samgönguáætlun og frumvarp fjármálaráðherra um lækkun olíu- gjalds um fjórar krónur. Morgunblaðið/Jim Smart Ögmundur Jónasson og fleiri þingmenn fylgjast með umræðum á þingi. 43 mál á dagskrá þingsins í dag Íslenskri list verði komið á framfæri erlendis UTANRÍKISMÁLANEFND Alþing- is mælir með því að Alþingi sam- þykki tillögu um að ríkisstjórninni verði falið að móta stefnu til þess að koma íslenskri list og hönnun á framfæri erlendis í gegnum sendi- skrifstofur Íslands. „Tillagan stefnir þannig að því að greiða götu ís- lenskrar listar og nytjalistar á er- lendri grund,“ segir í álitinu. „Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu hefur um all- nokkurt skeið verið unnið að kynn- ingu á íslenskri list erlendis. Nefndin telur að heildstæð stefnumótun af hálfu ríkisstjórnarinnar í kynning- armálum myndi styðja vel við það starf sem utanríkisráðuneytið hefur innt af hendi í þessum málaflokki.“ Tillagan var upphaflega lögð fram af Sigríði Ingvarsdóttur, vara- þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Vilja hollara mataræði og meiri hreyfingu HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Alþingis hefur lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um að ríkis- stjórninni verði falið að undirbúa áætlun um samræmdar aðgerðir til að efla lýðheilsu á Íslandi með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Nefndin leggur til að skipaður verði faghópur á vegum forsætisráðu- neytisins „til að greina vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, át- röskun og hreyfingarleysi, bæði or- sakir vandans og afleiðingar,“ eins og segir í tillögunni. „Að lokinni grein- ingu á orsökum og afleiðingum geri hópurinn tillögur að samræmdum að- gerðum og framkvæmdaáætlun sem lagðar verði fyrir ríkisstjórnina í apríl 2006.“ Í greinargerðinni kemur fram að innlendar rannsóknir sýni að æ fleiri börn og fullorðnir eigi við offitu eða ofþyngd að stríða. Á sama tíma hafi átraskanir og lystarstol orðið meira áberandi.„Þær breytingar sem hafa orðið á mataræði, hreyfingu og holda- fari Íslendinga undanfarna áratugi eru fyrst og fremst afleiðing breyttra þjóðfélagshátta. Hér er á ferðinni brýnn samfélagslegur vandi sem hef- ur ómæld áhrif á heilbrigðisútgjöld og lífsgæði. Eigi að snúa þróuninni við þurfa margir að leggjast á eitt, jafnt almenningur, skóli, atvinnulíf, frjáls félagasamtök og stjórnvöld.“ GUNNAR I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, leggur til að 9,1 milljarður fari til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum árum. Þingmaðurinn hefur lagt fram á Alþingi breytingartillögur við til- lögu samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, að samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008. Gunnar segir að í tillögu ráðherra sé gert ráð fyrir því að 6,6 milljarðar fari til vegamála á höfuðborgarsvæð- inu á næstu fjórum árum. Hann vill hins vegar auka það fé um 2,5 millj- arða, eins og áður sagði, eða úr 6,6 milljörðum í 9,1 milljarð. Í breytingartillögum sínum leggur Gunnar m.a. til að fjármunir verði færðir frá Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra til höfuðborgar- svæðisins og Suðurkjördæmis. Hann leggur m.a. til að fjármunir fari til Sundabrautar, tvö- földunar Vestur- landsvegar og tvö- földunar Reykjanesbrautar í gegnum Kópavog, Garðabæ og Hafnar- fjörð. Þá leggur hann til að meira fé verði sett í Suður- strandarveg. Tilraun til að skapa sátt Á móti vill hann m.a. að hætt verði við byggingu Héðinsfjarðarganga. Þess í stað verði gerð göng frá Fljót- unum yfir til Siglufjarðar. Þá leggur hann til að gerð verði göng undir Vaðlaheiði sem yrði að hluta til einkaframkvæmd. Þannig vill hann m.a. tengja saman Þing- eyjarsýslu og Mývatns- sveit. Áliti meirihluta sam- göngunefndar Alþingis, á tillögu ráðherra um sam- gönguáætlun, var dreift á Alþingi á laugardag. Hjálmar Árnason, vara- formaður nefndarinnar, segir að meirihlutinn leggi til óverulegar breytingar á áætluninni. Að nefndar- áliti meirihlutans standa þingmenn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðis- flokks. Gunnar I. Birgis- son á ekki sæti í nefndinni. Gunnar er hins vegar, eins og fram hefur komið m.a. í umræðum á þingi, mjög ósáttur við samgönguáætlun ráðherra. Hann hefur sagt að fjár- magni sé misskipt milli höfuðborg- arsvæðisins og annarra kjördæma. Hann segir í samtali við Morgunblað- ið að enginn friður muni ríkja um áætlunina. Tillögur sínar séu tilraun til að ná sátt í málinu. Inntur eftir því hvort hann telji lík- ur á því að breytingartillögurnar verði samþykktar á þingi segir hann: „Ef menn beita skynseminni þá hljóta þær að eiga möguleika.“ Hann bætir því við að hann treysti á dóm- greind þingmanna. Gunnar I. Birgisson leggur fram nýja samgönguáætlun Níu milljarðar fari til vega- mála á höfuðborgarsvæðinu Gunnar I. Birgisson Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Orkufyrirtæki greiði skatt ALÞINGI samþykkti um helgina frumvarp fjármálaráðherra um skattskyldu orkufyrirtækja. Sam- kvæmt því falla niður undanþágur orkufyrirtækja til að greiða tekju- skatt og eignarskatt. Gert er ráð fyrir því að skattskylda þeirra hefj- ist á rekstrarárinu 2006 og að álagning fari fram á árinu 2007. Frumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði stjórnarflokkanna gegn 25 atkvæðum þingmanna Samfylk- ingar, VG og Frjálslynda flokksins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu m.a. við atkvæðagreiðsluna að skattur orkufyrirtækjanna myndi renna beint út í verðlagið til neytendanna. Þeir sögðu einnig að frumvarpið væri enn einn laumu- skattur ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði málflutning stjórn- arandstæðinga hins vegar með ólík- indum. Með frumvarpinu væri verið að láta sömu skattheimtuna gilda um orkufyrirtæki og annan at- vinnurekstur í landinu. „Það er ver- ið að tala um að taka tiltekinn at- vinnurekstur og flytja hann inn í sömu skattheimtuna og gildir um annan atvinnurekstur,“ sagði hann. Frumvarp samgöngu- ráðherra um fjarskipti Felld verði á brott skylda til að framvísa skilríkjum MEIRIHLUTI samgöngunefndar Alþingis leggur til þrjár breytingar á frumvarpi samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, um breytingu á lögum um fjarskipti. Breytingarnar taka mið af athugasemdum Persónuvernd- ar og sjónarmiðum um meðalhóf, að því er fram kemur í nefndaráliti meirihlutans. Í fyrsta lagi leggur meirihlutinn til að sá tími sem fjarskiptafyrirtæki sé skylt að varðveita lágmarksupplýs- ingar í þágu lögreglurannsóknar og almannaöryggis verði styttur úr einu ári í sex mánuði. Í öðru lagi leggur meirihlutinn til að dregið verði úr hve nákvæmlega skuli skrá fjarskipti, „þannig að í stað tímasetningar og tímalengdar verði aðeins krafist að skráð verði dagsetn- ing fjarskiptanna og að í stað þess að krefjast skráningar á magni gagna- flutnings til og frá notanda verði að- eins skylt að skrá gagnaflutninga til notanda“, segir í nefndarálitinu. Í þriðja lagi leggur meirihlutinn til að felld verði brott skylda kaupenda fjarskiptakorta til að framvísa skil- ríkjum. Póst- og fjarskiptastofnun verði þess í stað veitt heimild til að setja reglur um skráningu notenda slíkra korta í samráði við Neyðarlínu, lögreglu og farsímafyrirtæki. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.