Morgunblaðið - 09.05.2005, Side 25

Morgunblaðið - 09.05.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 25 UMRÆÐAN Súpersól til Salou 20. maí frá 34.995 Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan við Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu, menningu og litríku næturlífi. Nú býður Terra Nova þér einstakt tækifæri á ótrúlegum kjörum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 34.995 í 5 daga / kr. 49.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð. 20. maí, 5 eða 12 dagar. Netverð á mann. Kr. 39.990 í 5 daga / kr. 59.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð. 20. maí, 5 eða 12 dagar. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 ÞESSA dagana er verið að ræða endurskoðun samgönguáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu ára. Inn á borð samgöngunefndar Al- þingis hafa verið send hörð mót- mæli gegn vegteng- ingu á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar um Héðins- fjörð. Til að fá réttan samanburð á hinum tveimur valkostum í vegtengingum með jarðgöngum á milli þessara kaupstaða, þ.e. Fljótaleið og Héðinsfjarðarleið, þarf að bera saman báðar leiðirnar frá Ketilási í Fljótum til Ólafsfjarðar. Það hafa stjórnvöld ekki viljað gera. Reynsl- an hefur kennt mér að það hefur takmarkaða þýðingu að senda harðorð mótmæli til samgöngu- nefndar Alþingis nema þau mót- mæli séu jafnframt rökstudd í fjöl- miðlum. Ég held því fram að Alþingi hafi aldrei verið upplýst um hinn gríðarlega mun á heild- arkostnaði við Héðinsfjarðarleið í samanburði við Fljótaleið. Ég trúði því staðfastlega þegar niðurstöður tveggja ára rannsókna á jarð- skriðsvandamálum á Almenningum lágu fyrir um áramótin sl. (sjá grein í Mbl. 18.2. sl.) að samgöngu- ráðherra myndi setja hnefann í borðið og fyrirskipa endurskoðun á öllum forsendum sem lagðar voru til grundvallar við ákvörðun um val á Héðinsfjarðarleið. Því miður varð ekki sú raunin. Ráðherrann tilkynnti við hátíðlega athöfn á Siglufirði fyrir skömmu að staðið yrði við fyrri loforð, að útboð í gerð Héð- insfjarðarganga yrði auglýst með haustinu. Miðað við allar stað- reyndir sem liggja nú fyrir tel ég þessa yf- irlýsingu alveg út í hött og geti ekki stað- ist réttláta gagnrýni. Á fjölmennum borg- arafundi á Siglufirði sumarið 2003 bað ég þáverandi bæjarstjóra á Siglufirði að biðjast afsökunar á þeim um- mælum hans í RÚVAK skömmu áður, að það væri allt í lagi með veginn í jarðsiginu á Almenningum á milli Siglufjarðar og Fljóta og þeir (forystumenn Siglufjarðar) ætluðu aldrei að biðja um jarðgöng úr Siglufirði og inn í Fljót. Bæj- arstjórinn neitaði alfarið að biðjast afsökunar á þessari yfirlýsingu sinni í RÚVAK. Í grein sem ég skrifaði í fréttablaðið Feyki á Sauðárkróki 28.1. 2004 er eftirfar- andi kafli: „Á síðasta vetri hélt ég fjóra fundi með fulltrúum sveitar- félaganna á Eyjafjarðarsvæðinu og boðaði harða stefnu gegn Héðins- fjarðarleiðinni. Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri, lýsti því yfir, og ég mætti hafa það eftir, að það væri nánast engin von um að þriðju göngin kæmu á ut- anverðan Tröllaskagann í náinni framtíð, sem þýðir a.m.k. næstu 50 árin. Það verður að nýta þessa miklu fjármuni sem búið er að samþykkja að veita til samgöngu- bóta á þessu svæði af skynsemi og flytja þá yfir á Fljótaleið ef hún er í raun ódýrari sem nemur millj- örðum kr. en nýtist samt betur fleiri íbúum á þessu svæði.“ Á meðfylgjandi korti sést glöggt hvað snjóflóða- og jarðskriðs- vandamálin á milli Fljóta og Siglu- fjarðar eru mikil. Margoft hefur legið við stórslysum vegna snjó- flóða og bílar oft lokast inni á milli þeirra, sviptivindar eru tíðir á þessu svæði og hafa reynst afar hættulegir í hálku. Síðan eru það hin margumtöluðu jarðskriðs- vandamál á Almenningum sem ekki er hægt að leysa. Vegstæðið er ónýtt á stórum kafla og veg- urinn skríður hægt og bítandi í sjó fram (sjá Mbl. 18.2. sl.). Spár segja til um að erlendum ferðamönnum sem koma hingað til landsins muni fjölga mjög mikið á næstu áratugum. Jafnvel að fjöldi þeirra fari yfir eina milljón innan tíu ára, eða þreföld aukning frá því sem nú er. Flestir þessara ferða- manna koma til landsins til að upplifa óspillta og stórfenglega náttúru Íslands. Hvers virði verð- ur dulúð Héðinsfjarðar og Hvann- dala eftir tíu ár? Það er mín sann- færing að þetta svæði (okkar Hornstrandir) sé ein þýðing- armesta grunneining í nýsköpun ferðaþjónustunnar á utanverðum Tröllaskaga og geti skapað henni afar sterka ímynd. Það má ekki undir neinum kringumstæðum eyðileggja þessa náttúruperlu með vega- og jarðgangagerð. Niðurstaða mín er sú að vegna ástandsins á Almenningum eigi skilyrðislaust að bora fyrstu göng- in úr Fljótum til Siglufjarðar, veg- stytting u.þ.b. 13 km, þá er kom- inn helmingurinn af Fljótaleiðinni. Síðan á að bora önnur göng úr Fljótum í Ólafsfjörð og láta Héð- insfjörðinn í friði. Ekki má skemma fyrir nýsköpun í atvinnu- rekstri framtíðarinnar með van- hugsuðum og alltof dýrum fram- kvæmdum sem hægt er að leysa á helmingi ódýrari hátt, mismunur sjö milljarðar kr. Ég skora á samgöngunefnd Al- þingis að kynna sér vel þau rök sem sett hafa verið fram um hag- kvæmni Fljótaleiðar í þessum sam- anburði. Hún er ódýrari og tryggir öruggari, betri og styttir sam- göngur á milli kjördæma um 20 km. Búsetuskilyrði verða betri á svæðinu og hún verndar dulúð og ómetanlega náttúru Héðinsfjarðar. Alþingi hefur aldrei verið gerð grein fyrir gríðarlegum mun á Héðinsfjarðarleið og Fljótaleið Trausti Sveinsson fjallar um göngin fyrir norðan ’Búsetuskilyrði verðabetri á svæðinu og hún verndar dulúð og ómet- anlega náttúru Héðins- fjarðar. ‘ Trausti Sveinsson Höfundur er bóndi á Bjarnargili í Fljótum.                                                   Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilis- ofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyr- ir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýsingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bíla- leigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í land- inu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.