Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 fugls, 8 grenji, 9 göfugmennska, 10 spils, 11 flýtirinn, 13 fífl, 15 vinna, 18 missa fót- anna, 21 rimlakassi, 22 lipurð, 23 öskrar, 24 hirðusamt. Lóðrétt | 2 þor, 3 eldstæði, 4 skynfærin, 5 hreysi, 6 kvenfugl, 7 gljúfri, 12 ferskur, 14 leðja, 15 fiskur, 16 hrella, 17 ærslahlátur, 18 hestur, 19 götum, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 snart, 4 fussa, 7 komma, 8 ártíð, 9 nár, 11 lært, 13 árar, 14 ýmist, 15 fjör, 17 tonn, 20 kná, 22 tegla, 23 tengi, 24 kímin, 25 lerki. Lóðrétt | 1 sýkil, 2 aumur, 3 tían, 4 flár, 5 sútar, 6 arður, 10 ásinn, 12 Týr, 13 átt, 15 fátæk, 16 örgum, 18 opnar, 19 neiti, 20 kann, 21 átel. Ekkert er ómögulegt. Norður ♠D1052 ♥Á43 N/Enginn ♦G76 ♣ÁD2 Vestur Austur ♠K83 ♠G6 ♥10865 ♥KDG92 ♦Á ♦KD84 ♣G6543 ♣97 Suður ♠Á974 ♥7 ♦109532 ♣K108 Pedro Paul Assumpcao (f. 1935) er einn af þekktari landsliðsspilurum Brasilíumanna, auk þess sem hann hefur oft verið í hlutverki fyrirliða á alþjóðamótum. Spilið að ofan er frá Ólympíumótinu í tvímenningi 1978, en þá var Assumpcao við borðið með stjörnuspilara landsins sem makker – Gabriel Chagas. Assumpcao varð sagnhafi í fjórum spöðum eftir þess- ar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf 1 hjarta 1 spaði 3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur hóf vörnina með litlu hjarta og við sagnhafa blöstu minnst fjórir tapslagir – þrír á tígul og einn á tromp. Assumpcao sýndi engin merki þess að honum liði illa. Hann tók með hjartaás og spilaði strax tíg- ulgosa úr borði! Austur uggði ekki að sér og lagði drottninguna á, sem vestur varð að taka með stökum ás. Tígulslögum varnarinnar hafði nú fækkað um einn. Eftirleikurinn var auðveldur – hjarta kom til baka, sem Assumpcao trompaði, fór inn í borð á lauf og stakk þriðja hjartað. Spilaði svo spaðaás og spaða. Vestur dúkkaði, en Assumpcao fór upp með drottn- inguna og gaf þannig aðeins einn slag á tromp og tvo á tígul. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn hefur dýpri skilning á heim- speki, trúmálum og stjórnmálum um þessar mundir. Þú hefur séð ljósið allt í einu og áttar þig á samhengi allra hluta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Notaðu daginn endilega til þess að sinna rannsóknum, hugur þinn er djúp- ur og rannsakandi þessa dagana. Veltu hagnýtingu hlunninda sérstaklega fyrir þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kemst að niðurstöðu í samræðum við vin. Kannski er ekki úr vegi að leggja spilin á borðið á næstunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er ráð að hugsa um framtíðina. Hvar viltu vera eftir tíu ár eða eftir fimm ár? Hvað getur þú gert til þess að byrja leiðina að settu marki? Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið hefur uppgötvað mikilvæg sann- indi. Það gæti verið eitthvað af trúar- legum toga eða eitthvað sem tengist heimspeki. Þú vilt deila uppljómun þinni með náunganum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan fær góða hugmynd um leiðir til þess að deila einhverju með einhverjum. Hún tekur hlutunum ekki af léttúð þessa dagana og hugsar vel og vandlega um eitt og annað. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Taktu þátt í djúpum samræðum við maka og vini á næstunni. Vogin er til í að tala um hluti núna sem hún að jafn- aði vill alls ekki ræða. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn kemur miklu í verk í vinnunni núna. Ekkert er of mikil fyr- irhöfn. Hann er til í að leggja sig sér- staklega fram við að hafa allt sitt á hreinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Geta bogmannsins til þess að útskýra fyrir eða kenna ungu fólki þessa dagana er meiri en ella. Hann skilur hvað knýr aðra og kann að höfða til þeirra sam- kvæmt því. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gerðu við það sem þarfnast lagfæringar á heimilinu núna. Það gildir bæði um dauða hluti og sambandið við sína nán- ustu. Þú sérð undir yfirborðið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er einstaklega sannfærandi þessa dagana. Tjáskipti þín við aðra eru ekki bara kraftmikil, það er engu líkara en að þú lesir hugsanir núna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn fær snilldarhugmynd til þess að auka tekjur sínar. Skrifaðu niður það sem þér dettur í hug. Treystu innsæinu, hugur þinn er djúpur og rannsakandi núna. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ríka réttlætiskennd og berst oft fyrir málstað þeirra sem minna mega sín. Í eðli þínu ertu umhyggjusöm og já- kvæð manneskja. Krafti stafar beinlínis af mörgum sem fæddir eru þennan dag. Þú ert fagurkeri og andsnúin(n) ofríki. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Salurinn | Vortónleikar Fjölmenntar eru kl. 18. Fram koma hljómsveitirnar Plútó, Hraðakstur bannaður, Munnhörpu- hljómsveit íslenska lýðveldisins, Hryn- sveitin og Trommusveitin. Þá kemur Tónakórinn fram, einnig einleikarar sem leika m.a. á píanó, blokkflautu, gítar og munnhörpu, söngvarar o.fl. Þjóðlagatríó- ið Undir björkunum stígur sín fyrstu spor. Frítt inn. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Benedikts S. Lafleur myndlistarmanns er á 1. hæð. Sýningin er þriðja í röð sýninga á verkum listamanna sem eiga listaverk í Artóteki – Listhlöðu í Borgarbókasafni. Sjá vefsíðu http://www.artotek.is Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Café Karólína | Myndlistarsýning Bald- vins Ringsted. Gallerí Kambur | Sýning á myndum Þor- steins Eggertssonar. Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni. Gel Gallerí | Ólafur grafari sýnir verk sín. Grafið er komið til að vera. Hafnarborg | Jóhannes Dagsson – „End- urheimt“. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni. Sýning um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili. Þema sýningarinnar er „List og náttúra með augum Norður- landabúans“. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Milanó | Jón Arnar Sigurjónsson sýnir olíumyndir á striga. Myndefnið er borgarlíf, tónlist og árstíðirnar. Listasafn Reykjanesbæjar | Martin Smida, þýsk/tékkneskur listamaður, sýnir 365 fiska. Verkið samanstendur af 365 skúlptúrum úr alls kyns efnum og vakti athygli í Þýskalandi þegar það var fyrst sýnt í september árið 2001. Þetta er fyrsta sýning Martins Smida á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Útskriftarsýning nemanda við Listahá- skóla Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ing á verkum Dieters Roth opnar á Listahátíð 14. maí. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Dieters Roth opnar á Listahátíð 14. maí. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Salurinn Kópavogi | Leifur Breiðfjörð. Saltfisksetur Íslands | Jónas Bragi er með sýninguna Ólgur í Saltfisksetrinu. Sýningin er opin alla daga frá 11–18. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýn- ingarnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione – ljósmyndir úr fórum Man- fronibræðra. Listasýning Geysishúsið | Íslenska bútasaumsfélagið stendur fyrir sýningu í Geysishúsi. Sýn- ingin ber heitið Áskorun 2005 og eru öll teppin ný. Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir sýnir raku-brennd leirverk. Smáralind | Sýndir eru einstaklingar sem félagar Íslandsdeildar Amnesty Int- ernational hafa átt þátt í að frelsa á 30 árum. Heitið er tekið úr bréfi samvisku- fanga: „Á dimmustu tímum fangavistar minnar komu orð ykkar og bréf sem dropar af regni, sem lengi hefur verið beðið eftir í endalausri eyðimörk …“ Fundir Al-Anon | Al-Anon-fjölskyldudeildirnar halda fund alla daga vikunnar. Al-Anon hefur aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjöl- skyldum og vinum alkóhólista. Skrifstofa Al-Anon er opin mánudaga og fimmtu- daga kl. 10–13, þriðjudaga kl. 13–16. Nán- ari upplýsingar á www.al-anon.is. Eineltissamtökin | Eineltissamtökin eru með fundi alla þriðjudaga kl. 20–21, í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. UBAA | UBAA: Uppkomin börn, alkóhól- istar og aðstandendur halda sporafundi öll mánudagskvöld frá kl. 20.30–22. Stuðst er við tólf spora kerfið. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormón- anna sem settust að í Utah. Mannfagnaður Rangárbakkar, hestamiðstöð Suður- lands | Stóðhestasýning fer fram á Gadd- staðaflötum dagana 9.–12. maí með yf- irlitssýningu föstudaginn 13. maí. Nánari upplýsingar: Búnaðarsamb. Suðurl., s 480-1800, eða á www.bssl.is. Fyrirlestrar Karuna-búddamiðstöð | „Skref til ham- ingju“ er fjögurra vikna námskeið sem fjallar um kenningar Búdda, um hvernig þróa má afslappað viðhorf til lífsins og vandamála. Einnig verða kynntar aðferðir til að bæta samskipti við aðra, s.s. maka, fjölskyldu, vinnufélaga o.fl. Háskóli Ís- lands – Lögberg stofa 204 www.karuna- .is. Námskeið Foreldraskólinn | Námskeiðið er haldið í Grafarvogskirkju á vegum foreldraskól- ans. Efni: Svefn og svefnvenjur barna. Tengsl matarvenja og lundarfars barna við svefn. Frekari upplýsingar á heimasíð- unni www.foreldraskoli.is.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HINAR árlegu Vorvindavið- urkenningar IBBY á Íslandi voru afhentar við hátíðlega at- höfn í Norræna húsinu á laug- ardaginn. Þetta er í 18. skipti sem IBBY veitir þessar viðurkenningar og eru þær veittar fyrir fram- úrskarandi menningarstarf í þágu barna og unglinga. Vorvindahafar að þessu sinni eru Ragnheiður Gestsdóttir sem fær verðlaunin fyrir höfund- arverk sitt sem rithöfundur; Brian Pilkington fær verð- launin fyrir höfundarverk sitt sem myndlistarmaður og Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson sem nýliðar fyrir bækurnar Blóðregn og Brennan. Morgunblaðið/Ómar Vorvindaviðurkenningar ÚTSKRIFTARNEMENDUR á list- námsbraut við Iðnskólann í Hafn- arfirði opna í dag sýningu á verk- um sínum í húsnæði Marels. Sýningin samanstendur af verkum 23 nemenda sem allir eru að út- skrifast frá skólanum í vor. Verkin eru af ýmsum toga en nemendur hafa unnið að þeim í gegnum skóla- göngu sína í Iðnskólanum. Nem- endurnir héldu sýningu í Hafn- arborg í Hafnarfirði um síðustu jól en þá höfðu þau hannað og gert gjafir fyrir þjóðþekkta Íslendinga. Sýningin stendur til 22. maí og verður opið á virkum dögum frá klukkan 9 til 16 og á laugardögum frá klukkan 13 til 16. Iðnskólanemar í Hafnarfirði sýna smáauglýsingar mbl.is VORTÓNLEIKAR Raddbanda- félags Reykjavíkur í ár bera titilinn „Líttu á lífsins björtustu hlið“ og eru það þau skilaboð sem kórinn vill koma á framfæri nú þegar sum- arið fer í hönd. Tónleikarnir verða haldnir í Laugarneskirkju á mið- vikudaginn og byrja klukkan 20. Miðaverð er 1.500 kr. Á efnisskrá tónleikanna mun fjöl- breytnin ráða ríkjum og má þar finna allt frá miðaldatónlist til dæg- urlaga nútímans, sem sérstaklega hafa verið útsett fyrir kórinn. Raddbandafélagið var stofnað haustið 2002 og hefur á að skipa söngmönnum sem flestir hafa sung- ið í kórum um árabil, jafnframt því sem margir þeirra stunda einsöngs- nám. Stjórnandi kórsins er Sigrún Grendal. Á tiltölulega stuttum starfsferli sínum hefur Raddbandafélagið haldið fjölda tónleika víða um land- ið og á síðastliðnu hausti fór félagið í söngferð til Búlgaríu. Vortónleikar Raddbandafélagsins www.raddbandafelag.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.