Morgunblaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2005 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
DOLLARINN hefur styrkst nokkuð
gagnvart evru að undanförnu. Það
sem af er þessu ári hefur dollarinn
styrkst um tæp 5% gagnvart evru.
Í Vegvísi greiningardeildar
Landsbanka Íslands segir að styrk-
ing dollarans sé að miklu leyti rakin
til þess að hagvöxtur í Bandríkjun-
um hafi verið umfram vöxt evru-
svæðisins í þó nokkurn tíma. Banda-
ríski seðlabankinn hafi því hækkað
stýrivexti sína umtalsvert á síðast-
liðnu ári eða um 2% á innan við ári.
Á sama tíma hafi Seðlabankinn í
Evrópu haldið stýrivöxtum sínum í
lágmarki og ekki hreyft við þeim í
langan tíma. Segir í Vegvísinum að
vaxtamunur á mælikvarða stýri-
vaxta milli Bandaríkjanna og Evr-
ópu hafi því verið að aukast og sé
þróunin dollaranum í hag enda
styðji aukinn vaxtamunur við styrk-
ingu dollara gagnvart evru. Eftir
síðustu stýrivaxtahækkun banda-
ríska Seðlabankans standi stýri-
vextir bankans í 3%. Stýrivextir
evrópska Seðlabankans séu nú 2%
og vaxtamunurinn milli svæðanna
því 1%.
Í síðustu viku voru birtar tölur frá
bandarísku vinnumálastofnuninni
um fjölda nýrra starfa í aprílmánuði
í Bandaríkjunum. Þar kom fram að
um 274 þúsund ný störf urðu til.
Segir í Vegvísinum að þessi fjöldi sé
töluvert umfram væntingar en þær
geti verið vísbending um aukinn
stýrivaxtamun milli Bandaríkjanna
og Evrópu.
„Góðar atvinnutölur í apríl hafa
ýtt undir vanga-
veltur sérfræð-
inga um að Seðla-
bankinn í
Bandaríkjunum
haldi áfram að
hækka stýrivexti á
árinu en ýmislegt
hafði bent til þess
að dregið hefði úr
vexti bandaríska
hagkerfisins.
Áframhaldandi
hækkun stýri-
vaxta í Bandaríkj-
unum myndi því
auka vaxtamuninn
við Evrópu enn
frekar en að mati sérfræðinga er
ólíklegt að evrópski Seðlabankinn
komi til með að hækka stýrivexti
sína á næstunni. Gengi dollarans
gæti því mögulega haldið áfram að
styrkjast til skamms tíma en margir
sérfræðingar telja hins vegar líklegt
að gengi dollarans komi til með að
gefa eftir gagnvart evru þegar litið
er til lengri tíma,“ segir í Vegvísi
Landsbanka Íslands.
Dollarinn hefur styrkst um
5% gagnvart evru á árinu
Reuters
Styrking Aukinn vaxtamunur milli Bandaríkjanna og
Evrópu styður styrkingu dollara gagnvart evru.
FRÉTTIR
HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar
hf. nam 459 milljónum króna á fyrsta
ársfjórðungi og er það 69% aukning
frá sama tímabili í fyrra.
Heildartekjur félagsins voru 1,7
milljarðar króna á tímabilinu og juk-
ust um 40% á milli ára. Hagnaður fyr-
ir afskriftir og fjármagnsliði nam
rúmum 453 milljónum og dróst saman
um 4% frá fyrra ári. Framlegðarhlut-
fallið lækkaði úr 39% í 27%.
Niðurstaða fjármagnsliða er já-
kvæð um 213 milljónir og er það tvö-
földun frá sama tímabili í fyrra. Fyrir
utan áhrif styrkingar krónunnar á
langtímalán seldi félagið gjaldmiðla-
skiptasamning með miklum hagnaði.
Upphaflegar áætlanir Vinnslu-
stöðvarinnar gerðu ráð fyrir 3.600
milljóna króna veltu án vörusölu og
900 milljón króna framlegð í ár. End-
urskoðuð áætlun gerir ráð fyrir svip-
aðri veltu félagsins en að framlegðin
verði hærri, um 1.000 milljónir króna.
Fjármagnsgjöld, án gengisbreytinga
krónunnar, eru áætluð um 200 millj-
ónir króna og gert er ráð fyrir að
hagnaður félagsins á árinu, fyrir
skatta, verði um 400 milljónir króna.
Vinnslu-
stöðin eykur
hagnað
HOLLENSKI bjórframleiðandinn
Heineken, sem er sá þriðji stærsti í
heimi, hefur fest kaup á rússnesku
bjórverksmiðjunni Patra. Greitt
verður fyrir með reiðufé en kaup-
verðið er ekki gefið upp, að því er
segir á fréttavef BBC.
Heineken hefur verið að færa út
kvíarnar í Rússlandi og keypti t.d.
bjórverksmiðjuna Bravo af Björg-
ólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteins-
syni á sínum tíma fyrir um 40 millj-
arða króna. Með kaupunum á Patra
eykst hlutdeild Heineken á rúss-
neskum bjórmarkaði um 1% í 8,3%,
en bjórneysla í Rússlandi hefur tvö-
faldast á fimm árum. Að því er segir
í danska viðskiptablaðinu Börsen
veltir rússneski bjórmarkaðurinn
um 450 milljörðum króna á ári.
Vegna minnkandi eftirspurnar
eftir bjór í Vestur-Evrópu, hafa bjór-
framleiðendur leitað inn á markaði
sem eru í örum vexti, s.s. Austur-
Evrópu, Afríku og Asíu. Með aukn-
um hagvexti á þessum svæðum hef-
ur eftirspurn eftir heimsþekktum
vörumerkjum í bjór aukist.
Heineken
kaupir bjór-
verksmiðju í
Rússlandi
TREYJA Eiðs Smára Guðjohnsen,
sem slegin var á 800.000 á uppboðs-
vefnum Uppbod.is, fór ekki á
800.000 heldur 500.000 þar sem þeir
einstaklingar sem höfðu boðið
800.000 í treyjuna höfðu ekki bol-
magn til að standa við tilboð sitt.
Eggert Skúlason, varaformaður
Hjartaheilla, segir að samtökin
stundi ekki lögfræðiinnheimtu og
því hafi tilboði Íslandsbanka upp á
500.000 verið tekið. Þá segir hann að
þeir sem styðji samtökin geri það á
sínum forsendum en að það sé þó af-
ar mikilvægt að fá viðbrögð á borð
við þau sem Íslandsbanki hafi sýnt.
Eiður Smári gaf Neistanum,
styrktarfélagi hjartveikra barna,
treyjuna sem hann var í þegar hann
lék úrslitaleik í Carling Cup á Þú-
saldarleikvanginum í Cardiff.
Treyjan fór
á 500 þúsund
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-
LIF, og flugvél Landhelgisgæsl-
unnar, TF-SYN, fóru í sjúkraflug út
á Reykjaneshrygg á laugardag þar
sem þær sóttu veikan spænskan sjó-
mann um borð í togarann Eirado do
Costal. Samkvæmt upplýsingum
Gæslunnar hafði björgunar-
stjórnstöð í Madrid samband við
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
um klukkan tíu í morgun og bað um
aðstoð við að koma manninum á
sjúkrahús.
TF-LIF fór í loftið kl. 11:37 og
TF-SYN kl. 12:41 en flugvélin
fylgdi þyrlunni til öryggis. Vél-
arnar lentu á Reykjavíkurflugvelli
á fjórða tímanum og sjúkrabíll
flutti sjómanninn á sjúkrahús.
Sótti veikan
sjómann
SKIPVERJARNIR tveir á Hauki ÍS
sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í
Bremerhaven vegna gruns um stór-
fellt fíkniefnasmygl í janúar sl. hafa
verið látnir lausir og eru komnir til
Íslands. Ekki hefur fengist staðfest
hjá þýsku lögreglunni hvað olli því
að þeir voru látnir lausir.
Þýska tollgæslan fann 3½ kíló af
kókaíni og álíka magn af hassi um
borð í skipinu þegar leit var gerð.
Rannsóknin miðaði m.a. að því að
finna samverkamenn hinna
grunuðu. Íslensk lögregluyfirvöld
hafa engin afskipti af mönnunum
tveim sem komnir eru til landsins,
samkvæmt upplýsingum lögreglu.
Skipverjar
leystir úr haldi
ÖKUMAÐUR BMW Williams-liðs-
ins í Formúlu 1, Mark Webber, er
væntanlegur hingað til lands um
miðjan mánuðinn, auk þess sem
bíllinn sem hann ekur verður flutt-
ur hingað og verður til sýnis við
Hagkaup í Smáralind í nokkra
daga.
Það er Baugur Group sem stend-
ur fyrir komu Webbers hingað til
lands, en fyrirtækið er einn bak-
hjarla BMW Williams liðsins, sem
auglýsir merki Hamleys leikfanga-
verslanakeðjunnar.
Webber mun meðal annars taka
þátt í uppákomu í Smáralind 16.
maí næstkomandi, verða gestur
Formúlu 1 þáttarins á RÚV, skoða
landið og fleira. Þá munu Hagkaup
standa fyrir Formúlu 1 leik fyrir
viðskiptavini sína þar sem í verð-
laun verða ferð á Silverstone kapp-
aksturinn í Englandi í sumar.
„Webber er einn af nokkrum
ökumönnum sem taldir eru meist-
araefni næstu ára. Hann telur að
endurbætur á BMW Williams bíln-
um muni færa honum aukna vel-
gengni í komandi mótum. Liðsfélagi
Webber er Þjóðverjinn Nick Heid-
feld.
Ferill Webber hófst með Minardi
liðinu og hann náði fimmta sæti í
sínu fyrsta móti. Hann gekk til liðs
við Jagúar liðið og ók fyrir Jagúar í
tvö ár.
Frank Williams stofnandi Willi-
ams F1 tók eftir djörfum aksturs-
töktum Webber í einstökum mótum
og réð hann til Williams liðsins á
síðasta ári,“ segir meðal annars í
fréttatilkynningu.
Formúlu 1 ökumaður
kemur til landsins
Reuters
Mark Webber keppir fyrir BMW
Williams-liðið.
HÓPURINN sem vann að því að fá
Bobby Fischer lausan úr fangavist í
Japan hefur ákveðið að beita sér í
máli Arons Pálma Ágústssonar, ís-
lensks pilts sem sætt hefur refsivist
í Bandaríkjunum í meira en átta ár.
Í tilkynningu frá hópnum segir
að þetta hafi verið ákveðið eftir að
mál Arons Pálma höfðu verið
gaumgæfð. „Markmið hópsins er að
fá Aron Pálma, sem nú er á skilorði
í stofufangelsi í Texas, leystan úr
haldi sem fyrst, en hann hefur
ítrekað óskað eftir því að fá að fara
heim til Íslands.“ Aron Pálmi á eft-
ir að afplána rúmlega tvö ár af
dómi sínum.
„Nefndin hefur þegar haldið tvo
fundi til að afla sér sem gleggstra
upplýsinga um mál Arons Pálma og
fengið þar m.a. Braga Guðbrands-
son, forstöðumann barnaverndar-
stofu, sem vann mikið að málinu á
fyrri stigum, og Kristin Hrafnsson
blaðamann, sem skrifaði ítarlegan
greinaflokk um málið, til liðs við
sig. Þá hefur nefndin sett sig í sam-
band við Aron Pálma og glöddu
fréttirnar um að hann hefði eignast
þennan stuðningshóp hér heima
hjarta hans mjög. Það sama gildir
um Valgerði Hermannsdóttur, móð-
ursystur hans, sem fagnaði þessum
tíðindum. – Nefndin hyggst beita
bæði hefðbundnum og óhefðbundn-
um aðferðum í viðleitni sinni fyrir
lausn málsins,“ segir í tilkynning-
unni.
Stuðningshópur Bobbys Fischers
Ætlar að beita sér
í máli Arons Pálma