Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
VEIÐI er hafin úr norsk-íslenska
síldarstofninum. Tvö skip eru
komin á miðin í Síldarsmugunni
langt norðaustur af landinu og
það þriðja er á leiðinni. Hafa
skipin verið að fá nokkuð í flot-
troll af vænni síld sem er fryst
um borð.
Skipin sem um er að ræða eru
Hákon EA og Vilhelm Þorsteins-
son EA, en Baldvin Þorsteinsson
EA er á leiðinni á miðin. Skipin
hafa fengið nokkur hundruð tonn
af 290–300 gramma síld í fyrstu
köstunum, en lítil reynsla er kom-
in á veiðarnar þar sem þau komu
ekki á miðin fyrr en undir viku-
lokin. Miðin eru um 240 sjómílur
austur af Langanesi, í Síldar-
smugunni svonefndu. Frést hefur
af færeyskum og dönskum skip-
um en norðar og austar og hafa
þau verið að fá smærri síld en ís-
lensku skipin.
Engin mynd komin á þetta
Arngrímur Brynjólfsson, skip-
stjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA
sagði þegar Morgunblaðið náði
tali af honum á miðunum austur
af landinu í gærkvöldi að þeir
hefðu aðeins orðið varir. Hákon
hefði verið fyrstur á miðin og
fengið eitthvað um 150 tonn á
föstudaginn og annað eins á laug-
ardag og þeir þá fengið eitthvað
svipað. Þeir hefðu ekki séð mikla
síld ennþá, en hún væri þokka-
lega stór, þó hún væri að vísu
fitulítil og full af átu.
„Það er engin mynd komin á
þetta hjá okkur ennþá. Við erum
svo nýkomnir hérna og það hefur
verið hálfgert leiðindaveður,“
sagði Arngrímur.
Hann bætti því við að síldin
stæði fremur djúpt eða á allt að
140–150 föðmum.
Sjávarútvegsráðherra hefur
ákveðið að kvóti íslenskra skipa
úr norsk-íslenska síldarstofninum
verði tæp 158 þúsund tonn í ár.
Það er 14% meira en hlutur Ís-
lendinga er samkvæmt ráðgjöf
Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Það
leggur til 890 þúsund tonna heild-
arafla og samkvæmt þeirri skipt-
ingu sem var við lýði þegar samn-
ingar voru í gildi hefði hlutur
Íslendinga verið 15,54% eða rúm-
lega 138 þúsund tonn. Norðmenn
hafa hins vegar gert kröfu til auk-
innar hlutdeildar úr stofninum og
settu sér einhliða 14% hærri
kvóta af þeim sökum og var því
kvóti Íslendinga aukinn í sam-
ræmi við það.
Norsk-íslenski síldarstofninn
stóð undir síldveiðinni hér við
land á síldarárunum svonefndu,
sem mikill ævintýraljómi leikur
um, þar til síldin hvarf fyrirvara-
lítið á síðari hluta sjöunda áratug-
arins. Síðan gekk hún ekki á mið-
in hér við land í þrjátíu ár eða þar
um bil, en hefur aðeins borið það
við síðustu árin að koma inn í
austasta hluta íslensku fiskveiði-
lögsögunnar snemma sumars.
Norsk-íslenska síldin er byrjuð að veiðast 240 sjómílur austur af Langanesi
Þrjú skip komin á
miðin í Síldarsmugunni
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Áhöfnin á Hákoni EA gerir klárt fyrir veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum í Síldarsmugunni í vikunni.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
TVEGGJA tíma seinkun varð á ferð vélar
flugfélagsins Sterling á leið frá Róm til Osló-
ar í gær vegna sprengjuhótunar sem reynd-
ist vera gabb. Flugfélagið er í eigu Íslend-
inga, en Almar Örn Hilmarsson er nýráðinn
forstjóri félagsins.
Vélin er af gerðinni Boeing 737 800 og tek-
ur 189 farþega. Að sögn Almars fannst miði
inni í flugtímariti sem á var ritað að sprengja
væri um borð í vélinni. Farþegar þurftu að
yfirgefa vélina en að sögn Almars var
sprengjuleitarhundur notaður til að ganga úr
skugga um að engin sprengja væri í vélinni.
Seinkun vegna
sprengju-
hótunar
UM eitt hundrað manns hafa skráð sig í
listflug Listahátíðar í Reykjavík en flogið
verður hringinn í kringum landið á hvíta-
sunnudag. Flugfarþegar verða viðstaddir
opnun listsýninga á Ísafirði, Akureyri,
Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum en að
sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur, kynning-
arstjóra Listahátíðar í Reykjavík, hafa
viðtökur verið mjög góðar. Fjöldi erlendra
blaðamanna hefur skráð sig í ferðina og
listaverkasafnarar láta sig ekki vanta auk
þess sem forseti Íslands, sem er verndari
hátíðarinnar, menntamálaráðherra og
borgarstjóri Reykjavíkur fara með í ferð-
ina.
„Það verður án efa alls staðar vel tekið
á móti okkur. Við vonum bara að það verði
gott veður,“ segir Guðrún sem býst við því
að biðlisti verði í ferðina. Vélin leggur af
stað að morgni hvítasunnudags kl. hálfníu
og kemur til baka um kvöldið. Ferðin kost-
ar 19.400 krónur á mann en ferðir til og
frá flugvöllum eru innifaldar auk þess sem
farþegar fá snarl á hverjum stað fyrir sig.
100 manns
fljúga hringinn
ÚTLIT er fyrir verulega fækkun
lífeyrissjóða á næstu mánuðum og
misserum ef þær sameiningarvið-
ræður sem nú standa yfir skila nið-
urstöðu, en um það bil ellefu sjóðir
eiga nú í viðræðum um ekki færri
en fimm sameiningar. Gangi allar
þessar sameiningar eftir verða 10
stærstu sjóðirnir með yfir 80% af
heildareignum lífeyrissjóðakerfis-
ins innan sinna vébanda
Viðlíka fækkanir á lífeyrissjóðum
hafa ekki orðið síðan seint á síðasta
áratug, en lífeyrissjóðum hefur
fækkað um 40-50 frá því þeir voru
sem flestir á níunda áratug tuttug-
ustu aldar.
Sameiningarviðræðurnar eru
mismunandi langt á veg komnar.
Þannig er þegar búið að ganga frá
sameiningu Lífeyrissjóðs sjómanna
og lífeyrissjóðsins Framsýnar í
þriðja stærsta lífeyrissjóði landsins,
sem er litlu minni en tveir stærstu
sjóðirnir, Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins og Lífeyrissjóður
verslunarmanna. Tekur nýr lífeyr-
issjóður til starfa frá og með næstu
mánaðamótum undir nafninu Gildi
lífeyrissjóður.
Viðræður um sameiningu Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna, næst
stærsta lífeyrissjóðs landsins, og
Sameinaða lífeyrissjóðsins, sem er
fjórði stærsti lífeyrissjóðurinn,
standa yfir. Nái sú sameining fram
að ganga verður væntanlega til
stærsti lífeyrissjóður landsins með
um eða yfir 200 milljarða kr. í heild-
areignir.
Þá eru einnig í gangi sameining-
arviðræður milli Lífiðnar og Sam-
vinnulífeyrissjóðsins, tíunda og
tólfta stærsta lífeyrissjóðs landsins
miðað við eignir í ársbyrjun 2004,
og Almenna lífeyrissjóðsins, þess
áttunda stærsta, og Lífeyrissjóðs
lækna sem er sá fjórtándi stærsti.
Loks eru viðræður í gangi um sam-
einingu Lífeyrissjóðs Vesturlands,
Lífeyrissjóðs Suðurlands og Lífeyr-
issjóðs Suðurnesja í einum sjóði
sem hefði höfuðstöðvar í Reykja-
nesbæ.
Gangi allar þessa sameiningar
eftir fækkar lífeyrissjóðum í land-
inu um fimm og verða þeir þá um 45
talsins, en 34 ef einungis eru teknir
þeir sjóðir sem taka enn við iðgjöld-
um og eru því fullstarfandi. Af þess-
um 34 sjóðum eru 23 starfandi á al-
mennum markaði en ellefu eru
lífeyrissjóðir opinberra starfs-
manna.
Stórir sjóðir sameinast
Það er athyglisvert við samein-
ingarnar nú að það eru einkum stór-
ir sjóðir og í sumum tilvikum mjög
stórir, eins og ofangreind upptaln-
ing ber með sér sem eiga í viðræð-
um um sameiningu. Það er öfugt við
það sem algengast hefur verið til
þessa þegar sameiningar hafa verið
annars vegar. Þá hafa það einkum
verið litlir sjóðir sem hafa runnið
inn í stærri sjóði eða tekið sig
nokkrir saman um að sameinast í
einum stærri lífeyrissjóði.
Veruleg fækkun lífeyris-
sjóða í burðarliðnum
Ekki færri en fimm sameiningarviðræður mislangt á veg komnar
!
!
!
"
!
!
"
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
MARGAR nýjar námsleiðir verða í boði í
tækni- og verkfræðideild Háskólans í
Reykjavík, sem tekur til starfa næsta haust.
Um þúsund nemendur verða í deildinni og
verður hún því álíka fjölmenn og verkfræði-
deild Háskóla Íslands, að sögn dr. Bjarka A.
Brynjarssonar, forseta tækni- og verk-
fræðideildar HR.
Meðal nýrra námsgreina hér á landi, sem
boðnar verða í HR, má nefna heilbrigðis-
verkfræði, fjármálaverkfræði, iðnaðarverk-
fræði með áherslu á hátæknihönnun og
meistaranám í tæknifræði. Þá gefst tækni-
fræðingum kostur á að ljúka framhalds-
námi í verkfræði.
Stefnt er að því að velja nemendur inn í
verkfræðinámið og að í hverri námsgrein
byrji í haust 20-30 nemar. Ætlunin er að
fylgja þeim vel eftir og veita öflugan stuðn-
ing meðan á náminu stendur.
Deildin varð til við sameiningu Tæknihá-
skóla Íslands (THÍ) og Háskólans í Reykja-
vík. Í THÍ voru um þúsund nemendur og í
tölvunarfræðideild HR, sem rennur inn í
tækni- og verkfræðideildina, voru um 400
nemendur. Margir hafa lýst áhuga á að
kenna við deildina, bæði íslenskir og erlend-
ir kennarar.
Tækni- og verkfræðideild
Háskólans í Reykjavík
Yfir þúsund
nemendur
Tækni- og verkfræðideild/20
♦♦♦