Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í lögum er að finnaheimild til þess aðveita útlendingi sem sótt hefur um hæli bráða- birgðadvalarleyfi. Slíkt leyfi getur síðan orðið grundvöllur tímabundins atvinnuleyfis. Þetta er mat Bjarkar Viðarsdóttur lögfræðings hjá Útlend- ingastofnun. Bendir hún máli sínu til stuðnings á lög um útlendinga nr. 96 frá árinu 2002, reglugerð um útlendinga nr. 53 frá árinu 2003 og lög um at- vinnuréttindi útlendinga nr. 97 frá árinu 2002. Í 11. gr. laga um útlendinga er kveðið á um að Útlendingastofnun geti, að beiðni útlendings sem sótt hefur um hæli, veitt honum bráða- birgðadvalarleyfi þar til ákvörðun hefur verið tekin um hælisum- sókn. „Hún getur einnig, að beiðni útlendings sem hefur feng- ið endanlega synjun um hæli eða dvalarleyfi sem kemur ekki til framkvæmda að svo stöddu, veitt honum bráðabirgðadvalarleyfi þar til synjunin kemur til fram- kvæmda, ef rík mannúðarsjónar- mið standa til þess.“ Erfitt að uppfylla ákvæðið Eins og fram kemur í 7. gr. laga um atvinnuréttindi útlend- inga er bráðabirgðadvalarleyfi frumskilyrði þess að Vinnumála- stofnun geti veitt útlendingi tíma- bundið atvinnuleyfi, en í 46. gr. reglugerðar um útlendinga er kveðið á um að eitt helsta skilyrði þess að Útlendingastofnun megi veita útlendingi, sem sótt hefur um hæli, bráðabirgðadvalarleyfi þar til ákvörðun hefur verið tekin um hælisumsóknina, sé að ekki leiki vafi á því hver umsækjandi er. Þegar þetta atriði er borið undir Atla Viðar Thorsteinsen, verkefnastjóra í málefnum hæl- isleitenda og flóttamanna hjá RKÍ, segir hann að erfitt geti reynst fyrir hælisleitendur að uppfylla fyrrgreint ákvæði þar sem notkun á fölsuðum skilríkj- um sé oft eina leiðin fyrir fólk til að komast úr landinu sem verið er að flýja. „Þó svo að þessir ein- staklingar geti ekki sýnt fram á hverjir þeir eru þá finnst okkur það mannúðarmál að hælisleit- endur fái að hafa eitthvað fyrir stafni meðan þeir bíða eftir ákvörðun stjórnvalda.“ Eins og fram kom í viðtali við hælisleitendur í Morgunblaðinu um helgina finnst þeim erfitt að hafa ekkert við að vera og vildu gjarnan geta unnið hérlendis meðan þeir bíða úrlausn sinna mála. Aðspurð segir Björk lítið hafa reynt á fyrrgreinda laga- heimild um veitingu atvinnuleyfis á grundvelli bráðabirgðadvalar- leyfis. Spurð hvort það geti stafað af því að útlendingar þekki ekki þessa heimild segir Björk það vel mögulegt, enda sé fólki ekki kynnt sérstaklega þessi laga- ákvæði. Bendir hún í því sam- hengi á að ekkert lagaákvæði skyldi Útlendingastofnun til að upplýsa útlendinga um þessa heimild í upphafi umsóknarferlis. Í fyrrgreindri frétt Morgun- blaðsins kvartaði einn hælisleit- enda undan því að fátt annað væri við að vera á gistiheimilinu en að borða og sofa. Hvað aðbún- að varðar segir Björk Útlend- ingastofnun gera samning við Reykjanesbæ þess efnis að hann sjái um ummönnun hælisleitenda í umboði stofnunarinnar. „Það er okkar skoðun að hælisleitendur búi við mjög góðar aðstæður á Ís- landi og að Reykjanesbær veiti þeim eins góðan aðbúnað og hægt er,“ segir Björk og áréttar að hælisleitendur séu á engan hátt lokaðir inni á gistiheimilinu þar sem þeir búi. „Hérlendis er það svo að hælisleitendur eru frjálsir ferða sinna og þykir það nokkuð sérstakt miðað við hvernig mál- um er háttað víða erlendis.“ Margs konar aðstoð Hjá Iðunni Ingólfsdóttur, full- trúa hælisleitenda í Reykja- nesbæ, fengust þær upplýsingar að í fyrrnefndum samningi felist að hælisleitendur séu í fullu fæði og húsnæði auk þess sem þeir fái alla þjónustu sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða. Í því felst t.d. læknisþjónusta hælisleitend- um að kostnaðarlausu, þau lyf sem á þarf að halda, auk þess sem þeir fá frítt í sund, fría rútumiða til og frá Reykjavík þurfi þeir að sinna sínum málum vegna hæl- isumsóknar, frían aðgang að bókasafninu sem veitir m.a. að- gang að tölvum safnsins, ásamt því að hælisleitendur geta farið ódýrt í líkamsrækt. Segir Iðunn umsjónarmann Gistiheimilisins Fits í Njarðvík hafa útvegað hæl- isleitendum hjól og veiðistangir, auk þess sem aðgangur er þar að þremur tölvum. Aðspurð segir Ið- unn hópi hælisleitenda hafa stað- ið til boða í vetur að sækja ís- lenskunámskeið, en að öðru leyti séu ekki neinar tómstundir í boði. Segir hún hópnum standa til boða að vinna sjálfboðavinnu við fata- flokkun Rauða krossins. Spurð hvort til tals hafi komið að stjórn- endur Reykjanesbæjar beiti sér fyrir eða aðstoði hælisleitendur við að fá vinnu og tímabundin at- vinnuleyfi vísar Iðunn því til Rauða krossins þar sem hann sjái um réttargæslu. Fréttaskýring | Atvinnumál hælisleitenda Lítið reynt á möguleikann Samkvæmt lögum er heimilt að veita hælisleitanda bráðabirgðadvalarleyfi Hælisleitendur á Suðurnesjum. Bráðabirgðadvalarleyfi er forsenda atvinnuleyfis  Rauði kross Íslands hefur, að sögn Atla Viðars Thorsteinsen verkefnastjóra, nýverið aðstoðað nokkra hælisleitendur við að sækja samhliða um tímabundið atvinnuleyfi og bráðabirgðadval- arleyfi og bíða þær umsóknir nú úrlausnar hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun. Að- spurður hvers vegna fleiri hafi ekki sótt um slík leyfi segir Atli skort á bæði upplýsingum og for- dæmum vafalítið spila inn í. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands (SHÍ) þarf að vera beittara og óhrætt við að láta í sér heyra varð- andi pólitísk mál, t.d. skipulag Vatnsmýrarinnar. Ráðið fer fyrir einum stærsta þrýstihópi landsins sem þó fer lítið fyrir og er áhrifa- laus. Ástæðan er sú að SHÍ starfar í stöðugum ótta við að teljast „of pólitískt“ og það er hrætt við að stíga út fyrir sinn illa skilgreinda verkahring. Þetta er skoðun Atla Bollasonar, stúdentaráðsliða Röskvu, en 9. júní sl. lagði hann fram í stúdentaráði ályktun vegna Reykjavíkur- flugvallar og Vatnsmýrarinnar. Í ályktuninni sagði að það væri í þágu Háskóla Íslands að Reykja- víkurflugvöllur hyrfi sem fyrst og stúdentum væri tryggt landsvæði sem þá myndi losna. Ályktunin var ekki samþykkt en Atli segir að efn- islega hafi ráðið þó verið sammála henni. Henni hafi hins vegar verið hafnað á þeirri forsendu að hún þætti of pólitísk. Atli segir að sú ofuráhersla á að stúdentaráð sé ekki pólitískt hafi gert það að verk- um að það hefur ekki lengur kjark til þess að álykta um mál sem snerta þjóð- félagið í heild sinni eða gætu styggt framá- menn þjóð- arinnar. „Skipulagsmál snerta Háskólann beint en þrátt fyrir það taldi meiri- hluti stúdentaráðs að þetta væri of pólitískt til þess að stúdentaráð myndi álykta um það. Þá spyr ég, hvað er nógu lítið pólitískt svo við megum álykta um það og hvað höf- um við þá fram að færa?“ spyr Atli í samtali við Morgunblaðið. „Ég vil að stúdentaráð sé beittara og sé ekki hrætt við að láta í sér heyra.“ Mikilvægt sé nú, þegar umræða um framtíðarskipulag Reykjavík- urborgar og Vatnsmýrarinnar er áberandi, að stúdentaráð láti til sín taka og veki stúdenta til umhugs- unar um málefni Háskólans hvað þetta varðar. „Ég vil að það sé tryggt að skoðun okkar sé alveg ljós frá byrjun,“ segir Atli. Á að tala máli stúdenta Á fundinum 9. júní var að sögn Atla lögð fram breytingartillaga þar sem almennum orðum var farið um húsnæðiserfiðleika HÍ og að starfsemin mætti ekki dreifast um of um höfuðborgarsvæðið. Atli tel- ur slíka tillögu, sem ekki felur í sér neinar lausnir á vandanum, ekkert hafa að segja. „Stúdentaráð á að vera óhrætt við að tjá sig um þjóð- félagið, nánasta umhverfi og mál- efni stúdenta,“ segir Atli. Hann bendir á að stúdentaráð hafi alla burði til þess að vera öflug rödd í þjóðmálaumræðunni. Það myndi eingöngu styrkja ráðið út á við ef það væri óhrætt við að tjá sig um umdeild mál og taka afstöðu. „Stúdentaráð talar máli stúdenta sem eru níu þúsund talsins,“ segir Atli „Stúdentaráð hefur alla burði til að vera rosalega sterk rödd en það nýtir sér ekki tækifærin sem það hefur. Það finnst mér sorg- legt.“ Stúdentaráð verði beittara og kjarkmeira Atli Bollason GERÐAR hafa verið breytingar á lögum um meðferð opinberra mála sem miða að því að einfalda fram- kvæmd sektarinnheimtu og birtingu sektardóma auk þess að draga úr kostnaði lögregluembætta við slík verkefni. Lögin voru birt hinn 9. júní síðastliðinn og tóku þegar gildi. Helstu breytingarnar í þessu skyni eru í fyrsta lagi að bætt var við lög um meðferð opinberra mála nýrri grein, 115. gr. b, þar sem fram kemur að lögreglu sé heimilt að bjóða sakborningi að ljúka máli, einkum vegna umferðarlagabrota, með greiðslu sektar á vettvangi að því tilskildu að sektin sé undir 60.000 kr. og að gengist hafi verið skýlaust við brotinu. Í slíkum tilvikum verður komist hjá því að senda ítrekuð sekt- arboð. Í annan stað voru gerðar breytingar á 3. mgr. 133. gr. laganna sem fela það í sér að nú þarf lögregla ekki að birta sektardóm sérstaklega fyrir dómþola hafi hann ekki verið viðstaddur uppkvaðninguna þegar viðurlög eru ekki önnur en sekt eða upptaka eigna. Þá varð sú breyting gerð á 168. gr. laganna að nú skal í dómi eða úrskurði, ef máli lýkur án dóms, kveðið á um skyldu ákærða til að greiða sakarkostnað sem tiltek- inn skal með ákveðinni heildarfjár- hæð í dómi. Þar af skal sérstaklega greina þóknun verjanda og réttar- gæslumanns með tiltekinni fjárhæð. Með þessari breytingu verður það ekki lengur hlutverk Fangelsismála- stofnunar að úrskurða um sakar- kostnað. Í umsögn um frumvarpið segir m.a.: „Dómsmálaráðuneytið áætlar að þessar breytingar geti leitt til margvíslegs hagræðis og vinnu- sparnaðar hjá lögregluembættum og Fangelsismálastofnun þannig að kostnaður vegna þessara mála lækki samtals um 20 m.kr. á ári.“ Breytt lög um opinber mál einfalda innheimtu sekta Áætlað að kostnaður lækki um 20 milljónir króna á ári ÞAÐ er vel hægt að vera úti í mömmuleik þrátt fyr- ir að nokkrir regndropar láti á sér kræla. Þá er gott ráð að klæða sig eftir veðri líkt og þetta leik- skólabarn gerði, en það skartaði þessum glæsilega rauða regngalla. Dúkkan var ekki síður vel klædd þótt gúmmígallann hafi skort. Leikskólabarnið lét ljósmyndara Morgunblaðsins ekkert trufla sig á meðan það tók sér stutta pásu frá leiknum en dúkkan var hinsvegar reiðubúin í myndatöku með bros á vör. Morgunblaðið/RAX Í mömmuleik í rigningunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.