Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 9
Kárahnjúkavirkjun | Röraeiningar í fallgöng Kárahnjúkavirkjunar eru nú fluttar ein af annarri frá skipshlið á Reyðarfirði inn í Fljótsdal þar sem starfsmenn Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri taka við þeim og byrja að koma þeim fyrir í júní. Skip kom með fyrstu stykkin til landsins 18. apríl og annað skip kom í vikunni. Slipp- stöðin keypti gríðaröflugan krana vegna þessa verkefnis. Unnt er að lyfta með honum allt að 200 tonnum en til samanburðar má geta þess að stærsti kraninn, sem fyrir var á Norður- og Austurlandi, gat lyft um 60 tonnum. Þetta er því eitt öflug- asta tæki sinnar tegundar á landinu og á eftir að nýtast Slippstöðvar- mönnum í framtíðinni í öðrum verk- efnum af stærri gerðinni. Tvenn samsíða fallgöng eru í Val- þjófsstaðarfjalli í Fljótsdal, þau lengstu sinnar tegundar í veröldinni. Hvor um sig eru 420 metrar og niður Fallgangafóðringar við Kárahnjúka Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Víð salarkynni Horft inn eftir stöðvarhússhellinum í Valþjófsstaðarfjalli, en þangað skila fallgöngin vatni í túrbínur Kárahnjúkavirkjunar. um þau kemur til með að falla vatn úr Hálslóni áleiðis að túrbínum virkj- unarinnar. Slippstöðin á Akureyri samdi við þýska fyrirtækið DSD Stahlbau GmbH um að fóðra fall- göngin með stáli. Stálfóðringin er framleidd hjá DSD Stahlbau, alls 4.400 tonn, og kemur til landsins í 9 metra löngum einingum. Hver ein- ing vegur um 45 tonn. Verkið hefst með því að rörbeygj- um verður komið fyrir neðst og ofan á þær koma svo einingarnar ein af annarri. Þær síga niður í krana og verða soðnar saman með svokölluð- um hálfróbótum sem Slippstöðin keypti sérstaklega vegna verksins. Síðan verður steypt í kring. Áætl- aður verktími er 18 mánuðir. Auk undirbúnings við fallgöngin vinna starfsmenn Slippstöðvarinnar að uppsetningu á túrbínum Kára- hnjúkavirkjunar í samstarfi við er- lend fyrirtæki. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 9 FRÉTTIR                       Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sumarúlpur og -frakkar Starfsmenntanám - búfræ›i Sta›arnám – fjarnám Umsóknarfrestur um nám á búfræ›ibraut LBHÍ rennur út 10. júní Markmi› búfræ›ináms er a› auka flekkingu og færni nemenda til a› takast á vi› alhli›a landbúna›arstörf og búrekstur. Auk fless er fla› gó›ur undirbúningur undir nám í d‡ralækningum, náttúrufræ›i og búvísindum. Í heild sinni er nám á búfræ›ibraut spennandi blanda bóklegs og verklegs náms. Inntökuskilyr›i eru 18 ára aldur, reynsla af landbúna›arstörfum og minnst 36 einingar í grunnáföngum framhaldsskóla. Samhli›a háskólanámi b‡›ur LBHÍ upp á fjölbreytt starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Námsbrautir eru sjö: Búfræ›ibraut, Blómaskreytingabraut, Gar›- og skógarplöntubraut, Skógræktarbraut, Skrú›gar›yrkjubraut, Umhverfisbraut og Ylræktarbraut. Á búfræ›ibraut eru teknir inn nemendur á hverju ári en anna› hvert ár á hinar brautirnar sex, næst hausti› 2006. Landbúna›arháskóli Íslands A›alstö›var: Hvanneyri • IS 311 Borgarnes • Ísland Sími: (+354) 433 5000 • Fax: 433 5001 • Netfang: lbhi@lbhi.is • www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Lj ós m yn d : fi ór od d ur S ve in ss on – H ön nu n: N æ st Mjódd, sími 557 5900 SHARE nýkomnar gallabuxur kvart og síðar, bolir og jakkar Vordagatilboð: Hörjakkar, 3 litir, kr. 3.990. Verið velkomnar SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur hefur undanfarna daga staðið fyrir jarðvinnslu á um 16 hektara svæði í lúpínubreiðunum í Hjalladal í Heiðmörk, en jarðvinnslan er gerð til þess að undirbúa gróðursetningu á svæðinu. Markmið verkefnisins er að gróðursetja útivistarskóg á svæð- inu sem ætlað er að tengja Heið- mörkina betur saman sem heildrænt útivistarsvæði. Ólafur Erling Ólafsson, skógar- vörður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, hefur staðið að jarð- vinnslunni og segir vinnuna skipta miklu máli til þess að ná góðum ár- angri í skógrækt. Hann segir lúpín- una næra jarðveginn vel og með jarðvinnslu sé þetta afar árangurs- rík aðferð til gróðursetningar. Ólafur segir fólk hafa mest gróð- ursett í gróið land í Heiðmörk sem hafi verið í góðu ásigkomulagi, frá því að skógrækt hófst á svæðinu fyr- ir rúmum 50 árum. Hann segir menn hafa byrjað að gróðursetja lúpínu fyrir þó nokkru síðan á ógrónum svæðum. Hann segir einu leiðina til þess að gróðursetja í lúpínubreiðurnar með viðunandi hætti að jarðvinna hana með herfi sem geri rásir í lúpínu- breiðuna með tveggja metra milli- bili. Síðan er gróðursett ofan í þessar rásir. Hann segir vinnuna gera margt að verkum og alla vinnu markvissari. „Þetta kemur af stað niðurbroti efna í jarðveginum, þ.e. efnaskipti í jarðveginum verða hrað- ari, og þar af leiðandi eykur það nær- ingu í jarðveginum,“ segir Ólafur og bætir því við að þetta minnki sam- keppni við lúpínuna. Jarðvinnslan geri það að verkum að lúpínan kæfi ekki trén og veiti þeim skjól. Sárin gróa hratt Hann segir ljóst að jarðvinnslan skilji eftir sig sár í jarðveginum en þau grói mjög hratt auk þess sem jarðvinnslan valdi ekki rofi eða upp- blæstri á svæðinu. Hann segir að lúpínan verði búin að fylla svæðið aftur en þá verða trén komin fyrir of- an lúpínuna sem virki eins og nokk- urs konar áburðarverksmiðja fyrir plöntuna. Einnig verður lifun allra plantna betri auk þess sem gróður- setningin verður ódýrari. „Það er ekki verið að eyðileggja neitt heldur er verið að bæta í raun gæði gróð- ursetningar,“ segir Ólafur sem vill upplýsa fólk um hvers vegna þetta sé gert. Jarðvinnslunni er lokið og verður gróðursett í svæðið í júní. Jarðvinnsla til undirbúnings gróðursetningar í Heiðmörk Morgunblaðið/Árni Sæberg Árangursríkt að gróður- setja í lúpínubreiðum Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is MARÍA Helga Guðmundsdóttir, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hafnaði í 3.–4. sæti í ein- staklingskeppni á nýafstöðnum ól- ympíuleikum í þýsku (IV. Int- ernationale Deutscholympiade) sem fram fóru í Varsjá dagana 29. apríl til 5. maí sl. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslend- ingar taka þátt í ólympíuleikunum í þýsku en auk Maríu Helgu kepptu fyrir Íslands hönd þær Sigríður Mjöll Björnsdóttir úr MH og Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Tuttugu þjóðir tóku þátt í leikunum. Fóru í keppnina án þess að uppfylla skilyrði Þess ber að geta að íslensku kepp- endurnir uppfylltu strangt til tekið ekki færniskröfur sem gerðar eru til keppenda, en gerðar eru kröfur um að nemendur hafi lokið að lágmarki 500 kennslustundum í þýsku. Að sögn Inga S. Ingasonar, formanns Félags þýskukennara, er ómögulegt fyrir íslenska nemendur að uppfylla þau skilyrði miðað við núverandi menntakerfi. Þá sé enn áformað að draga úr kennslustundum í þýsku miðað við hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs. Þátttöku frá Íslandi var engu að síður óskað. Margir töluðu betri þýsku María Helga kvaðst í samtali við Morgunblaðið sem von var vera mjög ánægð með árangurinn. Ís- lenski hópurinn hafi enda ekki und- irbúið sig sérstaklega fyrir keppn- ina eða sett sér sérstök markmið. Hún hafi því alls ekki átt von á verð- launasæti, því margir keppendanna hafi „talað“ mun betri þýsku en hún. Keppnin var í tveimur hlutum, skriflegt próf og hópverkefni, sem fólst í að þrír nemendur unnu saman verkefni úr Mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna, sem að lokum var flutt fyrir sérstaka dómnefnd. María Helga er á náttúrufræði- braut í MH. Bæði María Helga og Sigríður Mjöll unnu ferð til Þýskalands sl. sumar sem viðurkenningu fyrir frá- bæran árangur í Þýskuþraut 2004, sem Félag þýskukennara og þýska sendiráðið á Íslandi hafa staðið fyrir í hálfan annan áratug. Þá má geta þess að Jónína hafnaði í fjórða sæti í sömu keppni í ár, sem haldin var í febrúar sl. Fararstjóri stúlknanna á ólympíu- leikunum í þýsku var Margrét K. Jónsdóttir, þýskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Menntamálaráðuneytið styrkti keppendur til fararinnar. Nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð Hafnaði í 3. sæti á ólympíuleik- unum í þýsku Morgunblaðið/Ómar Margrét K. Jónsdóttir og María Helga Guðmundsdóttir sem náði mjög góð- um árangri í þýskusamkeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.