Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 19 MENNING BÍÓSALURINN við Hagatorg var laugaður purpurabláum ljósum og eldheitum eftirvæntingum á laug- ardag, og fimmtugsaldurshópurinn greinilega fyrirferðarmestur meðal hlustenda. M.ö.o. kynslóð „fram- sækna“ rokksins frá því snemma á 8. áratug þegar ofanskráðar hryn- sveitir riðu húsum, áður en diskó og pönk tóku við. Eflaust komu því flest- ir til að virða eftirlætislög unglings- áranna uppáklædd úr hrjúfu vaðmáli í sinfónískt silki. Aðrir kannski að- eins til að fá staðfest eina ferðina enn að þungarokk og sinfóník eiga ekki saman frekar en olía og vatn. Allt um það var þegar búið að spana væntingar upp í hástert með forkynningum eins og „Á þessum óvenjulegum tónleikum verða sann- arlega brotnir niður múrar milli tón- listartegunda“ og „Með þá skoðun að leiðarljósi að góð tónlist sé einfald- lega góð tónlist hefur Friedmann Riehle sett saman efnisskrá þar sem Modest Mussorgskíj blandar geði við félagana í Pink Floyd […]“. Óneitanlega stórt upp í sig tekið. Og varla nema von ef halda mætti af orðunum að hér stæði loksins til að samtvinna sinfónísk vinnubrögð og hrynbundna alþýðutónlist svo vit væri í. S.s. 1) flétta verkum gömlu meistaranna saman við rafmagnaða æskulýðsmúsík nútímans og 2) gera miðilsvænar sinfónískar útgáfur úr stefjum, hljómaferli og hrynjandi rokklaganna – í stað hins allt of kunn- uglega samsulls þegar trommusett, rafbassi og uppmagnaður söngur leggja undir sig ljónspart hljóð- myndar með sinfóníulúðra á mið- grunni, efri strengina tístandi aftast og engan heyranlegan tréblástur. Sú formúla hefur þegar verið þrautreynd hér á landi, og oftast nær með slökum árangri. Afskipt bak- grunnshlutverk sinfóníusveitarinnar hefur iðulega hljómað eins og út úr kú, miðað við hvers þetta stórkost- lega 80 manna hljóðfæri er megnugt. Sömuleiðis hefur mörgum ef ekki flestum rokkunnendum fundizt það gera lítið annað en að „trufla“, þegar í því heyrist á annað borð. Á hitt hefur hins vegar aldrei reynt – nefnilega að nýta til fullnustu lita- dýrð hátt í 30 ólíkra hljóðfærateg- unda á sama vandvirka hátt og klass- ískt tónskáld myndi t.d. útfæra þjóðlag í sinfónískt hljómsveitarverk. Án 120 desíbela uppmögnunar – svo ná megi eðlilegu náttúrujafnvægi milli hljóðfæradeilda. Að vísu má til sanns vegar færa, eins og hérlend dæmi hafa sannað þá sjaldan trommuþreskivélinni er gefið frí, að til slíks brúks þarf „frumlagið“ að hafa næga melódíska burðargetu. Það er meira en sagt verður um flesta blúsrokks- og þungarokks- smelli 8. áratugar – ólíkt mörgum lögum Bítlanna, og jafnvel Shadows. Frá þeim sjónarhóli voru rokk- viðfangsefni dagsins einfaldlega ekki nægilega góð tónlist. Enda stóðu út- setningarnar að mínu viti hvorki und- ir væntingum né komu á óvart. Þetta var maður búinn að heyra oft áður. Þó að vel væri leikið, sungið og stjórnað varð fjarska fátt til að rétt- læta ærandi hávaðann og vélræn snerilhögg trommusettsins. Burtséð frá stundum vel skrifuðum brass- kórum (meginuppistöðunni í framlagi SÍ) og lipru fiðluvíravirki í „Highway Star“ féll ónafngreindur útsetjarinn í nákvæmlega sömu gryfju og hér- lendir fyrirrennarar hans þegar þungarokkið er annars vegar. Olía og vatn fer ekki saman. Jafnvel þótt flestir áheyrendur virtust á öðru máli eftir undirtektum að dæma. Hvað lið 1) varðar heyrðust engar aðkomufléttur við klassíkina af neinu tagi, heldur var aðeins um að ræða sjálfstæð innskot í dagskrá. Þau voru prýðilega leikin, ekki sízt Egmont- forleikur Beethovens, en hvað þau ættu skylt við rokkatriðin var mér hulið. Nema brjóta megi múra með því einu að stilla ólíku upp hlið við hlið? Olía og vatn – enn og aftur TÓNLIST Háskólabíó „Philharmonic Rock Night“: Verk eftir Deep Purple, Queen, Pink Floyd, Led Zeppelin, Mússorgskíj, Beethoven og Mahler. Söngvarar: Zuzka Miková, Niko- leta Spalasová og Gabina Urbánková. Trommur: Frantisek Hönig. Sinfón- íuhljómsveit Íslands u. stj. Friedemanns Riehle. Laugardaginn 7. maí kl. 17. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson SÝNINGIN „25 – Deutsche Bank-safnið í 25 ár“ stend- ur yfir þessa dagana í Guggenheim-galleríinu í Berlín. Getur þar að líta brot af samtímalist sem bankinn hefur eignast á undanförnum aldarfjórð- ungi. Það ku vera stærsta safn sinnar tegundar í eigu fyrirtækis í heim- inum. Sýningunni lýkur 19. júní næstkomandi.Reuters Listelskur banki í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.