Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 2
FYRSTA kappróðrarmót sumarsins hjá Kayakfélagi Reykjavíkur var í gær. Mótið var haldið við Geldinganes og veður var með besta móti. Ríf- lega þrjátíu manns tóku þátt, á aldrinum sextán til 74 ára. Keppt var í tveimur vegalengdum, 10 km og 3,5 km. Elín Marta Eiríksdóttir sigraði í kvennaflokki en hún fór tíu kílómetra á rúmri klukkustund. Torben Greg- ersen varð hlutskarpastur karla á 57 mínútum. Á styttri vegalengdinni sigruðu Ragnar Björnsson og Ingibjörg M. Guðmundsdóttir. Þá var einnig sérflokkur fyrir plastbáta en þeir fara nokkru hægar en trefjabátar. Mads Sircstedt sigraði í þeim flokki en hann fór tíu kílómetra á klukkustund og fimm sekúndum. Hörð keppni hjá kajakmönnum Morgunblaðið/Golli 2 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BUSH RÆÐIR VIÐ PÚTÍN George W. Bush Bandaríkja- forseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í gær og lauk lofsorði á rússnesku þjóðina fyrir þátt hennar í sigrinum á þýskum nasistum í síðari heimsstyrjöldinni fyrir 60 árum. Þrátt fyrir ágrein- ing ríkjanna að undanförnu um lýðræðisþróunina í Rússlandi fór vel á með forsetunum og Bush þakkaði Rússum fyrir aðstoð í deil- unni um kjarnorkuáætlun Írans og við friðarumleitanir í Mið- Austurlöndum. Íslendingur slasaðist Íslendingur slasaðist í sprengju- árás í Bagdad um helgina. Íslend- ingurinn var meðal öryggisvarða í bílalest sem ráðist var á. 22 létust í árásinni. Ekki rítal ínheimsmeistarar Stór hluti barna sem nota örv- andi lyf hefur mikið gagn af lyfja- meðferðinni. Þetta segir í yfirlýs- ingu frá Barnageðlæknafélagi Íslands þar sem því er mótmælt að Íslendingar eigi heimsmet í notkun rítalíns. M.a. er bent á að ekki sé tekið tillit til þess að 30% notenda lyfsins séu fullorðið fólk heldur sé heildarnotkun uppfærð á börn og unglinga. Hvetja Blair t i l að fara frá Nokkrir áhrifamenn í breska Verkamannaflokknum hafa skorað á Tony Blair forsætisráðherra að segja af sér snemma á þriðja kjör- tímabili sínu. Blair hafði lýst því yfir að hann stefndi að því að sitja út kjörtímabilið og nánir sam- starfsmenn hans sögðu í gær að hann myndi standa við þá yfirlýs- ingu. Taldir eiga sex kjarnavopn Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) telur að Norður-Kór- eumenn eigi um það bil sex kjarn- orkusprengjur. Mohamed ElBar- adei, yfirmaður stofnunarinnar, staðfesti þetta í gær. Síldin orðin fastagestur? Norsk-íslenski síldarstofninn hefur látið á sér kræla undanfarin ár eftir þrjátíu ára fjarveru en veiði úr stofninum er hafin. Tvö skip eru komin á miðin í Síld- arsmugunni og það þriðja er á leiðinni. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 26/28 Viðskipti 11 Dagbók 30 Erlent 18 Víkverji 30 Daglegt líf 15/17 Staður og stund 32 Listir 18/20 Menning 33/37 Forystugrein 20 Ljósvakamiðlar 38 Umræðan 22/25 Veður 39 Bréf 24 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LJÚKA mætti áætlun Hafrannsóknastofnunar um rannsóknir á hrefnustofninum með því að leyfa veiðar á 39 dýrum í sumar og 100 á næsta ári, skv. hugmyndum sem stofnunin hefur lagt fram í vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins. Það er hins vegar sjávarútvegsráðuneytisins að taka ákvarðanir um veiðarnar. Að sögn Árna M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra hefur ekki verið tekin ákvörðun um veiðarnar en hann segir það þó líklegra en hitt að 39 dýr verði veidd í sumar. Er m.a. verið að ræða þessar hugmyndir um veiðarnar í sumar við hrefnuveiðimenn. Rannsóknaáætlunin hófst 2003 og var upphaflega gert ráð fyrir árlegum veiðum á 100 langreyðum, 100 hrefnum og 50 sand- reyðum á tveimur árum. Veidd voru 36 dýr á vertíðinni 2003 og 25 dýr í fyrra. Að sögn Gísla Víkingssonar, verkefnisstjóra hjá Hafrannsókna- stofnun, hafa vísindamenn Hafrannsóknastofn- unar lagt fram hugmyndir um að ljúka mætti rannsókninni með veiðum á 39 dýrum í ár og 100 á næsta ári. „Við höfum hins vegar ekki lagt þetta formlega til við ráðuneytið. Það má alveg eins búast við að farið verði hægar í sakirnar og við teljum það ekki skaða rannsóknina að neinu verulegu marki,“ segir Gísli. Áætlanir Hafrannsóknastofnunar um rannsóknir á hrefnustofninum Veiða mætti 39 dýr í ár Morgunblaðið/Jim Smart Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Maðurinn sem lést eft- ir að hafa fengið aðsvif undir stýri á bíl sínum á Breiðholts- braut, skammt frá hesthúsa- hverfinu í Víðidal, á föstudag hét Jóhannes Guðvarðarson. Hann var til heimilis í Vestur- bergi 36 í Reykjavík. Jóhannes fæddist 25. desember 1938 og var því 66 ára að aldri þegar hann lést. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn auk barnabarna og barna- barnabarna. HREIN raunávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta líf- eyrissjóðs landsins, var 9,31% á árinu 2004, sem er ívið lakari raunávöxtun en árið á undan þeg- ar ávöxtunin var 10,63%. Eignir sjóðsins í árslok námu tæpum 180 milljörðum króna. Meðalávöxtun sjóðsins á síðustu fimm árum er 3,89% og síðustu tíu ár 4,94%. Ávöxtun á einstökum eigna- flokkum sjóðsins var mjög mis- munandi á síðasta ári. Þannig var raunávöxtun innlendra hlutabréfa í eigu sjóðsins 54,4%, en ávöxtun er- lendra hlutabréfa var lítið eitt nei- kvæð eða sem nam 0,23% þegar tekið hefur verið tillit til geng- isvarna. Samkvæmt upplýsingum sjóðsins er ástæða lækkunarinnar styrking krónunnar sem rýrir eignir í erlendri mynt. Fjórðungur eigna í erlendum hlutabréfum Raunávöxtun innlendra skulda- bréfa var einnig betri en á erlend- um skuldabréfum. Þannig var raunávöxtun innlendra skulda- bréfa 8,59% en 5% á erlendu skuldabréfunum. Langstærstur hluti af eignum sjóðsins var í inn- lendum skuldabréfum í árslok 2004 eða tæp 60%. Tæp 16% voru í innlendum hlutabréfum, innan við 1% í erlendum skuldabréfum og rúm 24% í erlendum hlutabréfum. Fram kemur að 11% af eignum sjóðsins að meðaltali á árinu 2004 voru í innlendum hlutabréfum. Meðalávöxtun allra lífeyrissjóð- anna í landinu er talin hafa verið 10,5% í fyrra. Raunávöxtun LSR var 9,31% á síðasta ári JÓHANNA Björg Jóhannsdóttir, ný- krýndur Íslandsmeistari stúlkna í skák, sigraði á stelpumóti Olís og Hellis sem haldið var á laugardag. Jó- hanna er tólf ára gömul og gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði yngri og eldri stelpur á mótinu og endaði með fimm og hálfan vinning af sex. Jóhanna var hin ánægðasta með árangurinn en hún segir að skákirnar hafi verið strembnar. Hún var þó ekki þreyttari en svo að hún tefldi á úr- slitamóti Tívolísyrpu Hróksins og Ís- landsbanka í gær og lenti þar í öðru sæti með sjö og hálfan vinning af átta. Það var Ingvar Ásbjörnsson sem sigraði á móti Hróksins og skaut þar með Jóhönnu aftur fyrir sig. Jóhanna segir að faðir hennar hafi kennt henni að tefla þegar hún var fjögurra ára og að henni hafi alltaf þótt það skemmtilegt. Hún æfir venjulega fjórum til fimm sinnum í viku og stundum daglega ef eitthvert mót er framundan. „Ég fer til Frakk- lands í sumar að keppa á heimsmeist- aramóti barna og unglinga en við er- um sjö sem förum héðan.“ Jóhanna segist eiga sinn eftirlæt- isskákmann, Mikail Tal, töframann- inn frá Riga. „Hann var mikið fyrir brellur og fléttur og ég er það líka.“ Jóhanna keppir á skólaskákmeist- aramóti Salaskóla í dag en hún segir að 123 krakkar taki þátt í mótinu. Jó- hanna á titil að verja. Jóhanna Björg heldur sínu striki Morgunblaðið/Ómar Jóhanna Björg lærði að tefla þegar hún var fjögurra ára gömul og hefur alltaf haft gaman af því. Í dag keppir hún á skákmóti í Salaskóla. Lést eftir bílslys í Víðidal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.