Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 33
Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is
Miðasala í síma 568 8000 -
og á netinu: www.borgarleikhus.is
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
Rómuð
gestasýning!
Græna landið
Eftir Ólaf Hauk Símonarson
Gestasýning frá Þjóðleikhúsinu
Fös 13. 5 kl. 20
Lau 14. 5 kl. 15
Leiklistarnámskeið í sumar.
Námskeið fyrir alla aldursflokka.
Nánari upplýsingar á
www.leikfelag.is
Skráning stendur yfir.
10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
Ath. Aðgangur ókeypis
Apótekarinn eftir Haydn
Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Um neyslu barna
og unglinga á geðlyfjum
SÚ ÓGNVEKJANDI staðreynd
virðist blasa við að ótrúlega mörg
barna okkar þarfnast geðlyfja dag-
lega. Vissulega vekur sú vitneskja
ugg í brjóstinu. Hvað er að gerast
– og hvað er til ráða?
Vafalaust kemur margt til. Nú-
tíma lífsstíll hefur hér, án efa, mik-
il áhrif og ekki síður mikil vinna
foreldra utan heimilisins, sem hlýt-
ur að takmarka nauðsynleg sam-
skipti heima við, samskipti sem oft-
ar en ekki gætu leyst vandamál
dagsins og beint barninu á rétta
braut.
Ömmur og afar eru sjaldnast til
staðar og utan dyra heimilisins
blasir oft við ungviðinu fjand-
samlegur heimur þar sem einelti
og hin gegndarlausa krafa um – að
falla inn í hópinn – skipar stóran
sess. Vissulega eru þetta illleys-
anleg vandamál fyrir margt ung-
mennið, erfið vandamál, sem geta
valdið mikilli streitu og kallað eftir
læknisfræðilegum aðgerðum.
En áleitnar spurningar hljóta að
vakna:
Eru geðlyfin rétta lausnin eða
eru aðrar aðferðir betri?
Gæti verið góð hugmynd að
beina augunum enn frekar að nær-
ingarþættinum – taka t.d. upp
fæðubótaefnisgjöf í skólum?
Rangt, næringarlítið mataræði
margra hlýtur að teljast ein af or-
sökum ofvirkni og ýmissa annarra
hegðunarvandamála.
Marteinn heitinn Skaftfells, sá
heiðursmaður, ráðlagði mér fyrir
allmörgum árum að gefa ofvirkum
syni mínum ölgerstöflur (Bjast),
vegna þess að ölgerið innihéldi
mikið magn B-vítamína sem nærðu
taugakerfið. Ég fór að ráðum hans
– og viti menn – eins og hendi væri
veifað hurfu öll ofvirkniseinkenni
barnsins.
Ef til vill ber okkur að gaum-
gæfa betur.
Einar Þorgrímsson.
Áskorun til
Vegagerðarinnar
FÓLK sem fór í Þórsmörk talaði
mikið um hvað vegurinn væri
slæmur, allt að því ófær, því þar
voru eingöngu stórir jeppar og sér-
útbúnar rútur.
Ég vil spyrja vegamálastjóra
hvort hugsanlegt sé að þessi leið
verði löguð á einn eða annan hátt.
Þórsmörk er sá staður sem fólk vill
helst sjá, en venjulegir bílar fara
ekki þá leið. Hvað er langt síðan
þessi vegur var lagaður?
Ég skora á Vegagerðina að bæta
úr þessu eins vel og hægt er.
Vilhjálmur K. Sigurðsson.
Sólsjóngleraugu töpuðust
CARTIER-sólgleraugu með
sjónglerjum töpuðust, líklega inni
á veitingastaðnum Kaffi Tári í
Bankastræti að morgni
uppstigningardags. Ef einhver veit
hvar gleraugun eru niðurkomin er
hann vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 557-6830.
Morgunblaðið/RAX
Þórsmörk.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bókabíllinn er á
staðnum frá kl. 13.30 til 14. Fé-
lagsvist alla mánudaga kl. 14, vinnu-
stofan Stefanía og Sheena, leikfimi
kl. 9 og boccia kl. 10.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, söngstund kl.
10.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30,
félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Handverkssýning
í Bólstaðarhlíð 43 í dag kl. 13–17,
tískusýning, kaffiveitingar.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 10–10.45 leikfimi, kl.
11.15–12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl.
13–16 samverustund með Guðnýju, kl.
14.30–15.30 kaffi.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 13 stafaganga.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin í
dag kl. 10–11.30. Félagsvist í kvöld í
Gullsmára 13, kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids í dag kl. 13, kaffi kl. 13.30, línu-
danskennsla, byrjendur, kl. 18, sam-
kvæmisdans, framhald, kl. 19, byrj-
endur kl. 20.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK í
Gullsmára spilar brids mánu- og
fimmtudaga kl. 12,45 á hádegi. Ekki
verður spilað mánudaginn 16. maí.
Síðasti spiladagur er fimmtudaginn
19. maí.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10 og kl. 11.
Vorsýning félagsstarfs aldraðra
verður haldin 11., 12. og 13. maí kl. 14 í
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli Kirkju-
lundi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl. 10.30 sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá
hádegi spilasalur opinn, kl.14.30 kór-
æfing.Veitingar í matar- og kaffitíma
í Kaffi Berg.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns-
málun – keramik – perlusaumur –
kortagerð og nýtt, t.d. dúkasaumur,
dúkamálun og saumað í plast, kl. 10
fótaaðgerð og bænastund, kl. 12 há-
degismatur, kl. 13 skrautskrift, kl. 15
kaffi.
Hraunbær 105 | Handverkssýning
verður sunnudaginn 8. maí kl. 13 –17
og mánudaginn 9. maí kl. 9–17.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
hjá Sigrúnu kl. 9–16, glermálun o.fl.,
frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun
virka daga fyrir hádegi.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
fjölbreytt og öllum opið. Betri stofa
og Listasmiðja kl. 9–16. Kór Breiða-
gerðisskóla tekur lagið með Dísunum
fimmtudag kl. 14.30. Vorsýning 20.,
21. 22. maí kl. 13–16.
Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi
í Grafarvogslaug á morgun kl. 9.30.
Skátamiðstöðin | Endurfundir skáta
halda áfram. Síðasta samvera fyrir
sumarhlé verður mánudaginn 9. maí
í Skátamiðstöðinni. Húsið opnað kl.
11.30. Súpa og brauð. Hulda Guð-
mundsdóttir mótsstjóri segir frá
Landsmóti skáta 2005 á Úlfljóts-
vatni.
Vesturgata 7 | Hálfsdagsferð. Mánu-
daginn 9. maí kl. 13 verður farið á
handverkssýningar í Bólstaðarhlíð
43 og Hraunbæ 105. Skoðunarferð
um Stór-Reykjavíkursvæðið. Kaffi-
veitingar, skráning í síma 535-2740.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 Hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leik-
fimi, kl 11.45–12.45 hádegisverður, kl.
13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffi-
veitingar.
Kirkjustarf
Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf
fyrir stelpur í 6.–7. bekk alla mánu-
daga kl. 16.30–17.30.
Fella- og Hólakirkja | Æskulýðsstarf
– KGB fyrir krakka í 8.–10. bekk alla
mánudaga kl. 20–22.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía |
Hjóna-Alfa kl. 19, sjá www.gospel.is.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut
58–60, miðvikudagskvöld kl. 20.
Fjáröflunarkvöld Kristniboðsflokks
KFUK. „Kristur og ofsóknir“. Ræðu-
maður er Guðlaugur Gunnarsson.
Einsöngur og happdrætti. Kökusala.
Laugarneskirkja | Kl. 18 opinn tólf-
sporafundur í safnaðarheimilinu. Vin-
ir í bata. Sjá laugarneskirkja.is.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fella- og Hólakirkja.
Útskriftartónleikaröð
tónlistardeildar Listahá-
skóla Íslands í vor lýkur í
kvöld. Sólveig Sam-
úelsdóttir, mezzósópran
kemur fram en hún syng-
ur einnig um þessar
mundir í Apótekaranum
eftir Haydn (sýningu Óp-
erustúdíós LHÍ og Ís-
lensku óperunnar.)
Á efnisskrá tónleikanna
verða m.a. sönglög og arí-
ur eftir Purcell, Bizet,
Ture Rangström, Sibel-
ius, Dvorák, Jórunni Við-
ar, Richard Strauss, Joa-
quín Rodrigo og
Tchaikovsky. „Það má
segja að ástin komi víða
við,“ segir Sólveig um
lögin sem hún syngur í
kvöld. Ástin í víðasta
skilningi þess orðs, ást á
barni, ástarsorg, framhjá-
hald og allt sem viðkemur
henni er rauði þráðurinn á tón-
leikunum í kvöld að sögn Sól-
veigar. Hún flytur3 aríur en uppi-
staðan er að mestu ljóð. Sólveig
syngur til dæmis Sígaunaljóðin
eftir Dvorak á tékknesku en þau
eru venjulega flutt á þýsku.
Meðleikari á tónleikunum er
Antonia Hevesi, píanó.
Sólveig hóf söngnám við Söng-
skólann í Reykjavík haustið 1997
og lauk þaðan 8. stigi vorið 2002
undir handleiðslu Elísabetar F.
Eiríksdóttur söngkennara og El-
ínar Guðmundsdóttur píanóleik-
ara. Haustið 2002 hóf hún nám við
Tónlistardeild Listaháskóla Ís-
lands og lýkur þaðan B. Mus.
gráðu í söng í vor. Aðalkennari
hennar við LHÍ er Elísabet Er-
lingsdóttir söngkennari en auk
þess hefur hún notið leiðsagnar
píanóleikaranna Richards Simm
og Antoníu Hevesi. Í janúar síð-
astliðnum kom Sólveig fram sem
einsöngvari með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands í fsramhaldi af sam-
keppni LHÍ og Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Sólveig tók þátt í
uppfærslu Óperustúdíós LHÍ og
Íslensku óperunnar á Sígauna-
baróni Johanns Strauss vorið 2004
og fer með hlutverk Volpinos í
uppfærslu Óperustúdíósins á Apó-
tekaranum eftir Haydn vorið 2005.
Sólveig hefur auk þess komið
fram sem einsöngvari við fjölmörg
önnur tækifæri.
Tónlist | Útskriftartónleikar LHÍ
Syngur um ástina
Tónleikarnir fara fram í kvöld kl.
20.00 í Íslensku óperunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólveig Samúelsdóttir mezzósópran.