Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÝMSAR nýjungar verða í boði í hinni nýju tækni- og verkifræðideild Háskólans í Reykjavík, að sögn dr. Bjarka A. Brynjarssonar, forseta deildarinnar. Tækni- og verkfræðideild HR hef- ur tekið þá afstöðu að vera ekki í beinni samkeppni við verkfræðideild Háskóla Íslands. Bjarki horfir fram til þess að verkfræðideildir háskól- anna tveggja veiti hvor annarri hóf- legt aðhald, en eigi einnig samstarf þar sem það á við. Hann segir að í tækni- og verkfræðideild verði lögð áhersla á þær verkfræðigreinar sem þykja hvað mest spennandi í dag. Nýjar námsgreinar „Við erum í fyrsta sinn að bjóða upp á verkfræði og þar erum við með greinar sem eru nýjar hér á landi. Fjármálaverkfræði, rekstrarverk- fræði, heilbrigðisverkfræði og iðn- aðarverkfræði. Þó að iðnaðarverk- fræði hafi áður verið kennd hér á landi leggjum við áherslu á há- tæknihönnun í okkar iðnaðarverk- fræði sem er nýjung. Heilbrigð- isverkfræðin er ein helsta vaxtargrein verkfræðinnar í dag,“ segir Bjarki. „Nemendur fá þar verkfræðilegan grunn og að auki innsýn í lífeðlisfræði, líffærafræði, lífefnafræði og efnafræði. Þeir læra því að tala bæði tungumál tækni- manna og heilbrigðisstarfsfólks. Þetta fólk verður í lykilstöðu við þró- un tækni fyrir heilbrigðisgeirann, t.d. við þróun gervilíffæra, gerviliða og gervilima, beitingu tækni til lækninga og allt yfir í rekstur heil- brigðiskerfa. Þá verður hægt að taka svona grunnnám og bæta rekstrarfögum við það. Fyrst og fremst erum við að horfa á að til verði mjög öflugt tæknifólk, sem bæði hefur yfirsýn yfir tæknibúnað og getur beinlínis tekið þátt í lækn- ingum sem samstarfsfólk lækna. Tæknibúnaður á sjúkrahúsum er sí- fellt að verða flóknari. Þetta nær t.d. yfir lífupplýsingatækni, lækn- HR verður að velja inn fá endur, eða um 100, í verk ar í haust. „Við ætlum að velja va 30 nemendur í hverja nám fylgja þeim þétt eftir. Ge fremur en að taka inn stó með tilheyrandi brottfall ur því ekki kennt í stórum t.d. stærðfræði, sem er h grunnnámi í stórum hásk viljum hafa hærra þjónus vinna vel að þessu. Það s munir þegar nemendur f námi, fyrir utan annan sk teljum að námið verði ein það myndast bæði samsp milli nemenda og milli þe kennara í svo litlum hópu vinna náið í tuttugu til þr manna hópi í 3–5 ár að ve skapar öflugar heildir.“ Í hinni nýju tækni- og fræðideild verða kennslu námsfyrirkomulag með ö tíðkast hefur á fyrstu áru náms hér á landi. „Í stað þess að kenna f skeið í fimmtán vikur ver námskeið kennd í tólf vik ur með prófum. Síðan ge tekið fimmta fagið á þrem þar sem kennslan verður þjöppuð. Þar geta þeir ei að einni grein í einu. Þett okkur að fá erlenda gesta og fara í námsferðir inna utan í tengslum við námi Bjarki segir að vel haf manna kennarastöður. „V með alla tölvunarfræðina fræðina, iðnfræðina og fr arnar fyrir. Á næsta mis við að kenna nýju verkfr arnar og þörfin fyrir nýja vex samhliða uppbygging Það berast töluvert marg ir um störf og virðist ver áhugi á skólanum og þes greinum.“ Bjarki segir a isfræðilega myndgerð og margt ann- að.“ Bjarki segir að tölur frá Banda- ríkjunum sýni að konur sæki mikið í að læra heilbrigðisverkfræði. Um- sóknir sem þegar hafa borist til HR um þetta nám benda til þess að ís- lenskar konur hafi einnig mikinn áhuga á þessari grein. „Fjármálaverkfræðin er mjög vin- sæl og vaxandi í fjármálaheiminum. Við sjáum að verkfræðingar eru í lykilstöðum í bönkum þar sem kem- ur að greiningu, útreikningum og mati á áhættu og þvíumlíku.“ Iðnaðarverkfræðin í HR verður fremur á sviði hátæknihönnunar en verksmiðjuverkfræði, að sögn Bjarka. „Hátæknihönnun þar sem verið er að hanna flókin kerfi sam- sett úr tölvubúnaði, vélbúnaði, hug- búnaði, rafmagnstækni og stýri- tækni fer mjög vaxandi. Við teljum okkur ekki vera að fara í sama far og Háskóli Íslands á þessu sviði. Ef til vill þarf að fínpússa nafngiftina eitt- hvað til að þetta sé ljóst.“ Auk þessara greina verður boðið upp á meistaranám (MSc) í tölv- unarfræði, verkfræði og tæknifræði. Meistaranám fyrir tæknifræðinga er nýlunda hér á landi. „Okkar sýn er að fólk geti haldið áfram í tæknifræðinni og eigi kost á að bæta við sig meistaragráðu. Hún getur annaðhvort falist í sérþekk- ingu innan faggreina og aukinni sér- hæfingu, eða verkefnastjórnun og framkvæmdafræði. Eins geta þessir nemendur valið tilteknar fræðilegar greinar í meistaranámi og orðið verkfræðingar þegar þeir ljúka nám- inu. Sérstaða greinanna verður samt áfram skýr. Verkfræðin er fremur fræðileg en tæknifræðin fagleg. Þeirri aðgreiningu er hægt að halda alveg upp í meistaragráðu, en einnig að skipta úr tæknifræði í verkfræði,“ segir Bjarki. Stefnan í verkfræðikennslu við Engin hætta á offra verk- og tæknimenn Morgunblaðið/ Bjarki A. Brynjarsson, forseti tækni- og verkfræðideildar HR. Tækni- og verkfræði- deild hefur göngu sína við Háskólann í Reykja- vík á komandi hausti. Deildin er að stofni til byggð á tæknideild, heilbrigðisdeild og frumgreinadeild Tækniháskólans og tölv- unarfræðideild HR. Guðni Einarsson gudni@mbl.is FORTÍÐIN SÆKIR RÚSSA HEIM Í dag fara fram mikil hátíðahöldí Moskvu til þess að minnastþess að 60 ár eru liðin frá lok- um heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessara tímamóta er hvergi minnzt með jafn veglegum hætti og í Rúss- landi. Og Rússar hafa fulla ástæðu til að minnast þessara atburða. Herir Þjóðverja voru brotnir á bak aftur í Rússlandi. Að vísu voru þeir sigraðir annars staðar líka og af herjum annarra þjóða, bæði Breta og Bandaríkjamanna og her- sveitum Frjálsra Frakka. En stríð- ið á hinum rússnesku sléttum var blóðugra en annars staðar og Rúss- ar færðu meiri fórnir. Þess vegna er eðlilegt að þeir minnist þessa dags með stolti og minnist þeirra, sem féllu og heiðri þá, sem lifðu af. En á þessum tímamótum standa Rússar frammi fyrir því, að þeirra eigin fortíð sækir þá heim. Þjóð- verjar voru sigraðir en hvað tók við? Rauði herinn lagði undir sig hvert landið á fætur öðru í austur- hluta Evrópu og þar á meðal hluta Þýzkalands. Hernám Sovétríkjanna í þessum löndum stóð fram til árs- ins 1989, þegar Berlínarmúrinn féll og veldi kommúnismans hrundi. Nú standa Rússar, sem mynduðu kjarna Sovétríkjanna, frammi fyrir kröfu um að þeir biðjist afsökunar á framferði Sovétríkjanna að stríð- inu loknu. Leiðtogar Eistlands og Litháens fara ekki til Moskvu í mótmælaskyni við þá ákvörðun Pútíns að biðjast ekki afsökunar á því ofbeldi, sem beitt var til að inn- lima Eystrasaltsríkin í Sovétríkin. Rússar neita að biðjast afsök- unar og hafa í hótunum við þá, sem setja slíkar kröfur fram. Þeir segja, að krafan sé móðgun við þær 27 milljónir borgara Sovétríkjanna, sem létu lífið í styrjöldinni. Þetta er rangt. Neitun ráðamanna í Moskvu er móðgun við þetta fólk, þessa almennu borgara, sem hröktu Þjóðverja á braut. Það var ekki fólk, sem vildi kúga aðra. Það var fólk, sem vildi fá að lifa í friði. Ekki eru margir dagar síðan Pútín sjálfur lýsti Stalín sem harðstjóra og sagði að sumir litu jafnvel á hann sem glæpamann. Staðreyndin er sú, að glæpir Stalíns voru ekki minni en glæpir Hitlers. Raunar lét Stalín drepa margfalt fleira fólk en Hitler tókst að láta drepa. Glæpir Stalíns eru ekki minni en glæpir Hitlers gagn- vart gyðingum. Talið er að um 6 milljónir gyðinga hafi verið drepn- ar í fangabúðum og stór hluti þeirra í gasklefum. Í Úkraínu einni lét Stalín svelta 10 milljónir manna í hel. Þessi fortíð kommúnismans í Sovétríkjunum hefur aldrei verið gerð upp. Forystumenn Þjóðverja eftir stríð hafa hvað eftir annað be- ðizt afsökunar á glæpaverkum naz- ista. Sú afstaða er lykillinn að því að Þjóðverjar voru teknir í sátt svo fljótt, sem raun varð á eftir stríð. Hvað eftir annað hefur verið spurt hversu stór þáttur þýzku þjóðar- innar sem slíkrar hafi verið í glæp- um Hitlers og hans manna og sagt hefur verið að nánast óhugsandi hafi verið að þýzkur almenningur hafi ekki vitað hvað var að gerast. Það er mikið til í því. Hvernig gat það farið fram hjá nágrönnum hvað var að gerast í Sachsenhausen? Engar umræður hafa farið fram um það að nokkru ráði hvernig Stalín hafi getað drepið, ekki bara 10 milljónir Úkraínumanna heldur sennilega um 35 milljónir manna í Sovétríkjunum öllum í valdatíð sinni. Vissi enginn hvað var að ger- ast? En þetta eru innri málefni þeirra ríkja, sem mynduðu Sovét- ríkin á sínum tíma og þær þjóðir verða að gera þessi mál upp á þeim vettvangi. Sovétríkin kúguðu fólkið, sem býr í Eystrasaltsríkjunum. For- ráðamenn Sovétríkjanna létu flytja fólk í stórum stíl frá þessum þrem- ur löndum til Síberíu. Þeir kúguðu Pólverja og börðu niður byltingar- tilraun í Posnan 1956. Þeir sendu skriðdreka út á götur Austur-Berl- ínar 1953. Þeir sendu skriðdreka út á götur Búdapest 1956. Þeir sendu skriðdreka út á götur Prag 1968. Jan Palach er ekki gleymdur. For- ystumenn Sovétríkjanna notuðu hernaðarmátt sinn til þess að kúga þær sömu þjóðir og þeir sögðust hafa frelsað undan oki nazismans. Það reyndist skammvinn frelsun. Það er kominn tími til að þessar gerðir forystusveitar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna verði gerðar upp. Það er kominn tími til að nú- verandi forystumenn Rússlands axli þá ábyrgð, sem forystumenn Þjóðverja hafa gert, viðurkenni kúgun og ofbeldi forvera sinna í Moskvu gagnvart nálægum þjóðum og biðjist afsökunar á því fram- ferði. Rússar geta ekki látið sem morð- in í Katyn-skógi í Póllandi hafi aldrei verið framin. Þeir geta ekki yppt öxlum og sagt að það komi þeim ekki við að útsendarar Stalíns drápu 4500 pólska hermenn, komu þeim fyrir í fjöldagröfum og reyndu að láta líta svo út sem Þjóð- verjar hefðu framið óhæfuverkin og þeir geta ekki látið sem þeim komi ekki við að 10 þúsund ein- staklingar hurfu sporlaust á þess- um slóðum. Hafa einhver réttar- höld farið fram í Moskvu yfir þeim, sem báru ábyrgð á þessum voða- verkum eftir fall Sovétríkjanna? Nei. Pútín veit það, sem aðrir vita, að það voru ekki Stalín og félagar hans, sem sigruðu heri Hitlers. Það var rússneska þjóðin sjálf og sam- verkamenn hennar. Hann veit líka að það var ekki rússneska þjóðin heldur Stalín og félagar hans, sem stóðu fyrir kúgun nágrannaþjóð- anna. Forsendan fyrir því, að Rússar geti náð eðlilegu sambandi við aðr- ar þjóðir er, að forystumenn þeirra nú viðurkenni og biðjist afsökunar á glæpaverkum þeirra manna, sem stjórnuðu Sovétríkjunum í tíð kommúnista. Forsendan fyrir því að eyða þeirri tortryggni sem enn er til staðar hjá nágrannaþjóðunum er afsökunarbeiðnin. Þegar sú af- sökunarbeiðni liggur fyrir verða fullar sættir á milli Rússa og ná- grannaþjóða þeirra. Fyrr ekki. SAMTÖK iðnaðarins (SI) telja einsýnt að íslenskur hátækniiðn- aður eflist mjög á næstu árum. Samtökin hafa látið vinna tvær skýrslur um hátækniiðnað sem lagðar voru fram á iðnþingi í mars síðastliðnum. SI benda á velgengni íslenskra hátæknifyr- irtækja sem vaxið hafa upp úr því að vera lítil sprotafyrirtæki upp í stórfyrirtæki á borð við Actavis, Össur, Marel og Ís- lenska erfðagreiningu. Hlutdeild hátæknigreina í verðmætasköpun þjóðarinnar óx úr 1% árið 1998 í 4% á liðnu ári. Því er spáð að hún verði orðin um 8% af landsframleiðslu árið 2010. Það er svipað hlutfall og hlutdeild veiða og vinnslu sjávarafla, eða allrar mann- virkjagerðar. Gert er ráð fyrir að gjaldeyr- istekjur hátækniiðnaðar vaxi úr 25 milljörðum á ári nú í 75 milljarða árið 2010 og að vægi há- tækniiðnaðar í gjaldeyristekjum, sem nú er 7%, vaxi í 14% árið 2010. Til samanburðar mun verk aður N mati þjón hana að st þeirr ný tæ Reyk fólk „G ildar þeirr Svei 2004 þurf með árin. okku Fag Sv bakh síðar stóriðjan, með öllum fyrirsjáan- legum viðbótum, skila um 23% af gjaldeyristekjum 2010 og sjávar- útvegurinn um 25%. Af einstökum greinum há- tækniiðnaðar er talið að mestur vöxtur verði í útflutningi hugbún- aðar, ef þessar spár ganga eftir. Útflutningur hans er talinn muni nema um 40 milljörðum króna og útflutningur lyfja, líftækni, lækn- ingatækja og hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað nemi sam- anlagt svipaðri upphæð. Efla þarf raungreina- menntun Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að framtíðarsýnin um vöxt hátæknigreina og efl- ingu menntunar á sviði tækni-, verk- og raun- greina sé ekki einungis hugsjón SI, heldur beint hagsmunamál þjóðarinnar. Ýmsar stoðir þarf að styrkja til að ná þessum árangri, að mati SI. Aukin menntun á sviði tækni-, iðn- og Aukin menntun er forsen Sveinn Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.