Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Raðauglýsingar 569 1111
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Heilsuhringsins
2005
verður haldinn þriðjudaginn 10. maí kl. 20 í
Norræna húsinu.
Að loknum aðalfundarstörfum kl. 20.30 flytur
Jóhann Ágúst Sigurðsson læknir erindi.
Haldbær heilbrigðisþjónusta
Aðgangur er ókeypis. — Allir velkomnir.
Stjórnin.
Fyrirtæki
Meðleigjandi/
Skrifstofuhúsnæði
Óska eftir meðleigjanda að mjög fallegu skrif-
stofuhúsnæði við Skútuvog. 2 herb. 13 og 10
fm. Sameiginlegt fundarherbergi, salerni og
eldhús. Áhugasamir sendi upplýsingar á net-
fangið steinpet@simnet.is .
Félagslíf
I.O.O.F. 19 186598 I.O.O.F. 10 186597 Lf.
Góður maður er
genginn, Halldór Guð-
jónsson, eða Dóri, eins
og hann var ávallt kall-
aður. Dóri var einn af
þessum skemmtilegu
mönnum sem hafa
skoðanir á öllum málefnum og láta
þær óspart í ljós. Dóri var hrókur
alls fagnaðar og einstaklega hjálp-
fús ef til hans var leitað. Heimsókn-
irnar í Kópavoginn verða aldrei eins
eftir að hann er fallinn frá, en við
munum áfram koma í heimsókn og
heilsa upp á Sirrý, Sigga og Bjössa.
Elsku Dóri, nú er komið að
kveðjustund. Við þökkum þér fyrir
hvað þú varst alltaf elskulegur við
okkur hjónin og strákana okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Við biðjum Guð að styrkja ástvini
þína.
Hvíl í friði.
Ragnar, Hólmfríður og
strákarnir.
Það er alltaf erfitt að kveðja.
Þegar að kveðjustund kemur verð-
ur oft lítið sagt og þegar henni er
lokið koma orðin en þá er það of
seint. Ég minnist Halldórs sem
góðs manns, sem vildi allt fyrir alla
gera. Hann var maður fram-
HALLDÓR
GUÐJÓNSSON
✝ Halldór Guðjóns-son fæddist í
Hafnarfirði 22. mars
1929. Hann lést á
heimili sínu 26. apríl
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Digraneskirkju 4.
maí.
kvæmda og gerði strax
það sem þurfti að gera.
Einnig man ég að hon-
um þótti gaman að
spjalla um málefni líð-
andi stundar og ekki
var verra að viðmæl-
andinn væri honum
ósammála. Ég man að
þegar ég var lítil
stúlka fannst mér
hann og pabbi minn
alltaf vera að rífast, en
hann horfði alltaf á
mig, brosti og sagði:
„Þetta er allt í góðu,
það er svo gaman að
tala við hann pabba þinn, við erum
svo oft ósammála.“
Mig langar að þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast þessum góða
manni.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Ég vil senda Sirrý móðursystur
minni, Sigga, Bjössa, Guðjóni og
Möggu, Loga, Sindra og Petru mína
innilegustu samúðarkveðju.
Sigríður Guðrún Stefánsdóttir.
Við minnumst vinar okkar, Hall-
dórs Guðjónssonar. Dóri var af-
skaplega góður og greiðvikinn mað-
ur. Fengum við að njóta þess
ríkulega í gegnum þau 55 ár sem við
nutum samvistar við hann.
Það var alltaf jafn gott að koma í
Bræðratunguna og njóta hlýju og
gestrisni þeirra hjóna. Hann kvaddi
okkur ávallt með þeim orðum að við
værum alltaf velkomin og kæmum
fljótlega aftur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Við vottum Sirrý systur minni,
Sigga, Bjössa, Guðjóni, Möggu,
Loga, Sindra og Petru dýpstu sam-
úð okkar.
Herdís og Stefán.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá stjórn Barnageð-
læknafélags Íslands. Tilefnið er fjöl-
miðlaumræðu og svar heilbrigðis-
ráðherra við fyrirspurn Ástu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þing-
manns, um notkun geðlyfja barna
með ofvirkniröskun.
„Á undanförnum árum hefur
þekkingu og meðferð geð- og
þroskaraskana barna fleygt mikið
fram. Fjölmargar og ýtarlegar
læknisfræðilegar rannsóknir hafa
verið framkvæmdar og þannig orðið
æ ljósara að hægt er að hjálpa þess-
um hóp barna eftir ýmsum leiðum.
Ein þeirra er meðferð með örvandi
lyfjum, t.d. methylphenidat, og hef-
ur jafnframt verið sýnt fram á það í
viðamiklum, aðferðafræðilega vel
gerðum langtímarannsóknum að
lyfjameðferð er áhrifaríkust allra
meðferðarforma í því að slá á trufl-
andi áhrif ofvirkniseinkenna. Í raun
er því svo farið að fá lyf sem notuð
eru til meðferðar ýmsum kvillum og
sjúkdómum æskuáranna hafa að
baki jafn digran sjóð reynslu og
rannsókna og örvandi lyf við trufl-
andi áhrifum ofvirkni. Ein afleiðinga
ofvirknisröskunar er að henni fylgir
aukin hætta á þróun ávana- og fíkni-
vandamála. Því er rétt að taka fram
að methylphenedat (Ritalin®) er
ekki ávanabindandi í læknisfræði-
legum skömmtum og einstaklingar
sem hafa fengið árangursríka lyfja-
meðferð eru ekki líklegri en aðrir til
að lenda í slíkum vandamálum.
Örvandi lyf voru fyrst notuð árið
1937 gegn einkennum sem hafa síð-
ar verið skilgreind sem truflun á
virkni og athygli. Lyf voru þó ekki
notuð að neinu marki fyrr en eftir
1950 og upp úr 1960 jókst notkun
þess mikið, einkum í Bandaríkjun-
um og hefur farið vaxandi þar eins
og annars staðar. Á Norðurlöndum
var þó ekki farið að nota lyf að neinu
marki fyrr en nokkru síðar.
Niðurstöður rannsókna víða um
heim eru samhljóma og benda til
þess að 3-5% barna á grunnskóla-
aldri eigi við ofvirkniröskun að
stríða. Greining byggist á nákvæmri
þroska- og sjúkrasögu eins og hún
er gefin af foreldrum en það er einn-
ig leitað upplýsinga annarsstaðar frá
og með örum hætti. Upplýsinga er
aflað frá kennara barnsins í leik-
skóla eða grunnskóla. Vitnisburðar-
blöð eru könnuð, svo og athuganir
annarra sem e.t.v. áður hafa komið
að málefnum barnsins. Spurst er
fyrir um líkamlega heilsu og frekari
upplýsinga um hana aflað frá viðeig-
andi aðilum ef ástæða er til. Sál-
fræðilegt mat er iðulega framkvæmt
til að skoða vitsmunalegar forsendur
til náms og til að leita skýringa á
hegðun og/eða til leiðbeininga við að
sníða kennsluaðferðir að erfiðleikum
barnsins. Stuðst við staðlaða ein-
kennamatskvarða til að skoða fjölda
og gráðu einkenna í samanburði við
önnur börn og svo til að bera saman
ástand fyrir og eftir upphaf með-
ferðar og framvindu meðferðar. Það
er rétt að halda því til haga að of-
virkni er ekki einföld óþekkt og
óhlýðni heldur röskun sem oft fylgir
einstaklingnum út ævina og jafnvel
til næstu kynslóðar bæði með líf-
fræðilegri og félagslegri erfð. Of-
virkni fer yfirleitt ekki ein sér því að
í 70% tilvika fylgir einhver önnur
röskun sem gerir ástandið illvígara
og meðferðina flóknari og horfur
verri.
Gagnrýnisraddir tala um sjúk-
dómsvæðingu, ofgreiningu, oflyfjun
barna eða þá að verið sé að með-
höndla hegðun eða óþekkt með lyfja-
gjöf. Það er áleitin spurning af
hverju börn með þroskaraskanir
þurfi vera skotmark ólíkra aðila með
rakalausum málflutningi? Börn eru
auðveld bráð þar sem þau geta ekki
sjálf borið hönd fyrir höfuð og for-
eldrar þeirra svara ógjarnan fyrir
sig. Það skyldi þó ekki vera svo að
skyldmennin fáfræði og fordómar og
aðrir úr þeirri ætt séu á ferli? Oft er
einnig spurt hvar þessi börn voru
áður úr því greining og meðferð hef-
ur aukist að svo miklu marki. Hvar
voru þessi börn fyrir 20-30 árum? Í
mörgum skólum voru sérstakir
bekkir í hverjum árgangi fyrir börn
sem voru líklegri en önnur til að
ganga verr í námi. Þessir bekkir
voru stundum kallaðir tossabekkir. Í
dag vitum við að ein alvarlegasta af-
leiðing ofvirkni er að nám barns mis-
ferst og að mörg börn, þrátt fyrir
eðlilega greind, voru talin treggáfuð
vegna hegðunar sinnar og fengu
þess vegna takmarkaðan möguleika
á námi. Að sjálfsögðu hafði þetta
djúp áhrif á sjálfsímynd og fé-
lagsþroska margra. Í dag, þegar
þekkingu á eðli þessara þroskaþátta
hefur fleygt fram og meðferðar-
möguleikar aukist, láta foreldrar
ekki bjóða börnum sínum slíkt, þeir
leita úrræða til að auka líkur á eðli-
legum þroska barna sinna og ár-
angri í námi.
Við erum misjafnlega gerð en
flestir gera eins vel og þeir geta en
það nægir oft ekki eða þá að ástand-
ið sem veldur erfiðleikum er svo ill-
viðráðanlegt að jafnvel bestu kring-
umstæður duga ekki til.
Það er erfið staða að geta ekki
leitað úrræða fyrir barn sitt, sé það
ofvirkt, án þess að vera litinn horn-
auga. Ofan á vandamál sín, sem oft
eru víðtæk og valda mikilli hömlum í
daglegu lífi, mega börnin og foreldr-
ar þeirra þola mikla og ósanngjarna
gagnrýni. Ef ekki með beinum hætti
þá óbeinum. Umræða af því tagi sem
fram hefur farið er fáum til fram-
dráttar en mörgum til skaða.
Reynsla undanfarinna áratuga hefur
sýnt það.
Í þeirri fjölmiðlaumræðu sem hef-
ur farið fram nú að undanförnu hef-
ur verið fullyrt að notkun Ritalins,
þ.e methylphenidats, sé hvergi meiri
en á Íslandi og er notkunin gjarnan
eingöngu heimfærð upp á börn og
unglinga en þess ekki getið að a.m.k.
30% heildarnotkunarinnar er meðal
fullorðinna. Má í því sambandi geta
þess að af kvenkyns notendum lyfs-
ins er u.þ.b. helmingur notkunarinn-
ar meðal fullorðinna kvenna. Einnig
hefur þess ekki verið getið að víða
erlendis eru önnur lyf úr flokki örv-
andi lyfja á markaði en þau lyf hafa
ekki reiknast með þegar verið er að
bera saman notkun á Íslandi við
önnur lönd. Hinn umdeildi og vafa-
sami heiður að vera handhafi heims-
meistaratitils í notkun örvandi lyfja
er því ekki okkar enn sem komið er.
Hins vegar má líta alla hluti og mál-
efni frá fleiri en einu sjónarhorni og
það má því spyrja hvort það sé í
raun eitthvað slæmt að vera heims-
meistari í notkun lyfs sem hefur ver-
ið margreynt og notað í áratugi með
góðum árangri. Íslendingar eiga
fjölda heimsmeta eða eru í fyrstu
sætunum. Þar má nefna ævilengd,
burðarmálsdauða og nýburadauða
eða hlutfall bólusettra við ýmsum
barnasjúkdómum. Við stöndum okk-
ur vel í læsi í alþjóðlegum saman-
burði, bílaeign landsmanna og íbúð-
areign er með því mesta sem þekkist
og sama er að segja um tekjur og
efnahag og svona mætti lengi telja.
Þetta er árangur þeirrar þjóðar sem
var fátækust í Evrópu fyrir einni
öld. Væri það ekki í samræmi við allt
þetta ef við gætum náð tökum á
þroska- og hegðunartruflun sem er
íþyngjandi og hefur slæmar horfur?
Stór hluti barna sem nýtur lyfja-
meðferðar hefur mikið gagn af henni
og öðlast í raun nýtt líf m.t.t. líðanar,
félags- og námsstöðu. Hvers vegna á
þessi hópur að þola samfellda gagn-
rýni byggða á fordómum og fáfræði
sem jafnvel er sett fram af einstak-
lingum sem ættu að kallast vel upp-
lýstir eða ættu að minnsta kosti hafa
alla burði og möguleika til að vera
það?
Barnageðlæknar eiga hlut að
minna en helmingi heildarávísana á
örvandi lyf, því hefur Barnageð-
læknafélag Íslands á undanförnum
árum haft frumkvæði að samvinnu
við Landlæknisembættið um tillögur
að vinnureglum varðandi greiningu
ofvirkni og notkunar örvandi lyfja.
Vinnureglur hafa verið samdar og
teknar í notkun en hugur okkar hef-
ur alla tíð staðið til umfangsmeiri að-
gerða á þessu sviði og öðrum en það
hefur skort verulega á vilja til sam-
starfs eða aðgerða frá opinberum
aðilum. Hins vegar er enginn hörg-
ull á skýrslum, bréfum, ráðstefnum,
nefndarálitum og öðru þess háttar.
Það er eðlilegt að skoða gerðir
sínar og því er vinnulag barnageð-
lækna í sífelldri endurskoðun og
mótun. Félagið vonast eftir áfram-
haldandi og auknu samstarfi við
Landlæknisembættið og aðra opin-
bera aðila um þessi málefni og er nú
sem fyrr reiðubúið til samstarfs.
Stjórn félags barnageðlækna fagnar
því ef það næst að færa umræðuna
um meðferð þroskaraskana og trufl-
andi hegðunar úr farvegi upphróp-
ana og fordóma. Við fögnum tillögu
heilbrigðisráðherra sem í svari við
fyrirspurn Ástu Ragnheiðar leggur
til að skoðað verði á breiðari grund-
velli hvernig best verði brugðist við
aukningu athyglisbrests og ofvirkni
barna. Við vonumst til þess að þann-
ig athugun leiði til þess að þau börn
sem þess þurfa fái viðeigandi aðstoð
innan skólakerfisins og félagsþjón-
ustunnar því þar er í dag víða pottur
brotinn og mörg verkefni sem bíða
aðgerða. Hvort Miðstöð heilsu-
verndar barna í samráði við sál-
fræðiþjónustu skóla og félagsþjón-
ustu sveitarfélaga sé rétti aðilinn til
að skoða það mál, eins og ráðherra
hefur nefnt, er hins vegar allt annar
handleggur. Stjórn barnageðlækna-
félagsins hefur skoðun á því hvernig
gagnlegt væri að standa að slíkri at-
hugun.
Barnageðlæknafélagið og einstak-
ir félagar þess hafa á undanförnum
árum beitt sér með einum eða öðrum
hætti fyrir því að þjónusta opinberra
aðila við börn með geðraskanir verði
bætt, en árangurinn er rýr. Það er
mál að fagurgala og lýðskrumi linni.
Upplýsingar um hvar skórinn
kreppir og hvaða úrræði séu vænleg
til árangurs hafa legið hjá ráðuneyt-
inu í áraraðir og þeim verið fylgt eft-
ir með fundum, bréfum og öðrum til-
tækum ítrekunum en fyrir daufum
eyrum. Vinnulag heilbrigðisráðu-
neytisins hefur verið hægt og
ómarkvisst. Tillögur verkefnisstjóra
ráðuneytisins um aðgerðir til bættr-
ar þjónustu við börn með geðrask-
anir hafa nánast allar komið fram
áður.
Svo kvað Egill Skallagrímsson um
kukl: „Skalat maðr rúnar rista nema
ráða vel kunni. Það verðr mörgum
manni er um myrkvan staf villist.“
Það hefur vakið áhyggjur hvernig og
hvert ráðuneytið hefur leitað fag-
legrar ráðgjafar um málefni barna
með geðraskanir og svo virðist nú
sem að bæði þing og ráðuneyti fari
stafavillt.
Það hefur alltaf verið ósk okkar að
friður skapist um þennan málaflokk
þannig að við og aðrir getum veitt
þessum börnum og öðrum aðstoð
með þeim aðferðum sem við þekkj-
um best hverju sinni. Börnin eiga
rétt á griðum fyrir fordómum þjóð-
félagsins.“
Yfirlýsing frá stjórn Barnageðlæknafélags Íslands
Gagnrýni á lyfjanotkun
byggð á fordómum
og fáfræði
FRÉTTIR