Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 124. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Söngelskir frændur Skyldmennin hittast vikulega og syngja saman | 15 Fasteignir og Íþróttir Fasteignir | Stöðug fólksfjölgun í Grindavík  Gólfhiti er nú- tímahitagjafi Íþróttir | Guðjón Valur Evrópumeistari Íslend- ingar sigursælir á NM í júdói Ástrali og Serbi til Fylkis Moskvu. AFP, AP. | George W. Bush Bandaríkja- forseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlands- forseta í gær og lauk lofsorði á rússnesku þjóð- ina fyrir þátt hennar í sigrinum á þýskum nasistum í síðari heimsstyrjöldinni fyrir 60 ár- um. Forsetarnir tveir héldu óformlegan fund á sveitasetri Pútíns síðdegis í gær. Þrátt fyrir ágreining ríkjanna að undanförnu um lýðræð- isþróunina í Rússlandi og fleiri mál voru við- ræður forsetanna vinsamlegar. Bush þakkaði Rússum fyrir aðstoð í deilunni um kjarnorku- áætlun Írans og við friðarumleitanir í Mið- Austurlöndum. „Rússar eru stórkostleg þjóð og ég hlakka til að vinna með þeim að lausn stórra vandamála,“ sagði Bush. „Það er margt sem við getum gert saman.“ Minntist fórna Rússa Bush kvaðst ennfremur hlakka til hátíðar- haldanna í Moskvu í dag í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. „Á þessari stundu viðurkennir heimsbyggðin mikið hugrekki rússnesku þjóðarinnar og þær miklu fórnir sem hún færði í sigrinum á nasism- anum. Rússneska þjóðin þurfti að ganga í gegn- um ótrúlegar þjáningar og þrengingar en samt þvarr aldrei rússneski baráttuandinn.“ Vel fór á með forsetunum á sveitasetri Pútíns í birkiskógi vestan við Moskvu. Bush fékk jafn- vel að aka Volgu-bifreið Pútíns um heimreiðina áður en þeir snæddu kvöldverð með eiginkon- um sínum. „Ég hef svo mikla skemmtun af þessu, við ætlum annan hring,“ sagði Bush. Forsetarnir svöruðu ekki spurningum frétta- manna en utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands sögðu þá hafa rætt málefni Mið- Austurlanda og verið sammála um margt, eink- um um að ekki mætti gefa eftir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush lofar hugrekki rússnesku þjóðarinnar AP Vladímír Pútín tekur á móti George W. Bush Bandaríkjaforseta við sveitasetur rússneska forsetans nálægt Moskvu síðdegis í gær.  Stuðlaði að/14 EVRÓPUBÚAR fjölmenntu á minningarathafnir og skrúðgöngur víða í álfunni í gær í tilefni af því að sex áratugir eru liðnir frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Aldraðir hermenn taka hér þátt í skrúðgöngu í miðborg Moskvu í gær. Hátíðahöldin ná hámarki í borginni í dag þegar um 50 þjóð- arleiðtogar verða viðstaddir sýningu á Rauða torginu, þeirra á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Um 50 milljónir manna létu lífið í stríðinu, þar af um 26 milljónir Rússa. Í Austurríki minntust þúsundir manna stríðslokanna í útrýming- arbúðum nasista. Reuters Sigurdagsins minnst í evrópskum borgum STJÓRN Barnageðlæknafélags Ís- lands mótmælir harðlega í yfirlýs- ingu, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, því sem nefnt er fordómar og rakalaus málflutningur í umræðu að undanförnu um notkun geðlyfja barna með ofvirkniröskun. Heimsmeistaratitillinn er ekki okkar Vísað er á bug fullyrðingum í fjöl- miðlaumræðunni um að notkun Rit- alins, þ.e methylphenidats, sé hvergi meiri en á Íslandi þar sem hún er gjarnan eingöngu heimfærð upp á börn og unglinga. Þess sé hins vegar ekki getið að a.m.k. 30% heildarnotkunarinnar sé meðal full- orðinna. „Má í því sambandi geta þess að af kvenkyns notendum lyfs- ins er u.þ.b. helmingur notkunar- innar meðal fullorðinna kvenna. Einnig hefur þess ekki verið getið að víða erlendis eru önnur lyf úr flokki örvandi lyfja á markaði en þau lyf hafa ekki reiknast með þeg- ar verið er að bera saman notkun á Íslandi við önnur lönd. Hinn um- deildi og vafasami heiður að vera handhafi heimsmeistaratitils í notk- un örvandi lyfja er því ekki okkar enn sem komið er,“ segir í yfirlýs- ingunni. Bent er á að stór hluti barna sem njóta lyfjameðferðar hafi mikið gagn af henni og hafi öðl- ast nýtt líf m.t.t. líðanar, félags- og námsstöðu. „Gagnrýnisraddir tala um sjúk- dómsvæðingu, ofgreiningu, oflyfjun barna eða þá að verið sé að með- höndla hegðun eða óþekkt með lyfjagjöf. Það er áleitin spurning af hverju börn með þroskaraskanir þurfi að vera skotmark ólíkra aðila með rakalausum málflutningi. Börn eru auðveld bráð þar sem þau geta ekki sjálf borið hönd fyrir höfuð sér og foreldrar þeirra svara ógjarnan fyrir sig. Það skyldi þó ekki vera svo að skyldmennin fá- fræði og fordómar og aðrir úr þeirri ætt séu á ferli?“ segir m.a. í yfirlýs- ingunni. Börnin eiga rétt á griðum Undir lok yfirlýsingarinnar er vitnað í kveðskap Egils Skalla- grímssonar um kukl: „„Skalat maðr rúnar rista nema ráða vel kunni. Það verðr mörgum manni er um myrkvan staf villist.“ Það hefur vakið áhyggjur hvernig og hvert ráðuneytið hefur leitað faglegrar ráðgjafar um málefni barna með geðraskanir og svo virðist nú sem bæði þing og ráðuneyti fari stafa- villt. Það hefur alltaf verið ósk okkar að friður skapist um þennan mála- flokk þannig að við og aðrir getum veitt þessum börnum og öðrum að- stoð með þeim aðferðum sem við þekkjum best hverju sinni. Börnin eiga rétt á griðum fyrir fordómum þjóðfélagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Barnageðlæknafélagsins. Barnageðlæknafélagið gagnrýnir umræðu um notkun geðlyfja Börn eru skot- mark rakalauss málflutnings  Yfirlýsing/28 Taldir eiga um sex kjarn- orkusprengjur Washington. AFP. | Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin (IAEA) telur að Norður-Kóreu- menn eigi um það bil sex kjarnorkusprengj- ur. Mohamed ElBaradei, yfirmaður stofnunarinnar, staðfesti þetta í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í gær. Þegar ElBaradei var spurður hvort það væri mat Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar að Norður-Kóreumenn réðu þegar yf- ir allt að sex sprengjum svaraði hann: „Ég tel að það sé nálægt mati okkar. Við vissum að þeir réðu yfir plútoni sem hægt væri að nota til að smíða 5–6 norður-kóresk vopn. Við vitum að þeir ráða yfir tæknibúnaði til að breyta þessu plútoni í vopn.“ Samkvæmt skýrslum bandarískra leyni- þjónustustofnana er talið að Norður-Kór- eumenn ráði yfir einni eða tveimur kjarn- orkusprengjum. Þeir lýstu því yfir í febrúar að þeir hefðu þróað kjarnavopn og fregnir herma að þeir séu að búa sig undir að sprengja kjarnorkusprengju neðanjarðar í tilraunaskyni. ÍSLENDINGUR var í hópi öryggisvarða sem urðu fyrir bílasprengjuárás í miðborg Bagdad í Írak um helgina að því er fram kemur í fréttum erlendra fréttastofa í gær. Íslendingurinn slasaðist ekki alvarlega og fékk að fara af sjúkrahúsi eftir aðhlynn- ingu. Alls létu 22 lífið í árásinni, þar á meðal tveir bandarískir öryggisverðir að því er haft er eftir bandaríska sendiráðinu í Írak. Utanríkisráðuneytinu hér á landi höfðu í gærkvöldi ekki borist neinar fregnir af því að Íslendingur hefði verið meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni og engar fregnir hafa borist af Íslendingum á þessum slóðum. Einn Íslendingur hefur verið í Írak á veg- um íslensku friðargæslunnar en er staddur hér á landi þessa dagana. Í fréttum erlendra fjölmiðla kemur fram að árásin var gerð á bílalest öryggisvarða á vegum bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins CTU Consulting. Í tilkynningu frá fyrir- tækinu í gær segir að auk Bandaríkjamann- anna tveggja sem létust hafi Ástrali, Ís- lendingur og þrír bandarískir öryggisverðir á vegum fyrirtækisins meiðst í árásinni. Enginn þeirra hafi þó slasast lífshættulega. Samkvæmt AP-frétt segjast Al-Qaida- samtökin hafa staðið fyrir árásinni. 22 féllu í bílasprengjuárás á öryggisverði í miðborg Bagdad Íslendingur sagður hafa meiðst í árásinni Reuters Bílar öryggisvarðanna í ljósum logum. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.