Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
London. AFP. | Nokkrir áhrifamenn í breska
Verkamannaflokknum hafa skorað á Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, að segja
af sér snemma á þriðja kjörtímabili hans.
Blair hafði lýst því yfir að hann stefndi að
því að sitja út kjörtí mabilið og nánir sam-
starfsmenn hans sögðu í gær að hann myndi
standa við þá yfirlýsingu.
Þrátt fyrir sögulegan sigur í kosningunum
á fimmtudag, þegar Blair tryggði sér þriðja
kjörtímabilið í embætti forsætisráðherra,
minnkaði meirihluti Verkamannaflokksins í
neðri deild breska þingsins úr 161 þingsæti í
67.
Frank Dobson, sem var heilbrigðisráð-
herra í fyrstu stjórn Blairs, sagði í sjón-
varpsviðtali í gær að hann teldi að Blair væri
orðinn „dragbítur“ á Verkamannaflokknum.
„Ég held ekki að við getum lagt út í mik-
ilvægar sveitarstjórnarkosningar á næsta
ári með Tony Blair sem
leiðtoga og gert ráð fyrir
að halda mörgum þeirra
sveitarstjórnarmanna sem
við höfum nú,“ sagði hann.
Nokkrir þingmenn
hvöttu Blair til að víkja
fyrir Gordon Brown fjár-
málaráðherra innan árs.
Að sögn The Daily Tele-
graph er þetta í fyrsta
skipti sem þingmenn, sem
hafa yfirleitt stutt Blair og stefnu hans, taka
undir kröfu andstæðinga hans í flokknum
um að hann láti af embætti.
Nokkrir áhrifamenn í flokknum, þeirra á
meðal David Blunkett,
hafa hins vegar hvatt
þingmenn Verkamanna-
flokksins til að fylkja sér
um Blair. Blunkett, fyrr-
verandi innanríkisráð-
herra, hefur aftur fengið
sæti í stjórn Blairs og fer
nú með atvinnu- og lífeyr-
ismál.
Trimble segir af sér
David Trimble sagði af sér sem leiðtogi
Sambandsflokks Ulsters á Norður-Írlandi á
laugardag eftir að hafa misst sæti sitt á
breska þinginu í kosningunum á fimmtudag.
Hann tapaði þá fyrir frambjóðanda Lýðræð-
islega sambandsflokksins, flokks Ians Pais-
leys.
Flokkur Trimble tapaði fjórum þingsæt-
um í kosningum og hefur nú aðeins eitt sæti
á breska þinginu.
Trimble varð leiðtogi Sambandsflokks
Ulsters árið 1995 og átti stóran þátt í því að
friðarsamkomulag náðist milli stríðandi fylk-
inga á Norður-Írlandi árið 1998. Fyrir það
hlaut Trimble friðarverðlaun Nóbels ásamt
John Hume, leiðtoga Jafnaðar- og verka-
mannaflokksins, þá helsta flokks kaþólskra
Norður-Íra. Vinsældir Trimble hafa hins
vegar dvínað verulega á undanförnum miss-
erum, m.a. vegna innanflokksdeilna og
ágreinings um friðarumleitanirnar.
Vangaveltur hafa verið um að Trimble
verði boðið sæti í lávarðadeild breska þings-
ins á næstu dögum.
Fast lagt að Blair að víkja fyrir Brown
Bandamenn Blairs neita því að hann ætli að
segja af sér áður en kjörtímabilinu lýkur
Tony Blair Gordon Brown
Bagdad. AP. | Þing Íraks samþykkti í
gær að skipa sex nýja ráðherra í
stjórn landsins en aðeins nokkrum
klukkustundum síðar tilkynnti einn
þeirra, Hashem Ashibli, að hann
hygðist ekki sitja í stjórninni.
Ashibli kvaðst hafa ákveðið þetta
vegna þess að hann hefði verið valinn
í embætti mannréttindaráðherra
vegna þess eins að hann væri súnní-
arabi. „Það að einblína á trúflokka-
skiptingar leiðir til aðskilnaðar bæði í
samfélaginu og hjá ríkisvaldinu og því
hef ég ákveðið að afþakka embættið,“
sagði Ashibli. Hann var einn fjögurra
súnní-araba sem samþykktir voru í
stjórn Ibrahim al-Jaafaris forsætis-
ráðherra í gær.
Al-Jaafari, forsætisráðherra hefur
átt í erfiðleikum með að skipa í ráð-
herraembætti, sem voru ætluð súnn-
ítum.
Gekk strax úr
stjórn Íraks
Berlín. AFP, AP. | Mótmæli ný-nas-
ista vörpuðu skugga á minningarat-
hafnir í Þýskalandi í tilefni af því að
60 ár eru liðin frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Rússneska dagblaðið Komso-
molskaja Pravda birti grein eftir
Gerhard Schröder, kanslara Þýska-
lands, þar sem hann bað rússnesku
þjóðina að fyrirgefa Þjóðverjum
þjáningar hennar af völdum þýskra
nasista í stríðinu.
Schröder og Horst Köhler, for-
seti Þýskalands, voru viðstaddir
minningarathöfn í kaþólskri dóm-
kirkju í Berlín.
Mikil spenna var í borginni þar
sem Adolf Hitler fyrirfór sér í apríl
1945 þegar sovéskar hersveitir
nálguðust hana.
„Skammarleg mótmæli“
Um 3.000 ný-nasistar söfnuðust
saman á Alexandertorgi í Berlín en
þeim var ekki leyft að ganga um
miðborgina eins og skipuleggjendur
mótmælanna höfðu gert ráð fyrir.
Þetta var ákveðið vegna þess að allt
að fimm þúsund vinstrisinnaðir
andstæðingar nasisma höfðu safn-
ast saman í grenndinni til að hindra
gönguna. Áður hafði göngumönnum
verið bannað að fara að Brand-
enburgarhliðinu og nýju minnis-
merki um helför nasista gegn gyð-
ingum.
Þúsundir lögreglumanna stíuðu
fylkingunum í sundur og ekki kom
til átaka.
Otto Schily, innanríkisráðherra
Þýskalands, sagði að mótmæli ný-
nasistanna væru „skammarleg“.
Margir göngumannanna voru svart-
klæddir og krúnurakaðir. Sumir
þeirra báru rauða, svarta og hvíta
fána.
Reuters
Stuðningsmenn flokks ný-nasista í Þýskalandi á 3.000 manna mótmælafundi á Alexandertorgi í Berlín í gær.
Mótmælaganga ný-nas-
ista hindruð í Berlín
Margraten. AFP, AP. | George W.
Bush Bandaríkjaforseti minntist
þeirra sem féllu í síðari heimsstyrj-
öldinni í ræðu sem hann hélt í Hol-
landi í gær þegar þess var minnst
að 60 ár eru liðin frá lokum stríðsins
í Evrópu. Hann líkti stríðinu gegn
fasismanum við baráttuna fyrir lýð-
ræði í heiminum nú.
Bush flutti ræðuna í kirkjugarði í
hollenska bænum Margraten þar
sem yfir 8.000 bandarískir hermenn
voru grafnir í stríðinu.
„Við helgum okkur hinum mikla
sannleika sem þeir vörðu, að frelsið
er fæðingarréttur alls mannkyns-
ins,“ sagði forsetinn. „Bandaríkja-
menn og Evrópuþjóðir vinna enn
saman og færa frelsið til staða þar
sem því hefur lengi verið hafnað; í
Afganistan, Írak, Líbanon og víðar í
Mið-Austurlöndum.“
Daginn áður sagði Bush eftir
fund í Riga í Lettlandi með for-
setum Eistlands, Lettlands og
Litháens að lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar hefðu ekki bundið enda á
undirokun þjóða í Austur-Evrópu.
Bush viðurkenndi að Bandaríkin
hefðu átt sinn þátt í örlagaríkri
skiptingu Evrópu eftir stríðið,
ákvörðun sem hefði stuðlað að „einu
mesta óréttlæti sögunnar“.
Bush skírskotaði til stríðsloka-
samningsins sem Franklin D.
Roosevelt, þáverandi Bandaríkja-
forseti, undirritaði í Jalta í febrúar
1945 ásamt Jósef Stalín, leiðtoga
Sovétríkjanna, og Winston Churc-
hill, forsætisráðherra Bretlands.
Eftir stríðslokasamningana voru
Eystrasaltslöndin innlimuð í Sov-
étríkin.
„Enn einu sinni gerðu valdamiklu
þjóðirnar með sér samning sem fól í
sér að frelsi smærri þjóða var fórn-
að,“ sagði Bush. „En svo fór þó að
þessi tilraun til að fórna frelsinu
fyrir stöðugleikann olli klofningi og
óstöðugleika í álfunni.“
Bush sagði að Bandaríkjamenn
drægju lærdóm af þessu nú þegar
þeir reyndu að breiða út lýðræði og
frelsi í Mið-Austurlöndum. „Við
endurtökum ekki mistök annarra
kynslóða, reynum ekki að sefa eða
afsaka harðstjóra, og fórnum ekki
frelsinu í árangurslausri tilraun til
að tryggja stöðugleika.“
Bush og forseti Lettlands ætla að
taka þátt í hátíðarhöldum í Moskvu
í dag í tilefni af stríðslokaafmælinu.
Forsetar Eistlands og Litháens
ákváðu hins vegar að fara ekki til
Moskvu eftir að Vladímír Pútín
Rússlandsforseti neitaði að verða
við kröfu þeirra um að biðja Eystra-
saltslöndin afsökunar á nær 50 ára
hernámi þeirra.
Bandarískur embættismaður
sagði í gær að Bush hygðist hitta
um það bil átján þekkta Rússa, sem
hafa gagnrýnt Pútín, fyrir hátíð-
arhöldin í Moskvu í dag. Heimild-
armaðurinn nafngreindi ekki menn-
ina.
Eftir ferðina til Moskvu hyggst
Bush fara Georgíu, annars fyrrver-
andi sovétlýðveldis sem hefur átt í
deilum við rússneska ráðamenn.
Talið er að með því að fara til Lett-
lands og Georgíu sé Bush að senda
Rússum þau skilaboð að Banda-
ríkjastjórn sé staðráðin í að gegna
mikilvægu hlutverki í löndum sem
voru áður innan áhrifasvæðis
stjórnvalda í Kreml.
Stuðlaði að „einu mesta óréttlæti sögunnar“
Bush viðurkennir þátt Bandaríkj-
anna í skiptingu Evrópu eftir stríðið
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti flytur ræðu við leiði bandarískra her-
manna í hollenska bænum Margraten áður en hann hélt til Moskvu í gær.
ANDSTÆÐINGAR herforingja-
stjórnarinnar í Myanmar (Búrma)
hafa neitað því að hafa tekið þátt í
sprengjutilræðum sem kostuðu ell-
efu manns lífið í höfuðborginni Yan-
gon, sem hét áður Rangoon. Um 150
særðust.
Herforingjastjórnin sakaði strax
þrjá uppreisnarhópa og útlagastjórn
lýðræðissinna um að hafa staðið fyrir
sprengjutilræðunum á laugardaginn
var. Uppreisnarhóparnir neituðu
þessu og flokkur stjórnarandstöð-
unnar, undir forystu Aung San Suu
Kyi, fordæmdi hryðjuverkin, að sögn
fréttavefjar BBC.
Neita aðild
að árásum
♦♦♦