Morgunblaðið - 28.06.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.06.2005, Qupperneq 2
Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 28/30 Úr verinu 12 Bréf 31 Viðskipti 13 Minningar 31/36 Erlent 14/15 Hundar 39 Suðurnes 19 Dagbók 40 Landið 19 Víkverji 40 Akureyri 20 Velvakandi 41 Austurland 20 Staður og stund 42 Daglegt líf 21/22 Menning 44/49 Listir 23 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 Viðhorf 28 Staksteinar 51 * * * 2 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILL ÓPERU Í KÓPAVOG Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur látið gera frum- teikningar að óperuhúsi sem hann vil reisa í nágrenni við Salinn og Gerðarsafn. Hugmynd hans er að Íslenska óperan flytji í húsið en hann gerir ráð fyrir að byggingin myndi kosta 1,5–2 milljarða. Hópnauðgun í Pakistan Hæstiréttur Pakistans hóf í gær að hlýða á mál Mukhtar Mai sem árið 2002 varð fórnarlamb hóp- nauðgunar sem þorpsráðið í heimabæ hennar hafði fyrirskipað. Fjórtán menn voru sóttir til saka, átta voru sýknaðir í undirrétti en sex dæmdir til dauða. Mai áfrýjaði þar sem hún krafðist refsingar yfir þeim átta sem voru sýknaðir. Úr- skurður hæstaréttar kemur til með að hafa fordæmisgildi í svip- uðum málum í Pakistan. Dreif ing efnis á netinu Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í gær úrskurð þess efnis að hægt verði að sækja framleiðendur hugbúnaðar, sem gerir fólki kleift að dreifa efni svo sem tónlist og kvikmyndum á netinu, til saka fyr- ir brot á lögum um höfundarétt. Þorskstofninum hnignar Stjórnvöld hafa alltaf leyft meiri veiðar á þorskstofninum en Haf- rannsóknastofnun mælir með en hún hefur gefið út mat á stofninum í þrjátíu ár. Þrír starfsmenn stofn- unarinnar skrifa grein í Morg- unblaðið í dag þar sem m.a. er bent á að þorskstofninn endurnýist ekki með sama hætti og hann gerði 1985 og fyrir þann tíma. Þessu er líkt við umhverfisslys af mannavöldum. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %              &         '() * +,,,                              SÉRA Ragnar Fjalar Lárusson, fyrrverandi prófastur, lést að kvöldi 26. júní síðast- liðins á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi, 78 ára að aldri. Ragnar Fjalar fæddist á Sólheimum í Skagafirði 15. júní 1927, sonur sr. Lárus- ar Arnórssonar, sókn- arprests á Miklabæ, og Jensínu Björnsdóttur. Hann lauk guðfræði- prófi frá Háskóla Ís- lands 1952 og var veitt Hofsósprestakall sama ár. Ragnar Fjalar var sóknarprestur á Siglu- firði frá 1955 til 1968, að hann var skipaður sóknarprestur í Hallgríms- prestakalli í Reykjavík. Þar þjónaði Ragnar Fjalar til ársins 1998, er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Hann var prófastur í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra frá 1994–97. Ragnar Fjalar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og átti m.a. sæti í siðanefnd Presta- félags Íslands frá stofnun hennar og til starfsloka. Ragnar Fjalar var mikill safn- ari og safnaði m.a. spil- um, seðlum og íkonum um dagana. Þekktast- ur er hann þó fyrir bókasafn sitt sem hef- ur að geyma margvís- legt fágæti, einkum biblíur og sálmabækur, allt frá upphafi prent- verks á Íslandi. Hann stundaði um árabil rannsóknir á vöggu- prenti og hlaut fyrir það starf sitt riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1998, auk embætt- isverka sinna. Ragnar Fjalar var einn helsti sérfræðingur þjóðarinn- ar á þessu sviði. Ragnar Fjalar var mikill dýra- verndarsinni og tók virkan þátt í umræðu á þeim vettvangi. Ritaði m.a. fjölmargar greinar í Morgun- blaðið um það efni. Eftirlifandi eiginkona sr. Ragnars Fjalars Lárussonar er Herdís Helgadóttir, fyrrverandi hjúkrunar- deildarstjóri. Þau eiga sex börn. Andlát RAGNAR FJALAR LÁRUSSON SAMBAND ungra sjálfstæðismanna fagnaði í gær 75 ára afmæli en sam- bandið var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum 27. júní árið 1930. Í til- efni tímamótanna stóðu ungir sjálf- stæðismenn fyrir hátíðarstjórn- arfundi á Þingvöllum í gær, þar sem Geir H. Haarde, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, flutti ávarp. Í gær hóf göngu sína greinaflokkur á vef ungra sjálfstæðismanna, www.sus- .is, með greinum eftir fyrrverandi formenn SUS í tilefni afmælisins. Fyrsta greinin sem birt hefur verið er eftir Ásgeir Pétursson, fyrrver- andi sýslumann og bæjarfógeta, sem var formaður SUS 1955–57. Þess má geta að fyrsti formaður SUS var Torfi Hjartarson. Formaður SUS er Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn Þór Hauksson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir við minnisvarða um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins. SUS fagnaði 75 ára afmæli EKKERT er hæft í þeim ummælum Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í gær, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi aldrei átt hluti þá sem bankinn var skráður fyrir í Eglu hf. Þetta seg- ir í yfirlýsingu sem Egla hf. sendi frá sér í gær. „Hauck & Aufhäuser gerðist hlut- hafi í Eglu hf. hinn 15. janúar 2003, ásamt Keri hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf., og var eigandi helmings hlutafjár félagsins þegar það keypti kjölfestuhlut af íslenska ríkinu í Bún- aðarbanka Íslands hf. hinn 16. janúar 2003,“ segir í yfirlýsingunni. Vitnað er til ummæla Vilhjálms í Ríkisút- varpinu á sunnudag og í Morgun- blaðinu í gær þess efnis að eignar- hlutur þýska bankans hafi raun- verulega verið í höndum S-hópsins. Um hafi verið að ræða lán með veði í hlutabréfunum. „Þessar fullyrðingar eru rangar,“ segir í yfirlýsingunni frá Eglu. „Eina lánafyrirgreiðslan sem Egla hf. naut í þessum viðskiptum kom frá Lands- bankanum, viðskiptabanka Eglu hf., eins og fram kom í yfirlýsingu sem Egla hf. sendi frá sér í apríl 2003.“ Um fullyrðingu Vilhjálms í Morg- unblaðinu í gær, þess efnis að engar upplýsingar komi fram í ársskýrslu þýska bankans um að hann eigi hlut í Búnaðarbankanum, segir: „Eðlilega finnast engar upplýsing- ar um að Hauck & Aufhäuser hafi átt hlut í Búnaðarbankanum. Hauck & Aufhäuser var hluthafi í Eglu hf., sem keypti kjölfestuhlut í Búnaðar- banka Íslands hf. ásamt fleiri fjár- festum, og þau bréf voru færð í árs- reikningi Hauck & Aufhäuser á því tímabili sem bankinn átti hlut í Eglu hf., eins og fram kemur í yfirlýsingu frá Hauck & Aufhäuser 27. júní 2005. Jafnframt skal það áréttað enn og aftur að Hauck & Aufhäuser átti full- trúa í bankaráði Búnaðarbankans og síðar KB banka, frá því gengið var frá kaupum Eglu hf. á kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum þar til á síðasta aðalfundi KB banka. Vangaveltur um að Hauck & Auf- häuser hafi ekki tekið fullan þátt í kaupunum á kjölfestuhlut í Búnaðar- banka Íslands hf., í gegnum kaup sín í Eglu hf., eiga ekki við nein rök að styðjast og sætir undrum að kennari við jafn virta stofnun og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, skuli láta hafa slíkar órökstuddar dylgjur eftir sér í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýs- ingunni frá Eglu hf. Ekkert hæft í um- mælum Vilhjálms Framkvæmdastjóri Hauck & Aufhäuser um eignina í Búnaðarbankanum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hauck & Aufhäuser bankanum vegna um- ræðu um sölu íslenska ríkisins á Búnaðarbankanum. „Frankfurt am Main, 27. júní 2005. Hauck & Aufhäuser bankanum bauðst á sínum tíma að taka þátt í útboðsferli vegna sölu íslenska rík- isins á Búnaðarbanka Íslands hf. Að okkar mati var Búnaðarbankinn áhugaverður fjárfestingarkostur, þrátt fyrir að verðið væri hátt á þeim tíma. Enginn vafi leikur á að Kaupþing banki hf., sem varð til við samruna Búnaðarbanka Íslands hf. og Kaupþings banka hf., hefur stað- ið sig afar vel og gert mjög góða hluti. Undirritaður hefur notið þess að sitja í stjórn bankans allt þar til ég gekk úr stjórn bankans á síðasta aðalfundi, og vona að framlag mitt hafi orðið til góðs. Við hjá Hauck & Aufhäuser erum eindregið þeirrar skoðunar að Íslendingar geti verið stoltir af að hafa byggt upp jafn- öfluga fjármálastofnum og Kaup- þing banki hf. er. Við lýstum því yfir í upphafi að við værum skammtímafjárfestar en myndum virða í hvívetna samninga við íslenska ríkið um lágmarkstíma eignarhalds á bankanum. Það fyr- irheit höfum við efnt. Á því tímabili sem við höfum átt hlutabréf í Eglu hf., en það félag á hlutabréf í Búnaðarbankanum og síðar í Kaupthing banka hf., hafa þau verið bókuð í ársreikningi bank- ans. Okkur þykir miður að efasemdir skuli hafa vaknað um heilindi okkar í þessu máli og að nafn bankans skuli dragast með neikvæðum hætti inn í umræðu um einkavæðingu á Íslandi. Virðingarfyllst, f.h. Hauck & Aufhäuser bankans Peter Gatti, framkvæmdastjóri.“ Hlutabréfin voru bókuð í ársreikn- ingi bankans Taldi Búnaðarbankann áhugaverða fjár- festingu þrátt fyrir að verðið væri hátt ALVÖRU þungarokkarar láta ekki smátroðning á sig fá enda erfitt að troða fólki um tær ef það hoppar bara nógu mikið. Mismunandi til- finningar mátti þó lesa úr andlits- svip tónleikagesta á Nasa í gær en þar tróð bandaríska þungarokks- hljómsveitin Megadeth upp. Hljóm- sveitin stóð við gefin loforð um kröftuga tónleika og ekki var annað að sjá en tónleikagestir væru sáttir. Tilfinninga- sveiflur á Megadeth- tónleikum Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.